Landið

Tölublað

Landið - 29.09.1916, Blaðsíða 3

Landið - 29.09.1916, Blaðsíða 3
L ANDIÐ 155 Alandseyjar, heita eyjar nokkrar miili Svíþjóðar og Rússlands. Lúta þær Rússum. Hafa þeir vígirt eyjarnar og þykir Svíum það fjandskapur í sinn garð, en Rússar lofa að rífa niður vígin eftir striðið og hefur málið svo hjaðnað niður í bráð. — íbúar eyjanna eru sænskir, og komust þær fyrst undir yfirráð Rússa 1809. Árið 1856 skuldbundu Rússar sig til að víggirða ekki eyjarnar, en nú eru loforð ekki mikils virði. Frá Álandseyjum er aðeins 6 klt. ferð til Stokkhólms. Svíþjóð er vinstra megin á myndinni, en Finnland hægra megin að ofan. Hægra megin að neðan sést partur af Eistlandi og eyjarnar Dagö og Ösel (Eysýsla), sem lúta Rússum, þótt íbúarnir sé sænskir. í Tolhyníu á Rússlandi hefur ófriðurinn geisað með miklum ósköpum, og fjöldi íbúanna hefur hröklast frá heimilum sínum. A myndinni sjást austurrískir hermenn, sem eru að slökkva elds- voða í þorpi einu. í það skiftið hafa þá Rússar kveikt í. Afgreiðsla Landsins er flutt í Bárubúð (uppi). Ætli það sé eigi af því, að þeir eru þaulkunnugir h'ógum og þórýum kjördæmisins — eru aldir þar upp og þekkja vel til? En nú er ein- mitt svo háttað um Bjarna. Á móti þessu vegur það ekkert, hvort mað- urinn er nú búsettur í kjördæminu, eða ekki. Þetta hafa Dalamenn séð undan- farin ár og munu ekki láta fleka sig neitt nú, hvað sem reynt verð- ur til þess. Pýzk rödtl. íslandsvinurinn M. phil. Cdrl Kiichler hefur, í Wéser-Zeitung 20. ágúst f sumar, ritað grein um .verzlunarkúgun Englendinga við ísland". — Þar athugar hann og, hve mikið hafi verið flutt af ís- lenzkum afurðum til annara landa, og þykir helzt til Iítið hafa verið gert að því af Þjóðverja hálfu, að fá sinn skerf af íslenzku verzlun- inni. Fer hann mjög loflegum orð- um t. d. um smjórbúin íslenzku, fyrir hreinlæti og góðan tilbúriing á smjöri. Kúchler bendir löndum sínum á, að hafa augun opin framvegis, og vér íslendingar getum einungis verið glaðir yfir því, að Þjóðverjar auki viðskifti sín við oss að stríð- inu loknu, þar eð alkunnugt er, hve góðar og ódýrar vörur þeir hafa að bjóða í ýmsum greinum. En ekki trúum vér því, sem hinn heiðraði höfundur gerir ráð fyrir sem möguleika: Að Englend- ingar „stingi okkur í vasa sinn". Virðist ekki ástæða til, að ætla þeim slíkt enn sem komið er. Seljossjunðurinn. Af þingmálafundinum á Selfossi í Arnessýslu hefur oss verið skrifað þaðan að austan, af manni, er var þar viðstaddur: „Ég hafði lofað yður, herra rit- stjóri, að skýra yður frá því helzta, sem gerðist á Selfossfundinum. Öll 6 þingmannaefnin voru þar og all- margir kjósendur. Böðvar Magnússon á Laugar- vatni lýsti þegar yfir því, að hann drægi sig til baka. Gestur Einarsson hóf fyrstur um- ræður og talaði liðlega. Þá talaði þar og Árni Jónsson í Alviðru og gerðu menn góðan róm að ræðum hans, enda er hann vel máli farinn. Þá komu Heimastjórnarmennirnir 3 fram á vígvöllinn og lifnaði þá yfir umræðunum, því að kaldur gustur blés á móti þeim. Jón Þorláksson sagði þingheimi blátt áfram, að ef Árnesingar kysu sig ekki nú, þá mundi hann stein- hætta að beita sér meira fyrir járnbrautarmálinu, eða skrifa meira um það, rétt eins og það væri kjósendum í hag, að fá að svitna undir járnbrautinni hans. Einhver í hópnum sagði upphátt, að J. Þ. væri búinn að skrifa langt um meira en nóg um járnbrautina. Þá var J. Þ. meðal annars spurð- ur, hvort hann vildi styðja Lands- bankann. Þess kvað hann ekki þörf, þar sem hann hefði átt svo mikið inni erlendis um síðasta nýjár. Heldur víturleg ályktun eða hitt þó heldur. Guðm. Guðmundsson hélt greina- góða ræðu