Fréttir

Tölublað

Fréttir - 12.07.1918, Blaðsíða 3

Fréttir - 12.07.1918, Blaðsíða 3
FBETTIR 3 Fréttir. Kosta 5 anra eintakið i lausasölu. Fyrir fasta kaupendur 1 kr. á mánnði. Auy;]ýsiii{í<iverð : 50 aura hver centimeter í dálki, miðað við Qórdálka bíaðsiður. Aígreiðwlan er iyrst um sinn í bakhúsi við Gutenberg. Við anglýsing’nm er tekið á af- greiðsiunni og í prentsm. Gntenberg. Útgefandi: Félag í Beykjavík. Ritstjóri til bráðabirgða: Gnðm. Gnðmundason, sbáld. Sími 448. Pósthólf 286. Viðtalstimi venjuJega kl. 4—5 virka daga á Óðinsg. 8 B uppi á lofti. franmistaSan á stranð^erðaskipinu. Khöfn. 11. júlí, kl. 10 a árd. Rikiskanzlarmti og „Vorwirtz". Hertling ríkiskanzlari Pjóðverja hefur símað til vara-ríkiskanzlarans, að engin breyting verði á utanríkispólitík Þjóðverja, þótt Kiihlmann sé farinn frá. Jafnaðarmannablaðið »Yorwártz« krefst þess að Hertling kanzlari láti af embætti. frá Rússum. Eins og menn sjá af auglýsing- um í blöðunum er Eimskipafélagið að auglýsa eftir bryta á »Gullfoss«. Og það er á allra vitorði, að það gengur einlægt illa að fá slíka menn og koma frammistöðunni á skipum vorum í það horf, að við verði unað. — Jafnvel flskiskipin eru í vandræðum með að fá lægna matsveina. Einna tilfinnanlegast verða menn varir við skort á hæfúm bryta á strandferðaskipinu »Sterling«, því að á því skipi ferðast svo margir. Ef til vill kann að vera, að bryt- inn sem nú er þar sé í rauninni hæfur í sinni röð, en eflaust kann hann ekki hin réttu tök, sem þarf að hafa á sliku skipi sem þessu, — það ber öllum saman um. Hann er sjálfsagt vanur öðru fyrirkomu- lagi en hér á við, og verður sjálf- sagt að virða það til vorkunnar. Ef til vill er líka sjálft fyrirkomu- lagið skakt, og ef athygli útgerðar- stjórnarinnar hefur ekki verið vakin á þessu, þá skal það gert nú, til þess að hún rannsaki það og reyni að bæta úr því. Eftir því sem sagt er, munu öll innkaup vera gerð í einu til hverrar ferðar, og þegar líður á ferðina er ýmist orðinn matarskortur eða það sem til er orðið skemt og óætt. Auðvitað er ómögulegt að vita i hvert skifti, hvaða birgðir muni þurfa að hafa, og þess vegna verð- ur helzt að útvega sér þær að miklu leyti smátt og smátt á höfn- unum i kringum landið. En til slíks þarf kunnugleik og föst sam- bönd við góða menn á hverjum stað, er snúa má til um útveganir, eftir því sem þarfir kalla. — t*á er líka kvartað um tilbreytinga- leysi í mat á skipinu, hið saina sé á borðum dag eftir dag. — Aðbúnaður og aðhlynning eigi svo góð sem skyldi; sem dæmi er nefnt, að lín vanti stundum í rúmin og séu þá notaðir borðdúkar! — Mjög erfitt kvað vera fyrir veikt fólk að fá mat borinn til sin. Verður þá lielzta ráðið fyrir mörg- hhi, að hafa meðferðis »skrínu- kost« jafnvel þótt greiðsluskylda fæðispeninga hvíli á káetufarþeg- um. . Trotsky hefur nú 10,000 hermenn og vill koma á almennri herþjónustuskyldu 1 Rússlandi. Rússar og Finnar eru nú að undirbúa friðar- samninga milli ríkjanna. Það sem þarf að athuga er nú þetta: 1. Er ekki hægt að útvega ís- lenzkan mann til þess, að annast frammistöðuna á »Sterling« og haga henni algerlega við íslenzkt hæfi, með islenzkan mat, og með aðstoð kvenna, sem vanar eru matartil- búningi? 2. Er ekki hægt að útvega dug- legt þjónustufólk og slá því föstu, svo að það sé á allra vitorði, hvort farþegar eiga að launa það með peningagjöfum, eða hvort því er ætlað hæfilegl kaup á annan hátt, og hvers farþegar mega krefj- ast af því? — Um þetta vita menn nú ekki neitt. — Segjum, að það væri ekki ósanngjarnt, að ætlast til, að farþegar þægi fólkinu eitt- hvað, en þá ættu að vera til um það einhverjar skynsamlegar bendingar eins og erlendis tíðliast, svo að menn hafi eitthvað að halda sér við. — Að gefa »drykkjupeninga« út í bláinn eins og sumir álíta skyldu sina, jafnvel þótt litið eða ekkert sé gert fyrir þá, það á t. d. ekki að tíðkast. 