Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 10.05.1908, Blaðsíða 2

Ingólfur - 10.05.1908, Blaðsíða 2
Blönduhlíð, og þar eru enn ættingjar hana, — eitthvað hijótum við að eiga í honum, enda er þið viðurkent. — Jafningjar allra þessara manna hljóta að geta fæðst hér aftur, hvenær sem vera skal, þegar skilyrðin eru fyrir hendi. — ísland verður æfinlega auðugt af gáfumönnum og iistamönnum — og þeir eru miklu meiri auður en verðlauna- kýr — þótt mér komi ekki til hugar að lasta þær. Við erum að fá yfirhönd yfir auði sjáfarins. Að kol, málmar og gull verði grafið upp úr skauti jarðarinnar á lík- lega ekki iangt í land. Við ættum að fara að leggja beizli við fossana, og gjöra þá að vinnumönnum okkar. — Við höfum látið liðnu aldirnar níða úr okkur duginn, en af þvi að við höfum getað þolað allar þrautir, þá höfum við fengið þrautseiglu, þol og krafta til þess að láta ókomnu aldirnar þjóna okkur. — Nú eigum við framtíðina öllum öðr- um fremri — og hún er björt. Lifi listamannavaggan! — Lifi fram- tíðariandið! — Lifi ættjörðin! — Blómg- ist ísland! A1 lsherj ar sý n ing á íslandi 1911. —----- Niðurl. Þó sú skoðun hafi yfirleitt rikt og ríki víst enn í dag hjá allflestum ís- lendingum, að aðeins spán nýir munir geti orðið sendir á sýningar, þá er þetta hreinn og beinn misskilningur manna, því menn geta sent alveg jöfn- um höndum sann-innlenda eldgamla, miðaldra og hálfgamla hluti, sem á annað borð virðast þess eðlis og þess verðir að vera sýndir þar, jafnt og glænýja muni, — en aðeins þarf, þegar svo stendur á, að geta þess til aðgrein- ingar á nýsmiðum, að hlutirnir séu gamlir eða ekki nýir, og er það auð- vitað komið undir áliti og eiginn vilja þess, er sendir, hvernig hann lýsir hverju einu. Slíkar smá-athugasemdir eru ekki einungis fullnægjandi fyrir allar aimennar kröfur skoðendanna, heldur girða þær gersamlega fyrir allan misskilning og glundurroða í þessa átt, sem einkum gæti komið sér mjög illa, þá sent er á erlendar sýningar, — eins og þegar er tekið fram hér að ofan. Það liggur í augum uppi, að hver hlutur, hvort heldur er eldri eðayngri, ber jafnan með sér, — að minsta kosti í augum þeirra, sem iðnfróðir eru um forn- og nýsmíði, — það aldurs — og þeirrar aldarmenningarstig, sem hann er búiun til á, og er og verður hann því — í raun réttri, ávalt sem óskeik- ull framfaramenningar- og saman burðarmælikvarði við samskonar eða líka hluti, hverrar nútíðar og framtíðar, sem vera skal. Eftirgerð á gömlum munum, sem engin vissa er fyrir, að sé alíslenzkt smíði, ættu menn helzt ekki að senda á hérlendar né erlendar sýningar, því þesskonar eftirgerð getur alls ekki sýnt, — hversu vel sem hún kann að vera gerð, — neina sanna, innlenda og áreiðanl^ga iðnlist hinna liðnu alda á íslandi. — Eitt ættu menn þó um fram alt að forðast sem heitan eld, og það er: að búa nokkurt það nýsmíði til, sem af ásettu ráði væri á allar lundir svo fáránlega og afkáralega illa úr garði gert sem frekast má vera, — sem einskonar eftirlíking af gamal-ís- lenzku hrákasmíði, — og einmitt væri gert í þeim eina tilgangi, að það yrði keypt af útlendingum, sem hér ferðast, við guðlausu geipiverði á sýn- ingunni sem ötvílugt og alíslemkt forn- smíði, því marpir þessara manna bera ekki allsjaldan, — þegar heim er komið - hin svonefndu forngripakaup sín undir iðnfræðinga (connaisseurs), en þessir