á móti sendlunum úr Reykjavík. Kvað þá ekki koma til þess að starfa fyrir Árnessýslu; gætu þremenningarnir (S. S, E. A. og J- Þ) því rólega farið heim til sín. Þeirra saknaði enginn. Sigurður ráðunautur fékk þung ámæli fyrir stefnuleysi í þinginu, að hann hringlaði frá einum flokki til annars, enginn gæti reitt sig á það sem hann segði. Fyrir traust- leysið í þinginu, sem af þessu stafaði, hefði hann ekki enn komið svo miklu til lciðar, sem að fá brýr á sprænurnar í Ölvesinu. Éinar ráðherra hafði sig Iítið í frammi, sat í þungum þönkum úti í horni, rétt eins og yfir hon- um grúfði dómur þjóðarinnar allrar frá 5. ágúst og lái ég honum það ekki. Mikinn sóma gerðu Árnesingar sér, ef þeir gætu haldið saman um að reka sendlana frá höfðingjunum í Reykjavík af höndum sér, en kysu innanhéraðsmennina í staðinn með þvf beina fororði, að þeir styðji aldrei þann óþjóðalega lýð". €ggert Stejánsson söng í Bárubúð á laugardagskvöld- ið var. Húsið var troðfult, svo sem vænta mátti. Söngskráin var fjölbreytt. Söng hann m. a. Sieg- munds Lifbesgesang úr Valkyrjum Wagners, Sidste Reis eftir Eiv. Alnes, Zueignung eftir Strausz, Stóð ég úti í tunglsljósi eftir Svbj. Sveinbjörnsson og 3 lög eftir Tosti. Gerðu áheyrendur að þessu hinn bezta róm, því að þar fór saman fegurð tónsmíðanna og meðferð Eggers á þeim. En aðall kvölds ins voru Iög þau, fimm að tölu, er Eggert söng eftir Sigvalda Kaldalóns, bróður sinn. Ætluðu þá áheyrendur af göflum að ganga af fagnaðarlátum og lófaklappi. Var tónskáldið tvisvar kallað fram. Það er og orð að sönnu, að mönnum gafst raun á, að nýtt tónskáld er upp risið meðal vor, tónskáld, sem getur látið hvern hugblæ og náttúruhljóm leika f tónum, tónskáld, sem er svo ís- lenzkt í anda, að það er sem dýpstu og viðkvæmustu strengir íslenzkrar náttúru og íslenzks sálar- Iffs ómi í lögum hans. Einna greinilegast kemur þessi íslenzki blær fram í laginu við Ríðum, ríðum, rekum yjir sandinn. Er þar sem heyra megi öræfaauðn- ina umhverfis, hið jafna brokk heimfúsra hesta, kvöldskuggana sem lengjast í fjarska og einveru- beig ferðamannsins. Ekki er sfðra lagið við Soýðu, soýðu góði, mjúk og viðkvæm vögguvfsa — og ekki er um að viilast. Það getur einungis verið íslenzk móðir, sem syngur svo yfir barni sínu. Það ber boð frá baðstofunni, þar sem móðirin svæfir barnið með ferskeytlum og þulum. Og undiraldan angurværa hefur sérstakan íslenzkan blæ. En fljótt verður yfir sögu að fara. Hin lögin hétu Ásareiðin, íslenzk vetrarnótt í goðfræðilegum hrikabjarma, Þótt þú langförull legðir og Ég lít í anda liðna tíð. Mætti um þau margt segja, þótt ógert verði látið hér sð sinni. — Mörg lög söng Eggert tvívegis að ósk áheyrenda, og að lokum söng hann utan söngskrár Sverri konung eftir Svbj. Sveinbjörnsson. Eggert fer nú utan til Svíþjóðar og hyggst sfðan munu ferðast eitt- hvað um Noreg. Munum vér láta lesendur blaðsins vita á sínum tíma, hvað honum líður. Hann endurtók skemtunina með litlum breytingum á miðvikudags- kvöldið. Héðan fylgja honum hugheilar óskir allra þeirra, er nokkur kynni hafa af honum. Ritfregnii*. Ljóslð, tímarit Einars Jochums- sonar, 6. ár, er nýlega komið út. Fer hinn aldni þulur þar á sprett- um og kemur víða við. Um hörraungarnar í Witten- berg. Opinber skýrsla til brezku stjórnarinnar (þýðing) Er þar lýst hörmungarástandi brczkra og ann' ara fanga í fangabúðunum í Witt- enberg, er taugaveiki geisaði þar í fyrra. Er þar ýmislegt ljótt að heyra, en sem betur fer, mun því- líkt ástand eindæmi, að því er skýrsla þessi segir, og þar að auki ekki víst, hve réttorð hún er. Dýraverndarinn, 5. blað, er nýkominn út. Eru þar frásögur