Fréttir

Tölublað

Fréttir - 23.09.1918, Blaðsíða 3

Fréttir - 23.09.1918, Blaðsíða 3
FRETTIR 3 Fréttir. Kosta 5 anra eintaklð í lausasölu. Fyrir fasta kaupendur 1 kr. á mánuði. Anglýsingarerð: 50 aura hver centimeter í dálki, miöaö viö Qórdálka blaðsíður. Afgreiðsla í Anstur- Htræti 18, MÍmi 31ö. Við auglýsingnm er tekið á af- greiðslnnni og í prentsm. Gutenberg. Útgefandi: Félag í BeyUiavík. Ritstjóri: Giiöm. Guðmuudason, íkáld. Sími 448. Pósthólf 286. Viðtalstimi venjulega kl. 4—5virka daga á Óöinsg. S B uppi á lofti. (Framhald af 1. síöu.) unar setjum vér hér samanburð þann, sem nefndarmaður Jón Þor- láksson gerði á síðasta fundi bæj- arstjórnarinnar um kostnað við raflýsingu samanborna við olíu- og gasljós fyrir sama Ijósmagn. Gas til Ijósa kostar nú kr. 1.88 teningsmeterinn úr gasstöð bæjar- ins. Góðir gaslampar eyða 1 lítra af gasi á klst. fyrir hverja ljósein- ingu (sjá t. d. Hutte, II. bls. 816), og eyðir þá 50 Ijósa gaslampi 55 lítrum á klst., en þeir kosta rúma 10 au. Beztu gasglóðalampar, áem loga niður á við, eru taldir eyða 50 lítrum á klst. fyrir 50 Ijósein- ingar, og verða það tæpir 10 au. á klst. í ljósmetiskostnað með nú- verandi gasverði. Steinolíulampar í góðu lagi eyða 2,3 til 3 grömmum af steinolíu á klst. fyrir hverja ljóseiningu; 50 ljóseininga olíulampi (svarar til 30 línu brennara) eyðir þá 125 til 150 grömmum af steinolíu á klst. Einn lítri af steinolíu vegur um 800 grömm og kostar sem stendur í smásölu um 60 au; samkvæmt því eyðir 50 ljóseininga olíulampi steinolíu fyrir 9x/a til 11 au. á klst. Rafmagnslampar þeir, sem nú eru almennast notaðir, eyða einu watti rafmagns fyrir hverja ljós- einingu; 50 ljóseininga rafmagns- lampi eyðir þá 50 wöttum eða */*• úr kílówattstund á klst. Samkvæmt rekstursáætlun fyrir 1. stöðvar- stærð er meðal söluverð áætlað 17 1js au; fyrir kvst. eftir því eyðir 50 ljósa lampi rafmagni fyrir tæpl. 9/io eyris á klst. Eftir þessu er ljósmetiskostnaður rafljósanna einungis 710 af ljós- metiskostnaði gaslampa og stein- það til athugunar meðal annars. — Enn er þess að gæta að því að eins getur komið til tals að ráð- ast í að byggja slíka stöð að lán sé fáanlegt til byggingar hennar og hljóta því ályktanir þær, sem bæjarstjórnin gerir í því efni að vera þeim skilyrðum bundnar. Að öllu þessu athuguðu og einnig með hliðsjón af því að ó- umflýjanlegt virðist að bærinn ráðist i einhver atvinnubótafyrir- tæki sem talsverðu nemi á kom- andi vetri, en slíkum atvinnubótum hvergi betur fyrir komið en að þær séu lagðar í arðvænlegt fyrir- tæki, hefur nefndin komist að þeirri niðurstöðu að ráða hinni háttvirtu bæjarstjórn til að sam- þykkja að ákveðið sé að byggja rafmagnsstöð fyrir bæinn með afli úr Elliðaánum á grundvelli lýs- ingar- og kostnaðaráætlana verk- fræðinganna Jóns þorlákssonar og Guðmundar Hlíðdals, þó þannig, að stöðin verði sett við Grafarvog ef engir óvæntir erfiðleikar koma i ljós við fullnaðarrannsókn, og að byrjað sé á verkinu svo fljótt sem því verður við komið, allt að því áskildu, að fé fáist til fyrirtækisins með þeim kjörum sem bæjarstjórn- in telur aðgengileg. Ber nefndin því fram svo hljóðandi tillögu: 1. Bæjarstjórnin ákveður að byggja rafmagnsstöð fyrir bæinn með afli úr Elliðaánum. Svo framar- lega sem engir óvæntir erfiðleik- ar koma í ljós við fullnaðar- rannsókn, verði stöðin sett við Grafarvog. 2. Til framkvæmdar þessu verki ákveður bæjarstjórnin að taka 2 miljón króna lán og felur borgarstjóra K. Zimsen að út- vega lán þetta og undirskrifa skuldabréf fyrir því. 3. Bæjarstjórnin ákveður að reynt verði sem fyrst að útvega fram- annefnt lán og að byrjað verði á verkinu sem allra fyrst eftir að lánið er fengið. Rykjavík 19, september 1918. Ólafur Lárusson settur. Jón Rorláksson. Jörundur Brynjólfsson. Sveinn Björnsson. Bankaseðlarnir. olíulampa með núverandi verði á gasi og steinolíu. Til þess að gasljós og steinolíu- ljós verði eins ódýr og hin áætluðu rafljós þarf verð á gasi til ljósa að lækka niður i h. u. b. 18 au. á teningsmetri og verð á steinolíu viður í 6 