Ingólfur - 14.04.1907, Blaðsíða 4
60
INGÓLFUR
Fálkinn var veiðinn vel fyrir
nokkrum dögum. Hann kom hingað
með fjögur botnvöru'rkip tvö ensk og
tvö þýzk, er hann hafði staðið að veið-
um í landhelgi út undan Meðallandi og
Hjörleifshöfða. Sökudólgarnir vóru allir
sektaðir. Þeir ensku fengu hvor 1000
kr. peningasekt og afli og veiðarfæri
vóru gerð upptæk. Þeir þýzku fengu,
annar að eins 600 kr. peningasekt, hinn
1200 kr. sekt og afla og veiðarfæri
upptæk.
Réttarhaldið stóð lengi yfir í málum
þessum því að Þjóðverjarnirneituðu; svo
mun og konsúll Thomsen eigi hafa
flýtt fyrir málum með framkomu sinni
í réttinum. Einn af áheyröndum skýr-
ir svo frá:
„Eg var í gær á gangi á götum
bæjarins; heyrði ég þá að menn voru að
stinga saman nofjum um það, að eitthvað
skrítið hefði komið fyrir uppi í réttinum.
Eg snaraði mér skyndilega upp i réttar-
salinn. Þar var þá múgur og margmenni,
salurinn troðfullur. Dómarinn var að yfir-
heyra annan þýzka sökudólgiun. Kon-
súllinn þýzki var þar, auðvitað í fullum
skrúða. Áður langt leið varð maður
þess var, að konsúllinn vildi gjarna
gerast málflutningsmaður og beita
mælsku sinni og rökfimi. En dómar-
inn sagði honum þá að hann væri eng-
inn málafærslumaður. Fauk þá i konsa
og þótti honum hart að hafa ekki mál-
frelsi í réttinum þar sem hann væri
í einkennisbúningi. En dómarinn svar-
aði því, að réttinn varðaði ekkert um
einkennisbúninginn hans. Jók þetta
mjög á reiði konsa, hótaði hann síðar
að klaga dómarann fyrir stjórnarráð-
inu. Yar honum þá sagt, að hann
myndi verða settur út ef hann fhegðaði
sér ekki skikkanlega. Sat hann þá
hljóður úr því eins og gott barn.“
Eitthvað fleira þessu líkt mun hafa
komið fyrir í réttinum og undruðust menn
mjög framhleypni konsúlsins og eru
menn þó vanir mörgu skrítnu úr þeirri
átt.
Yafasamt mun það vera hversu
Þjóðverjar hafa grætt á afskiftum kon-
súlsins í þessu máli. Eu ef honurn
tekst að fá kross fyrir þessa framkomu
sína, þá fær hann nokkra um það
lýkur.
Uniforinsvísur
sem áheyrandi einn kastaði í'ram þegar rétti
var slitið í gœr í botnvörpungamálunum. sem
minst er á hér i blaðinu.
Þríf eg til og teygi á
traustum laga-gormi,
enginn varna málsin3 má
mér í úníformi.
íslenzkan við undirrétt
ekki vil eg þrasa,
autoritet hans yrði létt
í úníformsins vasa.
Landsins stjórn skal meta mál
mín gegn laga-þormi.
Hún mun verða þæg og þjál
þýzku úuiformi.
Kenna skal eg þetta þá
þjóðar smáum ormi:
Enginn varna raálsins má
mér i úníformi.
Um Hvamm í Laxárdal sækja þeir
Arnór Áraason fyrr p>estur á Felli í
Strandasýslu og cand. theol. Þorsteinn
Björnsson.
Ceres fór til útlanda 8. þ. m. Far-
þegar á henni voru: ráðherrann, Jón
Magnússon skrifstofustjóri, Skúli Thor-
oddsen, David Östlund o. fl.
Veðrátta hefir verið hin bezta hér
BÍðus u vikuna, logn og heiðrikja á
hverjum degi og blítt veður; um næt-
ur ofurlítið frost.
Skilagein.
Samskol til minnisvarða Jo'nasar Hallgrímssouar:
1907
Jun. 5. Frá sr. Jóni i Stufafelli . kr. 10.35
febr. 15. Gjöf frá Bjarna Sigurgeirss.— 5.00
— ltí. Frá Seyðisfirði — 221.00
Apr. 5. Sumskot frá Magnúsi
Blöndul Jónssyni presti — 54.90
Sumtals kr. 291.25
Rvík. ’07.
Halldór Jónsson.
ieiðmðu viðskifiaYÍnirí
Vegna breytinga sem gerðar hafa verið á búðinni í Þingholtsstræti 1,
hefir hún veiið lokuð nokkra daga og verður hún opnuð aftur næstkomandi
mánudag 15. þ. m. Eg vona að breytingin á búðinni og vörurnar nýju sem
þar verða á boðstólum, fullnægi þeim kröfum sem gerðar eru til nútímans.