3. Gelur ekki komið til mála, að útgerðin sjálf annist alla frammi- stöðu, að minsta kosti þangað til þessari óáran léttir, og ráði þá bryta og þjóna fyrir sinn reikning? — Skyldufæðið, með því fyrir- komulagi, sem nú er haft, er feikna- lega óvinsælt. Að borga fyrir mat sem ekki er etinn, það venur fólk sig aldrei á að þola. En ef það þykir nú samt nauðsynlegt, að koma í veg fyrir óþrifnað, sem stafar af því, að farþegar séu að fara með mat sjálfir, og skyldu- fæði verði auk þess að vera, til þess að tryggja það, að tap verði ekki, án þess að sprengja nm of upp fargjaldið — þá ætti heldur að taka upp þá aðferð, að hafa fæð- ispeningana innifalda í fargjaldinu og það þá þeim mun hærra. — Það yrði margfalt vinsælla, enda tíðkast það víða á erlendum skip- um og þykir sjálfsagt. — Sem sagt — annað hvort alls ekki skyldu- fæði, eða þá innifalið í fargjaldi. Og á fæðinu út af fyrir sig á út- gerðin ekki að hugsa um að græða, að eins að vera skaðlaus.— Sumir munu halda, að 5 krónur á dag fýrir fæði sé ekki mikið nú, þar sem það kostaði áður 4 kr. hjá því »Sameinaða«. En á »Thore«- skipunum var fæði áður selt á 2 kr. 50 aur. á dag, og var mun betra en á »Sterling« nú. Var þó ekki skyldufæði á strandferðum. Sá kostur er við það, að hafa far og fæði sameinað, að þá vita menn hvað hver ferð kostar þá fyrir- fram. Því að það á eftir eðli sinu fremur að vera tap útgerðar en farþega, ef skipið tefst. Eimskipafélagið hefur nú útgerð »Sterlings« á hendi, og er þess að vænta, að stjórn þess taki þetta mál til rækilegrar athugunar. — Kvartanir farþeganna eru orðnar nógu háværar til þess að gefa á- stæðu til rannsóknar. Ef til vill hefur félagið nú þegar hafist handa með þetta, og ber þá að vænta góðs árangurs. Z. Öþverrinn á götunum. Mér sýnist ekki vanþörf á, að að hreyfa við þvi, fyrst enginn hefur orðið til þess, að hreinsað væri upp hrossatað, sem daglega liggur á aðalgötum bæjarins. Eg geng ekki svo niður í bæinn, að ekki sé væn hrúga í einum eða tveimur stöðum í Aðalstræti, Hafnarstræti, Vesturgötu og viðar. Á þriflegum bæjum í sveit þykir það ekki hæfa að slikt sjáist á hlaði. Bæjarstjórnin ætti að geta séð um, að slíkur sóðaskapur sjáist ekki daglega, með þvi að hafa mann eða menn til þess að taka það upp jafnóðum. Ráðhollur. Ósamræmi. Furðu sætir, er í blöð eru rit- aðar góðar greinar um þýðingar- mikil mál, og í þeim hvatt til þess að setja lög og reglur og gæta þeirra vel, en í sömu andránni einnig ráðist með hálfum svör- um og hnýfilyrðum á löggæzlu í landinu. — í »Morgunblaðinu« í gær, og í grein í því fyrir nokkrum dögum, er vel og viturlega ritað um eftirlit með skipum með tilliti til sótt- varna og sýkingarhættu. En í enda þessara greina er veizt að bann- lagagæzlunni. Ilt er og heimskulegt að veikja áhrif góðra greina og vekja óhug góðra inanna gegn þeini með slíkri aðferð, — slíku ósamræmi. Eiga margir góðir borgarar bágt með að trúa þvi, að hugur fylgi máli í umbótum á löggæzlu, er jafn- framt er veizt að umbótum þeim sem á henni eru gerðar. Hvað er í íréttum? Þórarinn Þorláksson listmálari dvelur nú austur í Laugardal og málar landslags- myndir. Er Væntanlegur heim um næstu mánaðarmót. Skip. Þrjár skonnortur komu hingað í gær og fyrradag. Ein heitir »Valdemar Thorne« og kom með salt frá Cadiz til »Kol og salt«. Önnur var með timburfarm til Árna Jónssonar og hin þriðja kom farmlaus frá Færej'jum. lnflúenzan kvað vera farin að stinga sér niður í bænum, en vera væg á þeim sem fara vel með sig. Magaveiki allbráð (kólerína), gerir vart við sig víða í bænum og fylgir hiti talsverður, að sögn læknanna. Brynleifur Tobíasson, einn af stúdentunum sem út- skrifuðust um daginn úr Menta- skólanum, mun ráðinn sem kenn- ari við Gagnfræðaskólann á Akur- eyri að vetri komanda. Eru nú launakjör kennara orðin svo lág, jafnvel við hina æðri skóla, að háskólagengnir menn snúa sér fremur að viðskiftalífinu, ef kostur er, heldur en að líta við kennara- stöðum. Er þess vegna að verða hörgull á kennurum.

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.