Ingólfur - 26.04.1908, Blaðsíða 2
66
IN0OLFUR
Allsherj arsýning
á íslandi 1911.
Þegar ég ritaði í Iagólf hinn 9., 16.
og 23. sept. 1906 nm „alíslenzka alls-
herjarsyningua, er haldast bæri 1907,
þá vakti einkum og sér í lagi sú hug-
mynd fyrir mér, að með stofnsetningu
hennar gæfist hinum hoðnu ríkisþings-
mönnnm Dana — og ekki hvað sízt
hinum kærkomna og tigna gesti —
konúngi vorum, tækifæri til að kynn-
ast sem allra bezt öllum hinum núver-
andi verklegu framförum — bæði karla
og kvenna á íslandi, jafnframt þeirra
einkennilega þjóðlífi, lifnaðarháttum og
þjóðmenningu yfir höfuð að tala.
Eins og raun hefir þegar borið vitni
um, þá komst sýning þessi ekki á, og
stafaði það — að dómi hinna iðnfróð-
ustu manna hér í Reykjavík, frá því,
að tíminn þótti alt of stuttur til nokk-
urra verulegra framkvæmda í þessu
efni, auk þess sem fjölda-margir álitu
— og það ekki algerlega að ástæðu-
lausu, að íslendinga enu sem komið
væri, yfirleitt skorti fullan skilning og
næga þekkingu á verksviði og ætlunar-
verki sýninga, samfara þeirri nákvæmni,
natni og vandvirkni, er menn á ailan
hátt jafnan þurfa að hafa í huga, þá
er um opinbera og sameiginlega fram-
komu heillar þjóðar er að ræða og þar
sem hinum mentaða útheimi á eða ætti
að gefast kostur á að meta landsbúa
að verðleikum af verkum þeirra.
Þótt nú þessi mín að ofan umgetna
sýningaruppástunga þannig færist fyrir,
þá virðist samt sem áður, að allar
sýningar-glæður séu enn ekki útkuln-
aðar, því nú mun Iðnaðarmannafélag
Reykjavíkur hafa kosið fimm manna
sýningarnef'nd til að íhuga málið — en
þó í bráðina einkum þá hlið málsins,
sem lýtur að því, hvort tiltækilegt
mundi að halda allsherjarsýningu fyrir
ísland 1911, sem einskonar minningar-
sýningu eða minningarviðburd um 100
ára afmæli gamla Jóns Sigurðssonar.
Mér er persónulega kunnugt um að
hin kjörna sýniugarnefnd hefir eindreg-
ið iagt það tii við Iðuaðarmannaféiagið
að það gengist fyrir — ekki aðeins
hinni nefndu sýningu 1911, heldur og
einnig stuðlaði að því, að undirbúnings-
sýning yrði haldin hér í Reykjavík
1909, þar sem allir úr Sunulendinga-
fjórðungi bættu kost á að sýna hvað
eina, er þeir hefðu með höndum og að
þeirra áliti væri syningarvert og sýn-
ingarbært.
Ennfremur: að fara þess á leit við
Knaðarmannafélagið á Isafirði, Akur-
eyri og Seyðisfirði, að þau hvert um
sig efndu til samskonar undirbúnings-
sýningar 1909, — þannig að Vestfirð-
ingafjórðungsbúar sendi sýningarmuni
sína til ísafjarðar, Norðlendingar til
Akureyrar og Austfirðingar til Seyðis-
fjarðar o. s. frv.
Að þannig löguð undirbúningssýning
sem hin hérnefnda væri haldin á sama
tíma í öllum fjórðungnm landsins, mætti
virðast sem bráðnauðsynlegt skilyrði
fyrir því að aðalsýningin 1911 tækist
ekki aðeins vel, heldur nærri því betur
enn vel, því þeir gallar og þau smíða-
lýti, sem óhjákvæmilega hljóta að verða
á ýmsu þvi, er búast^ má við að
verði sent á undirbúningssýninguna,
ættu að verða þeim að kenningu, er
þesskonar muni hafa búið til, eí sýn-
ingardómsnefndin benti þeim í kyrþey
á hinar nauðsynlegustu frágangsum-
bætur, til þess að það gæti með réttu
nefnst fyrirtaks-vel gert.
Með þessum hætti væri án efa vakin
þegjsndi innbyrðis vandvirknishvöt og
metnaðarkapp hjá hverjum einum sýn-
ingarhluttakanda, er fengi samskonar,
sanngjarna og hógværa kyrþeysbendingu,
— en auðvitað yrði sýningardómsnefndin
að fara með allar þesskonar bendingar
eins og falinn eld.
