Fréttir

Tölublað

Fréttir - 02.08.1918, Blaðsíða 3

Fréttir - 02.08.1918, Blaðsíða 3
FRETTIR 3 * Landakotsskólinn byrjar 1. sept. n. k. kl. 10 f. h. Þeir sem ætla að stunda nám i Landakotsskóla í vetur, eru vinsamlega beðnir um að snúa sér sem fyrst til undirritaðs eða St. Jósepssystranna i Landakoti. Skólagjaldið í ár er: í 1. og 2. bekk 5 kr., í 3 og 4. bekk 6 kr., í 5. og 6. bekk 7 kr. og í 7. og 8. bekk 8 kr. á mánuði. Auk þess 25 kr. sem þátttöku í dýru eldsneyti fyrir hvert barn yfir alt árið. H. Cortenraad. róííir sru víðlesnasfa Bíaðið í Bccnum. Ekkert dagblað bœfarins selst jafn vel. Areiðanlega bezt að auglýsa í FHÉTTUM. Kréttir. Rosta 5 anra eintakið í lausasölu. Fyrir fasta kaupendur 1 kr. á mánnði. Auglýsingaverð: 50 aura hver centimeter í dálki, miðað við Qórdálka blaðsíður. Afgreiðsla í Austui'- stræti 18, sími 316. Við anglýsing'nm er tekið á af- greiðslnnni og i prentsm. Gntenberg. Útgefandi: Félag: í Beykjavík. Ritstjóri: Guðm. Gnðmundsson, Sími 448. Pósthólf 286. Viðtalstími venjulega ki. 4—övirka daga á Óðinsg. 8 B uppi á lofti. „Friðarsamningarnir“ og „fimtudagurinn í júli“. í »Fréttum« 5. júní var prentað- ur draumur, sem Guttorm Jónsson frá Hjarðarholti dreymdi í vetur er leið. — Hann þóttist staddur í Hjarðarholti og sjá tvær stúlkur mætast þar, aðra heimastúlku en hina aðkomandi, og flutti sú að- komandi þá fregn, að »friðarsamn- ingar grðu nndirskrifaðir fimtu- daginn í júlímánuði í sumar kl. 11 f. ha. Guttormur hélt að hér mundi átt við lok heimsófriðarins, og öðrum datt ekki í hug að setja þennan draum í samband við neinn annan ófrið og lögðu engan trúnað á drauminn, með því að engin líkindi voru heldur til, að þeim ófrið gæti orðið svo skyndi- lega til lykta ráðið, sem og ekki Varð. Aftur mun engum hafa dottið í hug að setja drauminn í samband við ófrið, sem bæði hefur varað miklu lengur og stendur okkur miklu nær, þ. e. stjórnmálaófrið- inn milli íslands og Danmerkur. En svo undarlega vill nú til að fimtudaginn 18. júlí nálægt kl. 11 f. h. mættust tvær nefndir, önnur íslenzk og heimaalin, en hin dönsk og aðkomandi, og skrifuðu undir þá fullgerðan samning, sem bindur enda á deilurnar milli þessara tveggja landa, og átti sú aðkom- andi frumkvæðið. Ráða menn nú, hvort menn vilja álita að samband sé á milli ^raums Guttorms og þessa atburð- ar. — Þeim, sem trúa á drauma, mun þykja fyrirboðinn allskýr, e‘nkum þegar þess er gætt, að í drauminum var alls ekkert minst a» að hér væri átt við heimsófrið- inn. X. Hvað er í íréttum? Tar Sjgnrðason verzlunarmaður (frá Stokkseyri) arð sextugur i fyrradag. Héldu n°kkrir Árnesingar honum sam- ^®ti og afhenti Sig. Eiríksson reglub. Ir hönd eins vinar hans honum andaðan göngustaf. ívar er nú við verzlun hjá Gunnari Gunnars- syni kaupm.; fékk hann fyrstur verzlunarle^'fi á Stokkseyri og er margt gott um manninn. Mynd hans og æviágrip var í »Óðni« í fyrra. Laxveiðin í Ölvesá er frábær í sumar, einkum að Selfossi og Helli alt til þessa. — í Elliða-ánum hefur og veiðst vel, t. d. fékk borgarstjóri þar 9 væna laxa á stöng eitt kvöldið og 6 morguninn eftir við- líka. Hefur hann sumarsetu þar við árnar um tíma. Almenningseldhósið kom til umræðu á bæjarstjórnar- fundi í gær. Dýrtíðarnefnd hafði gefið skýrslu um gerðir sínar í þessu máli og bjóst ekki við að almenningseldhús gæti komist upp í haust, vegna þess að hentugt húsnæði og áhöld hefðu ekki feng- ist enn. Aftur á móti yrði lögð á- herzla á að reyna að koma þessu í framkvæmd hið fyrsta t. d. um áramót. —; Bríet Bjarnhéðinsdóttir átaldi nefndina fyrir framkvæmda- leysi og sagði að »krosstrén«, sem treyst hefði verið á, hefðu nú brugðist. — Borgarstjóri tók svari nefndarinnar og sagði málið at- hugað af kappi og starfað að því að tryggja fyrirtækinu hús og for- stöðu hið fyrsta. — í sama streng tók Ólaíur Friðriksson og mót- mælti því að nokkur stöðvun væri á málinu. — Þorvarður benti á að ekki gæti komið til mála að láta húsnæðisleysi verða málinu að falli. Hús yrði að fá hvað sem það kostaði og taka með valdi ef ekki fengist öðruvísi. Almennings- eldhús væri t. d. nauðsynfegra en danshús fyrir fólkið, ef því væri að skifta. 