Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Fréttir

						FPETTIR
59
„Hugfró
Laugaveg 34.    Sími 739.
Selur  í  fjölbreyttu úrvali:
TóbaUsvöpiir.       Sælgætí,
Gtosdrykkl,        ,       ÖI,
'Rey k J arpípur,
Tóbakspunga,
o. m. fl.
Verð  hvergi lægra.
Vörur sendar heim.
Xatia farin að gjésa.
í gær eftir miðjan daginn kom
upp gos, að því er sagt er, i Kötlu-
gjá í Mýrdalsjökli. Af því að veð-
ur var heiðskýrt sást gosmökkur-
inn mjög vel héðan úr bænum.
Var hann að sjá sem gufustólpi
mikill um sig er bar hátt yfir aust-
urfjöllin. Nú mun Katia vera um
160 km. héðan og má af þessari
fjarlægð ráða, að mökkurinn hafi
á hæðína skift tugum kílómetra.
Þegar sólin skein á hann var hann
ekki ólíkur skýjabólstri, en við
nánari athugun sást, að sterk og
stöðug hreyfing var á upp á við,
þótt litið bæri á í svip vegna fjar-
lægðarinnar. Þá er tók að skyggja
kom í Ijós að allur stólpinn iogaði
í eldingum svo að segja stanzlaust.
Oft voru mörg leiftur i einu og
sýndist þeim fiestum slá inn í
mökkinn og niður eftir honum
ljómaði um alt loftið. Þessar raf-
magnsbyltingar í loftinu höfðu mik-
il áhrif á símasambandið austur
og gerðu það ótrygt. Þó hélst það
nokkurn veginn þar til Vík lokaði
kl. 7.
Fregnir austan frá gosstöðvun-
unum eru ógreinilegar enn þá. í
Vík og Vestmannaeyjum er sagt að
sjógangur hafi orðið mikill og sjór
hafi gengið á land. Héldu ýmsir
hér að þetta stafaði af jarðskjálft-
um á sjávarbotni, en þetta er venju-
legt merki um jökulhlaup. Þau eru
vön að koma af stað sjógangi sem
verður vart við meðfram allri suð-
urströnd landsins. Er auðvitað að
nú hefur orðið mikið hlaup úr
Mýrdalsjökli, sem endranær er Katla
hefur gosið. Sú bygð, sem hættast
er við skakkaföllum al jökulhlaup-
inu, er að sögn kunnugra, Álfta-
verið. Líkur eru til að öskufall
verði, en hvar það kemur verst
niðri er mest komið undir vind-
stöðunni. Getur askan borist víða
um land, og jafnvel til næstu landa.
Árið 1625 barst aska úr Kötlugosi
til Noregs. — Katla er eitt hið ó-
kyrrasta og illvígasta eldfjall á
þessu landi. Menn hafa sagnir af
því að hún hafi gosið áður 12
sinnum síðan land bygðist. En
liklegt er talið að hún hafi gosið
oftar. Siðustu gosin voru árin
1755, 1823 og 1860. Standa gosln
oft mánuðum og misserum saman
og má því búast við að þetta gos
sé  ekki  búið þótt það sé byrjað.
1  morgun  náðist ekki lengi vel
RITFANGAVERZLUN
Theódórs Árnasonar,
Sími 231
Sími 231
17  AUSTURSTRÆTL 17
Alls  konar  pappír:
Póstpappír,            Embættisbréfapappír,            Þerripappir,
Teiknipappír,               Umbúðapappír,
Umslög.
Reikningaeyðublöð,     Reikningabækur,     Vasabækur,    Visitkort.
Ritblý.
Bréfspjalda-albúm,   Smámynda-albúm,   Myndabækur,   Bréfspjöld.
Litarkassar.
I  heildsölu  til  kaupmanna  og  böksala:
------------- Vasabækur margar tegundir.  -----------------------
Mun  lægra  verð  en  hjá  heildsölum  hér.
Roskinn kvenmaður
með ungbarn með sér óskar eftir vetrarvist á góðu heimili.
Afgr. vísar á.
Gærur
kaupir
Garöar Gíslason.
simasamband austur og ekki einu
sinni við Vestmannaeyjar, hvort
sem seinna kann að rætast úr því
í dag. Vindur er austanstæður með
allmiklu mistri sem mun stafa frá
gosinu. — Öskufalls hefur ekki
orðið vart það er fregnir ná til,
en búast má við því á hverri
stundu, og líklegt að þess verði
strax vart hér með þessari vind-
stöðu.
Þeir sem áttu tal við Vík í Mýr-
dal í gær, sögðu að menn væru
jafnvel að hugsa um að flýja hús
af ótta við ágang sjávar. En ekki
hafði orðið af því siðast er fréttist.
Hvað er í íréttum?
Embættaveitingar.
