Fréttir

Tölublað

Fréttir - 16.08.1918, Blaðsíða 1

Fréttir - 16.08.1918, Blaðsíða 1
FR FTTíR i í\ L 1 1 1 i\ DAGBLAÐ 109. blað. fc Reykjayík, laugardaginn 16. ágúst 1918. 2. árgangnr. Dóttir da/sins. Eftir JÓNAS GUÐLAUGSSON. • --------------- Já, þú ert dóttir dalsins — við dalinn þig tengja bönd, en ég er fátœkur ferðamaður, framandi’ á hverri strönd. Pú þekt hefur dapra drauma-þrá og dœgurvindanna köst, en ég verð að bgltast og berjasl í brimsins ólgandi röst. Ég verð að byltast og berjast um brimsins og óróans leið, en þú átt að anga’ og bera blóm und blómskrgddum kœrleikans meið. Pú þolir ei ákafa elda og ólgandi bylgju-foss, þú verður fögur, þú verður glöð við vordögg og sólarkoss. Já vax þú í ástríkum örmum hjá arinsins þekku glóð, og anga sem draumur, er hrekst ég hratt um heimsins andviðra-flóð. Og gleymdu þeim hal sem þú hittir er hlýjast var œskunnar skaut, og syngjandi sveif þér á móti, en sorgmœddur hélt á braut. Quðm. G. Hagalín. Pastar ferðír til Þinpalla annan hvern dag frá Nýja Landi, sími 367. Nýr Over- land-bíll fæst ávalt í ,privat‘- ferðir. Magnús Skaftfeld, sími heima 695. Samtðk og félagslynii. Eitthvert mesta þjóðmein íslend- inga er sundrungin og samtaka- leysið. Svo hefur það verið og er alt til þessa. Menn hafa hér að vísu trú á því, að samtök og samvinna komi að haldi, ef slíku verði við kömið. En trúna á að unt sé að halda út samtökunum vantar gersamlega. Veldur þar mestu um reynzlan á mönnum, er í félag hafa gengið eða samtökum bundist. Hún er á- reiðanlega alt annað en glæsileg. Menn hafa bundist samtökum, myndað félag með sér og mikið hefur staðið til fyrsta sprettinn. En svo hefur ekki á löngu liðið þangað til allskonar kurr hefur komið upp innan félags, sérskoð- anir eða liktúrur einstaklinganna hafa gert vart við sig, flestir hafa viljað ráða, allir láta taka sérstak- lega tiilit til sín. Og ef einhverjir hafa eigi þózt hafa þann hagnað af félagsskapnum eða samtökunum, sem þeir höfðu gert sér í hugar- lund, hafa þeir farið ýmist alveg úr félaginu eða það sem verra var, — farið sinna ferða i laumi á bak við félaga sína. Stundar- hagur einstaklingsins metinn meira en framtiðarhagur félagsins, og eigi á það litið, að einmitt fram- tíðarhagur allra hlaut með tíman- um að verða staðgóður og viss hagnaður hverjum einstökum fé- laga. Með öðrum orðum: Menn hafa steingleymt tilganginum, markmið- inu, sem samtökin stefndu að. íslendingar eru yfirleitt talsvert einrænir að eðlisfari. Má vel vera að þar valdi meslu um, hve af- skekt landið er og utan við starf menningarstrauma framfaraþjóð- anna. Hver vill helzt búa að sínu, láti aðra sem minst vita um hagi sína og er það í sjálfu sér ekki að lasta, ef öfgalaust er. En misskilningur er það, að eigi geti hver búið að sínu, þótt um margt sje í félagi við aðra. Hver fjelagsmaður verður því sjálfstæð- ari efnalega og færari þess, að vera eigi nje verða handbendi annara, sem hann eflist í góðum hagsmuna- og starfafélagsskap að þekkingu, hyggindum, sparnaði og dugnaði, samfara þvi, að hann sparar sér fé við að sæta betri kjörum í við- skiftum öllum og framkvæmda- fyrirtækjum. Heildin lyftir undir einstakling- inn og styður hann að sama skapi, og þó miklu meir í raun rjettri, en hann lyftir undir og styður heildina. Fjöldi einstaklinga, er samtök- um bindast, leiðir í ljós sterkan og starfandi kraft, er eigi myndi nokkur einn einstaklingur fá orkað að framleiða. En sá kraftur kemur því að eins að Iiði, að enginn aíl- gjafi bresti í keðjunni, er krafturinn er háður. Hún verður að vera ó- slitin og fult samræmi á öllu, hvergi má keðjan slitna. Einræna er því skaðleg öllum samtökum. Og ef vjer lítum á duglegustu og mestu menn vorrar þjóðar, sjáum vjer skjótt, að það eru alls ekki hinir einrænu ein- trjáningar, er mestu hafa til vegar komið eða bezt vegnar. Efnalegar stoðir í þjóðfélaginu eru nú þeir framar öllum, er síðustu árin hafa bundist samtökum og allir munu einnig játa hitt, að betur eru verkamenn farnir síðan þeir gerðu samtök um atvinnu sína sín á miili. Þá er og allur félagsskapur og samtök til andlegrar menningar eigi lítils virði. Bókmenta og vís- indafélög eru einhver hin bezta andleg lyftistöng þjóðanna. Sá fé- lagsskapur hefur einnig gengið hér skrykkjótt, þótt nokkru betur hafi tekist en starfasamtök í efnalegu hagsmunaskyni. Mun þar skipu- Hbrengir ósfiast til aé 6era út „%&ráttir“ nú þegar. lagið hafa miklu um ráðið, að betur hefur farið, — félagar hafá verið t. d. í bókmenta-, fornleifa-, sögu-, þjóðvinafélaginu dreifðir um land alt, eigi getað sótt og Qöl- ment á fundi, en látið stjórnina ráða framkvæmdum íhlutunarlítið. Samvinna hefur sem sé ekki átt sér stað að ráði í þeim félögum með þorra félaganna, heldur hafa allir notið sameiginlega og þó hver í sínu lagi góðs af fræði þeirri, er félagsstjórnin hefur ályktað að veita þeim ár hvert. heir hafa greitt andvirði fyrir veittan andleg- an arð, er þeir hafa ekki þurft annað fyrir að hafa en að taka við honum. En þar sem andlegur félagsskap- ur er öðru visi, og verður að hafa í för með sér nána samvinnu allra, ( ef vel á að vera, — þar vill oft annað brenna við. Vér þurfum ekki annað en líta á stóra félagið: þjóðkirkjuna. Á- hugaleysið og samvinnuskortur þar er átakanlegur, og ekki virðist miklu betur farið í fríkirkjusöfn- uðum vorum, þótt skást eigi að heita hér í bæ. Aftur á móti er fé- lagsandinn annar í sértrúarfélög- um sumum, K. F. U. M. og þó einkum í þeim félögum, er starfa að nýjum andlegum stefnubreyt- ingum og skoðana með þjóðinni, en lítið láta að vísu enn til sín taka. — Fjöldi manna ræðir um, hve margt gangi öfugt og aftur á bak í þjóðfélaginu, allskonar spilling hjá æðri sem lægri vaði uppi, ýms- ar óvenjur þurfi af að taka, gegn ýmsu vandræði þurfi að berjast til þess að gæta hagsmuna sinna, bæði einstaklinganna og heildar- innar. Og margir tala um samtök, en enginn vill fyrir þeim gangast, vegna vantrausts á þeim, er fram í sæki og til eigi að taka. Frh.

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.