Ingólfur


Ingólfur - 11.05.1911, Blaðsíða 3

Ingólfur - 11.05.1911, Blaðsíða 3
INGÓLFUR 75 En það er nú ekki nemst gott og blessað sð „tapið„ reynist alsekkitap; og vonandi fer svo að öll vitleysa ran- sóknarnefndarinnar og Björns Jónsson- ar í þessn bankamáli kemnr í ljés. En vegna almennings, sem skilur reiknÍDg- inn eins og að framan er sagt — þann- ig að upphæðin: „áætlað fyrir tapi á næstu árum“ sýni hve mikið sé í raun og veru tapað vegna stjórnar fyrverandi bankastjóra og gæslustjóra, t. d. að upp- hæðin 370.000 kr. sýni að tapaðar séu í raun og veru 30,000 kr. (nii. 400,000 -4- 370,000 sem enn eru áœtlaðar) — þá verða bankastjórarnir að draga aft- ur frá tapinu jafnóðum og binar „töp- nðn“ skuldir eru borgaðar. Nú er t.d. áætlað fyrir tapi ánæstu árum 370,000 kr. og með því gefa banka- stjórarnir í skyn að þegar séu í raun 0g veru tapaðar 30,000 kr. Við nán- ari athugun reynist aftur á móti „tapið“ 1909 kr. 15,000,00 „tapið“ 1910 — 12,703 33 Það er samtals kr. 27,703*33 En þar dregst það, sem borgast inn af „tapinu", eða þetta ár kr. 970,00, og það tap, sem einungis kemur nýju bankastjórninni við af þvi að hún hefir veitt lánin frá upphafi eða framlengt þau eða samið um þau á ný á annan hátt; þetta er nú þetta árið að minsta kosti kr. 600,00 eða samtals 1570 kr. Alt tapið er því nú 27,703,33-4-1570 eða kr. 26,133,33, þ. e. nærri 4000 kr. minna en aejið er í skyn í reikningn- um. Þannig þyrfti að fara að á hverju ári: draga frá því sem talið hefir verið tapað og strykað út, en síðan hefir ver- ið borgað — og eins halda sérstakan reikning yfir alt það tap sem er núver- andi bankastjórn að kenna. Annars gefur reikningurinn ekki réttar upplýs- ingar. Jbnatan. „Sjálfstæðisflokkuriim". Sigurður Sigurðsson þingmaður Ár- nesinga heflr sagt sig úr „Sjálfstæðis- flokknum“. Jón á Hankagili sagði sig úr honum í byrjun þings. Kristján Jónsson var rekinn. Hannes Þorsteinsson sagði sig úr. Sig. Stefánsson sömuleiðis, en kom þó aftur þegar allir fiokksmenn báðu hann fyrirgefningár. Og nú síðast Sig. SigurðssoD. Margir aðrir eru orðnir dauðleiðir á forsprökkunum. J. Frá Gróttu til Gvendarbrunna. Ritstjóri Ingólfs hefir verið veikur síðastliðnar þrjár vikur og ekki getað stjórnað blaðinu beinlínis, en eins og lesendur blaðsins munu hafa tekið eftir, hefir Jönatan séð um það að mestuleyti. Ritstjórinn er nú á góðum batavegi og líður von- andi ekki á löngu áður hann getur aft- ur tekið stjórnina í sínar hendur. Dragsúgur. 1 byrjun þess fundar er „símskeyta- tillagan“ var rædd í neðri deild, kom fram breytingartillaga um að nefndin skyldi taka til fyrv. ráðherra (B. J.) líka. Breytingartillagan var að vísu alveg óþörf því að aðaltillagan náði til fyrv. ráðherra eins og annara þingmanna. En dr. Jóni Þorkellsyni brá svo við hana að gera varð 15 mínútna fundar- hlé til þess að lofa honum að „átta sig á henni“. — Dr. Jón greiddi atkvæði með tillögunni, og hafði þó engum sagt að hanni