Tímarit.is   | Tímarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Landiğ

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Landiğ

						128

LANDIÐ

1914—1917.

I

1914    1915    1916

1917

Mynd þcssi er frönsk og á að sýna franskan hermann öll stríðs-

árin. Eins og menn sjá, hafa ýmsar breytingar orðið á búningnum.

Myndin gerir ráð fyrir, að hermaðurinn komist alkominn heim til konu

og barna 1917, en ekki virðist nú blása byrlega með jrað ennþá.

Alþýðufræðarinn

Guðmundur Hjaltason.

Guðm. Hjaltason er nýlega kom-

inn úr fyrirlestraferð um Stranda-

sýslu. Flutti hann í þeirri ferð fulla

60 fyrirlestra.

Það er óhætt að fullyrða, að

enginn núlifandi íslendingur hefur

lagt eins mikið á sig, eða fórnað

eins miklu fyrir alþýðufræðslu hér

á landi og G H. Hann hefur ferð-

azt gangandi um landið þvert og

endilangt vetur eftir vetur, til þess

að halda fræðandi og mentandi

fyrirlestra fyrir almenning. Alstað-

ar er hann boðinn og búinn til að

leiðbeina ungum sem gömlum, og

hverjum manni er hann fyrirmynd

í hegðun og allri framkomu.

Tvent er það, sem aðallega styð-

ur að því, að G. H. er fært að

taka að sér þessar erfiðu og hættu-

legu fyrirlestraferðir að vetrinum,

og það er hvað hann er nægju-

samur og heilsuhraustur. Þeir

mundu verða færri, sem fetuðu f

fótspor hans og gerðu eins litlar

kröfur til líkamlegra þæginda á

fyrirlestraferðum og hann gerir.

Þótt hann sé kominn á sjötugs

aldur, stundar hann iðulega Hkams-

a>fingar og sjóböð. Þetta stælir

krafta hans og eflir heilsuna, sem

ásamt einfóldum lifnaðarhætti gerir

hann færan um,  að leysa af hendi

Vér viljum

vekja athygli lesendanna á

öllum auglýsingum, sem í

blaðinu standa.

þau störf, sem öðrum mundi þykja

ómöguleg.

En nú er svo komið, að G. Hj.

getur ekki snúið við á þeirri braut,

sem hann er kominn út á. Hann

hefur brotið allar brýr að baki sér,

og verður nú, hér eftir sem hingað

til, að helga alþýðufræðslunni óskifta

krafta sína, hvað sem kostar, allir

aðrir framtíðarvegir eru honum

lokaðir. Um eitt skeið var hann

ekki neyddur til að velja sér þetta

starf. Hann var svo efnum búinn,

að hann gat orðið bóndi á sjálfs-

eignarjörð, en nú er það alt farið,

utan lítilfjörlegt hús, sem hann hefur

látið byggja yfir sig í Hafnarfirði.

Aðra eign á hann ekki.

Það  er eins og eigi að dæmast

á  þessa  þjóð,  að  þeir skuli allir

vera öreigamenn, sem starfa að al

þýðumentun  hér  á  landi, í hvaða

mynd sem þeir gera það.

Sfðustu árin hefur Guðm. Hj.

fengið 600 kr. styrk úr landssjóði;

það er smánarlega lítil þóknun fyrir

það starf, sem hann innir af hendi

Nú fer hann fram á 200 kr hækk

un. S'jórnin h-fur tekið þið á fjéf

'öfí'n, og er það góðra gjalda veit

Styrkbeiðni G. Hj. lýsir svo mikillí

óeigingirni, að enginn annar, í

kringumstæðum hans, mutidi fara

fram á svona litla upphæð. Væri

það vel gert, G. Ilj til handa, ef

Alþingi veitti honum 1000 kr. á

ári Það sýndi, að það viðurkendi

hið þýðingarmikla starf hans. Því

fé yrði áreiðanlega vel varið til

alþýðufræðslu. En þcss mun langt

að bíða, að G. Hj. sæki sjálfur uni

þann styik, sem hann verðskuldar

og hefur margfaldlega unnið til

Gæti hann lagt fram meðmæli frá

fjölda málsmetinna manna, erlendra

og innlendra, sem fyllilega viður-

kenna hafikika hans sem alþýðu-

fræðara.

