Fréttir

Tölublað

Fréttir - 11.07.1918, Blaðsíða 4

Fréttir - 11.07.1918, Blaðsíða 4
4 FRETTIR Hvað er í tréttum? „VilIemoes“ er enn í Ameríku. Hefur ekki enn fengið steinolíuna, sem hann átti að flytja. Kvað standa á leyfi olíufélagsins sjálfs um að láta olí- una af hendi, og því miður litlar líkur til, að það fáist i bráð. — Komið hefur til mála, að skipið verði sent hingað með venjulegan kaupmanna-varning, ef ekki greið- ist úr með olíuna. „Sterling“ var væntanlegur til Ísaíjarðar kl. 11 í dag. „Borg“ fór frá Akureyri í gærmorgun. Kemur við á Reykjarfirði og Dýra- firði. Stefnnskrá Alþýðusambands Islands í sam- bandsmálinu, er birt er í »Dags- brún« 9. þ. m., hafði verið sam- þykt með 11 atkv. af 15 er á fundi voru, og að birta hana hafði verið samþykt með 8 atkv. gegn 7 atkv. Bókbindarafélagið samþykti á fundi í gærkvöldi, að segja sig úr Alþýðusambandi íslands, út af samþykt þess í sam- bandsmálinu, er birt er i »Dags- brún« 9. þ. m. Kappleiknrinn milli Fálkamanna og Víkings í gærkvöldi fór svo, að Víkingur vann með einu marki á móti engu. Voru Fálkamenn auðsjáanlega ekki nógu samæfðir sem ekki var held- ur von, en innan um voru þó menn, sem auðsjáanlega höfðu talsverða leikni. Víkingar voru snarari í snúningum og gerðu snarpari á- hlaup, en voru ekki nógu duglegir er nálgaðist markið. — Að leikn- um loknum settust báðir flokkar að drykkju á Skjaldbreið. Blómið blóðrauða hin heimsfræga verðlaunasaga Joh. Linnankosky, er nú kemur út á 10. tungumálum, hefst nú aftur í »Fréttum«, og kemur við og við, — framh. úr 1. árg. blaðsins. Veðrið. Sama hæga norðanáttin með bjartviðri. Loftkuldi all-mikill fyrir norðan land og austan. Skallagrímur fer í dag til Englands og mun hafa póst meðferðis. íslendingur fór norður í fyrradag. Með hon- um tóku sér far frú Herdís Matt- híasdóttir og frú Sigríður Einars- dóttir frá Hofi. »Tjarnargatið« Svo kallaði einhver á dögunum bil það, sem veganefndin stöðugt lætur standa ófylt eða óbrúað á veginum yfir tjörnina. Sjást þess enn engin merki að hafist verði handa áð gera þessa leið færa og er einlægt kent um skorti á brú- arefni. Stungið hefur verið upp á að fylla bilið og hlaða eina eða tvær mjóar rennur fyrir vatns- renslið. Mundi það duga fyrst um sinn, þangað til tilbærilegt þykir að gera brú þarna, sem vart mun verða fyrstu árin. Oullfaxi. Vélbát með þessu nafni höfðu þeir Jón Laxdal kaupm. og H. Debell framkv.stj. látið smíða í Korsor á Sjálandi. Var hann nú á leið hingað og búinn að vera sem svarar tveim vikum á ferð- inni frá Kaupmannahöfn, er kaf- bátur hitti hann nálægt Færeyjum og sökti honum. Á bátnum vita menn ekki að verið hafi aðrir en skipstjórinn Sölvi Víglundarson, Jón Collin og einhver þriðji maður, og björguðust þeir á báti til lands í Færeyjum eftir 18 tíma hrakn- inga. Eftir því lengdar- og breidd- arstigi að dæma, er þeir voru á, er þeir kveðast hafa hitt kafbátinn, þá hafa þeir verið utan bannsvæðis þess, er Þjóðverjar hafa sjálfir á- kveðið. Ný bók hefur ritstj. Frétta verið send: Hræður, I. eftir Sig. Heiðdal, út- gef. félagið »HIynur«, Rvík 1918. Aðalumboðsmaður Arinbjörn Svein- bjarnarson. Bókin er 265 bls. í 8vo. í þessu nýja skáldsagnasafni höf. er ein saga: Jón á Vatnsenda. Bókin er heft í