Fréttir

Tölublað

Fréttir - 29.07.1918, Blaðsíða 3

Fréttir - 29.07.1918, Blaðsíða 3
FRETTIR 3 JFVéttir*. Kosta 5 anra eiutakld í lausasðlu. Fyrir fasta kaupendur 1 kr. á mánuði. A.wfjlýsingra'verö: 50 aura hver centimeter í dálki, miðað við fjórdálka blaðsíður. Aígreiðsla í Auwtur- strœti 18, !sii«í 31<3. Við anglýsing'um er tekið á af- grreiðslnnni og í prentsin. Gutenberg'. Útgefandi: Félag í Heykjavík. Ritstjóri: Guðm. GiiðmunilwHon, skáld. Sími 448. Pósthólf 286. Viðtalstimi venjulega kl. 4—5 virka daga á Óðinsg. 8 B uppi á lofti. (Framhald frá 1. síðu.) lítill má sá kraftur vera, að hita- magn venjulegs rafmagnslampa er nóg. Verkanir hennar koma í ljós jafnskjótt sem rafmagnsstraum- urinn í henni er opnaður. Að tíu mínútum liðnum eða hálftíma í lengsta lagi er andvakan úti, og maður sefur alla nóttina sætt og vært. Þetta er eins og æfintýri eða kviksaga frá að segja. En nafn- frægir frakkneskir læknar kvað hafa staðhæft, að svefnvélin hafi í raun réttri þau eigindi, er hug- vitsmaðurinn kveður hana hafa. Hermenn sofa nú vært við vélina tíu stundir í einni lotu, er orðnir voru taugasjúkir í ógnum ófriðar- ins og vonlausir um- að njóta nokkru sinni framar rólegs svefns og næturhvildar; — kunna þeir Aasen eigi litlar þakkir, eins og nærri má geta. Aasen segir svo frá, að honum kom fyrst í hug að búa til svefn- vélina og gerð hennar, er hann var á ferðalagi með brezkum liðsfor- *ngJai sem orðið hafði að hverfa heim úr herþjónustu á Indlandi sakir svefnleysis. Liðsforinginn hafði neytt ótal bragða til þess að vinna bug á því, Og loks hitti hann á nokkuð, er talsvert bætti nr skák. Hann sagði hugvitsmann- inum norska frá aðferð þessari, sem alþekt er með Indverjum og emalt notuð þar. Skildi Aasen þeg- ar að aðferð þessi væri á réttum rökum bygð í aðalatriðunum, en hefði ágalla, er varnaði þess að hún kæmi að fullum notum. Nú hefur Aasen tekist að finna agallann og sjá við honum og full- gera svefnvél sina, eða »svefnþorn«, Sem sennilega mætti nefna hana á voru máli. Hvað er í tréttum? verzunarstj. og frú, Rolf Johansen kaupm., Magnús Kristjánsson alþm., ungfrú Vilborg Vilhjálmsdóttir, frú Ragnheiður Magnúsdóttir, frú Hólmfr. Jónsdóttir, Sig. Jónsson ráðherra og frú til Húsavíkur, Kristján Jónsson háyfirdómari til Húsavíkur, Björn • Kristjánsson bankastjóri til Hornafjarðar, Georg Georgsson læknir, Þorst. Jótisson kaupfélagsstjóri, P. J. Thorsteins- son til Akureyrar, Bjarni Sighvats- son og frú, Sig. Lárusson og Jón Espólín. Með skipinu tók X-klúbb- urinn sér far til Vestmannaeyja. Gollfoss. Líklegt er talið að Gullfoss hafi komist af stað frá New-York í gær. Lagarfoss fer til Ameríku þegar hann hef- ur lokið affermingu hér. Willemoes mun fara héðan norður og austur þegar hann kemur frá Ameríku. Ys. Úlfur kom að vestan í nótt. Með hon- um komu nokkrir farþegar þ. á. m. Einar Gunnarsson ritstj. frá bújörð sinni Gröf í Breiðuvík. Ennfr. þeir Friðrik Gunnarsson kaupmaður og Egill Guttormsson verzlunarm. Gengu þeir í vestur- för sinni upp á Snœfellsjökul alla leið. Látiu er 26. þ. m. Jórnnn Gisladóttir, kona Kjartans Eyjólfssonar tré- smiðs á Lindargötu 16. Hún lézt á Landakotsspítala eftir skurð við innvortis meini. Fegursta htísið í Reykjavík er án alls efa Esjuberg Ól. John- son’s konsúls við í’ingholtsstræti, er hann keypti hálfbygt af Oben- haupt stórlcaupm. Ganga nú Reyk- vikingar í hópum þangað og horfa á þessa hvítu höll, með mjallhvít- um súlum og svölum, er svo er að sjá sem reist A?ærj úr marmara eða mjallsteini. Verður þar fagurt um að litast, er laufprúðir viðir, blómrunnar og bergfléttur vaxa þar umhverfis og vefjast og hallast að hvítum múrunum. Síldveiðin á ísafirði ágæt þessa daga. — í gær 200—400 tn. á bát. í morgun komu tveir inn hlaðnir af síld, Leifur og Sverrir. Viola ^teriing ho fór dag austur um land. Með núm fóru Jóþ. Jóhannesson ^^jarfógeti til Seyðisfjarðar, Sig- atur Bjarnason bankastj. kring nin land, Þórarinn Guðmundsson onsúll og Stangeland og frú, ^uk verkfræðingur, Mr. Bookless, ' ^ horsteinsson, ungfrú Snorra nediktsdóttir, Sigurður Jónsson vélbátur er á leið hingað frá ísafirði að sækja vörur. Fer vestur aftur og tekur póst. Bæjarlífið hefur dofnað að mun síðan Al- þingi var slitið og samninganefnd- irnar hættu að starfa. Er nú líka fjöldi fólks fjarstaddur