Fréttir

Tölublað

Fréttir - 12.07.1918, Blaðsíða 2

Fréttir - 12.07.1918, Blaðsíða 2
FRETTIR 2 Blómið blóðrauða. Eftir Joh. Linnankosky. (Frh.) »Hver skollinn!« heyrist hrópað utan úr iðukastinu, — rauði stakkurinn hendist langt inn í ílúðirnar. Angistar-rauldur heyrist á brúnni. Áhorfendurnir á bakkanum standa upp. Rauði stakkurinn kemur aftur í ljós. Fáein fim og þrekleg sundtök — og Rauðstakkur er kominn í lygnuna við bakkann. Hann bölvar og sezt á bakkanum, hellir vatninu úr stígvélum sínum. Verðirnir við klettinn hafa náð í stjakann hans, og færa honum hann. Hatturinn hans varð eftir í iðunni. — Nú hleypur hann ofan eftir bakk- anum. »Er nú ekki mál komið að hætta þessum leik?« er lagt til á brúnni. »Farið þið fjandans til!« hvæsir hann og gnístrar tönnum. »Nú hefði ef til vill ekki verið fjarri lagi að hafa kortið!« segir einhver i hálfum hljóðum. »Sleppa má stakkinum, er hatturinn er horfinn!« segir hann og hendir stakkinum upp á bakkann. — Blá skyrta sést úti á flotanum. Trjábol er enn af nýju skotið undir stíflu-bjálkann af afli og flýgur hann ofan að brúnni. »Takið þið nú vel eftir mér, svo að þið þekkið mig næst þegar þið sjáið mig!« Steinshljóð. Trjástofninn ber undir brúna, og rekur hann sig hvergi á. Sterklega er stjakað til hægri, — stofninn snýst til vinstri handar, — straum- farinn er kominn fram hjá fyrsta djúpstein- inum, þótt hann virtist eitt augnablik á báð- um áttum um stefnuna. »Nei, sko! — Nú, hann ætlar líklega að komast þetta, þrátt fyrir alt!« »Hann bað ykkur líka að taka vel eftir sér, svo að þið þektuð hann þegar hann kæmi aftur!« sögðu einhverjir vinir hans. Bjálkinn flýgur áfram. Maðurinn heldur jafnvægi með stjakanum. Nú er hann kominn að næsta steini. Hann lýtur áfram og hrökkur á bak aftur. Dálitill árekstur, stökk, brak, stjakinn brotnar, og bláa skyrtan hverfur í freyðandi fossinn. »Fljótir nú! Við verðum að sjá, hvernig hann fer að komast upp á bakkann úr þessu!« Hópurinn á bakkanum hlej'pur af stað. Bláa skyrtuna ber við löðrið. »Nú sleppur hann ekki. Hann er í miðri röstinni«. »Nú, nú, drengir! Verið þið til taks!« »Nú ber hann að Málli-kleltinum«. »Nei, hann fer lengrak Og hann ber fram hjá klettinum. Bláa skyrtan flýgur að viðarhrönninni miklu. Hann steytir hnefann að varðmönnunum, og vill ekki þiggja hjálp þeirra. En þeir fara ekki að því. Einn þeirra bregður stjaka sínum milli fóta sundmann- inum, er hann kastast að hrönninni. Hinir gripa í hnakkadramb honum og toga í hann af afli. Straumurinn sogar hann á leið inn undir hrönnina. Smám saman miðar þeim að draga hann til sín, og loks ná þeir honum. Tveir menn styðja hann upp á bakkann. Hann er valtur á fótum. Honum blæðir á knénu. (Frh.) Lloyd Georg-e. Eftir Frank l >ilriot. (Frh.) Hve föstum fóturn Lloyd George stóð meðal landa sinna í Wales, sést bezt á þvi, að þeir lcusu hann á þing meðan á Búastríðinu stóð. Lesi menn ræðu þá, sem hann flutti fyrir kosningarnar, að þessu sinni, þá gefst mönn- um hugmynd um skaplyndi hans. »Meðan Englendingar og Skotar ætla að drukkna