Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Landiğ

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Landiğ

						V.

J»k*fe Jék. Svárl

¦MgUtar artfaiai

StýrUuuuailic S B.

LANDID

Afgreiðslu of innhsimtum

Olnfur Ólafsson.

Lindargötu 25.

Pósthólf. 353.

10. tolnblað.

Reykjavík, fostudaginn 8. marz 1918.

III. árgangnr.

?. yinðcrsen S Son,

Reykjavik.

Landsins  elzta klæðaverzlun og

saumastofa.  Stofnsett 1887.

Aðalstræti 16.  Simi 32.

Stærsta úrval af allskonar fata-

efnum og öllu tii fata.

Tennur,

eru  tilbúnar  og  settar  inn,  bæði

heilir tanngarðar og einstakar tennur

á Hverfisgötu 46.

Tennur dregnar út af lækni dag-

lega kl. II—12 með eða án deyf-

ingar. -*- Viðtalstími kl. 10—5.

8opIiy Bjarnarson.

Bazarinn

á Laug-aveg- 5

hefur ávalt allskonar tæki-

færisgjafir fyrir börn og

s==== fullorðna. =====

Ennfremur bróderaðir og áteikn-

aðir dúkar, kragar og fleíra.

Auður- Vald.

(Nl.).

III.

Valdið.

Ég tók það fram áður, að menn

óttuðust ekki svo mjög, þótt fé

safnaðist á einstakra manna hend-

ur, heldur valdið, sem auðnum

fylgir.

Menn hafa heyrt svo miklar

tröllasogur um auðvaldið erlendis,

einkum í Vesturheimi, og halda,

*ð eins muni fara hér, ef innlendir

menn verða auðugir. Sósialistar

hugsa sér því að byrgja brunninn

í tíma, áður en auðsafn nái að

myndast.

Bæði kann nú að vera helzt til

mikið úr þessu auðvaldi gert,*og

svo stendur alt öðruvísi á erlendis

en hér.

Miklar reyfarasögur voru t. d.

sagðar um Rockefeller, þegar hann

náði undir sín yfirráð steinolíu-

Hndunum í Pennsylvaníu.

Fram að þvf áttu mörg smá-

félög og einstaklingar þær námur,

og allir ráku þeir námurnar í svo

smáum stíl, að flutningur olíunnar

til sjávar varð afskaplega dýr, og

tækin, sem olían var hreinsuð með,

voru svo ófullkomin, áð mikið al

fé þvf, sem í olíunni fólst, fór for-

görðum.

Rockefeller, sem hafði glögt

auga, sá, að græða mátti á því,

að sameina þessar oHulindir, og

itofnaði því félag það, sem slðan

hefur  haft  eitt yfirráðin yfir nám-

unum.

Sumir eigendurnir, gengu með

fúsum vilja inn í hinn nýja félags-

skap, en öðrum mun hafa verið

það óljúft, en þeir álitið, að eigi

væri hægt að deila við Rocke-

feller.

Á- meðan smáfélögin unnu olí-

una, var hún út um heim alment

seld á 50 aura potturinn, og

það kostaði hún hér á Iandi

framan  af.

En eftir að Rockefeller hafði

tekið námurnar f sína hönd, bætti

hann áhöldin við olíuvinsluna svo,

að miklu meira verðmæti fékst úr

oiíunni en áður. Ennfremur lagði

hann neðanjarðarpfpur til sjávar

frá námunum, sem gerði flutn-

ingskostnaðinn miklum mun ó-

dýrari.

Afleiðingin af þessu varð, að

heimurinn fékk nú olfuna fyrir 12

aura pottinn í staðinn fyrir 50

aura og Rockefeller' græddi samt

stórfé.

Allur heimurinn fékk þannig

steinolfuna fyrir hér um bil '/4

verðs á móti því, sem áður var.

Enginn getur annað sagt, en að

Rockefeller hafi verið vel að gróð-

anum af olfunni kominn, og það

jafnvel þótt hann hefði orðið að

beita kappi til að koma þessu

stóra félagi á fót.

Vel má vera, að önnur starf-

semi Rockefellers hafi eigi komið

heiminum eins að liði, eins og af-

skifti hans af olfunni, en það er

vfst, að svo var Rockefeller hataður

í Vesturheimi, að kirkjur og Hknar-

stofnanir þáðu ekki gjafir frá

honum.

Það er ekki ólfklegt, að tilfinn-

ing mikilmenna á viðskiftasviðinu

fyrir hagsmunum almennings sé

ekki eins næm f stóru löndunum

eins og hún mundi verða hér, þar

sem þessir aflmiklu menn starfa

innan um hinar mörgu miljónir

manna af ýmsum þjóðflokkum,

sem  þeir alls ekki þekkja.

