Fréttir

Tölublað

Fréttir - 08.10.1918, Blaðsíða 2

Fréttir - 08.10.1918, Blaðsíða 2
FRETTIR Kirsch liðsmaður í erlendu liðsveitinni í her Frakka. Glæfraför frá Kamernn tll skotgrafanna þýzkn, ófriðarárið 1914—16. Eftir llans I^aaselie. (Frh.) Eg settist niður. Voru þarna saman komnir menn af öllum þjóðum. Liðsmennirnir tóku að syngja söngva að heiman. ítölsku lögin voru einna þunglyndis- legust. Var þessu haldið áfram unz foringinn kallaði: »Þögn«. Síðan var boðið að slökkva ljósin. Eg fór úr fötunum. Eg vaknaði kl. 6 að morgni. Hafði eg sofið rótt um nóttina. Eg stökk án tafar á fætur. Gekk siðan út i garðinn og þvoði mér að dæmi félaga minna, er eg hafði*klætt mig. Að því loknu settumst við að kaffidrykkju. Eg varð all-hissa á því, er eg varð þess var, að all-mikið áfengi var í kaffinu. Fann eg það þegar í stað á lyktinni. En gömlu hermönn- unum fanst of lítið áfengi í kaffinu, og kváðu þeir mestan hluta vínandans hafa gufað upp í eldhúsinu hjá eldamanninum. Klukkan sjö voru menn látnir ganga til æfinga. Eg var látinn fara til vinnu, þótt eigi væri eg enn klæddur einkennisbúningi. Skyldi eg aka grjóti á hjólbörum. Var eg óvanur slíkri vinnu, en vann samt kappsamlega, unz eta skyldi hádegisverð. Síðari hluta dags fór eg að sækja einkenn- isbúning minn. Með mér fóru nokkrir nýlið- ar, sem komið höfðu síðar en eg. Voru það Spánverjar nokkrir og einn Svisslendingur. Hverjum okkar voru fengnar rauðar brækur og blátt vesti. Auk þess kápa með málm- hnöppum, rauð hermannahúfa og einkenni erlendu liðssveitarinnar, blátt mittisband úr bómull. Síðan voru okkur fengin bóinullar- nærföt, járnslegnir skór og stuttar gljáleðurs- legghlífar. Voru skórnir þann veg úr garði Charles Garvice: Marteinn málari. 271 sína, en eg er hér á ferð og hef orðið fyrir skakkafalli«. »Eg er hrædd um að yður finnist húsa- kynnin hérna fremur bágborin, frú Gregson«, sagði læknisfrúin brosandi. »Eg vona að ekkert slys hafi komið fyrir«. »Vagnstjórinn minn var svo ógætinn að ryðja manni um koll«, sagði Charlotta og reyndi að bera af sér sökina, »en það var þó ekki eiginlega honum að kenna. Maður- inn hljóp þvert yfir götuna í stað þess að standa kyr og láta vagninn komast fram hjá«. »þessir sveitamenn eru svo athugalausir oft og tíðam«, sagði læknisfrúin, því að henni kom ekki til hugar að rengja það, sem þessi ókunna hefðarkona sagði henni. Browwood læknir var nú tilbúinn að fara, en áður en hann lagði af stað, vék hann sér að Charlottu og sagði kurteislega: wÞað mundi gleðja konu mína ef þér vild- uð gera svo vel að borða hjá okkur, frú Gregson. Þér hljótið að vera orðin matarþurfi eftir allan þennan hrakning«. Charlotta þakkaði honum fyrir, vitandi vel að hún varð að sæíta sig við orðinn hlut, þó að hún biiis vegar væri sárgröm út af því að för sín skyldi heftast á þennan hátt. Hún sá fram á það, að hún mundi verða í talsverðum vanda stödd ef maður- gerðir, að spor hvers hermanns var hægt að greina frá sporum annara manna. Hafði liðs- foringjum í Afríku hugkvæmst þetta ráð, til þess að finna þá sem strykju. Kom þetta og að mesta gagni landamæra-vörðunum. Eg klæddist nú skjótlega. Var hinn mesti vandi að vefja um sig mittisbandinu svo vel færi. Varð það að gerast á sérstakan hátt. Hélt einn hermaður í enda bindisins, en sá er skyldi vefja því um sig, sneri sér í hring og vafði upp á sig. Sé enginn í nánd, verður hermaðurinn að festa einhversstaðar endann. Verður að vefja því á nákvæmlega réttum stað. Skal bindið vera til skjóls. Ef kalt er á næturnar, er mönnum skipað að vefja sig bindinu. Það er 5 stikna langt, og nota her- menn það oft til þess að síga á því ofan af klettum, er nauður rekur til. Eg saumaði merki liðssveitarinnar á húfu mina. Er það springandi sprengikúla. Að þvi loknu hafði eg lokið búnaði mínum. Félagar mínir virtu mig ánægjulega fyrir sér: »Nú er eitthvað annað að sjá þig«. Eg leit í spegil og varð að kannast við það, að einkennisbúningurinn fór mér undur-vel. »Á morgun ferðu til æfinga með hinum«, sagði foringinn og lagaði það af fötum mín- um sem honum þótti eigi vel fara. Að morgni héldum við 10 nýliðarnir af stað á eftir hinum til æfinga. Tók síðan her- maður einn að kenna okkur hvern veg fót- gönguliðar skyldu haga sér. Hann var frá Luxemburg, og kunni mætavel þýzku. Við og við blótaði hann eins og sannur Þjóðverji. 