Ingólfur


Ingólfur - 21.04.1907, Blaðsíða 3

Ingólfur - 21.04.1907, Blaðsíða 3
INGÖLFUR 63 um sbóla mun kosta um 180 krónur, og þrgar félítill sveitabóndi þarf að ko'ta samtímis 2—3 b<> n á þann hátt, þá er eigi vandi að sjá fyrir forlög hans. Þá tei eg þann ókost verstan, að börnin verða að fara á mis við um- önnun foreldra og vandamanna, sem sjaldnast verður þeim að fullu bætt af óskyldum, en haft getur illar og æfi- langar afleiðingar, og ekki þekki eg foreldra umhyggju, ef þau alment verða fús á að sleppa þannig hendi af ungum börnum. Því hefir verið haldið fram, að jafn- framt og lögboðin væri ákveðin barna- fræðsla yrði að lögbjóða skólaskyldu og skipa fyrir um alla tilhögun kenslu. Þetta þarí' eigi að haldast í hendur. Konungsbréfi 2. júl. 1790 um kenslu lesturs og kristinna fræða hefir verið hlýtt, eins er um lög frá 9/j 1880, sem bæta við skript og reikningi, og hvor- ugt þetta lagaboð skipar skólahald eða segir fyrir um kensluna. En lostur, skript, reikningur og kristin fræði eru til samans miklu tímafrekari námsgrein- ar en það, sem nú bætist við. Sann- leikurinn er sá, að sveitafélögin og ein- stakir menn styðja oftast af fúsu geði barnafræðsluna eftir því sem efni og atvik leyfa. Of mikil íhlutun umskip- un skólanna og kenslutilhögun af hálfu landstjórnarinnar getur vakið mótþróa og kæruleysi, en grafið skólalögunum lika gröf og gaddavírslögin lentu í. Eg held að löggjafarvaldið ætti fyrst um sinn eigi að fara lengra en svo, að gjora kenslukröfurnar eins og þær eru í frumvarpinu, heimta árlegu prófin og gjöra fullnaðarpróf að skilyrði fyrir vist- ráðakosti, styrkja ríflega barnafræðsluna, einkum heimilafræðslu, farskóla og sunnudagaskóla, veita fé til kennara- fræðslu og gjöra kennarapróf að skil- yrði fyrir styrk til barnakenslu á sín- um tíma og hæfileg launakjör fyrir kenn- ara, en jafnframt þessu að ganga eftir að prestar vanræki eigi húsvitjanir og styðji á annan hátt barnafræðsluna. - - Svo er það von mín, að almenningur leggist á vogarstöngina og lyfti þung- anum, — þvi að allir vilja óskabörn eiga. Að lokum fá orð til klerksins á Kvennabrekku. Hann reit nýlega í Fjallkonuna langt mál um barnafræðslu og er því að nokkru svarað hér að framan. Hann hefir virðingarverðan áhuga á þessu máli og vill ekkert til barna'ræðslnnnar spara. Heimilisfræðsi- an er í hans augurn kák og hefir verið, ea fastir skólar og farskólar með föst- um aðsetrum eina leiðin, skólaskyldan nauðsynleg trygging fyrir notkun þess- ara stofnana og valdboð ofan að. Kostn- aðarhliðina athngar hann mjög lauslega og álítur oss hafa næg efni til að kosta þessa barnafræðslu, af því að við getum keypt útlendan varning fyrir nokkrar miljónir árlega. Þessu framanskráða hefi eg að nokkru áður svarað. En eg skal þó taka það fram, að mikill fjöldi heimila notar enn eingöngu heima- fræðslu fyrir börn og mörg þeirra leysa hana vel af hendi. Þetta er að þakka æðri alþýðuskólum, sem gjört hafa hús- feðurna hæfari til að kenna börnunum, en