Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Höfuğstağurinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Höfuğstağurinn

						HÖFUÐSTADURINN
Bæjarfréttir.  Frb. frá l.sfðu.
Pæjarfuiltrúa
þarf að kjósa  bráðlega hér,
einn eða tvo.  Jón yfirráðherra
hefir  fengið  lausn  frá  starfa
þessum og iíklega fær sr. Magn  '
ús Helgason  einnig  lausn, þar I
sem  hann  telur sig ekki  geta !
gengt starfinu sökum veikinda.
Sturla Jónsson
hefir gert bænum tilboð um
leigu á Elliðaánum og er það4300
kr. Bærinn hefir ekki enn tekið
ákvörðun um hvort gengið væri
að því.
Samverjadans'eikurinn
verður í kveld í Bárubúð.
Eimskipafél. Islands
fær leigða lóð á uppfyllingunni
f höfninni til QO ára. Hafði það
farið fram á kaup, en fékk ekki.
Oreiddu þeir atkv. gegn kaupun-
um: Ágúst, Hannes, Jörundur,
Kristján, Þorvarður og borgarstj.
en með Benedikt, Ouðrún, Jón
og Sigurður.
Útsvörln
hér í bœ eiga enn að hækka
— um kr. 75000,00.
Ástraun.
»Qóður, betri, besturi má segja
um sögurnar sem koma hér eftir
Charles Oarvice, hver annari betri.
Lesendur
Höfuðstaðarins munu taka eftir
því að hér birtast ætfð nýar skýrsl-
ur um erlendu myntina. »BJað
nokkurt* sem keppir um þetta
flytur gamlar skýrslur.
Mutiið eftir
wppfc ift vcwx
i dag
ki. 10 íija HöeifneniiaMliiísi.
Loftvog hertogans.
Eins og sést á gangverðsskýrsl-
unni hefir markið hœkkað lítils-
háttar en sterlingspund og dollar
lækkað.              Finco.
Gaslaust
verður í kveld, rétt einu sinni.
Leikhúsið
verður lokaí í kveld sökum
gasleysis, þótt uppgengnir væru
aðgöngumiðarnir.
Læknaprófi
hafa lokið systkinin Jón Ólafs
son  og  Kristín  Ólafsdóttir  frá
Hjarðarholti.  Bæði með annari
einkun hinni betri.
Leiðrétting.
Misprentast hetir því nær annaö
hvert orð í fyrra erindi undír fyr-
irsögninni:
»Lausavísnr op. kveðlingar*, íblað-
inu í gær.
Átti að vera svona:
Vöðlaðu aldrei v'zkn þeirr' í vísur
þínar,
að þér, skýru skáldi sjálfu,
skiljist þær ei nema að hálfu.
Þá þarf að taka það fram um
fyrirsögn síðari kveðlingsins, að
afturhiuta hennar (til Mogga?) hafa
kvalarar Morgunblaðsins bætt við.
Orri.
Yfirlýsing
Bróðursonur minn, Samúel Egg-
erlsson, hefir af óvitaskap borið á
mig óhróður í dagblaðinu Höfuð-
staðnum.
Eg hygg mig vera bæði hrein-
skilnari og sannorðari en þau heiðr-
uöu hjón reynast nú. — Samúel
fullyröir, að engin veikluð ung
stúlka sé á st'nu heimili, sem lækn-
ir þurfi að skoða. í yfirlýsing
minni hélt eg mig fara með sann-
leika, að Margrét dóttir Samúels og
Mörtu væri stúlka en ekki piltur
eg veit, að ekki þarf lærðan læknir
að skera úr því; það vita svo margir.
Hitt er full þörf, aö læknir Þóröur
á Kleppi sé sóttur, þegar blessuð
stúíkan Margrét, dóttir þessara góö-
kunnu hjóna, fær þessa brjálsemi,
er eg og fleiri voru sjónarvottar að.
Með vinsemd.
Rítað á heimili minu, Laugaveg 36.
Einar Jochumsson.
Samkvæmt prentfrelsislögunum
heimta eg, að þessi grein sé birt í
Höfuðsíaðnum,
E. J.
I
OöPSKAPUR
J
Odýrar brúkaðar bœkur, innlend-
ar og erlendar, af ýnnsu tagi,
fást jafnan í Bókabúðinní á Lauga-
veg 4,
102
bata þínum, vil eg gefa þér heilræði.  Þú skalt
sntía þér til líflæknis vors.