útlendu iðnfræðingar eru í þeim efnum miklu þaulæfðari og skarpskygn- ari enn menn alment balda hér á landi, og má vera. að þeir finni og hafi s'undum fundið dálitla ártalsskekkju á sumum þeim forngripum, sem hafa verið keyptir og seldir á íslandi með tárvotri sannleiksábyrgð seljanda fyrir þeirra mörg hundruð ára ósviknu elli; en vitaskuld verða slíkar uppgötvanir, hvorki í nútíð né framtíð til neinna bóta né sæmdar fyrir íslenzkan iðnað. Af því allmargir íslendingar, bæði hér í Reykjavík og út um land álíta og trúa því sem sjálfsögðu, að allir þeir forn- og nýgripir, sem eru á forn- gripasafninu á íslandi séu eingöngu al- íslenzkir, þá er þetta í mörgum atrið- um fjarstæða ein, — þó einkum í þeim atriðum, er til alskonar fornskrautgripa kemur, þvi þar er sjálfsagt í þeirri grein fullur helfingur alls safnsins útlent smíði, þó má telja þann hluta allra skrautgripa safnsins, sem ekki eru eldri enn fiá 30—60 ára, alíslenzkan. Mikill hluti allra hinna skrautlegri altaristaflna, ýmsra útskornra skápa, innlagðra (incrustés) kirkjuhurðarhringja og jafnvel nokkurra kistna er alt út- lent smíði. Aftur á mót eru útskornar rúmfjalir, askar, prjónastokkar, kistlar sumpart reiðtýgi og beizli og öll söðul- klœði, alt alíslenzkt, o. m. fl. Líti menn nú jfir safnið í heild sinni, þá mun eigi of í lagt að segja: að minst Vs hluti alls safnsins sé útlent smiði og útlend vinna, og bendir þetta lacslega yfirlit fyllilega á að safnið sé hreint ekki eins sann-fjölskrúðugt af alíslenzk- um forngripum í ýmsum greinum eins og alment mun ætlað. Þareð telja má víst og tvímælalaust, að hin hér að framan umrædda alls- herjarsýning 1911 homist á, þá skal ég leyfa mér — i sambandi við forn- gripasafnsummæli mín hér að ofan, að taka fram dálítinn kafla úr ritgerð minni um „íslenzka sýninguu, í Ingóifi 16. s^pt. 1906. „að keypt væri (anuaðhvort fyrir umráða- fé sýningarnefndarinnar, — ef það væri nokkuð fyrir hendi, — eða þó öllu heldur, ef þess væri kostar, fyrir opin- bert landsfé) eitt eintak af sérhverjum þeim hlut, er á sýninguna kynni að koma og annars væri þess eðlis, að unt væri að geyma hann um aldur og æfi. Á þennan hátt legðu menn með munum þessum hinn allrafyrsta hyrningarstein undir þjóðgripasafn (National-museum) íslands. Þar gæti hin komandi kynslóð sí og æ, mann fram &f manni haft þá til samanburðar við sýningarmuni þá, er gera má ráð fyrir að komi á framtíðarsýningar lands- ins; en þessar sýningar ættu jafnan að hafa fyrir augum að auðga safn þetta á sama hátt og í sama anda sem það er stofnað. Þannig gætu menn á hvaða tíma sem er, stöðugt fylgt fet fyrir fet — alt frá þeim degi að safnið var stofn- sett, hinum verklegu framförum þjóðar- innar, í smáu sem stóru. Með þessum hætti er og verður naumlega unt að hugsa sér að framfara-, viðburða- — og hinn sanni menningarsögu þráður Iandsbúa slitni nokkurn tíma. Yæri svo, að einhverjir þeir munir kæmu á sýninguna, er kynnu að þykja of stórir til inntöku á þjóðgripasafnið, þá nægði að fá eftirgerð þeirra með réttum innbyrðishlutföllum í smærri stíl“. Það má sjálfsagt eins vel búast við því, að þessi nær tveggja ára gamla tillaga mín, einhverrra orsaka vegna, en þó einkum sökum fjárskorts — geti ekki orðið að verulegri framkvæmd, þó að öðru leyti megi telja víst, að húu, að hugmyndinni til, hafi alment fleiri meðstæðinga enn andstæðinga. Setji