Til frekari skýringar á starfcemi

G. Hj. skal bitt hér yfirlit yfir það,

sem hann hefur afkastað síðastl 8

ár með 400—600 kr. ársþóknun

úr landssjóði.

I.   Fyrirlestraferðir: Farnar 2

ferðir um Skaftafellssýslurnar, 5 um

Árnessýslu, 5—6 um Borgarfjarðar-

sýíJu, 5 um Gullbringu- og Kjósar

sýslu, 4—5 um Mýra og Hnappi-

dalssýslu, 3 um Snæfellsnessýslu, 1

um Dalasýslu, 2 um Barðastrandar-

sýslu, 1 um V.-ísafjarðarsyslu, 2

um Húnavatnssý.slu, 2 um Skaga-

fjarðarsýslu, 1 um Eyjafjarðarsýslu

og 1 um Strandasý.ilu; samtals 40

fyrirlestraferðir um I7.sýslur.

II.   Fyrirlestrar fluttir samtals

940, að meðaltali á ári um 118

„I.j»nclið"

kemur út einu sinni í viku

og kostar 3,00 kr. árgang-

urinn, ef fyrirfram er greitt,

en 4,00 kr. ef greitt er eftir á.

í kaupstöðum má borga á

hverjum ársfjórðungi. Útgef-

andi: Félag f Reykjavík.

Afgreiðslan er á Hverfisg.

18. Opin á hverjum degi

kl. 1—4. Pósthólf 353.

Sími 596. Um alt sem að

henni lýtur, eru menn beðn-

ir að snúa sér til afgreiðslu-

mannsins.

Ritstjóri og ábyrgðar-

maður: Jakob Jóh. Smári,

mag. art, Stýrimannastíg 8

B. Venjulega heima kl 4—5

e  h. Talsími 574

I Nýir kaupendur

að

LANDINU

ættu að gefa sig fram sem allra fyrst.  I

LANDIB er allra blaða ödýrast hérlendis. I

Afgreiðsla Landsins

er á Hvernsgötu 18.

Opin alla virka dag-a kl. 1-4.

Auk þess sem fyrirlestrarnir hafa

verið fluttir fyrir eigin reikning og

margir ókeypis, hafa þeir lfka verið

haldnir að tilhlutun ýmsra félaga,

svo sem Búnaðarfélags íilands, Stúd-

entafélagsins, ungmennafélaga og

sýslu'elaga. Þá hafa þeir og verið

fluttir í ýmsum skólum, einkum

Flensborgarskóla.

III. Efni fyrirlestranna hefur

meðal annars verið þetta:

i. flokkur: Trygð við ættjörð

og hugsjónir. Heilræði handa æsku-

lýðnum. Uppeldismál. Almennar

heilbrigðisreglur  og líkamsæfingar

2. flokkur: Hallgrímur Péturs-

son sálmaskáld. Jón biskup Vída-

lín. Jónas Hallgrímsson skáld

Norsku skáldin. Söfn Lundúna-

borgar. Bjarni Thorarensen sknld.

Knstján Jónsson skáld Jón Sig

urðsson forseti.  Jón Arason biskup

3 flokkur: Lýsing Noregs Al-

þýðleg stjörnufræði. Dulfræðin

nýja. Dýralífið Um Svíþjóð Um

Danmörk.   Ura  íslerzku  bænda

19

íHvaðan kemur hann, bróðir Pedrofc

spurði annar.

>Út úr fjallinuc

»Yfir fjallið kom égc, sagði Nunez, »frá

landinu hinumegin — þar sem menn sjá.

Frá sveitinni kringum Bogota, þar sem eru

hundrað þúsund manns, þar sem maður

missir sjónar á borginni".

»Sjónarf« tautaði Pedro. »Sjónar«.

»Hann kemur út úr fjallinu«, sagði hinn

blindi maðurinn.

Nunez sá að föt þeir voru með undarlegu

sniði; hver treyja var saumuð á sérstakan hátt.

Þeir gerðu hann hræddan með því að

koma til hans allir í einu með útrétta hönd.

Hann hörfaði undan þessum iðandi fingrum

sem nálguðust.