forfeður þeirra og mæður voru. Um útleudu vörukaupin er það að segja, að því meira fé, sem vér verðum að láta fyrir útlendar nauðsynjar, því minna verður eftir fyrir innlendar nauðsynjar, svo eg hafi sem fæst orð um þá rök- semd. Hvernig hann komst að þeirri niðurstöðu, að heimagönguskólar gætu verið til sveita, en sunnudagaskólar ekki, vegna vatnsfalla og torfæra, það er mér óskiljanlegt. Hitt get eg verið honum sammála um, að prestur vegna stöðu sinnar kunni yfirleitt skil á kenslu- málum; en eg minnist jafnframt þess, að 2 þeirra rituðu nndir nefndarálitið í efri deild síðast. Það er ýmislegt fleira athugavert við kenningar klerksins, sem eg læt af skiftalaust, af því að hann er alþýðu- vinur og honum gengur gott eitt til. Það sem mest hneykslaði mig hjá hon- um, var keiiuiu6iu uiu vuiuboóið ofaii að um skipun barnafræð slunnar og það að taka ráðin af bændum, er honum þykja nízkir og nærsýnir í fræðslumálum, sem undirtektir sýslunefndanua undir málið hafi sýnt. Staðhæfing sú er ekki réttlát, þegar litið er til fjöldans, getur átt við um einstaklinga Yfirleilt finst mér hann hafa farið nokkuð fljótt yfir sögu, ekki ólíkt því, að einhver stofu- lærður bragðakarl hefði hvolftyfir hann askloki með hann reit. JFirði á laugardag fyrir páska. Sveinn Ólafsson. Aliuaima-rómiiriiiii. 1907. (Eftir „Lögbergi11). Þeir sögðu áður ilt um hann sem upphafs-lið i prett og tjónum. Og niðri fyrir flestum brann hvað fast í sig hann læsti klónum. Þeir sáu ’ann Auð með eigin sjón — og af því fór þeim líka’ að volgna — sem átti marga millión, að miklu leyti frá þeim stolna. En bærinn hafði búist um, því bezta tjaldið á hans götum, með fólk í þvögu’ og þyrpingum. Öll þjóðin gekk í spari fötum. og kropið hafði þegn og þing með þakkar gerðum, við hans stóla, og blessun fyrir blóðpeniug — hans bóta-gjöf til kirkju’ og skóla. En þakklætið ei þangað rann, né þrotin björg, sem á hann snikti. — Að geta orðið eins og hann, var óskin sem hjá flestum ríkti! Því sérhvert vald og upphefð er oss öfundsvert, bvaðljóttsem grunar — og annars vonzka er verst sem þér þinn vesaldómur fyrirmunar. Að stela aldrei fólki frá, er fornyrði, og iit að sanna. Eu það sem falsið fellur á er fyrirlitning þorra manna. — Nú fanst mér grenja glópur hver, sem gapti uppi’ á stétt og haugi: „Sko, alt vort fjas um flekk á þér var fyndni tóm — og sagt í spaugi". Stephan Q. Stephansson. „Gömlu lögin.“ Guðmundur Ingi- mundarson á Ölvaldsstöðum á Mýrum boðaði til samkomu í Bárubúð á föstu- dags kveldið og söng þar grallaralögin gömlu fyrir fólkið. Þangað kom margt manna til þess að hlýða á þessa nýstár- legu skemtun og fróðlegu. Guðmundur verður áttræður á sumardaginn fyrsta og var hann forsöngvari á Borg um fimm tigu vetra. Hann kann nær tveim hundruðum fornra sálmalaga og fer vel með að þeirra tíma hætti, hefir afar- mikla rödd og sterka og þolna svo að undrum sætir um svo aldraðan mann. Hann kom suður hingað til þess að syngja nokkur hinna fornu laga í