Landið


Landið - 24.05.1918, Blaðsíða 3

Landið - 24.05.1918, Blaðsíða 3
L'A'N DIÐ 8$ ■Rakarastofa míri flutt 'í Pósthússtræti 11, í enda rauða* hússins fyrir sunnan hús Nathan & Olsen. Inngangur úr Pósthússtræti. Kyjólíur Jónsson. málið. Hafi þingmenn eigi skilið, að það væri eðlileg afleiðing breyt- inganna, er leitt til þess að vita, að eiga svo sljófa fullltrúa; — en hafi það. verið sprottið af undir- hyggju og blekkingum, er það þeim mun verra, því þá eru eftirköstin eins og hin kalda undiralda í hægu veðri. t Að mörgum hugleiðingum sam- andregnum — sem fæstar birtast hér — getur efinn og vonleysið fengið svo djúpar rætur, að það kafi upp í huga manns jarls-hug- myndir. Vér erum nú búnir að þrautreyna okkur á vorum innlendu óskabörnum og altaf dýpkar þó heldur á hyggilegum ráðum og framkvæmdum, enda slík breyting f raun og veru alls eigi ískyggi- legri en aðrar, sem gerðar hafa verið. (Frh.). hússins í Prag varð þar friðarhrær- ing allmikil. Blöð þau, sem draga taum Bandamanna, voru gerð upp- tæk og Suður Slavar, sem voru gestkomandi, reknir burtu*. — Og enn er símað s. d., að upphlaup sé orðið í Bæheimi. Kiihlmann utanríkisráðherra Þjóð- verja lýsir yfir því, að hvorki í nútíð né framtíð séu nokkrir friðar- miðlar á ferli af Þjóðverja hálfu. Þjóðverjar lýsa því yfir, að Þýzka- aland sé albúið þess, að halda uppi hernaði á sjó í mörg ár, eftir að ófriði sé lokið á meginlandinu. og ef til vill vörukaup hér. Meðal þeirra er Mortensen fyrv. fólksþingsm. Færeyinga, sjálfstjórnarmaður og skör- ungur mikill þar í eyjunum. Eru 3 nefndarmenn »sjálfstjórnarmenn«, en 2 „sambandsmenn". 'ÉJtlönd. Á vesturvígstöðvunum hafa verið háðir allmiklir bardagar nú undan- farið, og sækja bandamenn á og hafa tekið nokkur hundruð fanga og virðist svo, sem Þjóðverjar verj- ist nú aðeins. En einnig er sím- að, að Þjóðverjar sé nú að undir- búa nýja sókn þar og helzt á Somme-vígstöðvunum, með ógrynni liðs, 80 herdeildum (hátt á aðra miljón manna). Þ. 19. maí gerðu þý"k loftskip árás á London, hina mestu, sem gerð hefur verið til þessa, en Bretar veittu öflugt við- nám. 37 menn biðu bana, en 155 meiddust og talsverðar skemdir urðu á húsum. Kafbátar Breta í Eystrasalti kvað hafa verið eyði- lagðir. Opinber frönsk tilkynning hermir: Frá vígstöðvunum í Makedóníu er það að segja, að hersveitir Frakka og ítala hafa sótt þar fram í ill- færu fjallendi fyrir vestan Koritza og unnið mjög á. Faerðu þær her- línu vora fram um 20 kílómetra, gerðu hvert áhlaupið á fætur öðru af hreysti mikilli og tóku mikinn fjölda fanga. Tyrkir sækja ákaft fram í Persíu og verður mikið ágengt. Uppreisn hefur orðið á írlandi af hálfu fullveldisflokksins þar, er »Sinn Fein* nefnist. Hafa Bretar bælt hana niður, handtekið þing- menn þess flokks og höfðað mál gegn þeim fyrir landráð. En fregnir eru Iitlar og óljósar. Miðveldin eru að koma sér sam- an um nánara bandalag, fjárhags- legt og hernaðarlegt varnarbanda- lag. Eru í því Þýzkaland, Austur- ríki, Búlgaría og Tyrkland. Sagt er, að Pólland eigi að vera í kon- ungssambandi við Austurríki, en Litháen' í konungsambandi við Saxland. Tsjekkarnir í Bæheimi kvað una þessu nánara bandalagi illa. í símfregn 20. þ. m. segir svo: »A 50 ára afmæli þjóðleik- Balfour lýsir yfir því, að til boða standi, að ræða Iriðarskilmála á heiðarlegum grundvelli, hvenær sem er. Skipasmíðar Bandaríkjanna kvað aukast óðfluga. — Frá Finnlandi