prýðilega snotra litprentaða kápu með efnistáknmynd framan á. — Höf. er mjög góð- kunnur orðinn fyrir »Stiklur« sín- ar, svo vænta má góðs af þessari bók. Mun nánar verða frá henni sagt síðar í blaði voru. Sjóðböð iðka nú ýmsir suður við Skerja- fjörð, og segja að sjávarhitinn sé orðinn nægur. Sundskálinn kvað samt ekki vera svo þrifalegur að hægt sé að nota hann, og munu því flestir kjósa að klæða sig úr og í undir berum himni. Vatnslaust var sumstaðar í bænum í gær, að minsta kosti í Skólavörðu- hverfinu og Óðinsgötu. Af hverju það stafar er ekki uppvíst orðið. Ef lokað er fyrir vatnið án fyrir- vara, þá er slíkt óafsakanlegt skeytingaleysi, en ef það skyldi vera fyrir vatnsskort, að vatnið ekki nær til hinna hærra liggjandi staða, þá mun það að líkindum stafa af of-eyðslu af vatni við fiskþvott og verður að hafa ein- hvern hemil á slíku. Þar sem ætla má, að vatnseyðsla sé yfir hóf fram, ætti að setja vatnsmæla og haga gjaldinu eftir eyðslunni. —Hvernig er það með vatnsgeyminn, sem bygður var með ærnum kostnaði? Reynist hann ekki alveg gagnslaus? Eru ekki sömu vatnsvandræðin eftir sem áður? Aðalfundur íslandsbanka var haldinn 1. júlí. Formaður fulltrúaráðsins Jón Magnússon for- sætisráðherra setti fundinn. Fund- arstjóri var kosinn Eggert Briem yfirdómari. Atkvæðamiðar höfðu verið gefnir út fyrir 6205 atkvæðum. Þetta var gert: 1. Forsætisráðherra skýrði fyrir hönd fulltrúaráðsins frá starfsemi bankans síðastliðið ár og las upp skýrslu fulltrúaráðsinshéraðlútandi. 2. Lagður fram reikningur árið 1917. Tillögur um skiftingu arðs- ins, eins og þær eru prentaðar í reikningnum samþyktar í einu hljóði. 3. Bankastjórn gefin kvittun fyrir reikningsskilum með öllum greidd- um atkvæðum. 4. P. O. A. Andersen Statsgjælds- direktör, sem ganga átti úr fulltrúa- ráðinu, var endurkosinn með öll- um greiddum atkvæðum. 5. Háyfirdómari Kristján Jóns- son endurkosinn sem endurskoð- unarmaður af hluthafa hálfu. 6. Rætt var um seðlaútgáfurétt bankans. Kom öllum saman um að hann væri allsendis ófullnægj- andi til að fullnægja viðskiftaþörf- inni, og að úr þessu yrði að bæta. Skoraði fundurinn á bankastjórn- ina að gera nauðsynlegar ráðstaf- anir til aukningar á seðlaútgáfu- réttinum eftir því sem viðskifta- þörfin krefur. — Bankastjórn jafnframt gefið samningaumboð í þessu efni. 7. Rætt var um aukning á hluta- fé bankans, samkvæmt áðurgefinni heimild í þvi efni. Stórt íbúðarhús laust til ibúðar, til sölu með að- gengilegum kjörum. A. v. á. Prentsmiðjan Gutenberg. Uppboð. Um 100 pokar kartöflur, dálítið skemdar, verða seldar næstk. föstudag kl. 1 eftir hádegi fyrir neðan vörugeymsluhús »Kol og salt« á uppfyllingunni. — Fyrir þá, sem geta tekið kartöflurnar heim til sín og strax aðskilið þær, eru þær án efa mikils virði. Ólafur Benjamínsson. Es. Gullfoss. Duglegur og vanur bryti (Restauratör), sem getur tekið að sér matsöluna um borð í GULLFOSSI fyrir eigin reikning. öskast. Hf. Ejm$kipafélag Í$lartd5. Kambar og greiður fást hjá Clausensbræðrum. <JCe i ta r Rarlaugar og Rölé 6öé fást ásamt massage, sunnudaga ekki siður en virka daga, á Hótel Island. Simi 394. Viðtalstími kl. 12-6. cffiassacjQlœRnir Suémunóur cPáÍursson.

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.