Sýslumannsembættið í Húna-
vatnssýslu hefur nú verið veitt
Boga Brynjólfssyni cand. jur.
Jóni Ófeigssyni cand. mag. hefur
verið veitt 5. kennaraembættið við
Mentaskólann, er losnaði þegar
Böðvar Kristjánsson sagði af sér.
Tekjnslcattiirinn.
Skattanefndin hefur sent út eyðu-
biöð handa mönnum að fylla út
og gefa upp tekjur sínar fyrir liðið
ár. Á þinginu siðastliðið ár var
sarninn  viðauki  við  tekjuskatts-
lögin og skattanefndum þá fyrir-
skipað að áætla tekjur manna svo
freklega er þær sæju sér fært hjá
þeim, er ekki gæfu sjálíir upp tekj-
ur sínar. Mega menn þá sjalfum
sér um sér um kenna er eftir á
kann að þykja of mikið á sig
lagt.
Algengur misskilningur er það
að halda að menn megi draga frá
tekjum sínum framfærslueyri fjöl-
skyldu sinnar og heimilishald. Það
á að gefa upp tekjurnar eihs og
þær eru . Aðeins beinan árlegan
kostnað má draga frá, en beinn
kostnaður er sá kallaður sem fer
beinlínis til þess að geta rekið at-
vinnuna, svo sem mannahald við
atvinnuna, húsaleigu fyrir vinnu-
stofu eða skrifstofu sem annars
væri ekki notað, innkaupsverð á
efni til iðnreksturs o. fl. Aftur á
móti á ekki að draga frá húsa-
leigu fyrir íbúð sína, fólkshald á
heimili o. s. frv., því að bað telst
til venjulegs heimilishalds.
Til þess að nieiri Iíltur séu til
að skattanefnd taki skýrsluna góða
og gilda mun réttast að tilgreina
tekjurnar nákvæmlega og sömu-
Ieiðis fyrir hvað það fé er lagt út,
sem menn vilja kalla beinan kostn-
að. —
Mannalát.
7. þ. m. dó að Hofdölum í Skaga-
firði Magnús Vigfússon er lengi bjó
í Garðakoti í Hjaltadal, faðir Björns
simstjóra á Borðeyri. Merkur mað-
ur og vel látinn.
Nýdáinn er og merkisöldungur-
inn Árni Jónsson fyrv. bóndi á
Þverá í Hallárdal, faðir Ólafs heit-
ins kaupm. á Stokkseyri, Björns
hreppsstjóra á Ytriey og þeirra
systkina og móðurbróðir Olafs
Friðrikssonar ritstjóra.
Loítskeytin
rugluðust all-mjög í gær af raf-
magnsöldum frá eldgosinu. Skeytin
frá París heyrðust alls ekki nema
orð og orð á stangli, en ekkert
samhengi. Má búast við að ilt
verði að ná skeytum á meðan
gosið stendur yfir. Liklegt má telja,
að næstu loftskeytastöðvar erlendis
bæði á landi og skipum verði varar
við áhrif af gosinu og að samband
milli herskipa geti orðið óhægra.
Ingólfur.
Flóabáturinn Ingólfur hefur lengi
legið í lamasessi af ketilbilun. —
Nú hefur hann fengið viðgerð og
fór hann reynzluferð út á flóa í
gær, er sagt er að heppnast hafi
vel. H.f. Hamar hafði annast við-
gerðina.
Kveikingatími
á ljóskerum bifreiða og reiðhjóla
í Rvík er kl. 7.
Sambandsmálið í Dagsbrún.
Á fundi félagsins Dagsbrúnar
var sambandsmálið til umræðu í
gærkvöldi. Að lokum var borin
upp svohljóðandi ályklun frá Ágúst
Jósefssyni og Ottó N. Þorlákssyni:
Fundurinn lýsir því yfír, að hann
aðbyllist lög þau um samband ís-
lands og Danmerkur, sem siðasta
alþingi samþykti, og skorar á reyk-
vízka verkamenn að fjölmenna við
atkvæðagreiðsluna 19. p. m. og
greiða lögunum jákvæði sitt.
Tillagan var samþykt með öllum
greiddum atkv«ðum.
Öskuf all.
Síðnstu iregnir nm eldgosið.
Samband náðist við Vlk fyrir
hádegið. Var þá sagt, að þar væri
rigning mikil en lítið öskufall.
í Rangárvallasýslu er aftur mikið
öskufall eftir síðari frétt, blautt og
leðjukent, er svo dimt þar að varla
er hægt að lesa á bók og syrtir
að óðum. Er lygnt þar. — í gær-
kvöldi hafði verið mjög stórteng-
legt um að litast. Gosmökkurinn
var eins og tré, er teygði greinarn-
ar yfir himininn og logaði alt í
eldingum.
Prentsmidjan Gutenberg.

					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4