Landið


Landið - 26.04.1918, Blaðsíða 1

Landið - 26.04.1918, Blaðsíða 1
Jiktk Jék. 9 S^iíbhuuuuHc LANDIÐ Afgreiðslu og innheimium, Ólafnr Ólafg Lindargötu 2! Pósthólf. 353. 17. tolablað. lj. yinðersen S Sðn, Reykjavík. Landsins e 1 z t a klæðaverzlun og saumastofa. Stofnsett 1887. Aðalstræti 16. Simi 32. Stærsta úrval af allskonar fata- efnum og öllu til fata. Tennur. erj tilbúnar og settar inn, bæði heilir tanngarðar og einstakar tennur á Hverfisgötu 46. Tennur dregnar út af lækni dag- lega kl. n—12 með eða án deyf- ingar. — Viðtalstími kl. io—5. Sopliy Bjarnaraon. Bazarinn á Laug-aveg- 5 hefur ávalt allskonar tæki- færisgj aíir fyrir b ö r n og ..- fullorðna. :-=s Ennfremur bróderaðir og áteikn- aðir dúkar, kragar og fleíra. Pin^fréttir. FnliveldiBnefndin. í hana hafa verið kosnir þessir þingmenn: t Nd.: Magn. Pétursson, Jón Jónsson, Magnús Guðmundsson, Bjarni Jónsson, Þórarinn Jónsson, Sv. Ólafsson, Matth. Ólafsson. í Ed.: Karl Einarsson, Jóh. Jóh., Magnús Torfason, Eggert Pálsson og Guðm. ólafsson, samkvæmt hlutkesti milli hans og Kristins Daníelssonar. Símtol og blaðamenn. Á fundi fyrra miðvikudag skýrðu forsetar frá því, að þeir hefðu ákveðið að þingmenn hefðu ókeyp- is landssímaafnot, alt að 4 viðtals- bilum á viku og frjálsan aðgang að símanúmerum þingsins 354 og 411, en alls eigi að símanúmeri 61 (skrifstofusímanum). Þá hefðu og forsetar beðið landssímastjóra að senda eigi reikning til Alþingis, fyrir símtölum þingmanna, heldur til þeirra sjálfra. Ennfremur gátu forsetar þess, að samkvæmt beiðni frá stjórn Blaða- mannafélagsins, hefðu þeir gefið leyfi til þess að blaðamenn fengi að vera í herbergi innar af fundar- sal neðri deildar og herbergi norð- an við íundarsal efri-deildar. StjórnarfrumYÖrp. 1. Frv. til laga um laun barna- kennara. Reykjavík, fostndaginn 26. apríl 1918. III. árgangnr. V. B. K. Vandaðar vörur. Odýrar vðrur. VEFNAÐ ARVARA. Pappír og ritföng•. LEÐTJR og SKINN. Heildsala. Smásala. Verzlunin Björn Xristjánsson. 2. Frv. til laga um bæjargjöld 1 Reykjavík. Pingmannafrnmvörp. 1. Frv. til laga um bæjarstjórn á Siglufirði (Flm. St. St. og Einar Árnason). 2. Frv. til laga um viðauka við lög nr. 80, 14. nóv. 1917, um breyting á lögum nr. 12, 9. júlí Í909, um breyting á lögum um stofnun landsbanka, 18. sept. 1885, m. m. (Flm.: Þorl. Jónsson, Sig. Stef., Sv. Ólafsson, Matth. Ólafsson, Jón Jónsson, Pétur Ottesen, Pétur Þórðarson, Magn. Pétursson). — Þegar núverandi framkvæmdastjóri Landsbankans, Björn Kristjánsson, lætur af forstöðu bankans, fær hann árlega 4000 krónur í eftirlaun. Greinargerð. Það er öllum kunn- ugt, að forstjórn Landsbankans er ein hin mesta trúnaðarstaða hjá þjóð vorri. Og þar sem nú mun >tanda til, að Björn Kristjánsson láti bráðlega af stjórn bankans, en hins vegar mun nú ekki um það deilt, að hann hafi staðið prýðilega í þeirri stöðu, þá virðist samræmi í því, að honum séu heitin hin sömu eftirlaun, er ákveðin voru handa fráfaranda bankastjóra 1909. 3. Frv. til laga um mótak. (Flm.: Magn. Guðmundsson). — 1. gr. Nú á einhver eða hefur umráð á landi, sem mótak er í, og er hann þá skyldur til að láta það afhendi til mótaks, eftir því sem nauðsyn er á og eftir þeim reglum, sem settar eru í lögum þessum. Eigend- ur eða leigjendur lands eru einnig skyldir til að leyfa að þurka, hlaða upp og geyma í landi sínu mó þann, sem þar er tekinn upp. — 2. gr. Sá, sem þarfnast mótaks og naer eigi viðunanlégum samningum við eiganda eða umráðamann mó- lands, getur krafist þess af bæjar- stjórn eða hreppsnefnd, þar sem hann er búsettur, að hún gefi hon- um vottorð um, hversu mikið hann teljist þurfa af mó til 1 árs. Með