Innlendir auðmenn, sem þekkja

svo marga sem þeir skifta við

og nota f þjónustu sinni, mundu

finna sig miklu samgrónari þjóð-

inni, en auðmennirnir í Vestur-

heimi, og því hafa meiri tilhneig-

ingu, en þeir, til að hjálpa þeim,

sem væru minni máttar; hefur sú

tilhneiging berlega komið fram hjá

sumum efnamönnum vorum, t. d.

við sjávarútveginn.

Færeyingar hafa orðið langt á

undan okkur í því, að eignast

miljónaeigendur. Langt er síðan

að einn kaupmaður á Suðurey var

orðinn svo ríkur af verzlun og

útgerð, að hann var miljónar-

eigandi. Sá maður naut þó al-

menns trausts Suðureyjarbúa, og

var þeim mesti bjargvættur. Hann

barst lítið á, gekk með færeyska

húfu eins og hinir, og var eins og

samgróinn alþýðunni.

Mönnum, sem hafa víðtæk við-

skifti eða útgerð, er fremur óljúft

að hugsa um landsmál, því starf

þeirra tekur upp allan tíma þeirra;

þó getur vel hugsast, að þeirfæru,

umfram þörf, að skifta sér af

landsmálum, ef t. d. ætti að þrengja

að starfsemi þeirra.

Fyrir það verður ekki, girt frem-

ur en svo margt annað. .

En það eru einkum slík áhrif,

sem menn óttast. Og það er vit-

anlega ekki ástæðulaust, þvf að

auðurinn er, eins og ég hef sagt

áður, tvíeggjað sverð, sem má

gera óendanlega gott með, og iíka

ilt að sama skapi, sem fer alt eftir

siðferðislegu ástandi þess manns,

eða þeirra manna, sem auðinn eiga.

Eg hef verið hér að tala um

hættuna sem stafað gæti af auði

og valdi hans, sem enn ekki er til

hér, svo teljandi sé. En er það þá

ekki fleira, sem við þurfum að

óttast, t. d. andlega auðinn, sem

hinn auðurinn er aðeins afleiðing

af.  Jú vissulega.

Það er talið, t. d„ að blöðin í

Iöndunum sé eitt af stórveldunum,

af því þau hafi svo mikil áhrif á

skoðanir þjóðarinnar í landsmálum.

Ef nú land yrði svo óheppið, að

fá þó ekki væri nema einn gáfað-

an ritstjóra fyrir útbreitt blað eða

tímarit, sem væri siðferðislega

óþroskaður, eins og oft gerist

um mikla gáfumenn, þá mundi

þjóðinni eigi stafa minni hætta af

honum, þó að hann væri fátækur,

en af auðmanni með sama and-

lega ófullkomlegleikanum.

Og hættan væri því meiri, sem

ritstjórarnir væru fleiri af þessu

tagi.

Það er því ekki lítil ábyrgð, sem

ritstjórninni fylgir, eins og auðn-

um, að minsta kosti í augum

þeirra manna, sem álfta, að hver

uppskeri  eftir því sem hann sái.

Við skulum svo gera slíkan rit-

stjóra flokksforingja á þingi, þar

sem hann beitir gáfum sfnum á

lfkan hátt og á meðan hann var

titstjóri, til skaðsemdar. Hversu

mikinn skaða getur hann ekki

gert þarf Og það þarf engu pen-

ingaauðmagni eða peningavaldi að

vera til að dreifa.

Ög loksins skulum við fela hon-

um stjórn landsins, og það erum

við vísir til, því við sjáum ekki

við undirhyggju slfkra gáfumanna.

Og ekki er hættan þar minni. Af

öllu þessu getur þjóðin beðið stór-

tjón, jafnvel mist frelsi sitt og

fjármuni. —

Vitsmuna auðurinn, og valdið,

sem honum fylgir, er ývi ekki

síður tvieggjað sverð, en pfninga-

auður.

Þá kem ég að góðmenninu. Við

skulum setja það í eitthvert ábyrgð-

armikið valdasæti. Góðmenni, sem

setur öllu ofar, að vera í íriði við

alla  menn.

Slíkt góðmenni getur, sökum

stöðu sinnar, gert afarmikið tjón,

því það getur ekki eins gert

greinarmun á réttu og röngu.

Alt rennur fyrir því út í einn

graut. Þar af leiðandi er góð-

mennið eins víst til að framkvæma

það, sem er skaðlegt fyrir þjóð-

félagið, eins og það, sem er nyt-

samt. Allstaðar er hættan aivald-

inu á ferðum.

v. B. K.

Vandaðar  vörur.    Ódýrar  vðrnr.

VEFNAÐARVARA.

Pappír og" ritföngf.

