Landið


Landið - 25.05.1917, Blaðsíða 1

Landið - 25.05.1917, Blaðsíða 1
r lUlatyAri: J«k*b Jék. Sméri arUum Stýrim«nnastl( I B. LANDIÐ Afgreiðslu og innheimtum. Ólafnr Ólafsson Lindargötu 25. Pósthólf. 353. 21. tölublað. Reykjayíb, fóstudaginn 25. maí 1917. II. árgangur. Arni Eiríksson. | Heildsaía" 3 Tals. 265 og 554. Pósth. 277. 1 smasaia. | — Veínaðarvörur, Prjóiiavörur mjög fjölbreyttar. - Siumavélar með fríhjóli og 5 ára verksmiðjuábyrgð. Smávörur er snerta saumavinnu og hannyrðir. Pvotta- og Iirelnlætisvörur, beztar og ódýrastar. Tækifærisgjafir — Jóiagjafir — Leikföng. Bogi Brynjólfsson yflrréttarmálaflntningsinaónr. V. B. K. Yandaðar vörur. Ódýrar vömr. Léreft, b!. og óbl. Tvisttau. Lakaléreft. Rekkjuvoðir. Kjólatau. Cheviot. Alklæði. Cashimire. Flauil, silki, ull og bómull. Gardinutau. Fatatau. Prjónavörur allsk. Regnkápur. Gólfteppi. Pappír og ritfóng. Sólaleður og Skósraíðavörur. Heildsala. Smásala. Verzlunin Jjörn Xristjánsson. Skrifstofa f Aðalstræti 6 (uppi) Venjulega heima kl. 12—i og 4—6 e. m. Talsími 250. Verkaskifting. Sam vi n na. Eins og það er eðlilegt, að allur aragtúinn af verkefnum heimsins skiftist á milli ýmissa stjetta eftir kunnáttu, eins er það sjálfsagt, að hinar ýmsu stéttir í landinu starfi í bróðurlegri samvinnu. Og engin stétt er sjálfri sér nóg. Hvernig ættu t. d. þessar 15 þús. manna í Reykjavík að komast af, sem eru nú skiftar í svo margar stéttir, ef hver stéttin fyrir sig hugsaði sér að passa upp á, að aðrar hefðu sem minst gagn af sér. Tilveran ætlast til, að einn lifi á ððrum. Ög finst mönnum ekki, að niðurstaðan sé altaf sú, að ein stéttin lifi á annarri, hversu mikið, sem menn leggja á sig til þess að vinna á móti þessu náttúrulögmáli ? Stéttamunurinn á ekki að miða að því, að ein stétt geri annari sem minst gagn, heldur sem mest gagn vegna sérþekkingar sinnar. í máli voru er máltæki, sem nú er því miður farið að fyrnast, mál- tæki, sem menn höfðu oft um hönd, er þeir létu í ljósi, hvar arð- urinn af viðskiftum þeirra ætti að lenda. Þeir orðuðu það svo, að bezt sé, „að báðir hafi haginn", kaupandi og seljandi. Máltækið mun hafa myndast út af viðskift- unum milli aðal-stétta landsins, sveitabænda og sjávarbænda. Mál- tækið felur í sér gófugmensku og kærleika milli stéttanna. Hvað oft heyrir maður nú þessu máltæki haldið á lofti? Og hve margir hugsa svo nú? Annað orðtak var og alment samtímis, að þeir, sem samskifti höfðu, kölluðu hver annan „skifta- vin*. Það orðtak heyrist ekki lengur. Það er náskylt hinu orð- tækinu og sýnir, að þeir, sem skift- ust á, urðu vioir og það tryggir viðskiftavinir, af því þeir gátu svo vel sætt sig við það, að báðir nytu hagsins, kaupandi og seljandi. — Hvar er viðskiftatrygðin nú? Alt bendir til þess, að stéttirnar séu að fjarlœgjast hver aðra og kuldi að skapast milli þeirra í stað vináttu, og það getur ekki stafað af öðru en því, að þær hafi útrýmt úr huga sínum orðtækjunum gömlu, sem ég áður nefndi. Alt virðist benda á það, að ýmis- legur félagsskapur, sem nú hefur myndast á seinni árum, bæði meðal æðri og lægri stétta, hafi fyrir aug- um, að mynda nokkurs konar „lífs- ábyrgð" fyrir sina stétt, á kostuað annarra, til þess að tryggja það, að munnur og magi hafi alt af nóg, Og auðvitað er það mikilsvert. En það ætti þó ekki að vera aðal- markmiðið með félagsskapnum, og allra sfzt einasta