vottorð þetta getur hann snúið sér til bæjarfógeta eða sýslumanns og fengið hjá honum kvadda 2 hæfa og óviihalla menn til að meta gjald fyrir mótak það, er hann þarfnast, samkvæmt vottorði hreppsnefndar. Rétt er og, að fleiri séu saman um að fá tilnefnda menn til að meta gjald fyrir mótak handa fleiri eða færri af íbúum kaupstaðarins eða hreppsins, eða handa fbúum ákveð- ins hluta hrepps eða kaupstaðar, en tilgreina skal þá jafnan, hversu mikið ætla megi að þurfi af mó — 3- £r' Gjald fyrir mótak, þurk- un mós, upphleðslu og geymslu skulu hinir kvöddu menn meta, eftir gæðum mós, þykt hans, hversu djúpt þarf til hans að grafa, legu mólands og gæðum, og yfirleitt öllu, sem máli skiftir um verðmæti hans og mólandsins. Þó má gjaldið eigi vera hærra en 10% umfram það gjald, sem tekið var fyrir mó- tak á þeim stað árið 1917, en hafi enginn mór þá verið tekinn þar, skal hafa hliðsjón af slíku gjaldi á því ári í sama bygðarlagi. — 4. gr. Leiguliði á jörð er eigi sekur um brot gegn 13. gr. laga nr. 1, 12. jan. 1884, þótt hann leyfi öðrum mótak í landi Ieigujarðar sinnar, ef þeir einir fá mótak, sem hafa vottorð hreppsnefndar eða bæjar- stjórnar samkvæmt 2 gr., eða þessi stjórnarvöld standa fyrir mótakinu og gjald kemur fyrir samkvæmt 3. gr., enda sé helmingur þessa gjalds eign jarðareigenda, nema öðruvísi sé um samið. — 5. gr. Brot gegn lögum þessum varða sektum frá 10—1000 kr., og fer um mál út af slíkum brotum, sem um almenn lögreglumál. — 6, gr. Lög þessi öðlast þegar gildi og gilda meðan Norðurálfuófriðurinn stendur. Pingsályktnnartillögnr. 1. Till. til þingsál. um skipun bjargráðanefndar. (Flm.: Jör. Br., Ben. Sv., Þorst. Jónsson, Bjarni f. V., Matth. Ól., Einar Arnórss, Sv. Ól.). — Neðri deild alþingis álykt- ar, að skipa 7 manna nefnd til þess að íhuga þjóðarvandræði þau, er af heimsstyrjöldinni Ieiðir, og gera tillögur til bjargráða. — Sams- konar till. (um skipun 5 manna nefndar) er og fram komin í ed. (Flm.: Magn. Torfason, Hj. Sn. Guðm. Ó1) 2. Till. um að skora á lands- stjórnina að hlutast til um, að sett verði á stofn í Vestmannaeyjum útibú frá Landsbanka íslands. (Flm.: Karl Ein., Magn. T., Hj. Sn.). — Alþingi ályktar aðskora á landsstjórnina að hlutast til um, að útibú frá Landsbanka íslands verði sett á stofn í Vestmanna- eyjum. 3. Till. um að fjárhagsnefnd athugifjárhagsástand landsins. (Flm: Sig. Stef.. Einar Arnórss, Jör. Br., Magn. P., JónJónss., Þorst. Jóns., Sig. Sig). — Neðri deild al- þingis ályktar, að leggja fyrir fjár- hagsnefnd deildarinnar, að athuga fjárhagsástand landsins og ráðstaf- anir þær, er hér að lúta og gerðar hafa verið vegna dýrtfðarinnar. 4. Till. um að skipa nefnd til þess að athuga verzlunarframkvæmd- ir landsins. (Flm.: Gísli Sv., Sig. Stef., E. Arnórss., Jör. Br., Þór. J., Magn. G., Jón Jóns., Þorst. J., Sig. Sig.) — Neðri deild alþingis ályktar, að skipa 5 manna nefnd til þess að athuga verrlunarframkvæmdir landsins út á við og inn á við og ráðstafanir allar, er gerðar hafa verið og hér að lúta. 5. Till. um að skora á lands- stjórnina, að hlutast til um, að sett verði á stofn á Siglufirði útbú frá Landsbanka íslands. (Flm.: St. St., og Ein. Árnas.) — Alþingi ályktar að skora á 'landsstjórnina að hlut- ast til um, að útibú frá Lands- banka íslands verði sett á stofn á Siglufirði, svo fljótt sem unt er. 6. Till. um sölu Gaulverjabæjar. (Flm.: Sig. Sig.). — Neðri deild Alþingis ályktar að skora á lands- stjórnina, að nota ekki heimild laga nr- 50, 16. nóv. 1907, um sölu kirkjujarða, og laga nr. 51, 11. júlí 1911, um Gaulverjabæ í Ár- nessýslu, ásamt hjáleigunni Garð- húsum. 