í blóði, þá standa Wales-búar hreinir og sak- lausir og stefna að markinu: frelsi og fram- förum«. Afturhaldsmenn sátu að völdum þangað til í árslok 1905. í ársbyrjun 1906 var kosið til þings. Urðu þá framsóknarmenn í mikl- um meiri hluta og við þeirra flokk bættust 30 verkamannafulltrúar. Áhugi mikill var orðinn ríkjandi hjá framsóknarmönnum. Nýir menn slcipuðu sæti þau, sem auð voru í flokki þeirra, og þeir menn höfðu skipað, sem annaðhvort höfðu dregið sig í hlé eða þá dáið. Henry Campbell Bannerman, Skoti einn aldraður, varð forsætisráðherra. Áður hafði það verið venja, að velja þá inenn í ráðuneytið, sem voru gamlir og reyndir á stjórnmálasviðinu. En Campbell brá af þess- ari venju og valdi Lloyd George í ráðuneytið. Menn urðu sem þrumu lostnir. Reyndar var Lloyd George í þann tíð all-mikils metinn i þinginu, en er þingmenn fréttu, að hann væri ráðherra orðinn, urðu þeir óðir og upp- vægir. Að flestu leyti var hann jafn óháður frjálslynda fiokknum sem afturhaldsmönnum. Hann var einungis mönnum að einu kunnur og það var það, að hann var manna mestur óeirðarseggur. Menn skröfuðu um það sin á milli, hve mikil ofdirska það væri, að gera slíkan mann að ráðherra. Reyndar hafði hann ekki á hendi hin ábyrgðarmestu störf, en var verzlunar-ráðherra. Hver var fær um að skýra frá því, hvort hann væri starfi sínu vaxinn? Vissu menn, ef til vill, nokkuð um það, hvort hann væri fær um að stjórna? Þann veg skröfuðu menn sín á milli er það fréttist, að Lloyd George skipaði hina nýju stjórn. Þegar Lloyd George hafði tekið við ein- bætti sínu, tók að brydda á eigindum hjá honum sem enginn vissi, að hann átti í fór- um sínum. Er hann var spurður einhvers, er snerti starfsemi hans, þá svaraði hann jafnan hóg- værlega. Þótt menn ávíttu hann, lét hann sér ekki bi!t við verða, en var hinn ljúf- mannlegasti. Er harin var ekki önnum kaíinn við þingstörf sín, vann hann að því öllum stundum að ná í sínar hendur ailri stjórn verzlunarmála. Ávöxtur iðju hans koni brátt i ljós. Mönnum gátu ekki dulist umbætur hans. Áður en hann varð verzlunarráðherra hafði verzlunarráðuneytið verið nijög kunn- ugt að því, hve vanafesta og umstang væri þar mjög ríkjandi í allri starfsemi og siðum, en nú varð þar alt sem haganlegast og ein- faldast. í þinginu vaknaði nú einnig áhugi mikill á starfsemi verzlunarráðuneytisins. Á slíku hafði lítt borið áður. Lloyd George bar upp frumvarp til nýrra laga, og mönnum til hinnar mestu undrunar var það samþykt. Það sem átti ekki minstan þátt þessa, var hin framúrskarandi viðmótslægni Lloyd George’s og hógværð sú sem aldrei brást, þótt hann væri ávíttur. En samt sem áður var hann enn sem fyr bituryrtur, er svo bar undir, en er andstæðingar hans fóru hóglega að ráði sínu, þá gerði hann það einnig. En ábyrgðartilfinningin olli miklum breytingum í fari hans. Fyrir hans tilstilli voru samin og samþykt lög um einkaleyfi. Miða þau að því að neyða stóriðnaðarféiög, sem hafa í höndum brezk einkaleyfi, til þess að vinna vörur sínar innanlands. Auk þess fékk hann því ráðið, að