Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 28.10.1906, Blaðsíða 4

Ingólfur - 28.10.1906, Blaðsíða 4
182 INGÖLFUR. [28. okt. 1906]. að eins örmjó eiði á milli peirra og landið umhverfis er mjög vogskorið; víða skerast langir tangar fram í vötnin og í mörgum þeirra er urmull af smáum og stórum hólm- um. Fyrir þeitn, sem sæi landið ofan frá mundi það því verða líkast útþöndu neti. Yíðast er þetta land vaxið birki og furu- skógum, þar sem ekki eru akrar eða óræktað mýrlendi og móar. í>ótt Finnland sé skóg- land rnikið, þá er það þó ekki frjósamt land. Jarðvegur er þar viðast grunnur. Loftslag er þar fremur kalt, en heilnæmt mjög. A sumrin getur þó hitinn orðið mjög mikill, svo að korn vex þar þótt allnorðarlega sé. Annars lifa Finnar mest á landbúnaði, skóg- arhöggi og fiskveiðum. Enn sem komið er verður ekki annað sagt en að landið gefi fremur lítið af sér móts við víðáttu þess. í>að er hverju orði sannara sem hið mikla skáld Finnlands, Runeberg, segir í hinu al- kunna finska þjóðkvæði „Vort land, vort land“, að lítil gnægð sé þar gulls, en það er eigi síður satt að Finnar elska þetta land, (sbr. þýðing sr. Matthíasar): „Oss þykist fremri þjóðin hver, en þetta landið elskum vér, með útsker, fjöll og eyðimó er oss það gullland nóg.“ Eins og flestum mun kunnugt byggja Finnland tvær fjarskyldar þjóðir: Svíar vest- antil og með ströndum fram og þeir eigin- legu Finnar, sem eru af hinum altaska kyn- stofni og Mongóla ættar. Finnar eiga því marga frændur í Austurálfu heims, Kína, Jap- an og víðar; í Norðurálfu eru þeir ekki frændmargir, þegar frá eru taldir Magiarar á Ungverjalandi sem eru þeim allskyldir. Upp- haflega greindist þjóðin í tvo all-fjarskylda flokka, sem nú eru víðast runnir saman: Ta- vasta og Karela eða Kyrjála. Karelar eru dökkir á hörund og brúneygðir. I>eir eru fjörrnenn og elska mjög söng og skáldskap, en fremur eru þeir hvikulir og tilfinningarikir. Þeirn svipar því mest til hinna suðrænu þjóða með sinu dökka ólgublóði. Tavastar eru fjölmennari. í>eir eru hæg- látir í framgöngu og dulir í skapi, nægju- samir og þolgóðir. £>eir eru ljósir á hörund og kinnbeina háir augun eru skásett, var- irnar breiðar og vex þeim lítt skegg, sem Njáli. Þeir sverja sig rneir í kyn Mongóla eins og þeim er venjulega lýst. Svo ólíkir sem þessir tveir mannflokkar eru, þá svipar þeim þó saman að því leyti sem sjálfstæðistilfinningin er mjög rík hjá báðum og tilfinningin fyrir eigin rétti og manngildi. Jafnvel 800 ára útlent vald og margskonar hörmungar hafa ekkigetað drep- ið frelsisþrá þeirra og sjálfstæðisanda. Þjóð- erni sitt og tungu hafa þeir jafnan leitast við að varðveita þótt oft hafi hættan vofað yfir af hálfu hinnar rússnesku stjórnar. Nyrzt í landinu búa Lappar, sem lifa eins- konar flökkulífí. Þeir hafa eigi önnur hús- dýr en hreindýrið. Lifa þeir að mestu frá- greindir öðru menningar og félagslífi og mæla aðra tungu, sem vart mun skilin annarsstaðar- Lappar standa flestir á fremur lágu menn- ingarstigi og sumir þeirra eru heiðnir. Framh. ir tekur móti fé til ávöxtunar með iunlánskjörum. — Hæstir inniánsvextir 41/20/0- Með amerisku kappi ryður Wolverine báíamótorinn sér til rúms um allan heim Fleiri þúsundir af mótor þessum eru seldar árlega en tugir af mótorum þeim, er menn þekkja hér á Iandi. Upplýsingar hjá: P. J. Torfason á Flateyri. ott ísl. smjör fæst í verzlun H. P. Duus. Steinolía góð í verzlun H. P. DUUS. aigarme í t pd. stykkjum best í verzlun H. P. Duus. „Valurinn”. Reykvíkingar, sem ætla að kaupa „Val- inn“ snúi sér beint til hr. cand. phil. Einars Gunnarssonar 1 Templarasundi. „Valurinn" kostar aðeins 3 kr. en er þó jafnstór stærstu blöðum landsins. Að efni verður hann fjölbreyttari, en flest önnur blöð. Gleymið ekki að panta „Valinn“ sem fyrst. Þeir, sem þurfa að kaupa hús og lúðir, eða að láta rita veðskuldabréf, af- salsbróf, kaupsamninga og aðra samn- inga, án þess að á slík bréf komi athugra• semdir, — sem eigi er sjaldgæft anuars, — geta snúið sór til Jóns Sigarðssonar bæjarfógetaskrifara Vesturgötu 28. í verzlun fást Victoriubaunir á 17 aura pd. hálfbaunir - 11 — — margarine - 38 — — Kensla. Undirrituð tekur að sér að kenna byrj- endum klaver og harmoniumspil. Frú Anna Pálsdóttir. Þingholtsstræti 23. liðuFsoðinn fiskur hvergi eins góður og ódýr sem í verzlun Kristins Magnússonar 14 aura potturinn, fæst hjá Kristni Magnússyni. Oliufatnaður vandaður og ódýr fæst hjá I. Útgefandi: Eflutafélagið Ingólfur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Sveinsson. réUgiprentamiðJaD.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.