væri á móti henni né heldur talað á móti henni. Silfurbrúðkaup hélt Hjörtur Hjartarson trésmiður og kona hans 7. œaí síðastl. Fundur. Félagið „Landvörn“ boðaði til fundar með Landv&rnar- og „Sjálfstæðismönn- um“ á laugardaginn var til þess að ræða frarotíðarhorfur flokkanna, en varð að hætta við fundarhaldið, því að á fund- arstaðinn kom ekki fullur tugur manna. Svo er riðlunin og ótrúin mikil orðin hér í Reykjavík eftir óstjórn Björns Jónssonar og framkomu „Sjálfstæðis- flokksins“ á þingi. Dánarfregn. Árni Gíslason leturgrafari lést fimtu- dagskvöldið var, 77 ára gamall. Hann var einn af elstu og bestu borgurum bæjarins; fluttist hingað 26 ára og bjó hér aila tíð siðan. Hann var lögreglu- þjónn til 1875, en hafði síðan atvinnu af leturgrefti, enda var hann betri let- urgrafari en nokkur annar maður hér á landi — og jafnvel þótt víðar væri leitað. Strand. Franskt fiskiveiðaskip strandaði fyrir skömmu í Austur-Skaftafellssýslu (Eyrar- sveit). Menn björguðust 17, en 2 halda menn að hafi druknað. Hjónaband. í gær voru gefin saman i hjónaband Svafa Þórhallsdóttir (biskups) og Hall- dór VilbjáJmgson skólastjóri á Hvann- eyri. Hjónin fara utan með Botnínu í dag. Þjóðvinafólagið. Á fuudi sameinaðs þings rétt fyrir þinglokin var kosinn forseti Þjóðvina- félagsins Dr. Jón Þorkellsson í stað Tr. Gunnarssonar, sem verið hefir forseti fálagsins I 33 ár. Dr. Jón fékk 20 atkv , en Tr. G. 19; einn greiddi ekki atkv. „Sjálfstjórn“. Fundurinn er á morgum, sjá auglýs- ingu á öftustu siðu. Þinglok. Þingi var slitið í gær kl. 10 f. h. Forseti sameinaðs þings lýsti störf- um þÍDgsins: 107 lagafrumvörp höfðu samtals verið borin fram, en 45 voru afgreidd frá þinginu; 36 þingsályktun- artillögur voru samþyktar, en 13 sum- part feldar, teknar aftur eða ekki út- ræddar. Ráðherra sleit síðan þinginu í nafni konungs. Kosningamaskínan. Ég barði að dyrum hjá hugyitamanninum og þar kom fram dæmalaust falleg stúlka, með rauða evuutu. Ég drð annað augað í pung og sagði „dikkadik.“ Hún fðr hjá sér, og spurði hvað ég meinti. En ég mátti ekki vera að neinum ástarævintýrum og bað hana í kurteis- um en þð ákveðnum tðn að vísa mér inn til hugvitsmannsins. Hún varð auðsjáanlega stygg við en gerði þó eins og ég bað hana. Ég kom inn i snotrastofn. Hugvitsmaðunnn sat í ruggnstðl með langa pípu í öðru munn- vikinu en sagði göðan daginn út nm hittt þeg- ar eg kom inn. í öðrum stðl sat allra mynd- arlegasti kvennmaður — konan hans — og við kringlðtt borð sátn tvö börn þeirra drengnr og stúlka á að giska 6 og 8 ára og neðan úrloft- inu hékk páfagaukur i búri. Á miðju gölfi stöð rambyggilegur svartur sívalningur, 4 álna hár en 3 álnir í díameter. — Eg er blaðamaður við Ingðlf, sagði ég, og langar til að sjá kosningavélina yðar. — — Aldeilis! sagði hugvitsmaðurinn, þér eruð kannske Ingimundur. Ég gaf honum utanundir, svo að hann fékk glóðaraugu, en fyrirg.