samþykt voru lög, sem snerta verzlunar- flotann, og miða þau að því að bæta kjör sjómanna í mat og öllum aðbúnaði. Smátt og smátt tóku menn að gefa þess- um umbótum verzlunarráðuneytisins gaum, en áður en nokkurn varði bar það við, sem vakti á því eftirtekt allra landsmanna. Allir járnbrautaþjónar á Englandi hugðúst að gera verkfall, og mundi það hafa orðið hið mesta tjón landi og lýð. Járnbrautarþjónar vildu fá aukin laun sín. Ágreiningsatriði i slíkum efn- um skyldi bera undir verzlunarráðuneytið. Lloyd George tólc þegar til starfa. Mörgum til mikillar undrunar dró hann taum hvor- ugs málsaðiija, en leit svo á sem það væri skylda sín, þar eð hann var ráðherra, að’ koma í veg fyrir það að verkfall yrði. Samt sem áður vildi hann að bætt yrðu kjör járnbrautarþjóna. Hann hóf baráttu sína af öllu því kappi sem honum er lagið, þegar um áríðandi mál er að ræða. Eftir að hann hafði samið við hvorutveggju málsaðilja nokkra sólarhringa, án þess að unna sér hvíldar, þá tókst honum að ráða þann veg fram úr vandræðum þessum, að verkfall varð eigi, og bætt voru að miklu leyti kjör járn- brautarþjóna. Allir lofuðu hann, og var sem við hefðu borið tákn og stórmerki, og Lloyd George orðinn allur annar en fyrrum. Þótt verz'mnarráðherrastarfið væri fyrsta ráðherrastarf hans, þá kom hann á ýmsum umbótum, sem gamla og mikilsmetna stjórn- málamenn hefði hrylt við að hugsa um, Hann lét sig all-lítt varða forna háttu, og var ekki smeykur við embættismenn þá, er undir stjórn hans voru, þótt þeir væru vanir því að ráða oft meiru en ráðlierrann sjálfur, Ráðherrar á Englandi eru tiðum sveipaðir þeim dýrðarljóma, að all-ilt er að hitta þá að máli, án inikilla vafninga og tildurs-siða, Menn undruðust lítillæti Lloyd George, og það, hve auðvelt var að hitta hann að máli, Er mest var forvitni manna um verkfall járnbrautarþjóna, þá ávarpaði hann vingjarn- lega fréttaritara blaðanna, er hann var á leið til skrifstofu sinnar. Sliks voru ekki dæmi um ráðherra. Eitt sinn var veður kalt og hráslagalegt, og þá sagði hann við blaðamenn þá, sem biðu úti fyrir dyrum verzlunarráðuneytisins: »Herrar inínir! Þið skuluð ekki standa hér og deyja úr kulda. Komið þið heldur inn með mér; eg skal sjá ykkur fyrir herbergi«. Hann sá þeim fyrir berbergi, og lét ávalt færa þeim te og vindlinga síðari hluta dags, til þess að létta þeim biðina. Saga er og sögð um afskifti hans af máli einu fyrst eftir að hann varð ráðherra, Hljóðar hún svo: »Svo bar við að járn- brautarslys vildi til í nánd við Shrewsbury. Varð það bani 20 manna og margir urðu sárir, Sein venja var, er slíkt bar við, sendi verzl- unarráðuneytið mann til þess að rannsaka orsakir að slysinu. En i þetta skifti fór ekki að eins þessi maður, heldur og verzlunar- ráðherrann sjálfur, og voru sliks eigi dæmi um ráðherra. Eg var þar viðstaddur sem fréttaritari blaðs míns. Lloyd George gekk þar fram og aftur, rannsakaði brot járn- brautarteinanna og lestarleifarnar, og frétti járnbrautarþjónana. (Frh.)

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.