7. Till. um sölu ólafsvallatorf- unnar. (Flm.: Sig. Sig. og Ein. Arnórss.). — Neðri deild Alþingis ályktar að skora á Iandsstjórnina, að nota ekki heimild laga nr. 50, 16. nóv. 1907, um sölu kirkjujarða, og 1. nr. 51, 11. júlí 1911, að því er snertir Ólafsvelli á Skeiðum, ásamt hjáleigum. Greinargerð fyrir tillögu þessarri felst í bréfi Ágústs sýslunefndar- manns Helgasonar í Birtingaholti, því er hér er prentað orðrétt sem fylgiskjal. Sönnun fyrir því, að skýrsla nefnds bréfs um ályktanir sýslu- funda Árnessýslu 1916 og 1918 um mál þetta, sé rétt, felst í ágrips- eftirritum þeim úr fundargerðum sýslunefndar Árnessýslu frá sömu árum, er tram eru lögð á lestrar- sal alþingis 1918. »P. t. Rvík, 15. apr. 1918. — Síð- astliðin ár hefur presturinn á Ólafs- völlum haft í huga að ná kaupum á prestssetrinu Ólafsvöllum, ásamt S hjáleigum. Eru allar þessar jarð- ir nú í ábúð annarra en hans. Árið 1916 lagði hann fyrir sýslu- nefnd Árnesinga fyrirspurn um það, hvort hún teldi ólafsvelli til þeirra jarða, sem ræðir um í 2. gr. kirkju- jarðasölulaganna frá 16. nóv. 1907. Svaraði nefndin því játandi með 13 atkv. móti 1 og lagði á móti því, að jörðinni yrði fargað úr opin- berri eign. Var þannig komið í veg fyrir í það sinn, að Ólafsvellir yrðu seldir. Nú hefur presturinn risið upp aftur og lagt á ný hina sömu spurn- ingu fyrir sýslunefndina viðvíkjandi Ólafsvöllum, og sýslunefndin hefur á nýafstöðnum fundi neitað með 8 atkv. móti 5 því, sem hún fyrir 2 árum hafði játað nær í einu hljóði, að Ólafsvellir teldust til þeirrajarða, sem ræðir um í 2. gr. kirkjujarða- sölulaganna. Að fenginni þessarri yfirlýsingu sýslunefndar, mun presturinn nú leita til Stjórnarráðsins eftir kaup- um á jörðinni. í allmörg ár hefur það verið rfkt í hugum manna á Suðurlandi, að hin mesta nauðsyn væri að koma þar upp góðum alþýðuskóla, og á nýafstöðnum sýslunefndarfundi í Ár- nessýslu var skorað á landsstjórn- Vanskil á blaðinu. Ef vanskil verða á blað- inu, eru kaupendur beðnir að gera afgreiðslunni að- vart um pað svo fljótt sem hægt er. ina, að undirbúa og leggja fyrir næsta reglulegt alþingi frumvarp til laga um stofnun bændaskóla á Suðurlandi, austan fjalls. Þegar litast hefur verið um eftir hentugri skólajörð, hefur valið helzt Ient á tveimur, Skálhohi og Ólafs- völlum. Engum kunnugum mun þó bland- ast hugur um, að Ólafsvellir eru hentugri skólajörð, þó sögulegar endurminningar mæli fremur með Skálholti, en það er nú { eign ein- staks manns og mun ekki Iiggja á lausu. Þegar áveitan úr Þjórsá yfir Skeiðin, sem nú er tekið að vinna að, kemur í framkvæmd, fá ólafs- vellir (með hjáleigunum) undir áveitu framt að 1000 teigum, eða nærri V4 »f öllu áveitusvæðinu, og er mikið af því landi véltækt. Þá hefur jörðin einnig mikið þurlendi °g óþrjótandi túnefni. Getur því engum dulizt, að hér er um mikla framtíðarjörð að ræða. Presturinn, sem sækir um kaup á jörðinni, er aldraður maður og hættur búskap fyrir mörgum árum. Er því bert, að hann ætlar ekki jörðina handa sjálfum sér tii ábúðar. Með því að ég er einn þeirra manna, sem einlæglega óska þess, að góður alþýðuskóli rfsi upp á Suðurlandsundirlendinu, get ég ekki hugsað til þess, að Ólafsvellir yrðu nú seldir úr þjóðareign, og þeim máske þar með komið í hendur bröskurum, sem gera þá óbyggi- lega; leyfi ég mér að snúa mér til yðar, háttvirtu alþingismenn, og biðja yður að flytja nú hið fyrsta á alþingi tillögu um, að banna sölu á Ólafsvöllum. Af þvf að ég býst við, að ef til vill verði hraðað að leitast eftir kaupum á Ólafsvöllum, hef ég ekki ráðrúm til að fá fleiri menn í lið með mér með þessi tilmæli til

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.