-.f honum þð því að ég sá að hann varð strax mjúkur. — Ja, ég á nú bágt með að sýna yður hana fyr en á morgun, því mig vantar benzin á liana, sagði hugvitsmaðurinn. Hún getur ekki starfað nema mcð benzini. — Well alvareg störf á morgun, sagði ég. Ef þér eigið til Wbisky, þá er ég ánægður. Ég get ekki starfað nema með Whiskíi. — Meiningin, sagði hugvitsmaðurinn og hnegg- jaði; fór fram og sðtti miðalausa flösku; hann er Templari. Það var komin nðtt þegar við vornm búnir með þær miðalausu. Sú með rauðu svuntuna fylgdi mór til dyra------------------- Eg kom daginn eftir til að skoða kosninga- vélina og barði að dyrum, en enginn lauk npp Ég sprengdí hurðina upp, fðr inn og ætlaði varla að trúa mínnm eigin angum. Á miðju gólfi stðð kosningavélin hvæsandi og másandi, konan sat flötum beinnm á gólfinu rétt bjá vélinni, öll dúðuð í klútum og treflum og þríhyrnum, og réri í sífollu, en drenghnokkinn 6 ára gamall stóð bak við stðl og var að halda ræðu um afnám fóðurskyldu til svonefndra Maríu og Péturslamba; stelpnhnokkinn sat út í horni eitthvað að dunda, ekki sá ég hvað, en uppi í búrinu stðð páfa- gaukurínn hvað eftir annað á haus. — Hver djöfullinn sjálfur stjðrnar öllum þess- um ðsköpum, sagði ég við hugvitsmanninn, er- nð þið öll orðin vitlaus, eða hvað? — Æ, ég held því miður að ég sé sá eini af allri familiunni, sem er með öllum mjalla. Ég hef verið að reyna kosníngamaskínuna, og hún gekk ágætlega. Alt gekk lika vel fyrst, ég lét konuna mína fara inn og kjósa og hún gerði það hvað eftir annað og ekki bar neitt á neinu. Ea svo fðr ég að taka eftir því, að hún kaus altaf hann Dr. Jón, ég hélt fyrst að það væri bara ðvart, en að eitthvað hlyti að vera að maskínunni; en það var ekkert. og þá fðr mig strax að gruna eítthvað. En alit í einu rauk hún út úr maskínnnni, og harðneit- aði að greiða atkvæði. Degar ég apurði hana hvað kæmi til, þá stappaði hún niður fætinum og sagðist þverneita að greiða atkvæði, vegna þess að það væri svo mikill dragsúgur í maskin- unni, að hún væri orðin veik og síðan hefir hún setið einsog þér sjáíð hana þarna. Svo fór ég að láta drenginn minn og telpuna mína og vinnukonuna mína greiða atkvæði og það fór alltaf vel fyrst, en eftir dálítinn tíma fór allt út um þúfur — þér sjáið nú blessuð börnin mín. Nú sá ég að telpan var að smyrja Bméri fram- aní sig og niður eftir öllum kjólnnm sinum. — Því er hún að þessu, hugvitsmaður, sagði ég. — Æ, hún heldur að hún sé fransbrauð, blessað barnið; áðan settist hún niðnr í fulla vatnsfótu, og sagðist ætla að bleyta skorpuna, og nú vill hún endilega fá mig til að borða sig með hangikjöti. — Rétt í þessu skondraði sú með rauðu svunt- una inn úr dyrunum, staðnæmdist titi í einu horninu, hvæsti dálítið og rak svo upp hvellan skræk. — Hvað á þetta að jþýða, hugvitsmaður, sagði eg. — Hún heldur að hún sé járnbraut og liggi auatur í Flóa, hvíslaði hann að mér. Eg ýtti óvart við henni áðan þegar hún kom inn á gðlfið hérna, og þá lagðist hún niður grafkyr og sagðist hafa farið tit af