hljóð- geymi Edisons og firra þau svo gleymslu. íslendingar í Vesturheimi. íslcnzkir þingmcimí Manitoba. Fylkisþingið var rofið í febrúar og efnt til nýrra kosuinga. Fóru þær fram 7. marz (í öllurn kjördæmum, uema einu nokkrum döguin seinna) og urðu þau Fikolok að íhaldsmenn náðu 28 sætum en framsóknarm nn 12. Unnu fraui- sóknarmenn fimm sæti fram yfir það, er þeir höfðu fyrir kosningarnar. Tveir íslendingar hlutu kosningu, báðir framsóknarmonn: Thomas H. Johnson og Sigtryggur Jónasson. Sigtryggur Jónasson kepti við Bald- vin L. Baldvinsson ritstjóra Heim- kringlu í Gimli-kjördæmi, (Nýja íslandi) og feldi hann með nær 150 atkv. mun. Baldvin hafði unnið kjördæmið af Sig- tryggi við næstu kosningar áður. Hafa þeir löngum öndverðir klóast, kapparn- ir, og ýmsir átt högg í annars garð. Thomas H. Johnson (Tómas Her- mann Jónsson) sótti til þingmensku í Yestur-Winnipeg kjördæmi móti Mr_ Sharpe fyrrv. borgarstjóra í Winnipeg og öðrum stjómmálamanni enskum og bar sigur úr býtum með 228 atkvæða mun. Tómas Hermann er fæddur á Héð- insböfða á Tjörnesi 12. febrúar 1870. Faðir hans er Jón bóndi Björnssou umboðsmanns, Kristjánssonar bónda á Illugastöðum í Fujóskadal, bróður Bjarn- ar í Lundi. Eu móðir Tómasar var Margrét Bjarnadóttir frá Fellsseli í Kiun, fyrri kona Jóns. Bjuggu þau um hríð á Héðinshötða með rausn mik- illi og höfðingsskap unz Margrét and- aðist. Fóru þeir feðgar vestur um haf 1878 og héldu fyrst til Nýja-ís- lands, en þaðan til Winnipeg. Þar gekk Tómas i alþýðuskóla og vann sér fé með því að selja blöð. En er hann var 16 vetra fór hann með föður sín- um til Algyle bygðar. Þar sótti hann kenuaraskóla og tók próf 1888. Kendi hann þá á sumrum en stundaði skóla- nám á vetrurn og lauk fullnaðarprófi (B. A.) við . skóla Gustafs Adolfs í Minuesota 1895. Lögfræðisprófi lauk hann árið 1900. Síðan hefir hann haft á hendi mála- flutning í Winnipeg og getið sér hinn bezta orðstír. Hann er einkarvel að sér í landsmálum öllum þar og hefir kyut sér þau „með lífi og sál“ frá barnæsku. Hefir hann og jafuan átt mikinn þátt í opinberum málum Hann var oinn af stofnöndum félags þess í Winnipeg, er heitir „Young Men’s Liberal Club'1 og fyrstur forseti mál- fundafélags frjálslyndra íslendinga þar í bænum. Haun er „prýðilega máli farinn og hefir flesta þá hæfileika, sem stjórnmálamanni koma bezt. Brestur hann hvorki einurð, lag né lipurð að koma málum sínum fram, er manna hepnastur að ná fylgi þeirra, er á þarf að halda, og hefir mikið af þeim hygg- indum sem í hag koma“, að því er „Breiðablik“ segja. Eru allir einróma um það, að hann muni skipa þing- mannssætið • þjóðflokki sÍDum til vegs og sóma. Muimalát. Jón JBenediktsson pró- fasts frá Hólum í Hjaltadal (Vigfús- sonar prófasts í Garði í Kelduhverfi Björnssonar) lézt í Marshland í Mani- toba 16. febr. þ. á„ 68 ára að aldri. Hann var einbirni föður síns og erfði eftir hann fé mikið en var ósýnna um fjárgeymsluna en forfeðrum hans og nær öreigi, er hann fór vestur um haf 1888. Fjórir