Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Fréttir

						DAGBLAÐ
161. blftð.
Iteykjavík, miðvikuuaginn 9. október 1918.
2. árgangur.
Svar
til
Hagnúsar Arnbjarnarsonar
frá
Bjarna Jónssyni frá Vogi
heitir bæklingur, sem út kom í gær.
Er bæklingur sá hálfu minni að
vöxtum en Magnúsar, en æði-miklu
veigameiri að rökum. Hefur Bjarni
þar að vísu átt auðvelt verk að
vinna, að hrekja staðhæfingar og
misskilning Magnúsar á sambands-
lögunum, enda hefur hann nú rekið
alt er reka þurfti svo rækilega ofan
í Magnús, að enginn sanngjarn
maður með fullu viti getur glæp-
ast látið á kenningum Magnúsar,
er les og ber saman báða bækl-
ingana.
Fyrst hefur Bjarni inngang að
erindi sinu, hnittinn og hittinn, en
því næst gerir hann athugasemdir
við ýmsa kafla í ritlingi M. A. og
síðast sýnir hann fram á, hverjar
verði afleiðingarnar af fyrirætlun
M. A., ef hún tækist, — sú sem
sé, að koma sambandslögunum
fyrir kaltarnef.
í I. kafla, 2. sýnir hann fram á
rangfærslur og hlutdrægni M. A.
og ósamræmi hans í ummælum
um málið. Hrekur hann mjög ræki-
iega þá skoðun, að Dönum sé veitt
nokkur ný fríðindi í 6. gr. sam-
bandsl., er þeir hafi eigi haft áður.
Verður harla lítið eftir af veizlu-
kostinum Dönum til handa, sem
Magnús sér á borði, er Bjarni hef-
ur mælt hann og vegið. Nýlendu-
flrru Magnúsar vítir Bjarni rögg-
samlega.
Vér leyfum oss að birta hér
kafla úr Svari Bjarna, er hrekur
þá staðhæfingu M. A., að í 6. gr.
sé svo um samið, að ísland verði
sameign Dana og íslendinga. Þar
segir Bjarni svo:
»Hér er nú þess fyrst að gæta,
þegar dæma á um, hvort samist
hafi af oss, hvað er og hvað ann-
ars hefði orðið ef ósamid stóð.
a. Lög nr. 35, 27. september 1901
segja svo: Fiskiveiðar, þar á meðal
sUdoeiðar, i landhelgi mega eigi
Qdrir reka en þegnar Danakonungs,
hoort heldur eru einstakir menn eða
hlutafélög, þar sem alt hlutaféð er
rign þegna Danakonungs. Pó mega
hlutafélög, er þegnar annara rikja
eiga hlut i, reka fiskioeiðar i land-
helgi, ef meira en helmingur félags-
flárins er eign þegna Danakonungs,
Drengir 14-17 ára!
Takið eptir:
U-D. í K. F. U. M. heldur skemtifund í kvöld kl.
872 — Upplestur (Fótboltasaga) — »Yngri Valur« fjöl-
menni.
Meðlimir bjóði með sér jafnöldrum sínum. Allir
piltar 14—17 ára velkomnir á fundinn.
Byrjar stundvíslega. —
Loftskeyti.
I. í^arís 8. október. kl. 15.
Stórskotaorrusta var í nótt norðan St Quentin.
Á Suippe-vígstöðvunum hafa Frakkar komist í
grendina við Condé, ráðist inn í lles-sur-Suippe og tekið
Bazancourt, þrátt fyrir ógurleg en árangurslaus gagná-
hlaupum Þjóðverja.
Frakkar Jkoimiir inii í Xieyrowtli.
Hermálaráðherrann hefur fengið svohljóðandi skeyti
frá Varney sjóliðsforingja: »Flotadeild Frakka við Sýr-
land kom 7. þ. m. kl. 6. árdegis inn í höfnina í Bey-
routh«. Fögnuði borgarbúa verður eigi með orðum lýst.