markmiðið, hcldur að styðja heildina. Sjávarútvegurinn hefur breyzt nokkuð á síðari árum, skipin hafa stækkað, en þó er fjöldi útgerðar- manna enn, sem fiskar með gamla laginu á opna báta. Það var algild regla um opin skip, og er það enn þann dag í dag, að sá, sem átti skipið, fékk 2 hluti fyrir skip og veiðarfæri, og í sum umveiði- stöðum fékk skipseigandi vænsta fiskinn, sem kom á skip, svonefnd- an „seglfisk", ef skipið hafði segla- útbúnað. Þessi hlutdeild skipeig- anda í aflanum var ágætisborgun, svo, að ef þeir gerðu út fleiri opin skip, og ef þeir voru í meðallagi hepnir, þá urðu þeir stórefnaðir, urðu sveitarhöfðingjar og létu margt gott af sér leiða. Á skipum þess- um voru jafnt sveitamenn og sjáv- armenn, og kvartaði enginn. Það þótti svo sem sjálfsagt, að sá, sem átti alt í hættunni, og hafði mest- an dugnaðinn og framsýnina, nyti þess hags af sameiginlegum afla, sem trygði, að útgerðin í meðal- ári gæti borið sig, Næsta stigið voru kútterarnir. Framan af borgaði útgerðin sig heldur vel; þó var hagur útgerðar- raanna aldrei, að tiltölu, eins mikill eins og á opnu bátunum. En eftir því sem kútterunum fjölgaði, báru þeir sig ver vegna þess, að kaup- gjald sjómanna steig um of vegna óeðlilegrar eftirspurnar. Útgerðar- Frelsisslyttan í New York er nú fyrir nokkru orðin uppljómuð með rafmagni allar nætur. Var mikill útbúningur við það og stór hátíða- höld, er ljósið um hana var „vígt“ áf Wilson forseta. Standmyndin er geysi-há og sést langt utan af sjó. menn fóru því yfirleitt á höfuðið, jafnvel gamlir og grónir efnamenn, t. d. á Seltjarnarnesi. Og sjómenn- irnir mistu atvinnu sfna. Skipin urðu að engu eða voru seld til Færeyja, þar sem skipin borguðu sig betur, vegna þess, að kaup sjómanna var þar lægra. Nú er eftir að vita, hvernig gengur með nýjasta og stærsta út- veginn, hvort hann fer ekki sömu leiðina. Gleðilegt er það, að hann aflaði sér talsvert í tryggingarsjóð árin 1915 og 16, jafnframt því, sem sjómennirnir báru góðan afla frá borði; en enginn veit enn, hvernig þessa árs útgerð borgar sig, og allra sízt, hvernig hún borg- ar sig alment. Augljóst er, að margir bíða stórtap. Þakklátur er ég þeim, sem í alvöru og einlægni vilja styrkja litilmagnann til þess að bera sem mest frá borði hjá útgerðinni og annarstaðar. En það er vandratað meðalhófið. Og það tel ég betra, að vera fátækur, en að afla sér meiri arðs með harðneskju og kulda í garð þess, er hann vinnur fyrir, því það ástand gerir engan sælan, sem er þó aðalatriðið. Og til allrar hamingju erum við ekki svo langt leiddir, og vonandi verð- um það aldrei, að eigi megi kom- ast að sanngjörnum samningum með góðu, þannig að „báðir hafi haginn", og að menn geti haldið áfram að kalla hver annan „við- skiftavin". En allmikil ábyrgð hvílir á þeim nieiri máttar í þessu efni og á þessum freistinganna tímum, þar sem eðlileg samkepni er svo trufluð. Og gæta verða þeir að, að gefa ekki réttmætt tilcfni til kuldans, þó að verzlunaráhættan sé nú í öllum greinum meiri en nokkru sinni áður. P. Holger Wiehe og utanríkismálin, Holger Wiehe háskólakennari, sem kunnur er að veivild sinni til íslands og hleypidómalausum skiln- ingi á viðureign vorri við Dani um stjórnmál vor, ritar nýverið í ísa- fold grein um utanríkismál vor af nokkuð öðrum anda, eða að þvf er virðist, minna skilningi, en vandi hans er. Að vísu afneitar sér