Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Fréttir

						FRETTIR
ÁHgrímur Jónsson
Jistmálari hefur nú um hríð
verið á Þingvelli og í Borgarfirði.
Mun hann væntanlegur til bæjar-
ins bráðlega. En síðar mun hann
fara austur í sveitir til að mála
þar myndir.
Pokkaleg kveðja!
Aðalflutningsmanni að þings-
ályktunartill. um heildsölu lands-
stjórnarinnar var sent þetta »vers«
í lokuðu bréfi í fyrradag:
Eg er nú kominn á þá trú
allar sem líkur sanna,
að enginn sé dj.....utan þú,
óvinur guðs og manna.
Þú leiðir menn á lastaveg,
lífsins af götu spennir
og klæki kennir,
ályktan þessa' eg þar af dreg,
að þú í h......brennir.
Knattspyrnnmót Reykjavíkur
hefst í kvöld kl. 9 á íþróttavell-
inum. Þátttakendur að þessu sinni
eru þrír: Fram, Reykjavíkur og
Valur. Er nú vafasamt hvernig
leikar fara, því Fram sem alment
hefur verið talinn viss sigurvegari,
er nú illa undir þetta mót búinn.
Engár æfingar verið haldnar svo
teljandi sé og auk þess missa þeir
4 af sínum beztu mönnum. Er
þetta æfingaleysi Fram til hinnar
mestu skammar, því allir vita að
þeir geta verið nr. 1, ef þeir að
eins nenna að æfa sig. Bæði hin
félögin hafa æft sig mjög kappsam-
lega og eiga þau heiður skilinn
fyrir áhuga sinn.
Búast má við góðum leik og
miklu kappi á móti þessu, því illa
trúi eg því, að Fram taki ekki
mannlega móti keppinautunum.
X
Skemtiferð
inn  i  Kollafjörð  fara  vélskipin
Bifröst og Sigurður I. á sunnu-
daginn til þess að flytja fólk á
íþróttamót samkvæmt auglýsingu
á öðrum stað í blaðinu.
Vegabætnr
umhverfis Reykjavík eru gerðar
á hverju sumri. En til mikillar
gremju fyrir þá, sem" um vegina
fara, þá er verkið framúrskarandi
óvandað, grjótmöl fleygt á kafla
hér og hvar til hins mesta farar-
tálma, einkum fyrir þá, sem fara
á vögnum eða bjólum. Útlendur
blaðamaður, sem hér var á ferð,
hafði orð á þessu og sagðist aldrei
mundu linna látum um bætur á
slíkri ómenningu, ef hánn ætti ís-
lenzkum blöðum að ráða. Enda
verður ððru eins verklagi og þessu
aldrei bót mæld. Það gerir minna
til hvernig reiðvegir eru, því að
hestar komast ferða sinna lengst
af, en akvegir verða um fram alt
að vera harðpressaðir og renni-
sléttir og steinn hvergi að sjást.—
»Það sem verðskuldar að vera
gert, það verðskuldar um leið að
vera gert vela.
Prentvilla
var í síðustu málsgrein í »Loyd
George« í gær, þar stóð: Loyd
George var hrœddur . . . en á að
vera: Loyd George var hæddur.
Skemtiferð.
f tilefni af íþróttamótinu sem haldið verður í Kollafirði á sunnu-
daginn kemur fara
ifl.b. ..Bifröst" og „Signrður I.4'
þangað, ef veður leyfir og nógu margir farþegar gefa sig fram.
Farseðlar eru seldir á skrifstofu Nic. Bjarnasonar, Hafnarstræti 15, til
kl. 12  á hádegi  á  laugardaginn og kosta kr. 3,00 — fram og aftur.
lÍHgluigsMtiílka eða ðreng--
ur 16—18 ára geta fengið atvinnu
við verzlun nú þegar.
Afgr. vísar á.
Enn fást
Fréttii*
frá upphafl.
Prentsmiöjan Gutenberg.
Tilkynning.
Gufuskipið „Varanger" fer til Reyðarfjarðar
fimtudaginn 18. þ. m. kl. 9 f. h., með það fólk sem
ráðið er til síldarvinnu hjá hf. »Eggert Ólafsson«, en
farangur sinn verður það að koma með til útskipunar
daginn áður.
Kornvöru- og sykurseðla verða allir að hafa með
sér til 2. mánaða.
Hf. Eg-gert Ólafsson.
Guíub. SKJÖLDUR
byrjar ferðir sínar til Akraness og Borgarness, sam-
kvæmt ferðaáætlun sunnudíigrinn 14. i>. not.
kl. Ö1/^ á-rdleg-is. — Flutningi verður veitt móttaka
í vörugeymsluhúsum verzl. O. Zoéga Vesturgötu 8,
til kl. 5 síðdegis daginn áður en skipið fer.
Reykjavík 11. júní 1918.
