Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Höfuğstağurinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Höfuğstağurinn

						

HOFUÐSTAÐURINN

103. tbl.

Fím* udaginn 11. Janúar.

1917

Bresku samingarnir og þingið.

Efiír beztu heímildum höfum vér það, að þingið

ætlar að halda uppteknum hætti Einars Arnórsson-

arf samnlngabraskinu við Bretaað

halda öliu íeyndu.

Frá því í sumar og einkum þó

eftir að þing kom saman, hafa menn

beöiö þess meö óþreyju að fá að

þekkja leyndardóma bresku samn-

inganna. Menn höfðu sem sé bú-

ist við því, að þingið mundi eigi

ætla sér að feta í fótspor ráðherra

í því að láta undir höfuö leggjast

að skýra þjóðinni frá því máli, svo

merkilegt sem það sýnilega er.

Þegar á fyrstu fundum þingsins

var kosin nefnd tll þess að athuga

öll gðgn í því máli. Nefnd þessi

hefir því starfaö allan þingtírrrann.

Síst skal því dróttað að henni að

hún hafi unnið illa að lestri og

ihugun samninganna, en ekki hefir

þó neitt frá henni heyrst fyr en í

gaer, aö þa5 varö hijóðbært, að

ekkert ætti heldur nú, að veröa gert

opinbert um saminga þessa. Nefnd-

aráliti þvi, sem nefndin hafði sam-

ið, var útbýtt meðal þingmanna, en

þvf fylgdi sú kvöð, að öllu því,

sem þar stæöi ætti að halda leyndu

fyrir almenningi.

Launung — Launmál

er nú það, sem þjóðin svo iðulega

þarf að átelja hjá þeim, sem settir

eru fremstir um það aö fara með

mál hennar.

En þrást fyrir það, að þjóöin ár

effir ár vítir alla pukurs meðferð á

málum hennar, þá endurtaka laun-

málin sig þó, og verða síst færri

«é smærri.

Meðan einstakir menn gerðu sig

seka um þau »launráð« að ganga

irin á leynd um málefni þjóðar-

innar í samningum eða stímabraki

vlð aðrar þjóðir sbr. þremenninga-

förin, var auðvitaö hægt um við-

gerðir, enda hefir þjóðin fljótlega

séð við slíkum mönnum og létt af

þeim fulltrúastörfunum, en aftur á

móti hefir hún ótvírætt þakkað

þeim mönnum sem pukursmenn-

irnir nefndu ""heitrofa og öðrum

viðlíka nðfnum er þeir ekki vildu

gerast þeim samsekir í þvi að dylje

þjóðina hinu sanna  og  rétta um

mál hennar.

Það eru því undur mikil ef al-

þingi ætlar að feta í fótspor laun-

ráðamannana og taka upp þann

siðinn sem þeim reyndist óheilla-

drýgstur og Ieyna þjóðina mikils-

varðandi ráðstöfunum um hagi

hennar.

Vér fáum heldur naumast trúað

þessu. Það er svo ósennilegt að

þingið ani inn á þá óheillabraut,

sem hiýtur að eiga þann enda, að

þjóðin missi traustið og virðing-

inguna til þessara »beztu manna«.

Auðvitað eru það heldur ekkí

allir þingmenn, sem svo eru geröir

aö þeir, án þess að kenna sam-

vizkubits, vildu draga þjóðina niður

í þetta leyndanna ginnungagap. —

Og vonandi er það, að nú sem

fyr verði einhverjir til þess, að

draga slæðuna svo til hliðar, að

launungamennirnir verði berir eftir.

Það er vonandi í lengstu lög að

á þinginu séu margir þeir, sem

þori að standa einir, margir þeir,

rem ekki bresti einurð til þesb aö

segja sannleikann, hver sem í hlut

á. —

Þingmenn vita þó það, að þjóð-

in hatar alla launung í opinberum

málum, þeim málum, sem almenn-

ing varða.

íslenzka þjóðin vill Ieika sitt

hlutverk á leiksviði menningarþjóð-

anna, — en him vill hafa tjaldiö

uppi.

Þeir sem vilja hafa viðskifti við

hana, verða því að koma fram í

birtuna.

Frjáls, fölskvalaus viðskifti, eiga

að vera einkunnarörð vor í við-

ureign vorri við aörar þjóðir.

£\o$av\t\w.

Fleslar Ijóðabækur fást keyptar á

Bergstaðastræti 23.

Munið ettir

fyrlrlestrinum í Bárunni f kvöld — um drauma

og dulrsenar sagnir — kl. hálf nfu.

Dans-miisik.

Þeir sem  ætla  að  biðja mig að spila á dansleikjum í vetur, geri

svo vel að láta mig vita með 5 daga fyrirvara.

P, O, Bernburg.

Síðustu forvöð.

Næstu  dagaverður  afgangurinn  af

Landssjóðsbrenninu

seldur til að rýma  fyrir vörum, sem koma með e.s. Islandi.

Menn snúi sér til  J Ó N S OUÐMUNDSSONAR

afhendingarmanns.

Afgr, Landssjóðsvaranna.

Sitja bestu menn-

irnir hjá?

—o—

Hversu oft heyrir maður ekki

sagt þegar um er að ræða stjórn-

mál vor: »Það er ekki komandi

nálægt þessari pólitík fyrir almenni-

lega menn«.

Það er ekki heldur minsti vafi á

því, aö margir, ef til vill fjölda

margir af þjóðarinnar bestu mönn-

um draga sig í hlé. Afleiðing þessa

verður oft sú, að þeir verða fyrir

valinu, sem sfður skyldi, þegar þjóð-

in er að kjósa fullrúa sína.

En einmitt af þessum ástæðum

þarf þjóðin að hafa sérstakar gæt-

ur á aðgerðnm þingsins og stjórn-

ar þeirrar, sem sett er á Iaggirnir

í það og það sinnið.

Sú skylda hvílir á herðura höf-

uðstaðarbúa sérstaklega, að fylgjast

með aðgerðum þingsins meðan það

situr,

Því miður er svo að sjá, sem í

frelsisbaráttu þjóðar þessarar, versti

og skæðasti óvinur og þröskuldur

f vegi hennar til framsóknar, oft

og einatt hafi verið þingið,— bjálft

þingið, sem átti að verja og þótt-

ist verja þjóðina fyrir erlendri kúg-

un en varð sjálft versti kúgarinn.

Nú höfum vér eitt dæmið fyrir

augunum.

Einar Arnórsson var að dómi

allmargra mætra manna, að fara

með landið út á hálar brautir með

leyndarbdmsfullum ráðstöfunum og

samningum.

Ætla má, að eigi standi þeir

mehn allfjarrí valdasessinum nú,

sem þá slóu sig til riddara með

því, að fletta ofan af aðgerðum

hans, ekki hvað minst í samninga-

málinu við Breta. Þetta var auð-

vitað gott og sjálfsagt, en hvað

gerist nú? Þeir hinir sömu, sem

töldu Einar Arnórason óalandí og

óferjandi vegna pukurs sins, gerast

honum nú samsekir ýmist með þvf

að leyna almenning því, sem þeir

áöur töldu sjálfsagt að yrði opin-

berað, eða með því að þeir sitja

þegjandi hjá, horfa á að aðrir geri

það, sern þeir áðurvildu vítt.

					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4