Landið


Landið - 22.02.1918, Blaðsíða 1

Landið - 22.02.1918, Blaðsíða 1
Slfriauuuuutág I B, 1UM|M: Jskéh Jék. S«4rl LANDIÐ Afgreiðslu og innheimtum. ólafnr ólafsson. Lindargötu 25. Pósthólf. 353. 5. ^niersen S Sðn, Reykjavik. Landsins e 1 z t a klæðaverzlun og saumastofa. Stofnsett 1887. Aðalstræti 16. Simi 32. Stærsta úrval af allskonar fata- efnum og öllu til fata. Tennur. eru tilbúnar og settar inn, bæði heilir tanngarðar og einstakar tennur á Hverfisgötu 46. Tennur drégnar út af lækni dag- lega kl. ii—12 með eða án deyf- ingar. — Viðtalstími kl. io—5. Sopliy Bjarnarson. Bazarinn á Laug-aveg' 5 hefur ávalt allskonar tæki- færisgjafir fyrir börn og fullorðna. - Ennfremur bróderaðir og áteikn- aðir dúkar, kragar og fleíra. Auður - Vald. I. Um fátt mun hafa verið meira ritað í þessum heimi, en auð og vald. Er þetta mjög eðlilegt, því auður og vald snertir svo mjög hag hvers cinasta manns i þjóð- félaginu. Hér á Iandi hefur verið oflítið ritað um þetta efni, en hins vegar hafa afleiðingar af útlendum skrif- um og undirróðri um þetta efni komið eins og úr skýjunum yfir þetta Iand, án allrar nauðsynlegrar skýringar og undirbúnings. Ég á hér við »sósialismann«, eða jafnaðarmenskuna, sem svo er nefnd hér á landi. En eins og kunnugt er, er stefna sósialista, að láta landið sjálft, eða sveitarfélög, annast allan atvinnurekstur, svo að auður geti ekki safnast á einstakra manna hendur. Samkvæmt því má enginn reka atvinnnu fyrir eigin reikning, heldur verður hann að vera i þjónustu landsins við atvinnureksturinn. Þannig ætlast þeir til, að landið eigi öll skip og útgerð, jarðir og búfénað, verzlun og iðnað o. s. frv. Þannig hugsa þeir sér, að allur atvinnurekstur landsins sé rekinn eins og fyrir eitt heimili undir ein- um húsbónda, landsstjórninni, svo að hagurinn komi sem jafnast niður á menn. — Hugsjónin er óneitanlega fögur, en örðugra mun •"eynast að framkvaerna hana svo, að þjóðfélagið hafi meira gagn af, en núverandi fyrirkomulagi, sem síðar mun verða að vikið. Orsökin til þess, að þessi stefna hefur risið upp, er aðallega sú, að aðalsmenn og ríkismenn f sumum stóru löndunum hafa hingað til átt mikið af jarðeignum Iandanna, sem þeir hafa leigt landsetum sín- um fyrir aliháa leigu, og ennfrem- ur átt stóriðnað, sem myndað hef- ur auðsafn, Þetta una menn nú ekki lengur við. Óg svo hyggja þeir, að ef landið taki í sína hönd allan atvinnureksturinn og jarð- eignirnar, þá muni skattaáiögurnar hverfa, því gróði landsins af at- vinnurekstrinum og jörðunum komi í þeirra stað o. s. frv. Hugsjón sósialista er svipuð fyrirkomulagi því, sem getið er um í fornritum, að verið hafi t. d. í Perú í Suður-Ameríku í fornöld. — Fornritin segja, að Perú hafi þá stjórnað einvaldskon- ungur með varakonungi, og fjölda af öðrum embættismönnum, sem voru svo andlega þroskaðir, að þeir máttu ekki vamm sitt vita, og uppfyltu skyldur sínar við lýð- inn til þess ýtrasta. Embættis- mcnnirnir urðu beint að bera ábyrgð á, að þeir menn, sem þeim var falið að gæta, liðu aldrei neyð. Vegna loftslagsins þar lifðu menn eingöngu á landbúnaði, kornyrkju og ávöxtum. Hverjum bæ eða héraði útmældi stjórnin land til ræktunar nákvæm- lega eftir höfðatölu — því stjórnin átti alt landið —. Og var svo hverjum einstökum mælt út land eftir því, hvað margir voru í heimili. Skattar voru engir á lagðir sér- staklega, en í þeirra stað átti rfkið arðinn að helmingi á móti hverjum þeim, sem landið notaði Blettinum, sem hver fékk, var með öðrum orðum skift í tvo jafna hluti, átti ábúandinn fyrst að rækta helminginn af stjórnarblett- inum, þar