Tækjust nú þessar fjórar undirbún-
ingssýningar — að samanbornu áliti
allra dómnefndanna í senn, bærilega
eða öllu heldur vel, þá má gera ráð
fyrir, að bæði karl og kona, víðsvegar
um land alt kappkosti að senda svo
vel valda og svo vel af hendi leysta
muni á sýninguna 1911 sem framast
er kostur, og þá má telja víst, að þegar
sú sýning er um garð gengin, að þá
geti íslendingar kinnroðalaust sent —
nútíðar-handbragð sitt á hvaða sýningu
sem vera skal í heimi.
í sambandi við þetta seinasta atriði
dettur mér í hug bréf til Iðnaðarmanna-
féiagsins í Reykjavík frá sýningarnefnd-
inni í Árósum í Danmörku, sem stendur
fyrir hinni fyrirhuguðu sýningu, sem á
að halda þar 1909, þar sem það fer
þess á Ieit við Iðnm.fél., að það gang-
ist fyrir því, að sendir verði smíðis-
gripir frá íslandi á nefnda sýningu.
Ég skal láta hér ósagt um hið sameig-
inlega bráðabyrgðasvar Iðnaðarm.fél. til
Árósasýningarnefndarinnar, en annað
þori ég að fullyrða að æðimargir iðnað-
armenn hér í bæ, — bæði utan félags
og innan, eru einhuga á því að íslend-
ingar séu enn sem komið er, algerlega
óviðbúnir því, að senda muni svo í lagi
sé á erlendar gripasýningar, — því til
þess þurfi þeir að hafa undirbúning
mikinn, og auk þess að halda innan-
lands tilrauna — og prófsýningar, etc.
etc.
Eins og þegar er tekið fram þá er —
ég held mér sé óhætt að segja: álormað,
að halda þessar ofannefndu fjórar
undirbúningssýningar einmitt þetta hið
sama ár og í Árósum. Færu menn nú
að tvískifta hinum veiku og hálfófull
komnu iðnkröftum Islendinga þannig:
að nokkuð af hinum tilbúnu sýningar-
munum væri sent til Árósa og aftur
sumt á heimasýninguna, þá mundi þetta
kjótl, án efa mikið draga úr hinum að
sjalfsögðu eldheita og samhuga sýaing-
aráhuga manna á Isiandi, auk þess, sem
búast mætti við, þegar svona væri
ástatt, að meginhluti allra hinna lakari
muna yrðu sendir til Árósa, og væri
þá með einu höggi bætt gráu ofan á
svart og íslandi hinn mesti háski og
vansi búinn, nefnilega með því að klína
því framan í allan útheim, að vérkynn-
um ekki að vinna, kynnum ekki að
brúka hendurnar, værum með fám orðum
sagt svo gott sem óvinnandi í öllu því
er til iðnaðar kemur, — en heimtum
sjálfstjórn og sjálfstæði, o. s. frv.
Hér viö bættist aS naumlega mundi
geta verið tilhugsun, að fá nein sönn
verðlaun né lofsorð fyrir hálfgerða
handahófsvinnu, sem búast mætti við
að mestmegnis yrði send út af örkinni
til Árósa, — nei, menn fengju sjálfsagt
meira af pukurs-spotti og spéi, — svo
Árósa-sýningargleðm yrði eflaust það
er til íslands kæmi — nokkuð skörð-
ótt.
Þó tæki auðvitað yfir allan þjófa-
bálk færi eiuhver eða einhverjir, sem
ekki hafa beinlínis vit á smíðum, nú
að senda sem nýsmíði til Árósasýning-
arinnar slitna og skitna muni, sem þeir
kynnu annaðhvort að eiga sjálfir eða
ættu að selja þá fyrir aðra, og að
þeirra eigin dómi væru vel gerðir, en
væru í sjálfu sér mesta hraksmíði og
handarskömm, þvi þá væri íslenzkum
nútíðariðnaði þar með gerður hinn allra-
versti grikkur, og á hann settur stimp-
illinn: „hroðvirkni og óhreinlœtiu.
Þannig hlyti hvorki sjálfur smiður-
iun né föðurland haus neinn heiður né
lof fyrir smíðina og eigandinn hefði
óefað mjög tvísýnan framtíðarhagDað
og gleði af sendingunni, og væri því
þar með miklu ver farið enn heima
setið.
Þessi og því um lík sýningarundir-
búningsaðferð átti sér því miður auð-
sjáanlega ekki allsjaldan stað, frá ís-
lands hálfu á „ Skrælingjasýaingunni“
góðu, en sá er munurinn nú, að Árósa-
sýningin er af alt annari tegund og af
meiri mannúðarrótum runnin í vorn
garð enn sú sýning. Niðurlag.
Páll Þorkelsson.