au. fyrir lítirinn. Hvor- ugt hefur orðið svo ódýrt hér nokkru sinni áður. Þess skal getið að einn af lækn- um bæjarins, sem aðallega fæst við geislalækningar, hefur í erÍDdi til bæjarfulltrúanna, 10. sept. bent á hve nauðsynlegt það er vegna geislalækninga að bærinn fái sem fyrst rafmagnsstöð og ber að taka Hvað eftir annað befur verið bent á það, hvað bankaseðlarnir sem ganga manna á milli eru sóðá- legir. Þeir eru svo út-ataðir, að þrifnu fólki hreint og beint velgir við því, að þurfa að snerta á þeim og stinga þeim á sig. Bankarnir kenna væntanlega ó- þrifni fólksins um þetta, en sann- leikurinn er sá, að bankarnir ráða því algerlega sjálfir, hvort seðlar þeirra eru hreinir eða ekki. Fyrst og fremst eiga þeir alls ekki að láta úti óhreina seðla, og svo eru ýms ráð til að kenna fólkinu að fara þriflega með þá. Bankarnir þurfa að koma í veg fyrir þann ósið, að menn hnoði seðlum ofan i peningabuddur eins og siður er til, og það væri hægð- arleikur með því, að kaupa nokk- ur þúsund ódýr seðlaveski — þau mættu gjarnan vera úr pappír — og útbýta þeim sem seðla-umbúð- um meðal skiftavina bankans ó- keypis. Dýrari seðlaveski og var- anlegri þarf hver banki einnig að | bafa til sölu, og mundu menn fljótt læra að nota þau. Það má alls ekki liðast héðan af, að þessir skarnseðlar séu á gangi meðal fólksins, fyrst og fremst af þessum ástæðum: Þeir bera sóttnæmi milli manna. Þeir spilla smekkvísi og þrifn- aðarkend. Þeir eru augljósari auglýsing og sönnunargagn fyrir íslenzkum ó- þrifnaði en nokkuð annað, sem innlendum manni eða útlendum getur borist í hendur. H. Hvað er í íréttum? Bíó-æðið. Troðningurinn í Gamla Bíó í gærkvöldi var hreint afskaplegur. Kona ein tróðst undir á stigapall- inum í útganginum og varð ekki við reist fyr en mesti straumurinn var kominn fram hjá, og var hún þá all-mikið meidd og þjökuð að sjá. — 1 göngunum með fram bekkj- unum var svo mikill troðningur af standandi fólki, að ómögulegt var að haldast við í yztu sætunum. Menn tróðu sér inn á milli bekkj- anna skygðu á það fólk er hafði sæti þar og lögðust ofan á það. Sífeldar hrindingar voru, það hálf leið yfir kvenfólkið af loftleysi og ósköpum, en allir voru svo vand- lega skorðaðir, að engum virtist undankomu auðið. Vér viljum nú benda lögreglunni á, að það er veruleg bætta á ferð- um, ef leyft er að láta kapptroða svona í samkunduhús miklu meira en þeim er ætlað að rúma. Hvernig fer t. d. ef kviknar í? — Og ef fólk verður snögglega veikt af loft- eitrun, þá er nær ókleift að koma því út, fyr en ef til vill seint og um siðir. Gullfoss kom í gær fyr en nokkurn varði. Hafði farið frá New York fyrra miðvikudag, eða þrem dögum fyr en frézt hafði að hann hefði farið. Farþegar voru Emil Nielsen fram- kvæmdarstjóri og beildsalarnir Jó- hann Magnússon, Arent Claessen og Friðrik Magnússon. Ásgrímur Jónssoo málari er nú kominn til bæjar- ins. Hefur dvalið austur í Múla- koti í Fljótshlið nokkrar vikur fyrirfarandi. Franoes Hyde kom frá Englandi í gærmorguu. Skipi sökt. Landsverzlunin fékk skeyti um það núna fyrir belgina, að einu af skipum þeim sem eru í kol- og saltflutningum fyrir hana, hafi verið sökt. Landaverzlunin á von á mörgum skipum hing- að með kol og salt. Eru það flest seglskip og allstór, 2—3000 lestir. Athygli viljum vér vekja á auglýsingum frá skóverzlun Stefáns Gunnars- sonar í Austurstræti 3. Er þessi verzlun orðin ein hin stærsta í sinni grein, og vitum vér ekki til, að annarsstaðar fáist betri skó- fatnaður. Lagarfoss mun fara áleiðis til Ameríku um miðja vikuna. Bitstjóri »Vestra« Kristján Jónsson frá Garðstöðum kom frá Isafirði hingað til bæjar- ins í gærkvöldi á v.b. »Þórði kakala*. Smjörlíki 2 ágætar tegundir og bakarafeiti nýkomið í Verzi. 6uðm. Olsen. Fagurt andlit fá allir þeir sem nota hina ágætu skeggsápu frá Verzl 6ulm. Olsen. „Hugfró” Laugaveg 34. Sími 739. Selur í fjölbreyttu úrvali: Tóbaksvöriur. bælgætS, Gosdrykki, Ol, Rey kj arpípur, Tóbakspungfa, o. m. fl. Verð hvergi lægra. Vörur sendar heim.

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.