Landið


Landið - 17.08.1917, Blaðsíða 3

Landið - 17.08.1917, Blaðsíða 3
L A N D I Ð Píanó þau er ég iitveg,& eru þau laiifí’-beztu og ódýr- untu sem liiiigað flytjasl. JBoftur <Siuðmunósson. Smiðjustíg 11. Reykfavík. Fréttir. 131 EM: ><E TAKIÐ EFTIR. Þýðingarmikið nýmæli. Lífsábyrg-ðarfélagið „CARENTIA" hefur nú ákveðið, að aðalumboðsmaður þess hér á landi geti eftirleiðis gefið út bráðabyrgða lífsábyrgðarskírteini, sem að öllu sé jafngild hinum reglulegu lifsábyrgðar- skírteinum félagsins, sem út eru gefin á aðalskriistofu þess í Kaupmannahöfn. Þetta er afar-þýðingarmikið nýmæli, því að í stað þess, að þurfa að bíða eftir því, að úrskurðað verði í Kaupmannahöfn, hvort umsækjendur fái sig líftrygða eða ekki, geta menn nú fengið gott og gilt lífsábyrgðarskír- teini stFax sem læknisskoðun hefur farið fram, og land- læknir G. Björnsson — sem er yfirlæknir félagsins hér á landi — hefur úrskurðað, hvort umsækjandi er tækur til lífsábyrgðar. Hingað til hefur ekkert lífsábyrgðarfélag trúað fslenzkum lækni fyrir því starfi, og eng’um ísl. nmboðsmanni hafa vorið veitt slílc réttindi. Og ekkert annað lífsábyrgðarfélag býður þessi mikilsverðu hlunnindi. Aðalumboðsmaður á íslandi: Ó. G, Eyjólfsson, Reykjavík. i \<z EME EK skrá: „Samþykt þessarra laga væri sama sem afnám bannlaganna. En nú eru bannlögin sett samkvæmt alþjóðaratkvæði og væri því óhæfa að nema þau úr gildi, nema samkv. undangenginni almennri atkvæða- greiðslu um málið. Þar sem nú engin slík atkvæðagreiðsla hefur farið fram, verður deildin að taka fyrir næsta mál á dagskrá". Frv. um stofnun mótorvélstjóra- skóla. Frv. um breyt. á sveitarstjórnar- lögunum (um kosningarrétt þurfa- manna, frv. Bj. R. Stef). Frv. um frestun á framkvæmd laga um bjargráðasjóð íslands. Frv. um atvinnu við vélgæzlu á mótorskipum (tekið aftur). j'lýtl bankafrumvarp. ísafold skýrir frá því 4. þ. m., að þriggja-bankastjóra-frumvarp sé fram komið á þinginu, vegna þess, að hinn setti bankastjóri, Magnús Sig- urðsson, geri þá kröfu, að annað- hvort sé sér veitt sæti ráðherra B. Kr. í bankanum, eða að sköpuð sé ný bankastjórastaða handa honum. Ekki er til mikils mælzt. ísafold skýrir ennfremur frá, að Framsóknarflokkurinn, sem sam- kvæmt stefnuskrá sinni hefur tekið að sér að vernda hag Landsbank- ans, geri hann nú að „Ieiksoppi stjórnmála-bragða, bak við tjöldin", með aðstoð Tímans, sem ísafold telur málgagn Framsóknarflokksins. Telur blaðið aðfarir þessar koma úr hörðustu átt. Vér teljum þessa frásögn mjög ósennilega, að því er Framsóknar- jlokkinn snertir, sem í eru tómir vandaðir alþýðumenn, eftir því sem oss er frekast kunnugt. Það atferli flokksins mundi og ríða í beran bága við stefnuskrá hans. Sögunni fylgir manna á meðal, að nokkurs konar yfirflokkur utan- þingsmanna, harðvítugur braskara- flokkur, sem haft hefur alt síðari ára brask á fingrum sér, hér á Suðurlandi, vaki yfir því, að sá einn verði bankastjóri í Lands- bankanum, sem braskararnir helzt kjósi. Styðst sú saga m. a. við það, að aðalmaður þessa braskara- flokks, ofan úr sveit, sitji hér lang- vistum um heyannatímann, til þess að passa upp á þetta nauð- synjamál. Ekki kvað þetta nýja frumvarp hafa verið borið undir Landsbanka- stjbrnina, landsstjórnina, né nokk- urn þingjlokk, áður en það var bor- ið fram og er slfkt alveg óvana- legt, er um löggjöf fyrir Tixnds- stojnun er að ræða. Síðar mun gefast tækifæri til að skýra nánara frá málavöxtum. Mannalát. Porgrimur Johnsen, fyrv. héraðs- læknir, andaðist hér í bæ fyrri föstu- dagsnótt. Hann hafði legið rúmfastur langa hríð, enda maður hniginn að aldri. Ole P. Finsen, sonur Olafs Finsens, héraðslæknis á Akranesi, andaðist að Geitabergi á laugard. var, eftir stutta vanheilsu. Átti hann 22 ára afmæli þann dag. Var hann mesti efnismaður og vel látinn. Sjónleikarnir, sem leiknir voru um helgina og í gærkveldi („Malarakonan 1 Marly“ og „Vinnustúlknaáhyggjur") tókust vel, og skemtu áhorfendur sér hið bezta, enda eru leikarnir fjörugir. Leikendur voru frú Stefanía Guðmundsdóttir, ungfrú Soffia Guðlaugsd., herrarnir Jón Vig- fússon, Óskar Borgþórsson og Tómas Hallgrímsson. Tíðin hefur verið ágæt síðan 1 lok vikunn- ar sem leið, stöðugt sólskin og blíð- viðri. Hefur það komið sér vel til sjós og sveita, eftir óþurkana undanfarið. Gnfnbátsfélng Faxaflóa hefur hækkað fargjöld á gufubátnum Ingólfi um 100%, sökum dýrleika kola. Læknaskipun. Árni Helgason er skipaður læknir í Höfðahverfi, Halldór Kristinsson í Reykjahverfi og Pórhallur Jóhannes- son í Þistilsfirði. Lausn frá embætti hefur fengið Guðmundur Thoroddsen, Iæknir á Húsavík, og er hann seztur að 1 Danmörku. Síldarafli kvað enginn vera við Isafjarðardjúp uú sem stendur og óstöðugur fyrir norðurlandi. Endurreisn nýlendu Norðurbúa á Grænlandi. Eftir stud. polit. Jón Dúason. Fyrirlestur haldinn 1 Grænlandsfélaginu 8. febrúar 1917. (Frh.). ----- Einhver kynni nú að freistast til að hafa það á móti þessu fyrir- komulagi verzlunarinnar, að fæð ingjarnir muni heimta sama verð og landnámsmennirnir og land- námsmennirnir muni brátt heimta einokunina afnumda. Ef Iandnámsmenn fengju forrétt- arhlunnindi fram yfir fæðingjana, mundi óánægja meðal fæðingjanna vera skiljanleg. En landnámsmenn fá engin forréttindi. í stað þess að fæðingjar greiða stjórnarkostnað og önnur landsútgjöld með verð- muninum milli verðs þess, sem ein- okunin gefur á Grænlandi og mark- aðsverðsins erlendis, greiða land- námsmenn nýlenduútgjöld sín með beinum skatti eða með innflutn- ingsgjaldi á lítt nauðsynlegum vör- um strax og nýlendan er komin vel á stofn. Sú cinasta óánægja, sem þá væri hægt að hugsa sér, mundi þá koma tram í kröfum um K erenskij, núverandi alræðismaður á Rúss landi. Hann var áður dómsmála ráðherra í ráðaneyti Lvoffs fursta, en síðar forsætisráðherra. Hann er foringi svo kallaðs verkamanna- flokks í þinginu og er duglegur maður. Hann er rúmlega hálf-fer tugur að aldri. endurbætt skatta- og verðlagsfyrir- komulag. En hin eiginlega orsök til óánægjunnar er þá ekki ný- lendustofnunin, heldur gallar á nú verandi fyrirkomulagi verzlunar- innar, sem nýlendustofnunin mundi fletta ofan af. Slíkur fundur eða framkoma réttmætra óska frá fæð ingjunum, rannsókn fræðimanna á þeim og áframhaldandi umbætur, hljóta að virðast hverjum einum æskilegar, sem óskar þess, að ein- okunin haldi áfram að standa til blessunar fyrir Skrælingja. Misskiln- ingur og óréttmætar kröfur bera eins og kunnugt er frumfræ dauð- ans í sér, og þeim verður auðveld- lega vísað á bug vegna þeirra for- ráða, sem menn hafa tekið sér yfir Skrælingjunum. En menn verða einnig að líta á það, að Skrælingj- um veitir erfiðara að bera verð það, sem einokunin gefur þeim, saman við verð það, sem nýlendu menn fá, en við markaðsverðið fyrir þeirra eigin afurðir, sumpart vegna þess, að útflutningsvörur landnámsmanna verða aðrar, eða sama vara verður öðruvísi tilbúin hjá landnámsmönnunum og sum- part vegna þess, að fæðingjarnir eru algerlega ófærir til að koma sama verzlunarfyrirkomulagi og sama tilbúningi á vörunum á hjá sér og Norðurbúarnir. Menn verða einnig að minnast, að kvartanir og kröfur eiga erfitt með að koma fram á Grænlandi, vegna þess hve bygðín er dreifð og vegna skorts á málgögnum m. m. Hvað norrænu nýienduna snertir, bætist þar við, að hún er fjærri Skrælingjabygð- um og Skrælingjar fá ekki að koma þangað Að landnámsmenn myndu heimta afnám einokunarverzlunarinnar er næsta ótrúlegt. Þar sem landnáms- menn framleiða vörur sínar til að selja þær á markaðinum, leitast þeir ekki aðeins við að framleiða þær svo ódýrt eins og mögulegt er, heldur einnig að selja þær fyrir sem hæst verð. Undir veldi ein- okunarinnar verður þessu síðara takmarki bezt náð, en