næst mátti hann rækta helminginn af sínum bletti, síðan hinn helming stjórnarinnar og loks ins sinn sfðara helming. Var þetta gert til þess, að trygt væri, að stjórnin fengi þó að minsta kosti helming uppskerunnar af sínum bletti, ef illa áraði, og bóndinn helminginn af sfnum bletti. Ríkið tók þannig hálfa uppskeruna, sem notuð var til að launa starfsmönn- um ríkisins, og til þess að safna í kornforðabúr fyrir þjóðina, sem átti aldrei að vera minna en einn ársforði, byggja hús og vegi o. s. frv. Einstaklingarnir notuðu afrakstur- inn af slnum bletti sumpart til eigin heimilisþarfa og sumpart til að kaupa fyrir aðrar nauðsynjar. Ef þeir gátu ekki komið afrakstrinum út, sem þeir höfðu umfram heim- ilisþarfir, keypti ríkið hann. Ef þeir liðu skort var ekki annað en að fara til stjórnarinnar og biðja um hjálp. Þvingunarlög kváðu ekki hafa verið til þar ( landi, en ýmsar reglur er konungur setti og venjur, enda kvað þjóðin hafa sýnt tak markalausa hlýðni við þær reglur, sem venja var að fylgja. Ef fyrir kom að einhver ekki uppfylti skyldu sfna — og til þess voru gerðar strangar kröfur — þá var honum vísað úr landi. Það var eina hegningin. Hegning þessi þótti hörð og fæstir vildu baka sér hana, því það þótti óbærileg skömm, að svfkja skyldur sínar við ættjörðina Eigingirni þektist þá ekki þar f landi. Ríkið sá öllum fyrir framfæri á þennan hátt, og allir möttu mest að vinna fyrir ættjörðina. Mannkærleikinn er sagður að hafa verið á háu stigi og voru nágrannarnir því altaf reiðubúnir til að hjálpa hver öðrum. Fyrirkomulagi þessu fór svo smá- hnignandi, menn hættu að elska ættjörðina eins og áður, og að hlýða hinum settu reglum, og sjálf- stæði og barátta einstaklingsins fyrir tilverunni á eigin ábyrgð settist í öndvegi. Ég man ekki eftir, að ég hafi rekið mig á hugsjónir sósialista annarsstaðar fyr á tímum, enda hafa örðugleikarnir fyrir þessari hug- mynd aukist með fjölgandi atvinnu vegum, breyttum hugsunarhætti og mismunandi lífsskilyrðum eftir hnattlegu o. s. frv. Óhugsandi er og að slíkt fyrir- komulag gæti þrifist nema undir einvaldsstjbrn aý bexta tagi, enda stóð svo á í Perú um þetta leyti Eigi er þess getið að fyrirkomu- lag þetta og uppeldi þjóðarinnar, hafi skapast við neina byltingu, heldur hafi stjórnarfyrirkomulagið smámsaman skapað það, og lang- varandi holt andlegt uppeldi þjóð- arinnar. Ég hef getið þessára aðaldrátta frá löngu liðnum tfmum, til þess að sýna að hugsjón sósialista muni ekki vera ný, þó hún hafi legið niðri um Iangan tfma. Og einkum hef ég getið þess, til þess að benda á, undir hvaða stjórnarfyrirkomulagi sósialisminn hefur helst getað þrifist, og að eigi geti verið um að ræða að innleiða sósialismann fyrir alvöru, fyr en andlegt uppeldi pjóðanna heýur tekið alt aðra steýnu en nú gerist. En til pess parf langan tíma, lengri en við sjáum út yfir. Ef þessi frásögn fornritanna er rétt, þá má sjá að afskaplega mik- ið fé hefur gengið til landsþarýa, til að halda uppi fjölmennri stjórn f landinu, til að byggja fyrir opin- berar byggingar, sem voru hinar skrautlegustu, til að leggja vegi, sem einnig voru fullkomnir o. s. frv. Það er réttur helmingurinn af arðinum aý 'óllu starfsaflinu i land- inu, sem gengið hefur til lands- þarfa. Þennan þunga skatt kváðu fbú- arnir hafa borið möglunarlaust fyrir „föðurlandið", sem átti starfskraft- ana, en starfskraftarnir ekki það, eftir þátfma hugsunarhætti. Ög það var skoðaður stórglæpur, landráð, að vinna ekki trúlega fyrir föðurlandið. En hvað ætli menn segðu nú á tfmum um slíkan skattf Menn gætu bókstaflega ekki innt hann af hendi