synir hans eru upp- komnir vestra. Bæja? bryggjiui. Allir kannast við bæjarbryggjuna, bryggjuna, er hvílist svo falloga á sem- entspoka undirstö'unni hans Tryggva gamla. Allir vila og, að hún var í upphafi bygð til allsherjar nota bæjar- búum sjálfum fyrst og fremst, svo og öllum aðkomendum útler.dum sem inn- lendurn. Allir vita ennfremur, að bær- inn á enga aðra bryggju, og ef bæjar- búar yrðu sviftir frjálsri notkuu henn- ar, þá stæðu j eir örþrifráða og að- komu-fólk hefði hvergi frjálsan aðgang að bryggju. Hann Tryggvi Gunnarson, gamli kaupstjórinn og Ásgeir Sigurðs3ou verzlunarstjóri verzlunarfélagsins Cop- laud & Berrie & Co. sækja nú um til bæjarstjórnarinnar, að fá sér selda bæj arbryggjuua á leigu um 4 ár ásamt húsi þvi, er á að byggjast við hana, mót 1000 kr. eftirgjaldi. Sagt er, að að baki þeim standi stór- kaupmeunirnir: Gunnar Gunnarsson, Ditleifr Thomsen og Jes Zimsen o. íl. þess háttar óeigingjarnir bæjarfélags- vinir! Þeirn félögum, karlinum og þjónum hans, hafði fundist bæjarstjórnin gæti gert á þeirn það vinarbragð, að veita þeim þessi einkaréttindi umsvifalaust, en bæjarfógetauum fanst betra að hugsa málið og varð það ofan á, að nefnd var sett í það. Það er vonaudi að bæjarbúar hafi vakandi auga með máli þessu, og láti til sín taka, ef ætti að fara að einoka þessa einu bryggjumynd, er þeir eiga allir jafnt nota-tilkall til. Bœjarvinur• t Guuuar Sæmundsson námsiuaður við prestaskólann lézt hér í bænum 3. þ. m. Hafði hann legið rúmfastur í berklavciki síðau í haust. Hanu var fæddur í Viðvik í Skagafirði 1. maí 1878. Faðir hans er Sæmund- ur bóndi Árnason, bróðir Magnúsar Árnasonar trésmiðs í Rvík, Sigurðsson- ar bónda í Ytri-Njarðvík, Árnasonar, Einarssonar í Olafs firði, Jónssonar, bróður séra Eiriks í Vogsósum, Magn- ússonar. Gunnar tók burtfararpróf úr latíuu- skólanum vorið 1904 og dvaldi fyrir Dorðai uuz hanu byrjaði nám við pre3taskólann í haust. Hanu lagði mikla stund á söngfræði og var væn- legt söngskáld. Eitt af lögum hans („Kveðja") er prentað í Ingólfi 1904. Hann var dugnaðarmaður í hvívetua meðan hann var heill á húfi, stiltur í skapi og hinn bezti drengur. Haun var kvæntur Elísabet Tómasdóttur prests á Völlurn í Svarfaðardal og áttu þau einu son, er Tómas heitir. Saga íslands hefir verið skammar- lega lítið rækt í skólum hér til þessa. Gott dæmi þess er það, semminst er á í „Nj(ju Ivirkublaði11 17. þ. m. Þar er sagt, að Friðrik Nielsen kirkjusögu- kennari í Khöfn hafi verið íslenzkum guðfræðingum innan handar. „Til bar það við próf að hann vildi gera ís- lendingum vel til, allra helzt ef hann hugði þá tæpa, og ,tók þá upp‘ í kristni- tökunui á íslandi eða í Noregi, en ]>að varð hlutaðeigendum miklu fremur til falls e>i reisnar — og er Ijótt frá að segja, að slíkur skuli vera undir- búninguriun héðan að hoiman.“ Þetta er eitt sýnishorn af ótal um þjóðræktarleysi og vesalmensku. Húu sést víðar en í stjórnmáladeilunni.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.