Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 04.12.1916, Blaðsíða 1

Höfuðstaðurinn - 04.12.1916, Blaðsíða 1
HO FUÐ STAÐURINN 67. tbl. Mánudaginn 4. desember. 1916 Símskeyti írá útlöndum. Frá fréttarítara Höfuðstaðarins. Kaupm.höfn 2. des. . Bandamenn Kafa sent flota til Aþenu til þess að taka þau hergögn, sem þeir höfðu krafisi Grísk- ar hersveitir veittu þeim métstöðu. Loks kom þeim Fournet aðmirál óg Konstantin konungi saman um það, að Grikkir skyldu selja vopnin. — Orustunni er þó enn ekkl hætt. Þjóðverjar hafa unnið sigur við Argesul og tek- ið 6000 fanga. Athugasemd. t»að hefir einum gömlum góð- kunningja mínum (sem ekki lætur nafns síns getið) þóknast að gera sönginn í Fríkirkjunni að umræðu efni hér í blaöinu næstliðinn mánu- dag, og það með þeim ummælum, að söngkröftunum sé svo ábótavant, að ekki sé vansalaust söfnuöinum. Ekki leitast hann við að rökstyðja þessi ummæli sín á nokkurn hátt. Verður því ekki glögglega af þeim séð, hvort það er frammistaða söng- flokksius aðailega eða eingöngu, eða hvort það er starf organistans eða hvorttveggja, sem hann telur svo mjög ábótavant, að ástæða sé til að gera að blaðamáli. Hvort sem nú er, myndi mér standa næst að halda uppi svörum, og þótt eg áliti það í rauninni óþarfa að svara svo algerlega órökstuddum, ástæðu- lausurn og fríkirkjumanni ósamboðn- um sleggjudómi sem þessum, og mundi alls ekki hafa gert það, ef ótvíræðlega heföi verið veitst aö mér einum og minu starfi, þá þyk- ir mér þó hlýða að láta honum ekki með öllu ósvarað vegna söng- fiokksins, sem með mér starfar, því að eins má ætla að hnútan sé ætl- uö honum, og er mér ljúft að bera blak af honum þegar svo ósann- gjarnlega er á hann ráðið. Mér dettur ekki í hug að haida því fiam, að þessi söngflokkur sé svo fullkominn, að honum sé í engu ábótavant og að honum geti ekki mistekist. En þótt honum mistakist einu sinni, er harla ósann- gjarnt að dæma hann eftir því. Slíkt getur komið fyrir og kemur fyrir alla söngflokka, hversu góðir og fullkomnir og vel æfðir sem sem þeir eru. Og þaö vildi nú svo til síöastliðinn sunnudag, að söngfloknum mistókst á fyrsta versi sálmsins f messupphafi, enda var þá ekki allur flokkurinn kominn, og sumir þeirra, er komnir voru, tæplega tilbúnir að byrja, nýbúnir að ryðja sér braut gegnum þrengsl- in, sem greinarhöf. getur einmitt um að hafi verið svo mikil, að margir hafi orðið frá að hverfa og söngflokkurinu hafi varla getað komist inn. Voru slík mistök, eins og á stóð, svo eðlileg og afsakan- leg, að ekki var orð á gerandi, í hvað þá að þau gætu gefiö tilefni j til þungorðs blaðadóms. Söngflokk- ur Fríkirkjunnar á miklu fremur skildar þakkir alls safnaðarins held- ur en hnjóð og vanþökk, því að hann hljóp undir baggann þegar til vandræöa horfði með sönginn í kirkjunni, og er ómögulegt með nokkurri sanngirni aö segja annað, en að hann hafi rækt starfið með alúð og samvizkusemi. Mér hefði því ekki þótt það óeðlilegt svar við slíku »þakklæti« sem þessu, að söngflokkurinn heföi hætt að halda uppi söng í kirkjunni, og býst eg þá við að greinarhöf. hefði orðið fullerfitt að ná saman jafn góðum söngkröftum, hvaö þá betri. Annars er það sannast aö