þó þeir væru allir af vilja gerðir. Þó að sósialisminn hafl nú náð allmiklum tökum í útlöndum, þá er hætt við að undirbygging hans, siðmennilegt uppeldi þjóðanna, sé ekki komið á það stig eins og það var í Perú. Og hætt er við að sósialisminn hafi ekki mikinn jarð- veg hér, þó svo líti út sem sumir vaidhafarnir hugsi til að fleyta sér á honum yfir brim og boða. Hér er og enginn aðall, sem eigi megnið af jörðum landsins, eða auðsafn svo teljandi sé Og þingið virðist vera stefnu sósialista mjög andstætt þar sem það samþykti sfðast með miklum meiri hluta, að selja allar jarðir landsins í hendur einstökum mönn- um. En nú er annaðhvort fyrir landið að gera, að safna sér sjálft auði, nægu veltufé til þess að reka at- vinnu og verzlun f landinu fyrir eigin reikning, eða að leyfa einstökum mönnum að gera það eins og hingað til Nú virðist þjóðin frábitin því, að safna sér auði, eða nauðsyn- legu veltufé, eins Og sýnt hefur verið fram á í grein minni »veltu fie., og virðist þá ekki annað úr- ræði liggja fyrir, en að taka síð- ari kostinn, því fénu verður að safna svo framarlega, sem þjóðin vill njóta sem mests af arðinum af framleiðslunni. Og liggur þá fyrir að gera sér Ijóst, hvort meira ógaSn en g*Sn er að því, að auð- ur safnist á einstakra manna hend- ur innanlands. (Frh.). Farnlslfafélagrlð. Aðalfundur félagsins var haldinn nóv. f. á. Formaður lagði fram endur- skoðaðan ársreikning félagsins 1916 og voru þá við árstokin í sjóði rúmar 2000 kr. Formaður skýrði frá þvl, að eigi myndi verða hjá því komist að hafa árbók næsta árs með minna móti vegna glfnrlegrar hækkunar á prent- kostnaði öllum. Próf. Eirlkur Briem, er verið hefur formaður félagsins full 25 ár, mæltist undan endurkosning og rar þá kosinn formaður Pálmi Pálsson yfirkennari, skrifari Jón Jakobsson landsbókavörður og féhirðir Matthfas Þórðarson fornmenjavörður. Eftir til- lögu formanns var próf. Eiríkur Briem kosinn heiðursfélagi. Framtíöarviðskiffin út á víi. í miðri heimsstyrjöldinni eru menn í ófriðarlöndunum að bolla- leggja, hvernig þeir geti bezt kom- ið sér við með veizlun sína við útlönd eftir strfðið. Öll löndin keppa eftir að ná sem mestum hagsmunum fyrir sig af viðskift- unum við önnur lönd. Þessu takmarki hugsa menn sér helzt að ná með aðstoð utanrfkis- ráðherranna, sem eiga að veljast, frekara en áður, með verzlunar- málin út á við fyrir augum. Bandarfkin ætla sér að senda út opinbera verzlunar-agenta í stór- um stfl, og skulu þeir valdir eftir viðskiftagreinum. Og sagt er, að England ætli sér að setja á stofn allsherjar upplýsingaskrifstofu, verzl- uninni til hjalpar, og á hún að vera tengd við utanríkisráðuneytið. Konsúlar í öðrum löndum eiga svo að standa undir þessarri fyrirhug- uðu skrifstofu. Til þess að reka þessa skrif- stofu verða valdir menn, er góða þekkingu hafa í verzlunarefnum. Ennfremur er ráðgert, að setja sérstaka fasta sendiherra fyrir framleiðslu og verzlun. Nánara sambandi við utanríkis- ráðuneytið, en verið hefar, á að ná með því, að setja á stofn ráð manna fyrir verzlun og framleiðslu, sem á að bera fram áhugamal sfn við stjórnina, og á það að vera sem kunnugast markaðs-ástandinu f útlöndum. Slík fyrirhyggja er auðvitað nauð- synleg allsstaðai, eigi sfður f smærri löndunum. En alt veltur á því, að til slikra starfa sé valdir hinir hæf- ustu og ósérplægnustu menn. Slfkri fyrirhyggju væri því ekki unt að koma í verk, nema með víðsýnni og þroskaðri stjórn og þingi. — Og það væri beinlmis hættulegt, að reyna til við þetta mál, fyr en svo stæði á.

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.