LEÐTJR og- SKINN.

Heildsala.

Smasala.

Verzlunin gjorn Xristjánsson.

Og loksins vil ég nefna fátœk-

linginn. Við skulum t. d. gera

hann að þingmanni. Mann, sem

er skalduttum vafinn, með börn og

konu, sem hann á örðugt með að

sjá fyrir. *  •

Við skulum láta hann, með at-

kvæði sínu, gera út um kappsmál

á þingi. Ef hann vill fylgja verri

málstaðnum á hann í vændum, að

fá Iífvænlega stöðu fyrir fylgið við

hann, en annars ekki. Sé hann

ekki því sterkari á svellinu, fylgir

hann hinum vonda málstað, svo

hann verður ofan á. Vald fá-

læktarinnar er því iíka hættulegt

fyrir þjóðfélagið. Og svona má

rekja koll af kolli.

Alstaðar er hættan af valdinu,

og alstaðar stafar hún frá mannin-

um sjálfum, hinum innra manni,

en ekki frá peningunum einum út

af fyrir sig, þó þeir geti verið öfl-

ugt vopn og illvígt, þegar því er

beitt í verri átt.

Að berjast á móti auðsöfnun

einstakra manna, er sama sem að

berjast á móti hollri framþróun

þjóðarinnar, og það væri að berj-

ast við skuggann sinn, ef menn

hugsuðu sér með því, að útrýma

valdi þess einstaka yfir öðrum.

Baráttan verður að standa um

það, að fyrirbyggja vanbrúkun

andlega auðsins; það verður sú

barátta, sem komandi kynslóðir

verða að hafa fyrir stefnumið, og

sú barátta verður bæði að ná til

ríkra og fátækra, því vfðast er

pottur brotinn í þvf efni.

Og því takmarki verður ekki

náð með því, að landstjórnirnar

fari að taka í sfna hönd verzlun

og búskap landsmanna til þess að

fyrirbyggja auðsafn einstakling-

anna; því fer svo fjarri. Ekkert

þjóðfélag má við því, að missa

árvekni, ábyrgðartilfinningu og

viljakraft dugnaðarmannsins frá

þessum störfum; en þeir eigin-

leikar mundu sljófgast um of, ef

þeir ættu að vinna beint í þjón-

ustu landsins, í stað þess, að gera

það fyrir sinn eigin reikning.

Og það er staðreynt, að þessi

verður afleiðingin, enda munu er-

lendir þjóðmegunarfræðingar nú

hafa lagt niður allan skoðanamun

um það.               G,

Meyjan mín.

Fegursta freyja,

frjálsborna meyja,

þú átt minn óð.

Hugur minn hyljir þig,

hafa svo töfrað mig,

bál sett f blóð

unnbláu augun þín

ástblíð og djúp.

Þú voldug ert, sem vonin mín,

f vorsins blóma hjúp.

Ég elska þig sem ylinn

og árdagsbjarta sól,

sem blóm, er ilmi angar

um eyðilegan hól;

ég hylli þig sem hreinleik

og hugsjón, sem er kær.

Þú ert mfn daglffs drotning,

í draumum ljóssins mær.

Fegurð drotnar ljóss í vfðu veldi.

Venus heilsar björtu sumarkveldi.

Unaðsmyndir birtast heimi hrýjum,

helgar borgir reisa goð á skyjum,

sem röðull slær-á róslituðum hjúpi,

Rán svo speglar alt í lygnu djúpi.

Hvílist jarðlíf — sofnar reynir, rós,

rökkurmóða faðmar dal og ós.

í fjarlægð heyri ég fagran óm:

Fjallamærin blfða

situr í helgi hlfða

°6 syngur þar lof um Lofn og blóm,

lífið og æsku frfða.

Og sanna ást ég höndlað hef,

— ið helgasta, er veröldin á —

því frá henni pósturinn bar mér bréf

— en ég brýt ekki innsiglið frá.

M. G.

Ang. Flygenring

landsverzlunarstjóri meiddist í fyrri

viku. Var hann á leið frá Hafnarf. til

Rvíkur ríðandi með öðrum manni. En

í leiðinni var símaþráður strengdur

yfir veginn og sást ekki fyrir snjó-

og sólbirtu. Lenti hann á brjósti

Flygenrings, en hesturinn fældist, og

datt Flygenring af baki, misti meðvit-

undina, viðbeinsbrotnaði og laskaðist

eitthvað að öðru leyti. Nú er hann þó

á góðum batavegi.

					
Fela smámyndir
Blağsíğa 37
Blağsíğa 37
Blağsíğa 38
Blağsíğa 38
Blağsíğa 39
Blağsíğa 39
Blağsíğa 40
Blağsíğa 40