Til bróður X.
Binhverjum bróður mínum, sem dulnefnir aig
X i Lögréttu, 26. febr. þ. á., hefir hugkvæmet
að ráða mönnum til þesa, að vera þeir „amokk-
meuu“, að „beudla mig“ sem allraminst við
hallærisbeltið 1882.
Þetta heilræöi get eg séð og skilið að stafi
af þeim góða tilgangi, að hlifa mér við þvi, að
upp komist um mig eitthvað ljótt, sem eg hefi
gert í málinu. Bno fyrir mitt leyti verð eg þó
að afþakka þá líkn.
Menu eiga að bendla við málið hlifðarlauat
ekki einungia mig, heldur alla, sem við það
urðu opinberlega riðnir. Bnn það er auövitað,
að þetta skal gert samkvæmt áreiðanlegum
heimildum og aannri aögu málains.
Menn verða að gæta þess, að hér ræðir um
allsherjarmál, bæði brezkt og ialenzkt; um það,
hvort ráðvandlega eða sviklega hafi verið farið
að við liknarlyndi Breta: hvort ráðvandlega eða
sviklega hafi verið farið með embættialegar akýrsl-
ur lalendinga ajálfra um ástand sitt, vorið 1882.
Að þvi leyti, er til mín ajálfs kemur, er það
auðvitað mál, að menn haía rétt til þeas, eftir
áreiðanlegnm gögnum, að dæma framkvæmdir,
sem eg tók að mér af hálfu almennings á Bng-
landi í þarfir almennings á íslandi. Við þann
dóm, sé hann réttiátur, verð eg að sætta mig,
hvort sem mér líkar betur eða ver.
Bróður X telur „kaup“ mitt, með öðru, hafa
gengið samskotasjóðnum til rýrðar. Bg tók
ekki eins eyris kaup fyrir ferð mína tíl íslands
188z. Að þvi leyti getur „ósérplœgni“ mín vel
staðist efaUB leturbreytingar á'uerzlu. Þeir sem
ekki kynnu tráa mér til þessa, þurfa ekki ann-
að, enn að spyrjast fyrir hjá Lord Mayor, Man-
sion House, London, E. C.
Bg get ekki séð með vissu, hvað rnikið bróðir
X ætlar mér, hvað mikið öörum, af „betli“ því,
„hallærisbarlóm“, „barlómsbumbu’-slætti“, „bón-
bjargarhávaða“, „hfisgangsópi", „volæðisópi“,
„vorgangsotboði", göngu „i húsgangskengnum",
sem hið hreystimannlega skrif hans nefnir „þjóð-
háðungina“ 1882.
Bg hefi undir höndum mikið satn allra helztu
Bkjala og skilrikja þessa máls, og mér er það
eiður sær, að í þeim er ekkert ritað, sem rétt-
læti nokkurt aí þessum átaksorðum, sem merkja,
ef þau merkja nokkuð, að ekkert hallæri að mun
hafi verið á Islandi 1882.
Mansion House nefndin sté aldrei feti út fyrir
hinar embættislegu skýrslur sýslumanna, amt-
manna, landshöfðingja, íslands ráðgjafa, sendi-
herra Breta í Khöfn og Dana í London. Þotta
tók Lord Mayor framm, hvað eftir annað, á
fundum neíndarinnar og lýsti yfir þvi fyrir al-
menningi i blöðunum.
Bróðir X réttlætir stórmæli sín með því,
„að landið sjálft stóð af sér öll harðindaárin
þau er á eftir fóru fram til 1887“, með hinum
svo nefndu /toiteríslánum. Hér væntir mig nú
að orðið hallæri standi sögulega í sambandi við
reynslu landsins 1882—3 eins og bráðum skal
bent á. (Enn vóru 1883—7 tiltakanleg harð-
indaár?].
Átti hjálp sú er íalandi kom 1882 engan þátt
í því, að það bjargaðist fram úr 1883 eins og
bróðir X segir? Þessarí spurningu væri það
fróðlegt að einhver glöggur, sannmáll hagfræð-
ingur svaraði með þvi að telja saman, hvað
mötgurn gripum, svonft hér um bil, hinútlendft
fóðurhjálp 1882 muni hafa fleytt lífs yfir á sum-
arið 1883.
Bnn ef nú ekkert hallæri var i landi 1882,
hví fóru menn þá í bónir um hallærislán þegar
um mitt sumar 1883 þrátt fyrir þá hjálp er
utan að barst í hlað haustið áður, 1882? Ekki
mun hallærinu sem lánið átti að afstýra hafa
lostið fyrst á um hásuinar; það er ekki venja
hallæra. Og hví segir landshöfðingi í bréfi til
ráðgjafans 14. sept. 1885 „að ástandið á íslandi
sé eun viða mjög ískyggilegt?" Er þetta „enn“
miðað við 1882?
