Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Fréttir

						FRÉTTIR
DAGBLAÐ
196. blað.
Reykjavík,  föstudaginn 6.  desember 1918.
2. árgangur.
Vopnahlé
og
hungursneyð.
Tvent er það í vopnahlésskilmál-
unum, sem mun koma svo hart
niður á atvinnuvegum og fram-
færslu Þjóðverja, að bylting verður
fram að fara, ef á að fylgja þeim
fram að fullu. Sjöunda atriði krefst
þess, að látnar verði af hendi 5000
eimreiðar, 150.000 járnbrautarvagn-
ar og 10,000 bifreiðar. Og í 16. at-
riði er því fram haldið, að hafn-
bannið á Þýzkalandi skuli haldast,
og leyfilegt sé að taka þýzk skip
hertaki.
Fjögur ár samfleytt hefur hafn-
bannið búið þýsku þjóðinni harm
og hörmungar, börn og fullorðnir
eru mögur af hungri og neyðin
hefur barið að dyrum hvarvetna í
ríkinu. Það er engum vafa bundið,
að framfærslu-hörmungarnar hafa
valdið miklu um það, að hvarvetna
sáu menn að nauður rak til að
hildarleikuriun hætti. Menn hugðu
að leyft yrði að sækja vörur til
fjarlægra landa, þegar í stað, er
vopnahlé væri á komið. Eftir upp-
gjöf Parísarborgar í janúar 1871
lögðu sigurvegararnir alt kapp á
að komið yrði sem fyrst af stað
járnbrautarferðum til borgarinnar,
svo að sem fyrst yrði matvælum
komið til hinna aðþrengdu borgar-
búa. Og í rauninni hefur Þýzka-
land mestan hluta ófriðarins orðið
að sæla kjörum umsetinnar borgar.
En bandamenn fara eigi að
breytni Þjóðverja 1871. Peir gera
hið andstæða, herða á okinu með
ákvæðum þeim, sem sett eru í
vopnahlésskilmálunum. Peir láta sér
ekki nægja að halda hafnbanninu
og með því hefta sambönd við
önnur lönd, heldur heimta þeir
framseld helztu og mestu sam-
göngu- og flutnings-tækin. Og auk
þessa er þess krafist, að Þjóðverjar
ali önn fyrir hersveitum banda-
manna, þeim er ,sitja í þýzkum
löndum og köstulum.
Hvern veg hægt er að koma í
veg fyrir almenna hungursneyð í
Þýzkalandi, þegar þann veg er á
statt, það virðist ekki liggja í aug-
utn uppi. Það er þess vegna all-
eðlilegt, að Solf utanrikisráðherra
hefur snúið sér tíl Wilsons forseta
og gert þá kröfu, að hann fái bætt
*»r hinum skaðvænlegu skilyrðum,
sem   Þjóðverjum   hafa   sett verið.
Angfurvaka.
Kveðin til Baldurs Sveinssonar, er hann misti
Ragnheiði litlu dóttur sína.
Ylhýrt var hið unga mál,
öll á vörum barnsins sál.
Nú er blíðmál barnsins unga
bundin dauðans fjotri tunga:
Vonlaus ber þú bölið þunga.
Augans ljós var ljúft og bjart,
lýsti þinna vona skart.
Engu hlífa feigðar-frostin,
fögru augun lykjast brostin:
Þyngsta harmi þú ert lostinn.
Sínum Ijúfu lófum smá
lagði' hún fjötra sorgir á.
Rélt í byrjun út rann aldur,
engu vægir dauðinn kaldur:
Missir þinn er mikill, Raldur.
Þínar má eg sorgir sjá,
sefa þær eg ekki má.
Dauðans svell má eg ei ylja
eða vald hans sundur mylja.
Skortir þó ei skap né vilja.
Reyn þú, hvort ei sorgin sár
sefast við þín eigin tár.
Minning barnsins látna láttu
líða um hug sem oftast mátlu.
Syrg ei það sem ennþá áttu.
Bjarni Jónsson
frá Vogi
Loftskeyti.
Brezk blaðaskeyti 4. des.
Senclideilclin.
Búist er við að sendideild brezka flotans, undir
stjórn Brownings flotaforingja, komi til Wilhelmshaven
4. desember.
Föngum ~Ui Ia«V
Meira en 50 þúsundir brezkra herfanga og kyrsettra
borgara hafa komið til Englands síðan vopnahlé var gert.
#
Bonar Law.
Bonar Law segir að brezka stjórnin hafi valið nefnd
manna til þess  að  rannsaka á vísindalegan hátt,  hve
Með einföldum alvöruþrungnum
og vel viðeigandi orðum lýsir
hann hinu hræðilega ástandi, og
skýtur máli þessu til rettlætistil-
finningar Wilsons.
Menn vona fastlega, að nauð-
leitun Solfs hafi mikil áhrif, eigi
að eins í Washington, heldur og í
London og París. Með vopnahlés-
skilmálunum er Þýzkaland gert
svo hernaðarlaga þróttlaust, og
drotnunarvald Bandamanna gert
svo styrkt, að þeir eru þess megn-
ugir, að koma göfugmannlega fram
gagnvart óvini sinum, sem er í
nauðum staddur.
(Pólitiken).
\
Bldur.
í fyrfadag kom eldur upp í húsi
Guðm. Björnsonar landlæknis. Er
það nú orðin engi nýung.
Attum vér tal við slökkviliðs-
stjórann Pétur Ingimundarson.
Slökkviliðið var kallað til hjálpar
hálfri stundu fyrir miðaftan. Brá
það við hið skjótasta. Var eldur
uppi á efsta lofti í húsi landlæknis.
Ilt var þar að að komast, því að
eigi var annarsstaðar inngöngu
auðið en um glugga einn á norð-
urstafni hússins. En fult var þar
af reyk, svo að mönnum veittist
erfitt að sjá hvar eldurinn var uppi.
Að lokum varð slökkviliðið að
rjúfa gat á þakið. Tókst þá brátt
að slökkva.
Eldurinn hafði komið upp í
herbergi einu í norðurenda húss-
ins. Voru geymdar í herbergi þessu
bækur og föt. Kvað slökkviliðs-
stjóri auðséð, að herbergishurðin
hefði verið aftur þegar eldnriun
kviknaði. Eigi gat eldurinn stafað
frá reykháfnum, því að hann er
fjærri því herbergi, sem í kviknaði.
Landlæknir var úti í bæ og sömu-
leiðis kona hans, er eldurinn kom
upp og fátt manna heima.
Sé svo farið eldinum, að hann
sé af völdum einhvers illgjarns eða
eldsjúks bæjarbúa, þá ber hina
mestu nauðsyn til þess, að haft sé
uppuá þeim pilti; því að ilt er
fyrir landlækni og fólk hans að
eiga ávalt brennuæði hans yfir
höfði sér. Stigar liggja beina leið
upp á efsta loft, svo að vel er
mögulegt, að maður hafi getað inn
komið,  er  fátt fólk var heima og
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4