og þarfar hugvekjur, t. d. um kynbœt- ur, hestajárningar, heyásetning o. fl. Prestar landsins ætti að ganga á undan með það, að kaupa Dýra- verndarann og hvetja sóknarbörn sín til þess. Hann sáir mörgum góðum frækornum, sem munu bera ávöxt, ef að er hlúð. (jlímubók, gefin út af íþrótta- sambandi íslands. Með 36 mynd- um. Rvík 1916. íþróttasambandið hefur ásett sér að gefa smámsaman út kenslubæk- ur í þeim íþróttum, sem það hefur með höndum, og er þessi sú fyrsta. Virðist og einkarvel til fallið, að byrja á okkar einu þjóðlegu íþrótt, sem þar að auki er meðal fegurstu íþrótta. Höfundar bókarinnar eru afbragðs- glímumenn. Eru það þeir Guðm. Kr. Guðmundsson, Ltallgrímur Bene- diktsson, Helgi Hjörvar, Magnús Kjaran og Sigurjón Pétursson. Myndirnar cru teknar af Ólafi Magnússyni ljósmyndasmið og eru prýðilega af hendi leystar. Boffi Bpynjólfsson jflrréttarmálaflntuingsmaðnr. Skrifstofa í Aðalstræti 6 (uppi). Venjulega heima kl. 12 —r og 4—6 e. ni. Talsími 250. Fremst er inngangur, um upp- runa og sögu glímunnar, eftir Helga Hjörvar, ásamt nokkrum athuga- semdum um sama efni eftir Guðm. landlækni Björnson. Þá kemur hin eiginlega glímulýsing, eftir ofan- greinda höfunda: Almenn atriði (glímuvöllur, glímutök, búnaður, að- staða í glímu) og glímubrögðin. Er síðastnefndur kafli að vonum lengst- ur. Þá er rætt um byltu, kaþþglím- ur og bœndaglímu. Að síðustu nokkrar bendingar og fyrirmœli um íslenzka glímu sett af í. S. í. Bókin er öll næsta vel úr garði gerð, og eiga höfundar og í. S. í. þakkir skilið fyrir hana. Hún er nauðsynleg öllum þeim, er læra vilja að glíma fallega og heiðar- lega, en eigi eiga kost á kenslu hjá afbragðs-glfmumönnum — og þeir eru flestir. Ætti hún því að verða sem allra-útbreiddust. Bókinni fylgja endurskoðuð lög í. S í. Fréttir. Aldarnfuiæli liiblíufélngsius íslenzka var 10. sept. síðastl. Stofn- andi þess var sr. Ebenezer Hendcrson, skozkur prestur, er ferðaðist hér úm land (1814—15) og skrifaði bók um ferð sína, er heim kom og bar íslend- ingum mætavel söguna. Kvaðst hann hafa lifað hér „tvö sælust sumur æfi sinnar". Henderson var ættaður úr Orkneyj- um, fæddur 1784, en andaðist 1858. Upplýsingar þessar eru teknar eftir Nýju Kirkjublaði 15. sept, sem alt fjallar um stofnun Biblíufélagsins. Hljónilcikar. Hr. Pdll ísólfsson lék á orgel 1 dóm- kirkjunni á sunnudagskvöldið var. Að- sókn var mikil og láta áheyrendur af hið bezta. Jarðarför Ásgeirs heit. Torfasonar fór fram á mánudaginn var, að viðstöddu fjöl- menni. Báru kennarar Iðnskólans kist- una út úr heimahúsum, bekkjarbræður hins látna inn 1 kirkjuna, háskólamenn út úr kirkju, en meðlimir Verkfræð- ingafélagsins inn 1 kirkjugarð. Sr. Jóhann Þorkelsson jarðsöng. Bjarni Jónsson frá Vogi hafði kveðið vísur þær, er hér fara á eftir, undir nafni móður hins látna. Mörg mér blæddi æfi-und, enginn mátti hlífa. Raunir mínar rökkurstund reyndi hver að ýfa. Gnægri hefði ellin átt yfir sorg að búa, þótt hún hefði meiri mátt missi undan snúa. Þeirrar líknar lét mig þó lífið ekki njóta, yfir þyngra böli bjó banadísin skjóta. Til að skýra munar mein máttur orðsins þrotnar, þegar laufguð, gróin grein græn af stofni brotnar. Þú 1 æsku undir við ylinn vona minna, lífsins vor og léttan klið. ljúflings drauma þinna. Bjó eg þig til starfs og stríðs, styrkti sem eg mátti óskmög þann, sem lands og lýðs lækna sárin átti. Þó ert þú nú fallinn frá, falinn sjónum mínum; ellin gráta aðeins má yfir moldum þínum. Ef mig nú ei þryti þrótt, þegar vegir skilja, mundi eg þínum þrautanótt þessa létta vilja. Prentstniðjan Gutenberg.

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.