Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Höfuğstağurinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Höfuğstağurinn

						HÖFUÐSTABUIIMN
mmwtmmtmmími*
mmm
HÖFTJDSTADUEIM S
hefir skrifstofu og afgreiðslu í
Þingholtsstræti 5.
Opin daglega fra 8—8.
Útgefandmn til viðtals 2-3 og 5-6.
Ritstjórnar og afgr.-sími 575.
Prentsmiðjusimi 27.
Pósthólf 285.
JB«A & auo^sa \ 'y.öJuB^iaBtvuw,
Nýja Land
verði sunnudagurinn gleðidagur.
Sumstaðar í Þýzkalandi er föstu-
dagurinn álitinn heilladagur. í þýzkri
fræðibók er sagt, að skeri maður
neglur sínar og hár á föstudagi,
þurfi maður ekki að óttast gigt eða
aðra kvilla.
vantar  vikadreng,  14—15  ára    I Svíþjóö aftur á móti, er fðstu-
gamlan.   Urosækjendur komi  k! * dagurinn álitinn óhappadagur, sama
12—1 á Hótel ísland, hetbergi nr.
27.
Hitt og þetta.
Merkisdagar.
Endur fyrir löngu hefirmönnum
þegar verið gjarnt að álíta suma
daga meiri heilladaga en aðra.
Stjörnufræðingar fornaldarinnar
og stjðrnuspámenn, reyndu aö lesa
forlög manna í stjörnunum og
þóttust geta sagt mönnura hverjir
dagar væru viðsjárverðir eða happa-
sælir.
Tycho Brahe, hinn frægi, danski
stjörnuspekingur, samdi skrá yfir
alla heilla- og óheilladaga. Áreið-
anlega heiiladaga taidi hann 26.
janúar, 9. og 10. febrúar og 15.
júlí. —
Óheilladaga taldi hann 1., 2. 4.
— 6., 13. og 20. janúar. — ífebr.
11. 15. og 18. — í marz: 1. 4.
14. og 19. — í apríl: 10. 12. og
24. — í maí: 8. og 18. — Ijúní
8. — í júlí: 17.og21.— lágúst:
20. og 21. — í október: 6. —
I nóvember: 6. og 18. — I des-
ember: 6. 12. og 18. —
Hann ræður mðnnum frá að
byrja á nokkru fyrirtæki, sem eigi
að hepnast, nokkuru þessaradaga.
Maður má ekki gifta sig, fara í
langferð né skifta um bústaði
neinn þessara daga.
Eins og áður er getið, hafa flest-
ar þjóðir haft ótrú á sumum dög-
um og talið þá óheilladaga, þótt
ekki beri þeim saman við skoðun
Tycho Brahe, hvað mánaðardaga
snertir.
Sama er að segja um vikudag-
ana, sumir þeirra eru meiri happa-
dagar en hinir.
Mánudagurinn hefir aldrei haft
goft orð á sér, er það svo umalla
Evrópu.
I Danmðrku eru þriðjudagar og
föstudagar álitnir fremur happasælir.
I Eddu stendur að maður skuli
Ikera neglur sínar á fðstudegi, þá
er og í Hollandi, og þaðan er
sögð þessi saga:
Einu sinni var maður nokkur,
Hollenzkur, sem vildi sýna að hann
ekki tryði slíkum bábyljum. Lét
hann byggja sér skip eitt mikið,
og hefja smíðið á föstudegi. Svo
var því htundið af stokkunum á
föstudegi og látið heita »Föstudag-
ur<. Skipið lagði úr lægi á föstu-
degi og siðan hefir ekkert til þess
spurst. —
Frakkar felja föstudaginn óhappa-
dag mesta, og vilja sem minst undir
honum eiga.
í Svisslandi er sagt, að þeim,
sem gifti sig á fösludegi, verði
ekki barua auðið í hjónabandinu.
Englendingar líta og gjarnan
hornauga til föstudagsins, byrja þeir
ógjarnan á verki þann dag, og
stundum neita enskir sjómenn að
leggja úr höfn á föstudegi.
í katóiskum Iðndum er föstu-
dagurinn illa liðinn, má vera að
föstunni sé þar um að kenna, og
innan Qrísk-katólsku kirkjunnar er
miðvikudagurinn hafður »útundan<
— þar er hann dagar fðstu og
meinlæta.