~ Jakob  greifi leit spyrjandi á íööurbróð-
ur sinn.
— Jæja, svo þú veizt ekki hver hann er,
sem á þann heiðurstitii ? Jú, það er hún frænka
þín. Hún kann ráö við öllum sköpuðum
hlutum, bæði á sál og líkama. Hún heiir marg-
oft sparað Nilson og hestunum mínum það ómak,
að þeytast tii Södeiköbing, hún hefir sjáifver-
ið  læknirinn og komið að góðu liöi.
—  Cóða Geotgina mt'n, hér hefir þú sjúk-
ling, sagði greifinn h'æjandi við konu sína,
sem kom inn í sama bili. Mig furðar á þvf,
að þú, sem ert svo frarmýn, skulir ekki hafa
tekið eftir því að hann er læknisþurfi, hefir þú
ekki tekið eftir því, hve fölur og magur hann
er orðinn. Taktu hann að þér og þaö fyrsta
sem þú þarft að gera, er að fyrirbjóöa hon-
um að vera einmani úti í skógi hálfar næt-
urnar, eins og Ekström hefir sagt mér að
hann hafi gert, meðan eg var að heiman.
Greifafiiíin leit til Jakobs, hálf feimnislega
og þegar hún sá roðann, sem alt í einu þaut
út um kinnar hans, leitaði blóöið ósjáifrátt
fram í andlit hennar.
—  Eg  skal  gera  það  sem  í mfnu valdi
103
stendur, svaraði hún og hafði full vald yfir
málrómi sínum, og fyrsta skilyrðið er að sjúk-
lingurinn láti fyrirberast í sæng sinni um næt-
ur, en hafist ekki við í skógum úti, bætti hún
við og hló.
—  Eg gefst upp og geng á hönd náðugri
frænku minni. og tek aðhjúkrun hennar og
ráðleggingum með þökkum og lofa að hlýðn-
öllum fyrirskipunum hennar, svaraði Jakob
•greifi og hneigði sig djúpt.
—  Oóði Jakob greifi, komdu nú og hjálp-
aöu mér, kallaði Sigríður litla, sem nú korn
hlaupandi til þeirra, og mændi bænaraugum á
Jakob greifa.
Til hvers á eg að hjálpa þér, svaraði hann,
en skugga brá fyrir í svip greifans, frænda
hans.
— Já, það er til þess, aö ná knettinum
hans Axels, eg fleygði honum svo hátt upp í
tréö, að eg get ótrögulega náð honum aftur.
Axel segir að eg geti ekki fleygt neitt langt
og eg gat ekki að því gerr, og nú vil eg
endilega ná honum, svo Axel geti fengið
hann.
Jakob gteifi fylgdist með henni á brott.
—  Sigriður, sem er eftirlætisgoð Jakobs,
getur ekki einusinni komið honum til að brosa
1C4
£r drengurinn veikur, eða er hann ástfang-
inn ? Og í hverri þá ? Reyndu aö grafast
fyrir um það. Þú hefir takmarkalaust vald
yfir honum, meira en nokkur maður annar.
Eg er viss um að hann mundi gera fyrir þig
hvað sem vera skyldi. Þú ert nú It'ka svo
góð og ásírík við hann, miklu ástríkari en
hans eigin móöir.
Það var nú afráðið, að Jakob greifi skyldi
fara af landi burt sér til heilsubótar. Ferða-
félagi hans skyldi vera K-m meiri háttar mað-
ur, af góðum ættum.
— Eg er viss um að hann hefir gott af
því að ferðast erlendis ura tíma, sagði greifinn
við konu sína. Maður heyrir og sér margt á
slíkum ferðum og h'fsþekking manns og reynsla
eykst drjúgum. Hann hefir og góðan ferða-
félaga sem óhætt er að treysta til þess að
fjörga snáða og koma honum í gott skap.
Mér hefir fundist að Jakob væri að verða
eitthvað svo slappur og sinnulítill, í seinni tíö,
en eg vona að feröalagið hristi þann drunga af
honum.
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4