Bg hefi engin hailærisbóna-bréf séð, en eg
held eg fari ekki stórlega götuvilt, ef eg segi
að úr þeim muni mega leBa: „svo svarf hallær-
ið 1882 að lánbeiðendum, að þrátt fyrir þá hjálp
er utan að barst þeim, sjá þeir sig knúða til
þess að fala lán svo að lífi nauðstaddra verði
borgið“.
Nú, en hvað sem nú um þessa gáturáðning
mína er að segja, þá verður aldrei frá þvi kom-
izt að hallærislánin árin næstu eftir 1882 eru
sógulegir viðburðir sem ómögulega geta verið
þýðingarlausir; þau verða að hafa sína orsök
og hún getur engin önnur verið enn afleiðingar
af hallæri, eða áframhald hallæris; þvi að hall-
æri er ekkert fiog sem kemur að morgni og
hverfur að kvöldi; afleiðiugar hallæra erulang-
gætar.
Nú held eg að bróðir X verði að vera mér
sammála um það, að hallæri hafi í landi verið
1882 og það ekki svo ýkja vægt. Báðir held
eg aö við verðurn að sætta okkur við það, að
lofa embættisskýrslum að eiga síðasta orðið um
það, hvað að því hafi kveðið. Því að það efni
getur naumast verið hvorum okkar um sig
kunnugra en sjálfum hreppsnefndunum, sýsln-
netndunum eða embættismönnunum, sem við
skýrslum slíkra nefnda tóku til rannsóknar og
þar af leiðandi framkvæmda. Nú urðu lang-
fiestar hallærisskýrslur 1882 til löngu áður en
nokkur útlend hjálp kom til mála. Þær urðu
til þá, er hreppar og sýslur ekki höfðu auga
á annari hjálp en lánum. Bkki virðist það
sennilegt, að i slikum horfum hafi menn farið
að ýkja neyð sína til þess að auka sér lánsá-
byrgð um þörf fram. En í alla staði virðist
þaö eðlilegt, að þeir segðu satt frá vandræðum
sínum, og það ætla eg að menn hafi aiment
gjört.
Ba nú þræddi Mansioa House nefndin þessar
skýrslur nákvæmlega eins og eg sagði fyrr, í
liknaráskorunum sinum sem, ef mig rninnir rétt,
vóru heldur þrjár en fjórar, fyrir utan það, að
eftir hvern íund var hinni stöðugu venju Man-
sion-House-hjálparsjóða haldið, að birta vöxt
sjóösins frá næsta fuudi áður. Hver eða hverj-
ir fóru þá fram hinum ósvinnu ólátum, sem
bróðir X sakar einhvern eða einhverja um? Bng-
inn maður i Mansion-House-Nefndinnil
Ödu þessu horfir þannig við, að skrif bróður
X er eiginlega ekki annað enn einskonar út-
legging af lyrra bréfi Dr. Guðbrands Vigfús-
sonar til Times (13. okt., 1882), krituð svona
nokkuð i liðugra lagi. 1 þvi bréfi gekk ekki
eiginlega sannleikurinn út af Doctorsins munni,
og útleggingin virðist eigi bæta þar úr skák
svo að orð sé á gorandi. Dr. Guðbrandur var
alveg ókunnugur málavöxtum og fyigdi því
einu, sem C. Paterson sagði honum og Slimon,
sem var reiður Mansion House nefndinni, og
ekki alveg um skör fram.
Ekki verður Mansion House nefndinni eða
mér kent um það, að „Burnir ritstjórarnir létu
þá sem æðisgengnir menn yfir þvi, að nokkur
hlykkur var gerður á húsgangsópinu út yfir
heiminn i naíni landsmanna“. Bn það var nú
ekki nokkur hlykkur á því, sem aldrei var til,
er mönnum ranu í skap, heldur þjóðsvika-hróp-
ið, sem gekk út yfir hina mæddu, saklausu þjóð,
komna á kné í baráttunni við náttúruna, eftir
þrjú hin mestu ótíðarár aldarinnar.
Því að, hvað er betl af þvi tagi sem íslands
á að hafa verið 1882, — þessi athöfn sem mér.
Mansion House nefndinni og öllum atkvæða-
mönnum íslands á haTðréttissvæðinu er kend
með íburðardrjúgri mæ Bku? — Það betl er
sú athöfn, að ljúgja sér út björg; að betla í
annars þágu: að ljúgja út björg fyrir annaní
Betlandi land, land sem lýgur sér út björg»
land sem hetir þjéðsvik i framrni.