menn nú svo, að uppástunga þessi lognist algerlega út af og hverfl þannig í sjálfa sig, þá er að mínu áliti ennþá eitt vað, sem ríðandi er, til þess að ná sama tilgangi eða þó öllu til- komumeiri, og þ^ð er: að sérhver sýn- ingarhluttakandi gefi einhverja sýning- armuni úr sinni iðngrein, er næmi að hans eigin vild og getu einhverri ákveð- inni upphæð, og mundi þá án efa fljót- lega safnast svo miklir og fjölbreyttir munir til safnstofnsetningarinnar, að af þeim gæti. að minsta kosti í bráðina myndast nýgripasafnsdeild við hliðina á Forngripasafninu. Hugsi maður sér að hinu leytinu, að allir þeir af íslend- ingum, — hvort heldur væri karl eða kona, sem ekki hefðu tæki á því, að leggja neina muni fram til safnsins, legðu hver fyrir sig fram sem svarar 1 krónu, þá má gera ráð fyrir að sú sameiginlega framlagsupphæð mundi nema alt að 50,000 kr. og mætti sum- part verja þessum peningum til nýgripa- kaupa og sumpart til sérstakrar safn- húsbyggingar, er þjóðin þannig reisti með frjálsum samskotum til minningar um hundrað ára afmælisdag Jóns Sig- urðssonar, sem aðallega var og er undir- rótin fyrir hinu fyrirhugaða islenzka allsherjar sýningarhaldi 1911. Safnhús þetta ætti einna helzt að bera hans nafn og vera sérstætt, óháð og laust við hið opinbera safnhús ísJands. Við hver ára- mót skyldi hinu árlega inngöngugjaldi skoðanda safnsins skift í tvo jafna parta; fyrir annan helfinginn væri árlega keyptir nýir munir til aukniugar safn- inu, en hinn hlutinn væri lagður í sér- stakan iðnstyrktarsjóð (Haandværker- legat) til styrktar fyrir efnilega og og efnalitla ísl. iðnaðarmenn, er vilja leita eér nauðsýnlegs frama til eflÍDgar iðn sinni. Alþingi- eða hið opinbera ætti árlega, að veita safninu jafna upp- hæð og þá, er J. S. naut árlega hin seinustu ár æfi sinnar sem heiðurlauna frá íslandi, nefnil: 3,200 kr, og skyldi þessari fjárbæð árlega varið til safnvarð- arlauna og viðbalds á húsinu, etc. etc etc. Þessi siðarnefnda safnstofnunaraðferð væri að því leyti öllu betur viðeigandi enn hin fyrnefnda, að hún kæmi fram sem sameiginlegur þakklætisvottur þjóð- arinnar og fæli auk þess i sér ótvíræð framtíðar —, vaxtar —, viðgangs — og eflingarskilyrði í sömu stefnu og safnið er eða var stofnað í. Beri menn nú þessa hér ráðfyrirgerðu afmælis- og minningarhátíð J. S. — og allan þann einhuga og sameiginlega við- búnað, sem vænta má frá hálfu íslend- inga, í þessa átt — saman við þá vænt anlegu og eftirþráðu sjálfstjórn, sem nú ér og hefir verið rædd, raun- og rökstudd um land alt, og sem að síð- ustu má gera ráð fyrir að komist í það horf — fyrir samhuga aðgerðir hinnar íslenzku millilandanefndar, sem enginn efi getur leikið á, að verði að grunn- hugmyndinni til, eingöngu íslandi i hag og feli í sér hinar ítrustu sjálfstjórnar- og sjálfstæðiskröfur sem frekast er unt að hugsa sér að geti fengist, — þá má telja sem óefað og tvímælalaust að þessi sjálfstjórnarkrafa verði einmitt þetta sama ár (o. 1911) komin í kring og hafi þá, að minsta kosti náð vel við- unandi fullnaðarsamþykki og sjálfstæðis- lögmæti, fyrir vora hönd, — sjálístjórn- arlögmæti, sem ekki einungis hin núlif- andi kynslóð á að njóta góðs af, heldur kynslóð fram af kynslóð gegnum hina ókunnu framtíð. Þó má auðvitað helzt gera ráð fyrir því að með hinu algerlega fengna sjálf- stæði voru. yrðum vér þó að minsta kosti í