Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 23.03.1917, Blaðsíða 1

Höfuðstaðurinn - 23.03.1917, Blaðsíða 1
HOFUÐSTAÐURINN 173. tbl. Föstudaginn 23. marz 1917 Gangverð erlendrar myntar. Kbh. 9. Bank. Pósthús 100 mörk 55,60 57.00 57.00 Sterl.pund 16.60 16.95 17.00 100 frankar 60.tíb 61.00 61.00 Dollar 3.51 3.65 3.75 sænsk kr. 107,50 106.50 norsk kr. 103,50 102.50 Fjárhættuspil barna á götunum. Undanfarandi ár hefir kveöið all- mjög að því, að drengir hafa skemt sér við það að »klinka« eins og þeir kalla það, um peninga. Upp- hæðirnar, sem í veltunni eru, eru að vísu sjaldan háar, vegna þess, að lítið er um fé hjá þessum drengj- um, en samt er þetta Ijótur vani, sem getur leitt til enn verri og hættulegri íýsna þegar fram í sækir, ef ekki er tekið í taumana nógu snemma, Þetta athæfi hefir líka verið vítt áöur og borið góðan árangur. Um langan tíma hefir þessa ekki orðið vart fyr en nú að virðist vera að sækja í gamla horfið. Mér er sem sé í minni er eg gekk um Aðal- stræti í gær og sá fyrir framan dyrnar á afgreiðslu Vísis fjölda drengja í hóp. Eg gekk nær til þess aíl skygnast eftir hvað um væri að vera. Þegar eg kom að sá eg ’ að drengir þessir voru einmitt að klinka um peninga. Sennilega hafa það verið blaðasöludrengir og eijilla farið að börn skuli venjast á að verja fyrstu aurunum, sem þau sjálf vinna sér inn, á þenna óholla hátt, því aö augljóst er að hér er vísir til annars verra. Lögreglan getur náttúrlega skoríst í leikinn þcgar hún verður þessa vör. En svo fáir sem Iögregluþjónarnir eru verður varla til mikils ætlast af þeim í þessu efni fremur en svo mörgu öðru. Foreldrar og húsráðendur eiga einnig oft erfitt aðstöðu með að halda svo í hemilinn á börn- unum sem skyldi, en því nærri skylda er það hverjum góðum manni, sem þessa og annara ósiða verður var hjá börnunum að sker- ast í leikinn. Með því gera menn börnunum sjálfum þægt verk og geta þannig spornað viö mörgum þeim ósómanum, sem annars er Ijðinn óátalið, P. Símskeyti írá útlöndum. Frá fréttaritara Höfuðstaðarins. W Kaupm.höfn 22. marz. Bráðabirgðastjórn Rússa hefir gefið politiskum sakamönnum og útlögum upp sakir, Finnum aftur gefin sjálfstjórn. Stephans-kvöld verður haldið í Bárubúð í kvöld 23. þ. m. kl. 9 síðdegis. Húsið opnaf kl. 8x/2. Skemtiskrá: 1. Sungin kvœði eftir STEPHAN O. STEPHASSON. (Karlakór — sðngmenn úr »17. júní«). 2. Prófessor ÁGÚST H. BJARNASON lýsfr skáldskap Stephans O. Stephanssonar og les sýnishorn af mörgum ágaetustu ljóð- um hans. 3. Einsöngur: JÓHANNA BJÖRNSDÓTTIR. 4. HERMANN JÓNASSON segir frá uuglingsárum Si. G. St. 5. RÍKARÐUR JÓNSSON: Rímnalög (vísur eftir St. O. St.). Aðgöngumiðar seldir f Bókaverslun fsafoldar fimtu- dag og föstudag og við innganginn, kosta kr. 1,25; 1,00; 0,75. Ágóðinn rennur í heimboðssjóð/skáldsins. Heimboðsnefndin. Flag Ideal Libbys Hoyal Scarlet allar þessar tegundir hafa reynst ágætar, fást hjá Jóni frá Vaðnesi. Aðalfundur Iþróttasambands Reykjavfkur (Iþróttavallarins) verður haldinn f dag (föstudag 23. marz) kl. 9. síðd. í Bárubúð, uppi. Mjög mikilvæg málefni tii umraeðu, svo sem lög og reglur fyr- ir íþróttavöllinn o. fl. AUir fulltrúar úr féíðgum sambandsins eru ámintir um að mæta. STJÓRNIN. Pappí rspokar fást hjá Jóni frá Vaðnesi. 2 stíilkur geta fengið atvinnu á Nýja Landi frá 14. maí næstk., sumarlangt eða áriangt. Gerið svo vel að finna Bjarna Þ. Magnússon, Hótel Island, heima kl. 3—4, herbergi 27. TJ.M.F.Iðunn f Good-Templarahúsinu laugard. 24. þ. m. kl. 9 síðdegis. Kaffidrykkja, söngur, upp- lestur, gamanleikur. Frjálsar skemtanir og dans. Aðgöngumiðar fást hjá Ársæli Árnasyni bóksala og í verzl. Liv- erpool og kosta 1 kr. / ' HÖFUÐSTAÐURIHN Bannlögin voru til umræðu á Stúdentafélags- fundi í fyrrakvöld. Vai þar margt manna og fjötugar umræður. All- einkennilegt var það, og kom mörg- um á óvart að þar skyldi bera fult svo mikið á bannmönnum sem andbanningum enda þótt félags- stjórnin veldi ákafan andbanning til frummælanda. Menn vissu að í Stúdentafélaginu hafa andbanningar átt sínar öflugustu stoðir, þótt lít- inn orðstýr hafi þeir getið sér á þessum fundi. Ný kort. Hr. Friðfinnur Guðjónsson prent- ari, hefir enn gefiö út nýjan flokk korta, fermingar- og sumarmálakort. Kortin eru mjög Iagleg og smekk- ieg, meö íslenzkum erindum, vinna sér óefað hylli manna og flestir munu heldur kjósa að kaupa ís- ienzk kort, freraur en útlend. Bisp kom til New York þ. 20. þ. m. Varð margur feginn þeirri frétt, því menn voru farnir að óttast um það, eftir svo langa útivist. Stephans-kvöld verður haldið í Bárubúð í kvöld kl. 9. Verður þar margt til skemtunar haft. Leiðrétting. í greininni Rúgur — rúgmjöl, hefir orðið slæm villa. í setning- unni stendur: »Sé svo, að útlent rúgmjöl sé orðið dýrara en rúgur, óma!aður«, en á að vera: »Sé svo, að útlent rúgmjöl sé orðið ódýr- ara en rúgur ómalaður. — Þá verður greinin skiljanleg. f dagsetningunni var skakt ártal. 1916 f staöinn fyrir 1917.

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.