»Komdu hingað«, sagði þriðji blindi mað-

urinn, og um leið kom hann á eftir honum

og greip í hann.

Svo héldu þeir Nunez föstum og þukluðu

hann, en sögðu ekkert fyr en þeir voru

búnir að því.

»Varlega«, kallaði hann, þegar einn þeirra

rak fingurinn í auga hans. Hann sá að þetta

2

20

líffæri með hin hreyfanlegu augfialok var

þeim nýstárlegt. Þeir þukluðu það aftur.

»Þetta er merkilegt dýr, Correa*, sagði

sá sem hét Pedro. »Finnurðu hve harið er

strítt. Svipað lamahári".

»Hrufóttur er hann eins og fjallið, sem

hefur getið hann af sér«, sagði Correa og

þuklaði órakaða hökuna á Nunez með mjúkri

og dálítið þvalri hendi. »Ef til vill verður

hann snotrari með tímanum«. Nunez sýndi

dálftinn mótþróa gegn áleitni þeirra, en þeir

héldu honum föstum.

»Varlega«, sagði hann aftur.

»Hann talar«, sagði hinn þriðji »það

hlýtur að vera maður*.

»Sei-sei«, sagði Pedro, þegar hann fann

hve treyjan var grófgerð.

»Og ertu nú kominn inn í heiminnf*

spurði Pedro

»Út úr heiminum. Yfir fjöll og jökla sem

gnæfa þarna beint upp, hálfa leið til sólar-

innar. Út úr hinni víðu veiöld, sem er þarna

langt fyrir neðan, tólf daga ferð frá sjónum".

Þeir  tóku varla eftir því sem hann sagði.

»Feður vorir sögðu okkur, að náttúruöflin

21

gætu skapað menn«, sagði Correa. »Það er

hitinn og rakinn og rotnun — rotnun".

»Við skulum fara með hann til öldung-

anna«, sagði Pedro.

»Kallaðu fyrst«, sagði Correa, »svo börnin

verði ekki hrædd. Þetta er mjög merkilegur

atburður*.

Svo kölluðu þeir, og Pedro gekk á undan

og tók í höndina á Nunez til þess að Ieiða

hann til húsanna. En hann dró að fér höndina.

»Eg hef sjón«, sagði hann.

»Sjónf«, sagði Correa.

»Já, sjónc, sagði Nunez, snéri sér að hon-

um og hrasaði um fötu Pedros.

»Skilningarvit hans eru enn óþroskuð«,

sagði þriðji blindi maðurinn. »Hann hrasar

og talar vitleysur. Taktu í hönd hans og

leiddu hann".

»Eins og ykkur þóknast«, sagði Nunez

og hló, er þeir leiddu hann.

Þeir höfðu ekki hugmynd um sjónina,

Jæja, með tímanum skyldi hann fræða þá

um hana.

Hann heyrði menn kalla og sá þyrpingu

koma saman á miðveginum gegnum þorpið.

stéttina.  Um   þýzku  harðne^kju-

spekina.

4. flokkur (eftir 1914): Heims-

strfðið og menningin ^jóðverjar.

Englendingar. Þjóðarstaða vor nú

á tímum. Straumar andlega lffsins

á Islandi á síðari tímum. Ennfremur:

Ymsir fyrirlestrar, er snerta menn-

ingarsögu og náttúru ísland?.

Auk þessara fyrirlestra hefur G.

Hj. ritað fjölda af greinum í ýms

blöð og tímarit. Og alstaðar kennir

hins sama hjá honum — óbifan-

legrar sannleiksástar, hreinskilni og

óþreytandi elju í því að fræða og

menta.

G D.

JSanóið.

Xaupeniur blaðsins

eru vinsamkga bdnir

að greiða anðvirði

þess sem allra |yrst.

Vanskil á blaðinu.

Ef vanskil verða á blað-

inu, eru kaupendur beðnir

að gera afgreiðslunni að-

vart um pað svo fljótt

sem hægt er.

Prentsmi^jan  Gutenbfrg

					
Fela smámyndir
Blağsíğa 125
Blağsíğa 125
Blağsíğa 126
Blağsíğa 126
Blağsíğa 127
Blağsíğa 127
Blağsíğa 128
Blağsíğa 128