Þrátt fyrir hækkun á flestum vörum í útlöndum verða vörurnar verðlagðar svo
lágt sem ég sé mér frekast fært.
Það yrði oflangt mál að telja upp allar þær tegundir sem þegar eru
komnar og væntanlegar eru með næstu skipum og til dæmis um hve þær
eru fjölbreyttar, má geta þess að léreft er frá 14—90 aura alinin og margt
nýtt komið sem verzlunin hefir ekki haft áður til sölu.
Þetta vona ég að heiðraðir bæjarbúar kynni sér.
Virðingarfylst
Jón Póröarson.
Æskan
er áreiðanlega bezta barnablaðið, óræk-
asta sönnunin fyrir því er að kaupend-
um hennar hefir fjölgað með ári hverju.
ÆSKA N býður útsölumönnumsínum
sölulaun, nefnilega: Af 3 eintökum
minst 20°/0. Af 20 eint. og þar yfir
25°/0.
Æ S K U N A eiga öll yóð börn að
kaupa og lesa. Foreldrar geta eigi gef-
ið börnum sínum betri gjöf fyrir jafn-
lítið verð.
ÆSKAN kemur út mánaðarlega tvö-
föld eða 8 síður, auk þess slcrautprent-
að jólablað.
ÆSKAN kostar 1 kr. 20. a. árg.
er borgist fyrir 1. júní ár hvert.
Útbreiðið ÆSKUNA og notið ýms
hlunnindi sem hún býður auk þess, sem
hér er getið.
Eignarrétt hefir:
Stórstúka íslands (I. 0. G. T.).
Ritstjóri ÆSKUNNAR er: síra Fr.
Friðriksson.
Afgreiðslumaður ÆSKUNNAR:
Gruðm. Gfamalíelsson,
Hafnarstræti 16. Reykjavík..
ENN getur dugleg stúlka fengið
ársvist í
(xeðveikrabælinu á Kleppi.
Semja skal við
Pórö Sveinsson.
Kúíort
Með amerisku kappi ryður
Wolverine bátamótorinn
sér til rúms um allan heim
Fleiri þúsundir af mótor þessum eru seldar árlega en tugir af
mótorum þeim, er menn þekkja hér á landi.
Upplýsingar veitir
P. J. Torfason
á Flateyri.
Legsteinar.
Marmaragrafplötur, Gírauítgrafplötur og grauítlcgstoinar
seljast með afarlágu verði. Fallegar og endingargóðar Marmaragraf-
plötur fást fyrir 16, 18, 20 og 25 kr. og enn hærra verð. Áletranir
fallegar og endingargóðar með gyltum eða svörtum stöfum eftir eigin
geðþótta. — Múrari G-lirSj Ón GamallelS-
SOXl í Reykjavik tekur á móti pöntunum og má hjá honum sjá
fullkomna verðskrá með myndum. Ánnars má senda skriflega pantanir til und-
irritaðs.
Reinholt Jensen, steinhöggvari.
Nörrebrogade 45, Köbenhavn N.
Alltaf fyrirliggjandi
iLifataefni, touxnaefni, vestisefnt
reiöjaliliaefni, sumarfraliKaefni,
regnliápur, regnHlífar,
hálslín
með óvenjumiklu af öllu því tilheyrandi, hjá
H. Andersen & Sön.
afarvönduð að efni og smíði fásfr
mjög ódýr á
Hverfisgötu 36,
Grænsápa, í stöngum á 20 au.
Sápustykki á 10-12 au.
Ostar, pylsur 0. m. fl. er ný-
komið í verzlun
Kr. Magnússonar.
Afgreiðsla Ingótfs
er hjá ritstjórum blaðsins:
Skúlavörðustíg 11.
o?
Kirkjustræti 13.
Ef vanskil verða á blaðinu eru menn
beðnir að suúa sér sem fyrst til
anuarahvora ritatjórans.
■0— 0
Árelðaulegra TÖuðuð STÍssnesk
vasa úr
hvergi eins ódýr og á
Lauqaveg 38.
St. Bunólfsson.
:&--------------------------------il
Xieik'élag Reykjavíkur:
Dauðasyndin
-verður lcikinn í dag (sunnud. 14.)
kl. 8 síðd.
Carl F. Bartels
úrsmlður
Laugaveg 5, Talsimi 137.
Heflr mikið úrval af allskonar úrum
og klukkum, úrkeðjum karla og kvenna,
armböndum, armhringum o. fl.
Munið að kaupa úrin með fálka-
mcrkinu.
Ritstjórar og eigendur:
Ari Jönsson
Benedikt Sveinsson.
Fólagsprentsmiðjan.