Frækorn - 28.05.1909, Blaðsíða 4

Frækorn - 28.05.1909, Blaðsíða 4
88 fRÆKORN Múhamed V. Soldána’oor&in við Cosporus. Soldánaskiftin á Tyrklandi.: Jfbdul hamid II. Hann er nú loks úr sögunni og hefði- mátt vera fyr. Hann hefir svikið frjálslynda" flokkinn á Tyrklandi oftar en einu sinni og á honum þó upphefð sína að þakka. Stjórn hans hefir verið ill frá upphafi. Hann hefir verið afturhalds-grimdarseggur, og svívirðingar lians munu kngi í minnum hafðar. Gladstone nefndi hann morðingjann mikla, og þykir það vera sann-nefni. Abdul Hamid er fæddur 21. sept. 1842 og var annar elsti sonur Abdul Medschids soldáns. 31. ágúst 1876 tók hanu við ríkjum, þá er bróðir hans Murad V. var hrundið af stóli. Midhat Pasja hét maður. Hann var stofnandi Ungtyrkjastefnunnar eða fyrirrennari hennar. Hann átti mikinn þátt í því, að Abd. Hamid var gerður að soldáni, því að hann (Abd. Ham.) hafði heitið því fastlega, áður en hann tókvið ríkinu, að koma á þingbundinni stjórn. Á því sama ári var og stjórnarskráin tekin í lög og Midhat Pasja var þá líka gerður að stórvesír. En jafnskjótt sem soldán ver orðinn fastur í sessi, setti hann Midhat Pasja af embætti, sendi þingið heim og nam stjórnarskrána úr lögum. Síðan hegndi hann öllum miskunnarlaust, sem höfðu átt þátt í baráttunni fyrir stjórnarskránni Midhat Pasja lét hann ofsækja ogmisþyrmaog vega að lokum í dyflissu. Eftir ófarir Tyrkja við Rússa (1878 —79) varð Abdúl Hamid II,

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.