24miljóna króna lán samþykti bæjarstjórn að fela borgarstjóra og Sveini Björnssyni að útvega til þess að fullgera höfn- ina, og færa út landið við hana með fleiru. Er þetta gert með hiiðsjón af því að ekki þurfi að falla niður vinna í bænum. Skjöldur, Bifröst og Sigurður I. fóru í morgun fullfermdir fólki upp í Hvalfjörð eins og til stóð. Veður- horfur eru góðar og líkindi til að fólkið skemti sér. Inflóenzan. Hún breiðist út hægum, en viss- um skrefum. En ekki mun hún hafa náð hámarkinu enn þá. — Byrjar hún eins og vant er með nokkrum hita, en á eftir kemur slen og taugaverkir. Munu flestir hafa náð sér eftir 3—4 daga, ef þeir fara vel með sig. En upp úr veikinni geta menn fengið lungna- bólgnu og annað verra, ef veikir eru fyrir og fara óvarlega. Raflýsingu er verið að setja víða í bænum. Hafa menn ýmist eina rafvél fyrir hús sitt eða eru í félagi við aðra. Rafstöðin í húsi Natans og Olsens miðlar mörgum í kringum sig. Munu nú flest húsin milli Póst- hússtrætis og Lækjargötu hafafengið þaðan rafmagn, en þess utan er nýbúið að leggja rafsíma yfir Aust- urvöll til Hallgríms Benediktssonar. Þá er verið að setja raftæki í Lauganesspítala. Kleppsspítali fékk raflýsingu í vor. Og höfnina á að raflýsa í haust frá stöð sem verð- ur höfð í einu af geymsluhúsun- um á hafnarbakkanum. Ýms hús sem eru eða hafa verið í byggingu munu fá raflýsingu, svo sem hús það er Thor Jensen lætur byggja uppi í Þingholtum, hús P. J. Thor- steinssonar, Esjuberg o. fl. — Fer líklega svo, að allur bærinn verð- ur orðinn raflýstur með mótorum áður en vatnsaflið kemur til sög- unnar. Lagarfoss leggur af stað tii Ameríku í kvöld. Kemur við i Halifax. Hósnæðiseklan. Til þess að bæta úr henni ákvað bæjarstjórn í gær að byggja enn eitt húsið við Suðurpólinn jafnstórt hvoru þeirra tveggja, sem þar eru fyrir. Hið fyrsta sem bygt var kostaði 16 þús. kr., hiá. næsta 26 þús. og hið fyrirhugaða er áætlað að muni kosta 36 þúsundir. Smjöreklan. Bærinn hafði samið við nokkur smjörbú austanfjalls um kaup á öllu því smjöri er þau framleiddu fyrir 6,20 kílóið. Nú fóru búin fram á að fá verðið hækkað um 10°/o, en bæjarstjórn vildi ekki fara fram úr því verði sem umsamið var, en eiga þá heldur á hættu, að framleiðsla búanna yrði mink- uð. Úr erlendum blöðum. Góstaf Svíakounngur varð sextugur að aldri 16. júní síðastliðinn. Var sá dagur haldinn hátíðlegur í Svíþjóð. Biöð hinna Norðurlanda-þjóðanna minnast Gústafs konungs hlýlega og hrósa viðleitni hans til að koma á nor- rænni samvinnu. Englendingar bjarga sokknnm skipum. Bretar hafa nú lagt mikla áherzlu á að bjarga skipum, sem sökt hefur verið af kafbátum eða tundurduflum. Um næst síð- ustu mánaðamót voru þeir búnir að bjarga á 5. hundrað stórum skipum, og var mörgum þeirra talið óbjargandi með þeim aðferð- um er áður voru kunnar. Auð- vitað reyna þeir ekki að bjarga öðrum skipum en þeim, er sokkið hafa á fremur grunnu vatni. Silfurbróðkaup héldu brezku konungshjónin laugardaginn 6. júlí. Átti að halda það í kyrþey, en ekki varð þó kom- ist hjá því, að úr því yrði opinber hátíðisdagur að miklu leyti. Með- tók konungur ýmsar gjafir í því skyni að hann ráðstafaði þeim til þess að lina neyð, er stafaði að heimsófriðinum. Fólk safnaðist saman fyrir utan höllina og á þeim leiðum, þar sem menn vissu að konungshjónin mundu aka um, og vottuðu hollustu sína á allar lundir. I t

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.