bráðina samkonga — án allrar innliraunar við Dani, og mætti jafnvel skoða það eina atvik — út af fyrir sig sem einskonar bráðabirgðahapp fyrir sjálfstæði vort. Eins og sjá má af hinu bérsagða, þá rynnu hér saman þetta ár (o. 1911) tveir nátengdir merkisviðburðir fyrir ísland. Hér rynni upp öld nýrra fram- fara og nýrrar menningar hjá íslend- ingum. Á hinum komandi öldum mundi þessa árs jafnan minst sem hins sanna viðreisnarárs landsins, og nafn, minning og æfistarf Jóns Sigurðssonar mun svo lengi sem að árdegi sól úr úthafi rís og að aftni til viðar gengur verða álitið þjóðheilagt og fæðingardagur hans jafnan haldinn helgur og hátíðlegur sem hinn allramerkasti hátíðisdagur ársins hjá framtíðar-lslendingum, því að það var einmitt hann, sem sló allrafyrsta höggið á sjálfstjórnarsmíði vora, sem vér nefnum: algert sjálf- stæði Páll Þorkelsson. Nýjar bækur. Helgi Valtýsson: Blýants- myndir. Visur og Ijóð. Hafnarf. 1907. Höfundur kvers þessa fór ungur til Nor- egs, dvaldi þar í 10 ár, gekk þar á kenn- araskóla, kom síðan heim, var við kenslu fyrst á Seyðisfirði, síðan í Hafnarfirði og hefir nú aukreitis á hendi ritstjórn hins nýja „Skólablaðs11. Letta muuu vera helztu æfiatriði hans, en á Ijóðum hans og rit- hætti má sjá að hann muni viðkvæmur i skapi og tilfinningamaður. Þetta sýnist hversdagssaga er ekkert só að athuga við. En þeir sem hafa líkt reynt, sjá margt sem dylst á bak við þennan stutta æfiferil og gætu lýst honum miklu nánar þótt ekki hetðu þeir nein ljóð eða lýsingar að styðjast við. Æfin fram að fermingaraldrinum er svipuð hjá íslenzkum sveitapiltum. Vandað og gott sveitafólk að umgangast, fátæklegt líf í samanburði við nágrannalöndin, vinna og áhyggjur óðara en maður getur vetl- ingi valdið. En þetta einfalda óbrotna líf hefir djúp áhrif. Unglingurinn venst vinnunni snemma, er laus við spillandi soll, verður snemma að ráða fram úr vand- ræðum sjálfur við fjárgæzlu, smalamensku o. fl., fær virðingu fyrir peningum, er oftast aflast treglega hjá alþýðu manna. Só ekki upplagið mjög ákveðið í aðra átt vaxa upp úr þessum jarðvegi samvizku- samir, iðjusamir, sparsamir uuglingar sem arg og ábyrgð hafa oft gert gamalhyggna fyrir aldur fram, en einveran alvörugefna og athugula, þó að æskufjör og æskugleði brjótist oft út gegnum uppeldisskelina. Hvað verður nú úr svona pilti ef hann kemst ungur til útlanda? Helgi fór til Noregs. Ég þykist vita að margt hafi verið nýstárlegt í augum hans, skógarnir, borgirnar, landslagið, sum- arblíðan. f?etta út af fyrir sig er mikið æfintýri, en hitt ræður mestu, andlegi straumurinn í landinu. Og Helgi hittir á viðreisnaröld í Noregi, þegar allskonar hugsjónir hafa gripið hugi manna, þegar skáld og listamenn hafa þítt klakann utan af þjóðinni og framfaramenn fengið henni vopn í hendur til margskonar framkvæmda. Fólkið vakir og starfar, gleðin og vonin gera framtíðina ljósa. Margir heimsfrægir ritsnillingar senda árlega út bækur sinar, stjórnmálamenn vinna kappsamlega að því að gera Noreg það sem hann áður var, óháðan erlenzku valdi. Ungmennafólðgin útbreiða þjóðrækni, íþróttir og margskonar menning. Skóla og mentunarmálum er hrundið áfram af miklu kappi. Atvinnu- vegir blómgast og fátæktin lætur undan. Þetta var ekkert smáræði fyrir islenzkan sveitayilt með athugul opin augu og við-

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.