sporinu, og þar lá hún þangað til rétt áður en þér komuð; þá reisti eg hana við, svo hún komst á sporið aftur. En þetta alt gerir nú ekki svo mikið til; verst þykir mér að hafa engann til að kjðsa fyrir mig. ’ Alt í einu var eins og maðurinn umhverfðist allur; hann greip i vestið mitt og hélt þar rígfast og einhvernveginn hvæsti eða hvíslaði. — Þú getur greitt atkvæði fyrir mig. Þú átt bara að fara inn i maskinuna og taka í hankann. Þá verður þér snúið í hring 25 sinn- um, til þess að þú verðir óhlutdrægur, og svo snýrðu uppstandaranum á þann, sem þú vilt kjðsa, og svo verður þér snúið aftur 25 sinn- um öfugt, til þess að þú verðir ekki ruglaður — það er engiun vandi — þú gerir það, ha, gerirðu það ekki? — — — Nú var hann komiun með andlitið alveg ofan i mig, og eg sá að augun voru æðisgengin eins og i bandýitlausum manni. Hann var ekki betri en hin. Eg gaf honum á kjaftinn og sagði honum að eg væri heiðarlegur maður og léti ekki agi- téra í mér, eg kysi þegar eg vildi sjálfur og þann sem eg vildi. Nú væri eg búinn að sjá nög af maskinunni og nú vildi eg fara. Við þetta sefaðist hann dálítið, en vildi samt reyna að halda mér og sýna mér inn í maskin- una og hengdi sig fastan í einn hnappinn á treyjunni minni. Eg lamdi fjðrar framtennur úr skoltinum á honum, til þess að hann gæti betur séð inn i sjálfan sig. í sömu svifum heyrðist sú rauða hvæsa úti i horni, og nú komu tveir hvellir skrœkir og eimreiðin fðr af stað. Hugvitsmaðurinn bauðst til að fylgja mér til dyra, en nú vildi drengurinn láta fara að setja nefnd i málið um afnám fóðurskyldu til svonefndra Maríu og Péturs lamba, svo eg bað hugvitsmanninn að láta maskinuna hjálpa hon- um til þess og brunaði út með Flóa-járnbraut- 57 „Eg sé það,“ svaraði Gisborne rólega. „Móðirin er einhvers- staðar hér í nánd. Nú hafið þér svei mér þá vakið allan flokkinn." Runninn opnaðist aftur og kona blæjulaus kom fram í snatri. „Hver skaut, sahib,“ hrópaði hún til Gisborne. „Þessi sahib hann hafði gleymt fólki manns þíns“. „Gleymt? Það get ég vel skilið, því að við sem lifum saman við þá, gleymum algerlega að nokkuð sé einkennilegt við þá. Mowglí er niðri hjá fljótinu og er að veiða. Vill sahibinn tala við hann? Komið út þið ósiðuðu skepnur. Komið út úr runnunum og heilsið sahibunum.“ Augu Múllers urðu stærri og stærri. Hann stökk af baki hryssu sinni, er prjónaði, en fjórir úlfar komu fram úr mýrskóginum og dingl- uðu í-ófunni fyrir Gisborne. Móðirin stóð með barnið á handlegg sér og sparkaði þeim til hliðar þegar þeir stigu á hinar beru fætur hennar. „Þér höfðuð alveg rétt með tilliti til Möwglis“, mælti Gisborne. „Eg ætlaði mér að segja frá öllu þessu, en ég er orðinn svo vanur við þessa pilta um siðasta árabilið, að ég gleymdi því algjörlega.“ „Sleppum þvi,“ mælti Múller, „þér þurfið ekki að afsaka.“ Guð á himni! „Ég geri kraftaverk — og það verður i reyndinni eitthvað úr þeim.“

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.