Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķsafjaršarpóstur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķsafjaršarpóstur

						ísafjarðar-pöstur
I. árg.
REYKJAVlK 21. ÁGÚST 1909.
Nr. 13.
1
Stjórnarbyltingin á Tyrklandi.
í fyrra gerðu framfaramenn á Tyrklandi, Ungtyrk-
ir svonefndir, stjórnarbylting þar í landi, komu á fót
þingbundinni stjórn, veittu trúfrelsi og mörg önnur rjett-
indi. Bylting þessi gekk furðu friðsamlega og Abdul
Hamid soldán fekk að lifa við völdin.
Það leyndi sjer ekki að ýmsir »rétt-trúaðir« Mú-
hamedstrúarmenn kunnu afarilla þessum umskiftum,
einkanlega trúarbragðafrelsinu, því að þar í landi hefir
það verið sjálfsögð venja öld eftir öid, að ofsækja með
oddi og egg alla þá, sem ekki hafa trúað á Múhamed.
Eins var soldáni þvernauðugt að sleppa valdi sínu í
hendur þingsins og hugði því á hefndir þegar færi gæfist.
í apríl í vor sótti afturhaldsliðið í sig veðrið.
Frjálslyndu stjórninni var steypt frá A'öldum, stjórnar-
skráin afnumin og soldán gerðist einvaldur að nýju 13.
apríl, samfara þessu voru ýmsir leiðtogar Ungtyrkja
settir í fangelsi og sumir drepnir. Alt stjórnarfar átti
aftur að færast í sitt gamla og góða horf.
En afturhaldsliðinu og soldáni varð ekki kápan
úr þvi klæðinu og varð þeim að þvi, að ekki er sopið
kálið þótt í ausuna sje komið. Leiðtogar Ungtyrkja
komu saman í borg þeirri, er Saloniki heitir, 70 mílur
frá Miklagarði, og skoruðu á þjóðina, að hrinda af sjer
okinu og stejrpa soldáni og stjórn hans af stokki. Varð
þeim ágætt til liðs, og dreif að þeim her manns hvað-
anæfa. Heilar herdeildir gengu þar í lið með þeim og
auk þess komu sjálfboðaliðar svo þúsundum skifti. —
Þeir tóku því næst á sitt vald járnbrautina, er lá til
Miklagarðs og lluttu síðan herinn og vopnabirgðirnar
áleiðis til borgarinnar. Er því við brngðið, hversu liði
þessu var vel stjórnað. Seltust Ungtyrkir síðan um
borgina.
Það sannaðist á soldáni, að skamma stund verð-
ur hönd höggi fegin. Hann sá brátt, að hverju fór
og tapaði þá fljótlega kjarkinum, kempan. Hann hafð-
ist við í höll sinni, sem heitir Jildiz Kiosk og er hún
allramlega víggirt með mörgum múrveggjum, hverjum
út af öðrum. Herlið ungtyrkja var um 30 þúsund
inanna, en soldán hafði vart meira en 4 þúsund manna
til varnar hjá höll sinni. Herinn í Miklagarði reyndist
ekki traustur, því að fjöldi hermannanna var á bandi
Ungtyrkja. — Þingmenn Ungtyrkja settust á þing í borg-
inni San Stefan   skamt  frá Miklagarði,   meðan á þessu
stóð og lýstu því yfir, að þjóðþing væri sett og við það
væri að semja. Var því þegar lýst, að soldán væri
settur frá völdum, en í slað hans valinn bróðir hans
Reschid Eff'endi, 55 ára, er verið liafði í fangelsi hjá
bróður sínum í 33 ár. Hann er kallaður Múhamed
fimmti. Síðan réðst liðið til inngöngu í horgina og varð
þar lítið viðnám veitt fyrr en kom að virkjunum í
námunda við höll soldáns. Varð þá harður bardagi og
lauk svo að liðsmenn soldáns urðu að gefast upp. Her-
skipin á höfninni höfðu gengið í lið við Ungtyrkja og
hótuðu að skjóta á höllina, ef her soldáns hætti ekki
tafarlaust allri vörn og varð hann þá að láta undan.
Her Unglyrkja reif niður vatnsleiðslu, sem lá inn í höll-
ina, sleit raíl\7singarstrengi og tepti allan vistaflulning til
hallarinnar, svo að soldán sat í myrkri og hafði ekki
annað en kálmeti af skornum skamti siðustu þrjá dag-
ana áður en hann gafst upp. Tók þá þjónustufólk og
jafnvel konur hans að læðast burt frá honum og var
orðið næsla þunnskipað í höllinni þcgar hann var tek-
inn. Sagt er að fallið hafi um 2 þúsundir manna í
bardaganum um virkin. Soldánsliðið var llett vopnum
og makedónskir hermenn Iátnir halda vörð um alln
borgina.    Þetta var 27.  apríl.
Þjóðþingið sendi nú nefnd manna lil þess að lj;i
soldáni afsetning hans. Var Enver Bey, yíirherforingi
Ungtyrkja, foringi nefndarinnar og voru þeir 5 saman.
Soldáni varð mjög hverft við komu þeirra og hugði, að
nú ætti að drepa sig. Varð þessi gamli blóðhundur
skelfdari en frá megi segja, lleygði sér llölum á gólf'-
dúkinn og engdist sundur og saman. Orgaði hann í
sífellu: »Gelið mér líf, gefið mér líf, eg skal gera hvað
sem þið viljiðk Sendimenn horfðu bljóðir á þessi Iæti
soldáns, og þegar hann þagnaði loks, þá ílýttu þeir ser
að þylja yíir honum afsetninguna.
Því næst komu hermenn og fiuttu soldán burt úr
höllinni. Var hann settur í vopnaða járnbrautarlesl og
með honum nokkrar konur hans, prinsar tveir synir
hans og tveir þjónar. Þessi hópur var síðan íluttur til
borgarinnar Saloniki. Þar var honum fengið allveg-
legt hús til ibúðar og sómasamlega með hann farið,
en varðliðið hefir vakandi auga á honum, eins og nærri
má geta, að hann sleppi ekki á brott.
Auð sinn allan var soldán Iátinn ánafna ríkinu, og
er sagt að það fé hafi verið (sem fundist heíir) uni
820 miljónir króna í gulli. Mestöllu þessu fé hafði
soldán stolið af tekjum ríkisins. Soldán var mesti svið-
ingur og  féníðingur alla ævi, og   timdi aldrei að sjá al'
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52