Fréttir

Tölublað

Fréttir - 19.08.1918, Blaðsíða 1

Fréttir - 19.08.1918, Blaðsíða 1
112. blað. DAGBLAÐ Reykjavík, raánndaginn 19. ágúst 1918. 2. árgangnr. fastar feröir til Piagvalla annan hvern dag frá Nýja Landi, sími 367. Nýr Over- land-bíll fæst ávalt í ,privat‘- ferðir. Kagnús Skaftfeld, sími heima 695. yœislegt um Reykjavik. Eftir Svein Jónsson. II. Oft heyrist talað um það í bæn- um, að alt eða flest gangi illa eða seint, sem bænum viðvíkur. Eg held líka að þeir, sem það segja, hafi nokkuð til síns máls. Vanalega fylgir það með í þessu umtali, að þetta sé borgarstjóranum að kenna. Ekki er það þó af því, að menn vilji fá annan borgarstjóra, heldur af hinu, að það sem um er að kvarta, kemur oft tilfinnanlega nið- ur á mönnum, og svo er það líka alment álit manna, að það sé mikill kostur á öllum forstjórum, og þá ekki síður á borgarstjóra í öðrum eins bæ og'Reykjavík, að vera fljótur að afgreiða. Og það er á- reiðanlegt, að hver og einn, sem á viðskiftum þarf að halda, fer fremur þangað, sem hann er fljótt afgreiddur, heldur en þangað, sem alt gengur með silakeppslagi. — Hvað var sagt t. d. um einokunar- verzlunina áður fyrri? Tökuin til dæmis Eyrarbakka og Vestmanna- eyjar. Þegar menn komu út í Vestmannaeyjar úr landi og þurftu endilega að fá sig fljótt afgreidda, en búðin var ekki opin nema 2 tíma á dag, og væru þeir liðnir, þá urðu menn að bíða næsta dags, og ef til vill fyrir vikið teppast frá því, að komast til lands í 1, 2, 3 eða 4 vikur og stundum mikið lengur. Það er reyndar ólíku saman að jafna hér; hér er ekki í sama skilningi einokun — og þó að nokkru leyti. Það er sem sé æði- margt, sem sækja verður til bæjar- ins, já, og það einungis til bæjar- ins, og því ekki í annað hús að venda. Það má því til sanns vegar ^fa, að bærinn svari til verzlunar °8 borgarstjóri til verzlunarstjóra. Heyrði eg oft þá menn segja, er biðu eftir að búðin væri opnuð, að þetta væri alt h............. kaupmanninum að kenna, með Jú veslurvígstö ðvuttum. Áköf áhlaup eru gerð af beggja hálfu á vesturvíg- stöðvunum. póllanð. Keisarar Miðveldanna eru sammála um að gera Póiland að konungsriki. Til þess að tryggja nánar samband þess við Miðveldin, er stungið upp á að konungur Pólverja ver’ði Karl Stefán erkihertogi í Austurríki. Rásslanð. Bolsjevikar bafa dæmt til dauða 40 foringja verkmanna- flokksins, er styður gagnbyltingamenn. Michael stórfursti kaliar til valda á Rússlandi og kveður sig réttborinn ríkiserfingja. Allir sendiherrar bandamanna eru farnir á brott ur Moskva. Khöjn, í gær. Viðnreignin að vestan. Bandamenn gera áköf áhlaup á línunni Chambre—Roye. Sækja þeir hægt en stöðugt í áttina til Roye. Pjóðverjar veita öflugt viðnám. Spánverjar hóta því, að gera upptæk þýzk skip, er liggja í spönskum höfnum, til bóta fyrir skip þau, er Pjóðverjar hafa sökt fyrir þeim. £sjekko-Siavar. Austurríkismenn svara Bretum því, að þeir lýsa Tsjekko- Slava föðurlandssvikara. (Framh. á 3. síðu.) öðrum orðum: kendu honum um biðina. Og mér er nær að ætla, að þótt kaupmaðurinn hefði orðið við ósk manna og afgreitt þá, af því svona stóð á, að þeir þurftu yfir sjó eða land að fara, og því um að gera, að geta notað góða veðrið, að verzlunareigandinn hefði ekki gert neitt veður út af því, ef hann hefði þá vitað það nokkurn tíma. ' Eins er þessu varið með borg- arstjórann, að mikið er undir því komið, að hann sé viljagóður og röskur. Maður eins og hann, sem þrátt fyrir þó menn tali um sein- læti og drátt hjá honum, en mega þó ekki heyra nefnt, að hann hætti að vera borgarstjóri, gæti afar- mikið og án efa manna bezt bætt úr þessum aðfinsium, ef þær eru á rökum bygðar, sem þær virðast vera að ýmsu leyti, eins og hér mun verða sýnt fram á.-------------- En áður en eg geri það, vil eg minnast lítið eitt á borgarstjóra og samband hans (eða kjör) við bæjarstjórn. Mér finst aðstaða eða samband borgarstjóra við bæjar- stjórn vera í fylsta máta góð. — Það ber ekki á öðru, en hann felli sig vel við það, sem þar verður meiri hluti fyrir, enda eru víst flestir, ef ekki allir bæjarfulltrú- arnir ánægðir með hann. Það er þó sjaldgæft, að illa launaður for- stjóri standi svo ,Vel í stöðu sinni, að eigendur eða húsbændur séu ánægðir með allar hans gerðir. — Flest félög, sem komin eru svo á legg, að þau viti, að sá félags- skapur, er hefur stórt og umfangs- mikið starf með höndum, stendur sig vanalega bezt, ef hann fær aug- legan forstjóra, launa honum svo vel, að hann geti hugsað sem svo: Geti eg rekið fyrirtækið svo í lagi sé. verð eg látinn halda stöð- unni; launin eru ágæt, eg hef nóg til að lifa af, framtíð min er ágæt — geti eg að eins staðið vel í stöðu minni; eg get haft allan hugann við þetta eina starf, get komið fram við alla sem óháður og sjálfstæður maður eins og mér ber. — Eg man þegar hafnarstjór- inn var ráðinn, að þá var talið víst, að hánn hefði 10 þús. kr. um árið — 5 þúsund fast og önn- ur 5 þús. eftir tekjumagni hafnar- innar. Þetta tel eg ekki of hátt — vildi óska að það yrði með tíman- um tvöfalt meira. En hinu vil eg halda fram, að enginn sem laun- aður er af bæjarins fé, ætti að bafa hærri laun en borgarstjórinn. (Framhald á 3. síðu.)

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.