Hf. Bgrgrert Ólafsson.
Guy Boothby: Faros egypzki.
218
gekk ofan í svefnklefa sinn, en Pehtes hopp-
aði á eftir honum.
Við Valería sátum eftir steinþegjandi þegar
hann var farinn. Var veðrið hið ákjósanleg-
asta og svo kyrt, að ekki bærðist hár á
höfði manns. Við vorum nú að fara fram
hjá þorpinu Keneh, sem ekki er annað en
fáeinir ómerkilegir húskofar. En það er samt
alþekt sem samkomustaður pílagríma þeirra,
sem fara til Mekka, og fyrir vatnsflöskur, sem
þar eru búnar til og kendar eru við þetta
þorp.
Valería horfði til lands, en eg horfði á
hana og dáðist að fegurð hennar og yndis-
leik og fann það glögt, að eg hafði fengið
heita og óbifanlega ást á henni, en hitt
varð tíminn að sýna, hvort tilfinningum henn-
ar væri eins farið og mínum.
»Ósköp eruð þér hugsandi í dag, ungfrú
góð«, sagði eg, þegar skipið var komið fram-
hjá þorpinu og hélt áfram leiðar sinnar upp
eftir ánni, en þó meira til vesturs.
»Og til þess finst mér full ástæða«, svaraði
hún. »Þér verðið að minnast þess, að eg
hef farið þessa sömu ferð áður«.
»Já, en hvers vegna hefur það þessi áhrif
á yður?« spurði eg. »Alt að þessu hefur
ferðin  verið  mér óblandin  ánægja  og  þér
219
hljótið að kannast við, að Faros hefur verið
einkar gestrisinn og umhyggjusamur«.
»Eg hef nú lítið tekið eftir því«, sagði hún
þreytulega. »Framkoma hans við mig er al-
veg sú sama og hefur verið, en hitt veit eg
að ferðirnar til þessa staðar, sem við erum
nú að nálgast, hafa aldrei leitt annað en ilt
af sér. Eg vildi að hamingjan gæfi, að ekki
færi eins í þetta sinn«.
»Eg skil ekki hvaða ófarnaður hér gæti
komið til tals«, sagði eg. Farós ætlar sér að
eins að láta múmíuna aftur f gröfina, sem
hún var tekin úr, og að þvi búnu hugsa eg
að við hverfum aftur til Kaíró og þaðan til
Norðurálfunnar að öllum líkindum«.
»Og hvað tekur þá við?«
»Já, þá — —«
Lengra komst eg ekki. Mér datt í hug, að
eg yrði líklega að kveðja hana fyrir fult og
alt og snúa aftur til Lundúna jafnskjótt sem
við kæmum til Norðurálfunnar, og þessi til-
hugsun fékk mér svo mikils, að alt sem mér
bjó í huga var næstum því komið fram á
varir mér. En eg gat þó setið á mér sem
betur fór, því annars veit eg ekki hvernig
farið hefði fyrir okkur. Ef eg hefði játað
henni ást mína þarna og beðið hana um
heitorð sitt og ef hún hefði þá neitað mér,
þá  hefði  samvera  okkar á skipinu  orðið
220
óbærileg.  Sagði  eg  því  ekki  nokkurt orð í
þessa átt, en hugsaði mér að bíða betri tíða.
Sólin gekk undir Arabíuhæðirnar og sló
gullnum roða á loftið, og þá um Ieið sáum
við móta fyrir hinum stórfenglegu rústum,
sem við ætluðum okkur að skoða. Upp úr
pálmaviðarskóginum til vinstri handar gnæfðu
hin geysiháu súlnaport Ammonsmusterisins í
Karnak, en litlu síðar sáum við Luxor og
vorum innan skamms komin á leiðarenda.
Jafnskjótt sem akkerum var varpað, flykt-
ust smábátar að okkur og klifruðu eigendur
þeirra upp á skipið, enda þótt skipverjar
reyndu að aflra þeim þess. Höfðu þeir ýmsa
eftirstælda forngripi á boðstólum, en okkur
datt ekki í hug að kaupa neitt af þeim. Vor-
um við Valería að horfa á allan þennan
ágang, en þá kom Faros upp úr klefa sín-
um og gekk til okkar. Mun eg aldrei gleyma
þeim viðbrigðum, sem þá urðu. Sást það
greinilega á óllum, að þektu þeir þektu Far-
ós vel og þutu þeir allir burt af skipinu eins
og fjaðrafok. Þeir ruddust út yfir hástokkinn
í einni hrúgu og sumir-þeirra hentu sér á
hausinn beint ofan í fljótið.
»Það lítur út fyrir að þeir kannist við
yður«, sagði eg hlæjandi við Faros um leið
og hinn seinasti þeirra hvarf fyrir borð.
»Já, það gera þeir sannarlega«, sagði hann
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4