Landið


Landið - 21.09.1917, Blaðsíða 4

Landið - 21.09.1917, Blaðsíða 4
LANDIÐ 152 1. íí« úst 1014. Nú er stríðið búið að standi í rúm 3 ár og hefur víst fáum dottið í hug, er það hófst, að svo lengi myndi það standa, hvað þá lengur. Á myndinni sést fólksfjöldinn, sem safnaðist saman fyrir utan höll krónprinsins þýzka, við Unter den Linden, þ. 1. ág. 1914, ær og örvita af gunnreifni. — Krónprinsinn stendur uppi á svölunum með konu sinni og heldur á syni sínum Vilhelm, en mannþyrpingin hylir þau með fagnaðarlátum. Ritíregnir. Eimreiðin, XXIII. ár, 2. og 3. hefti. Ritstj. dr. Valtýr Gudmunds- son. Khöfn 1917. í 2 heftinu er efni þetta: Bern- hard Russel: Siðmenningin í veði (þýtt af Matth. Joch ); Sij?. Nordal: íslenzk sálarfræði (ritdómur um „Sál arfræði" próf. Ágústs Bjarnasonar); Guðm. Friðjónsson: Sumarpáska- vísur 1916; Valtýr Guðmundsson: Matthíasarvarðinn (með mynd); Val- týr Guðms.: íslenzkar þjóðsögur; Branþrúður Benónýsdóttir: Sagan af Hringi kóngssyni (með 4 mynd- um); Guðm. Friðjónss.: JónJakobs- son (kvæði); Halldór Herm.son: Enn um skjaldmerkið; Anónýmus: Skessan á steinnökkvanum (með 2 myndum); Ritsjá (um „Tvær gaml- ar sþgur", Árbók Háskóla íslands 1915—T6“, og „Meyna frá Orle- ans“) eftir Valtý Guðmundsson, og loks „íslenzk hringsjá" (um „Varð- Iokur“ og „Varg i Veum") eftir sama. Efni 3. heftis er sem hér segir: Sveinbj'órn Guðmundsson: Sagan af Hermóði og Háðvöru (með 2 mynd- um); Guðm Friðjónsson: Hrólfur þögli (kvæði); Finnur Jónsson: Úr gömlum minnisblöðum (I. Sr. Guð- mundur Torfason); Stgr. Matthí- asson: Drepsóttir; Jónas Þor- bergsson: Ásmundar saga fóta- lausa (með mynd); Ritsjá eftir Sigfús Blöndal (um „Fornaldar- sögu“ Þorl. H Bjarnasonar)og Valtý Guðmundsson (um „Vinnuna", „Lýs- ing íslands" III, i“, „Æðarvarp", „Rúnir", „íslenzkan nútíðar-skáld- skap“ eftir Árna Jakobsson, „Vestan um haf“ og „Stiklur"). Seinast er „ísl. hringsjá" eftir dr. Valtý. Vér ætlum ekki að gera þessi hefti neitt sérstaklega að umtals- efni, þótt margt í þeim sé þess vert, en getum ekki stilt oss um að geta þess, að o-:s finst dómur dr. Valtýs, um kvæðabókina „Rúnir“, eftir Magnús Gíslason, mjög ósann- gjarn og harla fjarri sanni. Þarf ekki annað en að lesa kvæðin með skilningi til þess að sjá það. Og Þessi mynd sýnir þýzka sendiherr- ann í Noregi, von Hintze. illa finst oss það gert og ómak lega, að kasta svo þungum sleggju- dómum að efnilegum skáldum, sem eru að reyna að þroskast, þrátt fyrir marga örðugleika. Það er sýnilega létt starf, að lofa ritverk gamalla þjóðskálda, oft úr hófi frarn, en hitt virðist vera erfiðara, að láta unga menn og óþekta njóta sannmælis. Réttur. Tímarit um félagsmál og mannréttindi. Aðalútg. og á- byrgðarmaður: Þóróljur Sigurðs- son. Annað ár, 2. hefti. Akureyri 1917. í þetta hefti ritar Benedikt Bjarna- son grein um „trygging búfjár“. Gerir hann þar grein fyrir því, að bezt sé, að hver bóndi kaupi „bú fé sínu líftryggingu í heyfyrningum sjálfs sínu, en hefur ekki mikið traust á hey- eða -kornforðabúrum. „Landið“ kemur út einu sinni í viku og kostar 3,00 kr. árgang- urinn, ef fyrirfram er greitt, en 4,00 kr ef greitt er eftir á. í kaupstöðum roá borga á hverjum árstjórðungi. Útgef- andi: Félag í Reykjavík. Afgreiðslan er á Hverfisg. 18. Opin á hverjum degi kl. 1—4. Pósthólf 353. Sími 596. Um alt sem að henni lýtur, eru menn beðn- ir að snúa sér til afgreiðslu- mannsins. Ritstjóri og ábyrgðar- maður: Jakob Jóh. Smári, mag. art., Stýrimannastíg 8 B. Venjulega heima kl. 4—5 e. h. Talsími 574 Kerenskij er sf og æ á þönum til þess að rétta við ástandið í Rússlandi. A myndinni sést hann (svartklæddur) í hóp rússneskra her- foringja á v/gstöðvunum; eru þeir að horfa á herdeild, sem gengur í fylkingu fram hjá þeim. Afgreiðsla Landsins er á Hverfisg'ötu 18. Opin alla virka dag'a kl. 1-4. Stgr. Matthíasson læknir ritar um „Sveitalíf í kaufstöðum", og þá sérlega um bók próf. Guðm. Hannessonar, „Um skipulag