Fara blöðin mörgum fögrum orðum um þetta og telja
þetta mjög mikilvægt spor. T. d. bendir blaðið »Petit
Journak á að þetta sýni, að auk þess sem Gyðingaland
sé unnið sé nú í raun réttri Sýrland allt á valdi banda-
manna. Pað er floti Frakka sem hefur þann heiður, að
hafa tekið Beyrouth og hrifið með þessu Libanon sjálfan
undan oki Tyrkja. Er næsta eðlilegt að sjóliðarnir
frakknesku miklist og gleðjist af þessu. í þessari hafnar-
borg eru um 200,000 íbúar og vegur Frakka þar mikill
og frakkneska þar ein kunn af erlendum tungum og í
hávegum höfð. Hafa og Sýrlendingar jafnan talið Frakka
verndara sína og snúið sér til Frakkastjórnar, er þeir
hafa í vandræði ratað vegna kúgunar Tyrkja.
-Ajuístiirríliismeim  ogf  JpjóOverjar
hörfa íir Búlgaríu.
Frá Bern er símað: Frá Sofiu er skeyti birt í þýzka
blaðinu  »Neue  freie  Presse«,  er  skýrir  frá því,  að
og félagið hefur heimilisfang á ís-
landi og stjórn þess er skipuð þegn-
um Danakonungs, enda sé meiri
hluti hennar heimilisfastur á íslandi,
Hér eru allir þegnar Danakon-
ungs með í veizlunni, hvort sem
þeir búa í Danmörku, á Færeyj-
um eða í Grænlandi. Helzt væri
eftir þessari grein vafi á því, hvort
íslendingar hafi sjálfir réttinn, því
að þeir eru eigi þegnar Danákon-
ungs að vorum skilningi. En vér
eigum að vera með eftir danska
skilningnum og bjargar hann því
fiskiveiðarétti vorum nú sem
stendur.
Lög nr. 31, 13. dec. 1895 segja:
Til þess að skip geti með skrásetn-
ing á Islandi öðlasl rétt til að hafa
danskt flagg, verða að minsta kosti
*/z þess að oera eign innborinna
manna, er ekki eru þegnar annars
ríkis, eða þeirra manna, er fengið
hafa dönsk þegnréttindi með því,
að oera orðnir heimilisfastir á Is-
landi eða i Danmörku. Sé skipið
eign hlutafélags, þá á stjórn þess
að hafa aðsetur silt á Islandi eða
i Danmörku og félagsmenn að full-
nœgja þeim skilyrðum, sem sett eru
hér að framan. — »Innbornir menn«
— þegnar Danakonungs í hinum
lögunum. Greinin þarf eigi skýringa.
— 1 lögum nr. 56, 30. nóv. 1914
er sú framför orðin sem segir í
1. grein: Pau skip teljast islenzk,
sem heimili eiga á Islandi og að
toeim þriðju hlutum minst eru eign
manna, sem heimilisfastir eru á Is-
landi eða í Danmörku eða þar inn-
bornir án þess að vera ríkisborgarar
annarsstaðar. Nú er skip hlutafélags-
eign, og skal þá meiri hluti sljórn-
arnefndarmanna vera búsettur á Is-
landi og heimilisfang félagsins þar,
enda fullnœgi hver stfórnarnefndar-
maður framangreindum skilgrðum
um heimilisfestu eða rétt innborinna
manna; þó má ráðherra Islands
veita htulajélögum undanþágu frá
siðastnefndum ákvœðum, þegar að
minsta kosti 3/s hlutar stjórnar-
nefndarmanna fullnœgja skilgrðun-
um um heimitisfestu. Framförin er
fólgin í því, að geta opnað fleiri
aðgang en Dönum, en ekkert í þá
átt að útiloka þá eða greina þá
frá íslendingum.
Hér er svo Ijóst kveðið að orði
að enginn getur efast um að gild-
andi islenzk lög veita Dönum al-
staðar jafnrétti oið íslendinga og i
öllum greinum og viðurkenna að
hér á landi sé danskur þegnréttur
en eigi islenzkur. Og svo lengi sem
þegnréttur er talinn danskur, verður
honum með engu móti breytt.
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4