Alkunn þjóðsaga er það í Ev-
rópu, að systur þrjár hafi lagt það
} vana sinn að spinna frameftír
öllu á laugardagskvöldum. Svo
dó ein systirin, og þrem kvöldum
eftir jarðarför hennar, kom rauð-
glóandi hönd inn úr dyrum systr.
anna, og rödd, sem Iíktist rödd
hinnar látnu, sagði í dyrunum:
»Þetta fekk eg fyrir að spinna á
laugardagskvöldum*.
§maattat$s\tt&ar
kosta 2V» eyrir oröið.
Skiiist f prentsmiðjuna,  Ingólfs-
stræti 2,  sfmi 27, eða á afgr.
blaðsins f Þingholtsstræti 5,
'
^ósa Utta aávw
(Undir nafni annars).
Tjáir ei að deila um dauða,
dómsins ríkir stóra vald,
þótt sé dáin Rósin rauða,
reifuð myrkum skýjafald. —
Mararbárur biturt gnauða,
boða hel um Ránartjald.
Áfram heldur dimmur dauði,
daga, nætur, ár og stund. —
Ei eg hræöist hann, þótt nauði,
heldur kælist þjökuð lund. J
Þótt að hverfi roðinn rauði,
rotni og deyi fögur mund.
Sorgir oft og söknuð vekur,
sálum manna, dauði og gröf,
er hann frá oss ástblóm tekur,
okkar bezlu lífsins gjöf. —
Alla að sama enda hrekur
út í geimsins myrku höf.
Soilin tár mér titra á hvarmi,
trega líf þitt, dóttir kær.
Þig, sam vafði eg ástararmi,
unga, blíða, fagra mær.
Eitthvað þungt mér býr í barmi,
bak við alt er hulinn sær.
Sof þií Rós, í sölum dauða,
sæl þín minning íifi hér.
Dauðans öldur ávalt gnauða,
alt sem lifir, burtu fer. —
Sfðast lítum sali auða,
svarta myrkur, — boða og sker.
Jens Sœmundsson.
Hversvegna
birtir landsstjórnin nú ekki samn-
inginnvið Breta, eins og hann er?
Er eitthvað í honum enn, sem
fela þarf fyrir þjóðinn svo sem mán-
aðartíma? Menn eru orðnir dauð-
leiðir á allri þessari launung, og
langar til þess að geta sannfært sig
um, að nú séu þó ðll kurl komin til
grafar — lokssns.
Þannig Iftur Landið á Iaunung-
ina 8. ágúst.
En hvað segir það nd, það væri
gaman að heyra.
HÖFUBSTABUEDII
kemur út daglega, ýmist heilt
blað árdegis eða hálft blað árdeg-
is og hálft síðdegis eftir því sem
ástæður eru með fréttir og mikils-
jg verðandi nýjungar,
I
1
£\ttl veY&twnai&ttð
á góðum stað í bænum óskast tii
leigu í vor. Tilboð mrk. »Sterling<
leggist inn á afgr. Höfuðuöstaðarins
Kauplð
^oJvíð^aðVtvtt.
XoparMsgögn
Þýzkar konur hafa fyrir lðngu
síðan látið af hendi skartgripi sina
og jafnvel giftingarhringana, til að
auka gullforða Ríkisbankans. Kopar-
katlar og könnur hafa lent ídeiglu
skotfæraverksmiðjanna og nú er
krafist að fá hinar almennu, þýzku
steikarapönnur, sem eru úr kopar
og Iengi hafa verið uppáhald þjóð-
arinnar, og ekkert þýzkt heimili
taldi sig mega án þeirra vera.
Vopnaverksmiðjurnar kaupa þærog
andvirði þeirra er varið til styrktar
vandamönnum þeirra þýzkra her-
manna, er lífið láta á vígvöllunum,
Hver húsmóðir, sem lætur af
hendi slíkt erfðafé, fær í «tað kop-
arpönnunnar aðra úr járni og er
letrað á barmana:
»Der deutschen Hausfrau Opfer-
sinn, gab kupfer fiir das Eisen hin.«
HÖFUÐSTAÐQRfflN
Umsóknlr
um styrk ur »Stytktarsjóði hins
fslenzka kvenfélags* eiga að vera
komnar til frú Katrínar Magmísson
fyrir 18. þ. m.
Búðum,
allflestum verður frá 15. þ. m.
lokað kl. 7 á kvðldin nema á laug-
ardðgum, þá kl. 8, sbr. auglýsing
hér í blaðinu í dag.
Hermann Jónasson
flytur erindi um drauma og dul-
rænar sagnir, í kvöld klukkan hálf
níu í Bárunni. (Sjá augl. hér f blaö"
inu.)
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4