Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 23.04.1917, Blaðsíða 2

Höfuðstaðurinn - 23.04.1917, Blaðsíða 2
HÖFUÐ5T ADUK.INM Biskupsvfgslan oe kirkjugesifrnir. Þaö hefir oft veriö sagt aö dóm- kirkjan væri Iítil, og víst er það satt og bænum tii lítils sóma að ekki skuli vera bæít úr því. En um þaö tjáir ekki að sakast við hvert einstakt tækifæri. Úr því ekki er barist fyrir því með framsýni að fá ki kjuna stækkaða eða aðra kirkju siær i pá veiða kirkjugestir að sætta S'g við kirkjuna eins og hún er, að nvnsta kosti meðan ekki er bætt úr Það hefir oft verið sagt, að ókyrð mikil væri hér í kirkjunni og vísl er um það, að ekki er það altaf orðutn aukið. Að minsta kosti var hörmulegt að sjá og heyra ti! kirkju- gestanna í gær. Eg ætla að rekja söguna eins og hún var. Fyrst var mikil ókyrð og að vísu afsakanleg vegna þess að tnargir vildu komast inn, svo þegar prest- arnir fóru að koma inn tók út yfir og var þó betur seinnt. Menn ruddust um, Iágu hver á annars öxlum, ýttu og ruddust um. Svo kom ræða þess er lýsti vígslu, þá var lítill troðníngur, en því meira af hósta og ræstingnm, menn höfðu bersýnilega ek'si komið I kirkjuna til þess að heyra. Svo kom sjálf vígsluathöfnin. Þá varð troðning- urinn mestur, gat víst ekki meiri verið. Þá var hann með sömu einkennum og fyr, þar bættist þó við það, að menn tóku alment að standa uppi á bekkjunum uppi á loftinu, en svo undarlegt sem það kann að virðast, heyrðist hvorki stun né hósti, en troöningurinn var svo tnikill, að mesta vanviröa var að. Þá kom ræða biskupsins, hana höfðu menn senniiega ekki ætlað sér að heyra, að minsta kosti ekki allir, því þá hófust ræskingarnar og hóst- Ameriskir kafbátar. Það eru ekki nema fá ár, síðan byrjað var að byggja kafbáta í Ameríku. En nú eru þeir orðnir einn af aðalþáttunum í strandvörnum Ameríku. Þessir kafbátar eru fremur litiir, (800 smálestir) og verða þvi að mestu að halda sig sem næst höfnum og geta naumast haft lengri útivist en 10 daga, þar sem þýzkir kafbátar hafa hafi þriggja vikna útivist eða fengrí. Myudin sýnir neðansjáfar flotadeild, er herráðið að skoða kafbátana í krók og kring. inn á ný, vafasamt hvort það hefir alt verið af nauðsyn gert, úr því hié varð á þeim látum meðan vígsluathöfnin fór fram, að minsta kosti var það iítið kirkjugestum að þakka þótt menn hafi heyrt þá ræðu i heldur hinu, að biskup hefir sköru- j legan rom. Þegar altarisgangan hófst, tók j fólkið að þyrpast út úr kirkjunni, : ber það vott um iítinn skilning á i þeirri helgu athöfn er menn geta ekki fengið sig til að vera kyrrir meðan hún fer fram. Önnur eins ólæti hefi eg aldrei séð í Bíó, ekki heldur í leikhúsum og hefir þó oft verið vel að gert ( um ólætin þar. í kirkjunni hér hefi ; eg aftur á móti fyr orðið slíks var j og ætti þess þó sízt að gæta þar, j vafasamt hvort allir fara í kirkju sér til uppbyggingar, og þó svo væri verður árangurinn off lítill er menn gæta svo illa skilyrðanna fyrir j því að hennar gæti verið von. Að endingu vildi eg spyrja hvort menn mundu hegða sér líkt þessu nokkurn líma og nokkurs staðar sem gestir í húsum einstakra manna. Minni kurteisi ættu menn ekki að sýna í kirkjum. Eg ætlast ekki til að meun segi mér svarið við þess- ari spurningu, en menn gerðu vel í að spyrja sjálfa sig hennar og svara sjálfum sér henni samvizku- samlega. A. Útgefandi Þ. Þ. Clementz. Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz 1917 Fósturdöttlrln 303 staklega um |búin, var eitt þeirra fyrir Axel, annað fyrir Sigríði og þriðja fyrir Jakob, var þar fylgt gömlum þjóðsið. Meðan greifafrúin var að afhenda jóla- gjafirnar, varð henni tíðlitið á Ijós sonar síns, henni virtist sem það brynni skærara en bin Ijósin, hún áleit það góðs vita og hjarta hennar barðist af gleði. Síðasta jólagjöfin var efiir, hún var til greifafrúarinnar, það var lítil pappaskja, greif- inn rétti nú konu sinni öskjuna og brosti til hennar ástúðlega. — Quð minn góðurl Það er frá Axel, hrópaði hún, er hún leit á utanáskriftina. Hún hafði að vísu fengið bréf frá honum fyrir hálfum mánuði síðan, en hún varð samt sem áður innilega giöð yfir að fá þessa sendingu frá syni sínum. Sjómaður sá, sem komið hafði með bréfið hafði einnig kom- ið með öskjuna, var skrifað utan á til greif- ans og mátti ekki opnast fyr en á aðfanga- dagskveld. Mún opnaði öskjurnar með skjálfandi höndum, var þar í langt og ástúðlegt bréf til hennar og lítil olíumynd af Axel, snild- arlega vel gerð og mjög lík. Qleði foreldranna verður ekki með orð- 304 um lýst. Svo gekk myndin á milli manna og allir dáðust að, Sigrfði vöknaði um augu og hönd hennar titraði er hún hélt á mynd- inni. Jakob greifi hafði veitt hennl nákvæma eftirtekt, og er hann sá geðshræring henn- ar, stundi hann þur.gan, og undarlega sár tilfinning fór um hann allan. Qreifafrúin horfði ýmist á mynd sonar síns eða á Ijósið hans, alt í einu rak hún upp hljóð og misti myndina á góliið. Allir þustu tii greifafrúarinnar, en greifinn varð skjótastur. — Hvað hefir komið fyrir? í guðsbæn- um, hvað er að, elsku Qeorgina mín? og hann faðmaði konu sina að sér. Hún leit til Ijósanna, sorgbitnum augum og þá sá hann hvers kyns var. Ljós Axels hafði dáið. Nú þurfti hann ekki að spyrja lengur og óumræfiieg angist greip hann, og hann gat ekki hrundið henni af sér, XL. Aftur var komið vor. Báran gjálfraði sitt vana iag við ströndina og fuglarnir sungu 305 vorljóð sín í greinum trjánna, og blómin anguðu og fyltu loftið skógarilm. Hið leyndardómsfulla atvik, með jólaljós- ið, var að vísu ekki gleymt, en þó farið að fyrnast yfir áhrifin. Það sem spekingarnir nefna hjálrú og heimsku, hetir oft mikil áhrif á menn, þótt ekki sé það fávís alþýða. Þjóðtrúin er einn hluti af innra manni þjóðanna og verður ekki fráskilin lífi manna, þólt allir speking- ar heimsins leggist á eitt. * * ♦ Fregnir höfðu borist af Axel við og við, leið honum vel, og félagi hans var nú svo hraustur orðinn af hinu heilnæma, suðræna, loftslagi, að hann ráðgerði að koma heim aftur um miðsumarleytið. Oreifahjónin höfðu enga sanngjarna ástæðu til að krefjast þess af syni sínum að hann dveldi lengur er- lendis, enda óskaði hann innilega eftir að mega koma heim; bjuggust þau við hon- um síðast í júlí. Svo leið tíminn, og síðasta júlí kom Axel greifi heim aftur, hress og glaður, hafði hann þroskasi mikið á þessum ferðum sínum.

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.