Fréttir

Tölublað

Fréttir - 21.09.1918, Blaðsíða 1

Fréttir - 21.09.1918, Blaðsíða 1
DAGBLAÐ 144, blað. ReykjaTÍk, laugardaginn 21. september 1918. 2. árgangnr. RafmagDsmát Rejkjaiíkor. Néfndarálit. Khðfn 19. sept. kl. 4 30. fú ijollasíi. Óspektir miklar vegna hungurs hafa orðið í Am- sterdam. Opinberlega hefur verið ráðist á búðir og þær rændar. Herlið hefur skorist í leikinn. Blóðugir götubardagar og óeirðir eru í Haag. frá Kússianði. Það er nokkuð langt síðan að raftnagnsmálið komst á dagskrá tiér í Reykjavík. Má heita svo að síðan laust fyrir aldamótin hafi það stöðugt verið á dagskrá, þótt við og við hafi það legið niðri um hríð af ýmsum ástæðum. Eftir að bæjarsljórnin afréð að byggja gasstöð, var um tíma ekki hugsað frekar um að útvega Reykjavikur- bæ rafmagn; en gasstöðin hafði ekki starfað í mörg ár þegar farið var að hreyfa aflur rafmagnsmál- inu. í maímánuði 1914 barst bæj- arstjórninni áskorun um að gera rafmagnsstöð fyrir bæinn við Ell- iðaárnar og var þá kosin nefnd á fundi bæjarstjórnar 7. maí 1914 til þess að íjthuga rafmagnsmálið. Síðan befur rafmagnsnefndin jafn- an verið starfandi í bæjarstjórn- inni og unnið að rannsókn og undirbúningi rafmagnsmálsins. í janúar 1916 bjóðast þrír verkfræð- ingar til að fullgera tekniskan \ind- irbúning, uppdrátt, áætlanir og lýsingu af rafmagnsstöð fyrir Rvík- urbæ, er bygður sé á notkun vatns- afis úr Elliðaánum. Út af þessu var málið rætt í bæjarsljórninni all rækilega og í nefndinni, og var svo í maímánuði 1916 ákveðið að fela »De forenede Ingeniörkontorer« i Kristjaníu þennan undirbúning. Áætlun þessa .höfðu De forenede Ingeniörkontorer lokið við um ára- mólin 1916—17. En með því að bæjarstjórninni þótti áætlun þessi ekki fullnægjandi og ekki svara að öllu til þess, sem nauðsvnlegt þótti til fullnaðarrannsóknar á máli þessu, var það ákveðið i marzmánuði 1917 að fela þeim Guðmundi Hliðdal og Jóni Þor- lákssyni verkfræðingum að gera ýsingu og kostnaðaráællun Voða-ástand er í Petrograd, — rán og morð ern þar framin á hverjum degi. Bandaríkjabiöð hafa birt fjölda skjala, er eiga að sanna það, að Lenin hafi verið og sé leigutól Pjóðverja og þeir eigi alla sök á ófriðinum. Spanska veikitt. um Spanska inflúenzan fer vaxandi í Svíþjóð; 700 manns eru þegar dánir úr henni. — A Spáni geisar veikin ógurlega. friðarttmlettanirnar. Pjóðfrelsis-sinnar (national-liberalar) í Pýzkalandi hverfa frá öllum landvinningakröfum að ófriði loknum. — Pýzku blöðin telja friðarsamninga nú þegar eigi æski- lega. — Svar Bantíaríkjastjórnar við friðarskilmálum Aust- urríkismanna er á leiðinni. Bandamenn ætla að svara þeim lið fyrir lið. Frá vestutvígstöðvunum. Bretar halda áfram sókn milli Gouzeaucourt og Halnon og hafa tekið 7000 fanga. K.höfn, 20. sept. kl. 8fi0. Viðuretgnin að vestan. f*jóðverjar sækja á fyrir norðan Arras. Bandaríkjaher sækir fast fram, hefur tekið fjölda þorpa og er nú í 10 mílna fjarlægð frá víggirðingunum við Metz. t*jóðverjar gera öflug gagnáhlaup fyrir norðan Gouzeau- court. (Frh. á 3. síðu.) rafmagnsstöð við Elliðaárnar. Hafa þeir lokið verki sínu snemma sumars síðastl.; hefur lýsing þeirra og kostnaðaráætlun verið prentuð og útbýtt meðal bæjarfulltrúanna, en uppdrættirnir sem greind áætlun vísar til, eru geymdir hjá borgar- stjóra. Nefndarmenn hafa nú kynt sér áætlanir þessar og haft þær til meðferðar á nokkrum fundum í nefndinni. Áætlað er að byggja 1 fyrstu 1000 hestafla stöð, er sé þó að miklu leyti gerð fyrir 1500 hestöfl, og er talið að hún muni kosta 1767400 kr., en gizkað á að þegar stöðin er fullgerð fyrir 1500 hestöíl verði stofnkostnaður hennar kominn upp í 2 milj. króna. Þá er gert ráð fyrir að hægt sé að auka þessa stöð og síðar bæta við aunari stöð þannig að samtímis megi fá úr ánum við þessa not- kun vatnsaflsins 5160 hestöfl. Gert er ráð fyrir að stöðvar þessar standi rétt við Elliðaárnar þar sem þær renna nú, önnur við Ártún en hin nokkuð fyrir ofan Árbæ. Jafnframt þessu er bent á þann möguleika, að þar sem nota megi Rauðavatn lil renslisjöfnunar, megi með því að byggja stöðina í Graf- arvotji og gera skurð frá Rauða- vatni áleiðis til Grafarvogs, ef til vill koma notkun ánna betur fyrir, meðal annars með því að þá megi nota alla fallhæð þá, sem fyrir hendi er í einni aflstöð í stað tveggja, ef fylgt er aðferð þeirri sem áætlunin er aðallega um. Með þessu móti megi fá úr ánum með fullkominni renslisjöfnun rétt við 6000 hestöfl. Fyrra fyrirkomulaginu með tvær stöðvar við sjálfar árnar er all- rækilega lýst í álitsskjali verkfræð- inganna og þarf því ekki að víkja frekar að því. Nefndin befur tekið til sérstakr- ar athugunar greinda uppástungu um að hafa stöð í Grafarvogi og hafa verið gerðar frekari rannsóknir í því efni; enn er þeim þó ekki lokið að fullu. En eftir því sem út lítur, má gera ráð fyrir því að kostnaðurinn við þessa stöð verði h. u. b. 100,000 kr. hærri en kostnaðurinn við hina áætluðu 1000 hestafla stöð hjá Ártúnum, en hins vegar yrði ódýrara að stækka stöðina í Grafarvogi seinna meir heldur en hina áætluðu stöð. Eftir að hafa íhugað þetta mál hefur nefndin komist að þeirri niðurstöðu, að heppilegra muni eftir þeim upplýsingum sem fyrir (Framhald á 3. siðu.)

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.