ekki undir niðri velvild hans, en fullum mæli vill hann ekki úthluta oss. Að vér tökum algerlega við utan- ríkismálum vorum, segist hann álfta, að sé „sama sem sambandsslit". og hann bætir við þeirri staðhæf- ing, að „konungssamband getur að- eins blessast, svo framarlega sem konungur sé einvaldur". Þetta hefur lengi verið látið klingja fyrir oss frá dönskum og íslenzkum andófs- mönnum íslenzks sjálfstæðis. En þetta hefur aldrei verið annað en — mér lá við að segja marklaus — staðhæfing, aldrei studd af neinum frambærilegum eða sennilegum rök- um, og því síður sönnuð. íslenzkir sjálfstæðismenn og óvilhallir útlend- ingar, sem gott skyn bera á, t. d. próf. Gjelsvik, hafa látið gagn- stæða skoðun í Ijósi, að konungs- samband eitt gæti vel staðið með fullri sæmd og sjálfsagt ýmsum hagsmunum fyrir bæði rlkin. En háskólakennarinn segir, að „þá væri betra að slíta samband- inu alveg", og að „Danir viljaekki það samband, sem er þýðingar- laust eða jafnvel gæti orðið öðrum eða báðum aðilum að ógagni". Já, oss íslendingum finst Danir telja sambandið þýðingarlaust, nema þeir séu yfirþjóð yfir oss. Ekki aðeins fari með utanríkismál vor, og það einir, heldur bindi sérmál vor í dönsku ríkisráði í þeim eina og beina tilgangi, að hafa þar yfir- þjóðar-eftirlit með þeim. Það er ekki um að villast, að þeir eru yfirþjóð að mannfjölda og auði og þeim yfirburðum, sem því fylgja. Um það metumst vér ekki. En þeim, sem minniháttar er, ber engu síður nauðsyn og réttur til að ráða sínu sjálfur, heldur en þeim, sem meira hefur handa á milli. Ég skal ekkert segja um það, hvort betra væri að slíta samband- inu alveg. Það getur vel verið, að hugur Islendinga sé að hneigjast meira og meira að því. En engin rök færir háskólakennarinn fyrir því, fremur heldur en aðrir, sem sama hafa Iátið sér um munn fara. Aðeins er áreiðanlega betra að slíta sambandinu, ef það getur ekki orðið betra en það er. Fyrir því þarf engin rök að færa. En ekki verður séð, hvers vegna konungssamband eitt ætti ekki að geta staðið milli landanna með fullri sæmd fyrir bæði og sjálfsagt ýmis- legu gagni fyrir bæði af þeim við- skiftum, andlegum og efnalegum, sem vafalaust mundu einnig fylgja því sambandi engu síður né minni, heldur en fylgja því forráðamanns- sambandi, sem Dönum, því miður með atfylgi sumra íslendinga, enn tekst að halda oss í nauðugum. Ekki rýrist krúna konungsins, sem um margar aldir hefur stýrt báðum ríkjunum, þótt þau ríki séu bæði alfrjáls og fullráðandi öllum mál- um sínum. Og hættur, sem ættu að stafa af því, að sambandið væri konungssamband eitt, eru ekki ann- að en spádómur, sem með engum sennilegum lfkum hefur, mér vitan- lega, verið studdur. Aðalhættan fyrir hvort ríkið sem er, mundi víst vera sú, að ef hitt óvingaðist við aðrar þjóðir, þá yrði það dregið með inn f þá óvináttu og ef til vill ófrið. En til að afstýra þeirri hættu, hlýtur að vera bezta ráðið, að sambandið sé þannig lágað, að þótt annað misti hlutleysisstöðu sinnar, þá þurfi hitt ekki að glata hcnni, t. d. fyrir utanríkisráðstaf- anir, eða samninga, sem annað hefur gert fyrir sjálft sig, vegna sinna ástæða, sem eru alt aðrar en hins. — Því takmarki má auð- vitað ná með því, að slíta sam- bandinu. En jafnvíst er hitt, að það næst ekki með því, að annað fari með utanríkismál hins. í því

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.