Fréttir

Tölublað

Fréttir - 21.10.1918, Blaðsíða 1

Fréttir - 21.10.1918, Blaðsíða 1
FRÉTTIR DAGBIAÐ 173. blað.* Reykjavíb, mánndaginn 21. október 1918. 2 . árgangnr. Hi Él í Politicos-vindla r I og Embassv-ciearettur 1 ir Loistii íwm yitkvxðagreiðslan í sambandsraálinn. Samdægurs og atkvæðagreiðslan fór fram í fyrradag voru talin at- kvæðin á ísafirði, Seyðisfirði og Vestmannaeyjum, og varð ljós mik- ill sigur sáttmálans, sem og vænta mátti. Á ísafirði sögðu já 248 nei 95. Má það heita mikil sigur í kjör- dæmi annars aðalmótstöðumanns sáttmálans meðal þingmanna, Magnúsar Torfasonar. Ógild höfðu fallið 16 já og 8 nei en 4 seðlar verið auðir. Á Seyðisfirði sögðu já 204 nei 2. I Vestmannaeyjum sögðu já 457 nei 4. Má segja að þetta sé góð byrjun er gefi og góða bendingu um það hvernig atkvæðagreiðslan muni fara yfirleitt. Verður heldur ekki annað sagt en að menn hafi sótt kjörið all- sæmilega á þessum stðöum, er þess er gætt, hversu illa var alment spáð um hluttökuna. • fyrrnm og jramvegis. Sáttmálarnir ná saman sem kvöldroði og morgunroði í júní- mánuði. Gamli sáttmáli var kvöld gullaldar Islands, en kvöldroðinn var blóðstorka Sturlunga-aldarinn- ar. Hinn nýi sáttmáli er morgun upprennandi gullaldar, enda má nú í hvívetna sjá árroða hennar. Hinn gamli trygði frelsi feðra vorra með því ákvæði, að honum mætti segja upp, ef hann yrði rof- inn. Sú trygging reyndist of veik, því að bæði var helzti óljóst til- Bensín. Bensín-notendur eru hér með aðvaraðir, að tilkynna oss þeg-ar í stað bensinþörf sína ytir veturinn. Jafnframt pöntuninni verður að skýra frá númeri bifreiða og- mótor- hjóla. Landsverzlunin. Loftskeyti. !• Hrezkar frétt ir* 19. október. Pjóðverjar hafa að eins lítinn hluta Belgíustrandar enn á sínu sraldi. Her bandamanna sótti fram austur eftir ströndinni þ. 18. og tók Blankenberghe og komst í nánd við Zeebrúgge. (Milli Blank. og Seebr. eru að eins 5 km.). í sókn sinni til Brúgge tóku Belgar 300 fanga, 2 fallbyssur og mikið af öðrum hergögnum. Á Bohain-le-Cateau vígstöðvunum tóku Bretar 1200 fanga og nokkrar fallbyssur. Milli Sensee-skurðarins og Lys sóttu bandamenn fram nm 5 mílur. Með sókn sinni hjá Guise og á hægri bakka Serre neyddu Frakkar i’jóðverja til að hörfa úr fleignum hjá la Fere og tóku Aquilcourt og Mennevret og sóttu fram um 3 mílur á þessum stöðvum. Sunnar tóku Frakkar 10 þorp af Djóð- verjum og 1500 fanga. Beggja vegna við Vouziers fóru Frakkar yfir Aisne og tóku mörg hundruð fanga. (Frh. á 3. síðu.) tekið um, hvernig úrskurður feng- ist um það, hvort hann væri rof- inn eða ekki. En oft var hann rof- inn að beztu manna yfirsýn, en aldrei sögðu ísiendingar upp sátt- málanum. Sá meinbugur var á að enginn dómstóll var ákveðinn til þess, að skera úr ágreiningi. 1 hinum nýja er séð fyrir þessu. Dómstóll er þar ákveðinn, hlut- laus oddamaður, svo að þegar sá dómstóll dæmir að rofinn sé sátt- málinn, þá verður eigi um það deilt. Og hvenær sem sá dómur fellur, að Danir hafi rofið sáttmál- ann í einhverju, þá getum vér sagt honum upp að alþjóðalögum rétt- um. Tryggingin er þvi nú betri, þótt eigi væri hún önnur en þessi. En auk þess er alt uppsegjanlegt með atkvæðagreiðslu eftir tiltekinn tíma. Hér eru því miklu betri tryggingar gegn yfirgangi. Á hinn bóginn er ekki samið um kon- ungsfélagið sjálft, og er það því ekki uppsegjanlegt eftir þessnm samningi. Það er orðið til af hend- ing 1814, og endar af hendingu, þegar svo ber undir. ísland var í mikilli hnignun, þegar það gerði hinn fyrri sátt- mála, og þess vegna var hans ekki neytt sem skyldi, og vér sukkum dýpra og dýpra. En er aftur tók að birta, þá tókum vér og að neyta sáttmálans, og nú hefur hann endurnýjað sig sjálfur. Framvegis verðum vér að vaka yfir framkvæmd þessa sáttmála og sjálfstæði voru, sem nú fæst full og almenn viðurkenning fyrir. þjóðarmetnaður verður að vaxa og með honum trygðin við siðu og tungu feðra vorra. Þar býst eg við að fá góða sam- verkamenn til þessa sem eru nú- verandi mótstöðumenn samnings- ins. Munu þeir því eigi taka mér það illa upp, þótt eg neiti mér nú fyrst um sinn um þá ánægju að svara þeim, þótt þeir haldi enn þá áfram að velja mér viturleg og vinsamleg orð. Eg enda þessar lfnur með þakk- læti til þeirra fyrir allan þann heið- (Framhald á 3. síðu.)

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.