segja um þennan söngflokk, að honum er nú komið í það horf, að full- komlega er við unandi fyrir söfn- uðinn, og stendur hann að engu verulegu að baki öðrum kirkjusöng- flokkum, sem eg þekki, en jafnvel að sumu leyti skör framar. Vænti eg að eg hafi, með fullri virðingu fyrir dómgreind hins velmetna greinarhöfundar, fult eins mikil skil- yrði eins og hann til að dæma um hvað sé sómasamlegur safnaðar- söngur. Pétur Lárusson, organisti við Fríkirkjuna. Vegna rúmleysis í blaðinu getur ekki athugasemd athugasemdarinnar komið í þessu blaði. Latv^Je^ametvn. Um fyrri helgi komu þeir land- veg austan af Langanesströndum, Jóhann Ólafsson brúarsmiður Og félagi hans, Jóhann Ouðnason. Höfðu þeir verið að byggja brú á Miðfjarðará, en um 22. sept. varð vart jarðskjálfta þar eystra, hrundi þá boginn af brúnni, sem ekki var fullger, þoldi hann ekki hristing- inn. Féll hann þá i annað sinn, var veitt fé til endurbyggingar brú- ar þessarar, á síðasta þingi. Jóhann tók nú aftur til starfa og tókst þeim að lúka smfðinni enn af nýju. Telur hann brúna nú ör- ugga, því steypan hafi náð að harðna og festast. Þeir félagar lögðu svo af staö snemma í nóvember norður og höfðu 3 hesta. Varð það þeim fremur til tafar, því snjór mikill var kominn. Voru þeir 19 daga á Ieið- inni. Þeir fóru sem leið liggur norð- ur yfir Þistilfjörð og fengu verstu færð á Axarfjarðarheiði og grimd- arfrost. Héldu þeir svo tii Húsa- víkur og þaðan póstleiðina í Borg- arnes. Hafði ferðin orðið þeim mun ódýrari, en þó þeir hefðu farið með skipum. Vöruverð í kaupstððum út um land sögðu þeir mun lægraáýmss um tegundum, en hér í Rvík. Mjól- keyptu þeir í sumar á 20 aura líterinn, flutta á staðinn. — Kjötverð á Bakkafirði var f hauk 52 aura pundiö. Vel láta þeir félagar yfir viötök- um á leiðinni og er gott að vita að íslenzk risna er ekki enn aldauða. Sl HÖFUBSTftflURINN Cj Háskóiinn í dag: Holger Wiehe sendikennari: Oamanleikar Dana kl. 6—7. Æfingar í dönsku kl. 5—6. Gullfoss mun nú farinn frá Leith, var ferðbúinn þaðan í fyrradag. Jóla- og nýárskortin, sero Friðfinnur Ouðjónsson hefir gefið út, eru ölium kærKomin send- ing. Á þeim eru fjöldamörg ís- lenzk erindi og heillaóskir. Ceres ervæntanleg að vestanfkveld eða á morgun. Hált var í gærkveldi upp stfginn frá Fríkirkjunni, svo að menn urðu að neyta bæði handa og fóta og hrökk þó ekki til. Troðfult var á skemtununum í gærkveldi t. d. í »Qúttó«. Neyttu menn þar fótanna sem mest og stigu dans- inn á nótt fram- Bæjarstjórnarfiskurinn saltaði, er enn á boðstólum, ættu sem flestir að nota sér það því þar er góða vöru að fá. Sá veit gerst sem reynir. Goðafoss. Þaðan er Iítið frekara að frétta. f gær sat alt við sama. Oeir þá ókomin vestur, þegar sfmað var hingað. Flóra hefir tekið farþegj- ana úr Ooðafossi og fer með þá norður. Rétt þegar blaðið er að fara f pressuna, er oss sítnað af ísafirði að vélbátar gangi stöðugt þaðan til að tæma vörurnar úr Ooðafossi og eru komnir þangað 8 bátar, hlaðnir líttskemdum vörum. Kl. 11. f morgun tókst að fá gufu í «dunk- inn» og búist er viðaðvéiin veröi komin í lag kl. 1. Búist er við að skipið náist út f kveld.

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.