eins og oft- ast er um þennan tíma árs. Það sem í bænum er eftir, er mest fólk sem er svo bundið daglegum skyldustörfum að litið ber á því opinberlega. — Það sem menn ræða um, bæði innan fjögurra veggja og þar sem meun hittast á förnum vegi, er auðvitað sambands- lagafrumvarpið nýja fremur öllu öðru. Ólíkleg fyrirsögn mundi það og hafa þótt, ef ekki lifnuðu hugir manna er sú stund kæmi, að þjóð- in stæði við opnaðar dyr og frjáls- an inngang í flokk fullvalda ríkja veraldarinnar. Ef til vill er vegur- inn samt of greiðfær til þess, að oss sé fullljóst hvað er að gerast. Summdag8ferðirnar út úr bænum voru með dauf- asta roóti i gær og mun það hafa valdið, að veður var allþungbúið og eigi hlýtt. Seinni hluta dags rigndi og nokkuð, þótt ekki gæti heitið stórrigning. Botnia fór frá Færeyjum í fyrramorgun. Mun því nú vera á leið suður með Noregi innan skerja. Úr erlenðnm biSðnrn. íbúatala JÞýzkalands. Þegar stríðið hófst var íbúatala Þýzkalands talin 68 miljónir manna! En Ameríkumaður einn sem dvaldi í Þýzkalandi hefur að sögn gefið Bandaríkjaþinginu þá skýrslu, að hinni réttu ibúatölu Þýzkalands hafi verið haldið leyndri síðustu 20 árin fyrir stríðið og hafi hún í raun réttri siðast verið komin upp í 90 miljónir. — Segist hann hafa heimildir fyrir þessu frá Hindenburg sjálfum. Dætur sinar hafi verið kunningjar dætra hershöfðingjans og komið oft heim til þeirra. Hafi þær þá einu sinni heyrt Hinden- burg segja, að hin rétta íbúatala Þýzkalands væri 90 miljónirr Sé hér útskýring á því, hvað lið Þjóð- verja reynist drýgra en við var búist. Norðurpólsferð Amundsens. Roald Amundsen lagði af stað í norðurför sína fyrir mánuði frá Kristjaníu. Ætlaði að koma við í *Bergen og Tromsö og ef til vill víðar. Skip hans heitir Maud í höfuðið á drotningunni og er sagt búið út svo sem bezt verði á kosið. Salurinn er rúmgóður og vistlegur og svefnklefar í kring um hann, alt rafljósum lýst. Vistir hef- ur skipið til 5 ára, en varla býst Amundsen við að vera meira en 3—4 ár burtu frá mannabygðum. Fyrst ætlar hann að halda til Nova Zembla og vérður þá að< fara yfir hættusvæði, þar sem Þjóðverjar hafa sökt nokkrum skip- um. Þaðan ætlar hann yfir Kara- haf yfir til Dicksoneyjar og taka þar talsvert af olíu sem þar er geymd handa honum. Þá má hann sigla austur með Síbiríu- strönd til Nýju-Sibiríueyjanna. Var það vestan við þær eyjar að »Fram« fór inn í rekísinn 1893. En fyrir austan þessar eyjar ætlar Amundsen að fara inn í isinn og er það ætlun hans, að Maud muni reka þaðan yfir Pólhafið í líka átt og Fram gerði, en komast lengra norður. Hugsar hann til að geta byrjað að láta sig reka þannig í september næstkomandi. Býst hann ekki við að hitta fyrir sér land á þessari ferð. Aftur á móti sé þó líklega land norðaustur af Alaska, sem muni vera orsök þess, að alls um 100 skip sem farið hafi inn í ísinn norður af Beringssundi, hafa aldrei komið fram. Landmælingar herstjórnar Dana á íslandi. Áður en stríðið hófst Jiafði her- stjórnarráð Dana staðið fyrir land- mælingum hér á íslandi og hafði gert kort af suður- og vesturhluta landsins. Með sáttmálanum nýja, sem nú er á ferðinni og sjálfsagt verður samþyktur, sleppa Danlr kröfu sinni um það að ísland sé eign danska ríkisins. Munu þeir þá upp frá því ekki finna sér skylt að láta mæla upp land vort, eins og ekki er von. Nú hefur orðið fjögra ára hlé á landmælingunum og þyrfti stjórn vor að gera ráðstafanir til þess að þeim gæti orðið haldið áfram. — Liklega mun óhugsandi að inn- lendir menn geti haldið verkinu áfram, einir og aðstoðarlaust, því að svo er sagt, að við það þurfi. sérfræðinga og inikJa æfingu. Lantf- ið hefur veitt fé nokkurt til mæl- inganna undanfarið, svo að í raun og veru hefur verið samvinna milli vor og Dana um þær. Ef til vill gæti tekist að fá hina sömu menn er áður hafa unnið að þessu þarfa verki til að halda því áfram, þó vér berum kostnaðinn. Menn til aðstoðar gætum vér að sjálfsögðu lagt til, og væri rétt að sæta því að hafa einlægt nokkura sem kunn- ugir eru á þeim stöðum sem mæld- ir eru í það og það sinn. „Hugfró” Laugaveg 34. Simi 739. Selur í fjölbreyttu úrvali: Tóbaksv örur. Sælgæti, Gosdrykki, Keykjarpipur, Tóbakspunga, o. m. fl. Verð hvergi lægra. Vörur sendar heim. Enn fást frá upphafi.

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.