þar á móti myndi frjáls samkepni, þar sem framleiðendurnir Iegðu hver í kapp við annan, lækka verðið. Það er því hversdagslegt, að framleiðend- ur í öllum siðuðum löndum myndi samtök til þess að komast hjá sam- kepninni að eins miklu leyti og hægt er, og einokunarverð færist yfir okkur samtímis og frjálst mark- aðsverð þver. Einokunarsamtök, ein- okunarsamrunar og samvinnufélaga- sambönd myndast, sem minka kostnaðinn við framleiðsluna eða þá við söluna og drotna yfir markaðinum að eins miklu leyti og kringumstæðurnar leyfa. Það er þannig alkunnugt, að verð það, sem Danir fá fyrir landbúnaðar- vörur sínar fram yfir aðra er ekki síður að þakka veizlunarfyrirkomu- laginu en verklegum yfirburðum við framleiðsluna. Þar sem það nú þar á ofan er sérlega gott að hagnýta sér einokunina á nauð- synjavörunum, sem fluttar eru frá Grænlandi, geta menn enn betur skilið, að það yrði ekki landnáms- mönnum til hagnaðar, að einokunin sé afnumin. — Ef stjórn einokunar- verzlunarinnar gerir sig seka í opin berum yfirsjónum, munu Norður- búar heimta eftirlit með verzluninni. Eðli hennar mun þá breytast og nálgast og líkjast samvinnufélaga- sambandi eða einokunarsamtökum framleiðenda. Og því meiri sem út- flutningurinn frá Grænlandi verður, því meiri áhugi mun vaxa á fyrir- komulagi verzlunarinnar og viðhaldi einokunarinnar. Einokunarverzlunin er þannig ekki til hindrunar fyrir þessu landnámi, og tilefnið til afnáms hennar, ef það á fyrir að liggja, hlýtur að spretta af öðrum ástæðutn, t. d skorti á vilja eða getu til þess að framfylgja réttri stefnu f hagsmuna- málum Skrælingja, að hún setur sig upp á móti norrænni þjóðlegri eflingu í landinu og notkun auðs- uppsprettna þess, að utanaðkomandi áhrif eins og t. d. þvingun frá öðru landi eða ríki eða siglingar yfir til Hudsonsflóa, sem brátt verða nú hafnar, geri hana ófram- kvæmanlega á Skrælingjunum í sinni núverandi mynd. Menn vilja ef til vill svara að það landnám, sem hér hefur verið stungið upp á, yrði til skaða fyrir Skrælingja. (Frh.). Yegna útbreiðslu sinnar er LANDIÐ sérlega hentugt auglýsingablað fyrir öll viðskifti. Ititíregnir. Ársrit hins ísl. fræðafélags i Kauþmannahöjn. Með myndum. Annað ár. Khöfn 1917. Þessi árgangur ársritsins er fjöl- breyttur og skemtilegur að efni. Er það sem hér segir: Heimur og geimur, þættir úr al- þýðlegri stjörnufræði, eftir próf. Þorv. Thoroddsen. Er grein þessi í fjórum köflum: 1. Breytilegar og nýj- ar stjörnur. Heimsendir. 2. Stjörnu- þyrpingar og þokustjörnur. 3. Vetr- arbrautin. Takmörk alheimsins. 4. Geimurinn. Á rúmum 40 bls. hefur prófessornum tekist að þjappa sam- an firnum af fróðleik um þessi efni og skýra frá nýjasta árangri vís- indanna í þessum greinum, en kem- ur þó víða við. Meðferð málsins hjá prófessornum er sú, sem menn kannast við — lipur og létt, með ramíslenzkum sveitablæ, og að þvf er til stjörnufræðinnar og annarra náttúruvísinda kemur, mun óhætt að reiða sig á frásögn hans, þar er hann heima hjá sér. En á einum stað hleypur hann inn í annarra landareign og þar virðist hann fara yfir á *Iveg ótrúlegu hundavaði og þyrlar um sig staðhæfingum, sem aðeins virðast ryk, eða trú sjálfs hans — utan við alla þekkingu, Ég á við útúrdúr hans um „anda- trúna" svo nefndu, eða spíritismann, á bls. 34—36. Og allur tónninn í þeim kafla er harla óviðkunnanleg- ur og prófessornum varla samboð- inn.. Eg skal nefna nokkur dæmi. Á bls. 34 neðst er þessi klausa: „Hinn þýzki stærðfræðingur og stjarnfræðingur j. C. F. Zöllner (1834—1882), sem hneigðist til anda- trúar á efri árum og var jarinn að ruglast á geðinuj) þóttist geta sann- að stærðfræðislega, að sjónhverj- ingar*) miðlanna væru bygðar á notkun hins fjórða rúmstigs", Hér fer prófessorinn tvisvar með ósannað mál. Að Zöllner hafi verið x) Leturbr. gerð hér.

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.