bæja“. Ennfremur eru í heftinu þessar 31 eftir þörfum þeirra. Skilningarvit þeirra voru orðin furðulega næm, þeir gátu heyrt og ákveðið hina minstu hreyfingu manns, sem var tólf skref í burtu — þeir heyrðu jafnvel hjsrtslátt hans. Raddbreytingar voru fyrir löngu komnar í staðinn fyrir svipbreytingar og snerting í staðinn fyrir látbragð, og þegar þeir unnu með haka og skóflu og kvísl, þá var það eins óhikað og frjálslegt eins og útivinna getur verið. Þefskynjan þeirra var framúrskarandi næm, þeir greindu einstaklingseinkenni eins glögglega og hund- ar, og auðveldlega stunduðu þeir lamadýrin sem höfðust við fyrir ofan múrgirðinguna og komu ofan til þeirra til þess að fá fóður og skýli. Þegar Nunez að lokum reyndi að láta til sín taka, fann hann fyrst, hve auð- veldlega og frjálslega þeir gátu hreyft sig. Það, sem hann reyndi til að sannfæra þá, stoðaði ekkert, og að lokum gerði hann uppreisn. Við ýms tækifæri/ hafði hann talað um sjónina. »Hlustið þið á, góðir hálsarc, sagði hann, »ég hef nokkuð, sem þið skiljið ekki«. Tvisvar sinnum hlustuðu nokkrir á hann, 32 þeir sátu álútir með opin eyrun, og hann gerði það sem hann gat til þess að útskýra fyrir þeim, hvað það væri að sjá. Meðal áheyrenda hans var ung stúlka sem ekki hafði eins rauðleit og niðursigin augnalok eins og hinir, svo að maður gat næstum ímyndað sér, að hún feldi augun, og hann langaði sérstaklega til að sannfæra hana. Hann talaði um þá fögru hluti, sem sjónin veitti manni, um fjöllin, himininn og sólar- upprásina, og þeir hlustuðu á hann með glaðværri ótrú, sem brátt varð óþolandi. Þeir sögðu honum, að sannarlega væri ekki til neitt fjall, en að brúnin á hinum grýttu brekkum, þar sem lamadýrunum var beitt, væri heimsendir; á henni hvíldi hellisþakið yfir alheiminum, og úr þessu þaki félli döggin og skriðurnar. Og þegar hann svo hélt því fast fram, að heimurinn hefði hvorki endi né þak, eins og þeir héldu, þá sögðu þeir, að hugsanir hans væri syndsamlegar. Þegar hann lýsti fyrir þeim himninum, stjörnunum og skýjunum, þá fanst þeim það vera ferleg auðn, ægilegt tóm, í staðinn fyrir hið slétta þak, sem þeir trúðu á, — það var trúar- 33 atriði hjá þeim, að hellisþakið væri unaðslega slétt að taka á því. Hann sá, að hann hafði að nokkru leyti hrætt þá, svo að hann hætti algerlega að tala um málið frá því sjónarmiði og reyndi að sýna þeim gagnið að sjóninni. Einn morgun sá hann Pedro á þeim stíg, sem hét Seytján, Pedro stefndi til húsanna í miðjunni, en var enn of langt í burtu til þess að þeir gæti heyrt til hans eða fundið þefinn, og svo sagði hann þeim frá honum: »Eftir dálitla stund kemur Pedro hingaðc sagði hann þeim fyrir. Gamall maður sagði að Pedro hefði ekkert erindi á seytjánda stíginn, og eftir að Pedro var kominn dálítið nær, snéri hann við, eins og hann játaði það Gekk hann síðan þvert yfir á tíunda stíginn og gekk hratt áleiðis til múrgirðingarinnar aftur. Nunez gramdist það, að Pedro kom ekki, og þegar hann seinna spurði hann til þess að bjarga heiðri sínum, þá þverskallað- ist Pedro og neitaði og var síðan óvinur hans. Hann fékk þá til þess að senda sig langt upp á engið með einum þeirra, 3em var honum vinveittur, og hann lofaði að segja þeim frá öllu sem gerðist milli húsanna. Hann ritgerðir: Nýir straumar eftir Jón Sigurðsson, Ábúð og leiguliðaréttur eftir Ben. Bjarnason, Þjóðjarðasala og landleiga eftir Jón Gauta Péturs- son og Jarðarleiga og leiguliðakjör eftir Pál Zóp'nóníasson. Ér ýmislegt merkilegt og fróðlegt í þeim og má sérstaklega benda á þá síðast- nefndu. „Réttur" kemur út tvisvar á ári og kostar 2,50 kr. fyrir fasta áskrif- endur, en 2,75 kr. í lausasölu. Gunnar Gunnarsson: Ströndin, skáldsaga. í ísl. þýðing eftir Einar H. Kvaran. Rvíli Útgef. Þorsteinn Gíslason, MCMXVII. Þessarrar merku bókar verður nánara getið hér í biaðinu innan skamms. Landið er ágætt auglýsingablað. Reynið, hvort ekki er satt 1 Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.