1*011 eg væri þreyttur að kvöldi, labbaði eg um borgina, til þess að líta á land og fólk. Undi eg lítt hag mínum, því að eg átti enn eigi neinn kunningja. Eldri hermennirn- ir voru of mjög hneigðir til víns og kvenna, til þess að eg gaeti verið með þeim. Sá eg nú margt ófriðarfregna. Voru þær allar á einn veg, Frökkum og Bandamönnum í vil. Eftir tíu daga var mér goldið kaup rnitt. Voru það 40 aurar. Frá þeim voru dregnir 10, en i stað þeirra fékk eg reyktóbak, vind- linga og eldspýtur. Eg reykti ekki, en gat selt hinum hermönnunum tóbakið, fyrir 15 aura. 272 inn skyldi deyja af meiðslum sínum og hið sanna komst upp um aðdragandann og Dup- rez færast undan að láta sökina skella á sér. En ef hún biði, þá þekti hún vagnstjórann svo vel, að hún treysti sér til að láta hann halla sannleikanum eftir því sem þurfa þætti, ef hún að eins hugnaðist honum vel fyrir. Tók hún svo þátt í máltíðinni, sein var bæði ljúffeng og vel framreidd og var þó mjög annars hugar, Innan skamms heyrðist þungt og seinlegt fótatak á stígnum, sem lá að húsinu og þutu þær Charlotta og læknisfrúin þegar til dyra. Voru læknirinn og vinnumaður hans komnir þar og báru hinn meidda mann á börum á milli sín, en Duprez veitti þeim aðstoð. Mað- urinn hafði aftur augun og fanst Charlottu mest um hve fölur hann var. Hann stundi við einu sinni er Duprez varð fótaskortur, en annars heyrðist hvorki til hans stunur ne hósti sem menn segja. Læknisfrúin leiddi gest sinn inn í borð- stofuna og settust þær aftur að máltíðinni, en Charlotta hafði nú mist alla matarlyst og gat ekki varist því að hlusta eftir skóhljóði mannanna, sem vóru að bera sjúklinginn upp stigann. Eftir litla stund heyrðust nokkr- ar fyrirskipanir til læknisins og því næst sló öllu í þögn. Læknisfrúin borðaði með beztu lyst eins og ekkert hefði ískorist og gættf í Frakklandi er tóbakseinokun og ríkið græð- ir á því, að úthluta hermörinunum nokkuru af mála þeirra í tóbaki. Er þetta eins konar reykingarkennsla, og á þetta ber að líta, þeg- ar hugað er að afturför Frakka. Fegar þjóð- inni er þann veg úthlutað af handahófi tó- baki og víni, þá er eigi von að vel fari.. Enda mun ei á löngu líða, uns vísindin taka eftir því. Eg hélt af stað í góðu skapi til borgarinn- ar. Keypti eg mér þar ávexti og pappír. í búðargluggum gat að líta uppdrætti af umhverfinu. Einnig hékk eitt slíkra landa- bréfa í herbergi skotkennara okkar. Leit eg oft á landbréf þessi, og eigi leið á löngu, unz eg var orðinn því vel kunnur hvert halda skyldi ef eg flýði. Frá Boyonne til landa- mæranna voru að eins 25 rastir. í herflokki þeim, sem eg var í, var og spánskur liðsforingi. Hann hafði haldið á brott að heiman til þess að að vinna sér fé og frama í ófriðinum. Heyrði eg hann oft bölva því, hve illa væri með sig farið. Eitt sinn móðgaði hann foringja einn. Var hann þá dæmdur i fjögurra daga fangelsi. Var hann all-aumlegur, er hann kom til okkar á ný. Um kvöldið fanst hann ekki, er liðið var kannað. Hann hafði flúið yfir landa- mærin og kom eigi aftur. Hann sendi síðan bréf löndum sínum í liðssveitinni og kvað sér vel hafa gengið förina. Fjöldi annara manna í liðssveitinni var óánægður. En gömlu hermennirnir undu vel hag sinum. Hugðust þeir endurnýja samn- ingana, er fimm árin væru liðin. Fjöldi útlendinga var blektur til þess að ganga í liðssveitina. Ungur Svisslendingur hafði verið blektur mjög. Var hann vélfræð- ingur. Hafðist hann við í stórborg einni á Frakklandi, er stríðið hófst. Var hann at- vinnulaus. Var honuin nú sagt, að hann mundi fá atvinnu í vopnaverksmiðju, ef hann gengi fyrst i herinn. I*ann veg var því farið, að hann var í erlendu liðssveitinni. Frh. 273 þess sem kurteis og hugulsöm húsmóðir að trufla Charlottu ekki í hugleiðingum sínum. Að öðru leyti var hún alvön svipuðuni at- burðum, og var til taks að skunda til manns síns, ef hann skyldi kalla á hana til hjálpar — það eitt þótti henni verst, að maður sinn skyldi hafa orðið af ina*-nuni. í ' VL Charlotta hafði fleygt sér i hægindastól í svefnherberginu, sem henni hafði verið vís- að á. Klukkan var orðin tvö um nóttina, en samt hafði hún enga löngun til að ganga til hvilu, og stóð þó rúmið uppbúið og tandur- hreint þar rétt hjá henni. Var hún að velta því fyrir sér, sem komið hafði fyrir hana þá um daginn, og þá fyrst og fremst samtali sínu við mann sinn, og glotti hún hæðnis- lega þegar hún mintist þess. I*ví næst komu henni í hug samfundir sínir við Guy Field- ing, og að síðustu slysið með vagninn. Henni fanst þetta vera æði viðburðarikur dagur, en í stað þess að iðrast mótgerða þeirra, sem hún hafði auðsýnt öðrum, þá hugsaði hún um það eitt á hvern hátt hún gæti komiA fram hefnd sinni við mann þann, sem hún

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.