er það að frétta, að Svinhufvud er kosinn ríkisstjóri í bráð. Mannerheim, foringi hers- ins, krefst þess, að landið verði konungsríki, og kvað margir vera því fylgjandi, ásamt bandalagi við Miðveldin, en lýðveldissinnar hóta öllu illu, ef þetta komist í fram- kvæmd. Vesúvíusgos kvað vera að byrja. U’rettir. Eldsvoði. Húsið á Laugalandi, inn við þvotta- laugar, brann fil kaldra kola aðfaranótt fyrra fimtudags. Um upptök eldsins er ókunnugt. — Húsið var 28X10 álnir, úr timbri, en aðeins vátrygt fyrir 6óoo kr., svo eigandi hefur beðið tilfinnan- legt tjón við brunann. 100 ára afmæli Siglutjarðar sem verzlunarstaðar var 20. maí. Síra Bjarni Þorsteinsson á Hvanneyri hefur samið og gefið út myndarlegt minningarrit í sambandi við aldarafmselið. Frá þinginu fær Siglufjörður þá afmælisgjöf, að verða sérstakt lögsagnarumdæmi. Staðarprestakall í (Irunnavík. Sóknarmenn þar hafa að heita má undantekningarlaust beðið um að fá síra Jónmund Halldórsson fyrir prest. Er hann farinn ásamt fjölskyldu sinni þangað norður til þess að taka við embætti. Skip. »Sterling« fór 1 strandferð 20. þ. m., vestur og norður um. Farþegar voru margir, m. a. Gunnar skáld Gunnarsson með frú og barn. — „Botnía" kom frá útlöndum á þrd. var, og fór aftur til Khafnar í gær. Oddaprestakall. Þar hefur verið kosinn prestur cand. theol. Erlendur Þórðarson, með mikl- um meiri hluta atkvæða. 50 ára afmæli á síra Friðrik Friðriksson á morgun. Hann hefur unnið mikið og þarft verk hér í borginni um mörg ár. Sendincfnd frá Færeyjnm) kom hingað á Botníu, 5 menn, er falið er að semja við stjómina hér um sameiginleg viirukaup í Vesturheimi I Peir kaupendur blaðsins, bæði hér í Reykjavík og annarsstaðar, sem skifta um bústaði núna í vor, eru beðnir að gera afgreiðslunni aðvart, svo blaðið berist þeim skilvíslega. Lýövald. (Erindi liutt á skemtisamkomn í fnndar- húsi Miðdalahrepps a8A 1918). (Frh.). ---- Blómknappurinn á hinum al- menna kosningarrétti og algerða Iýðvaldi f löndunum er að sjálf- sögðu fullkomið þingræði. Konung- urinn (eða ríkisforsetinn) getur eng- um lögum neitað og er eiginlega valdalaus, en einungis að nafni til yfirmaður ríkisins. Hann verður, hvort sem honum er ljúft eða Ieitt, að taka ráðherrana, sem eru hinir eiginlegu stjórnendur, úr þeim þing- flokkum, sem þá í bili er í meiri hluta. En nú getur vel farið svo, og kemur ósjaldan fýrir, að enginn einasti maður í flokknum sé stöð- unni vaxinn, á nokkurn veg. Þessir menn verða þá_ fyrst að fara að læra verkin, er stöðunni tilheyra, þá er þeir eru komnir í hana. Og þó eru þessi verk, stjórnarstörfin, mestu vandaverkin f heiminum. Við alt þetta sljófgast ábyrgðartil- finningin hátt og lágt með þjóðinni og löggjöfin vill verða einn hroð- virknisgrautur, en lagaboðafiöldinn um leið afskaplegur. En fjárhagur landsins lendir með stórum lántök- um 0. fl. í mesta sukki, sem von er til, þar sem svo iðulega verður að verðlauna fylgi eða kaupa fylgi. Um þetta kvarta menn einkum í smárfkjunum, en Ifka í þeim stóru. Af öllu þéssu ólagi hverfur svo óð- fluga virðing fyrir landsstjórn og löggjafarþingi. Og það er misskiln- ingur, ef einhverjir halda, að full bót á þessu böli verði ráðin, með enn fullkomnari mentun fólksins, því það er eiginlega ekki skortur á ■vizku, heldur á siðgæði, sem veld- ur meininu, og því eru lærðu mennirnir ekki betri í þessu efni, heldur en hinir, er minni mentun hafa hlotið. Það vill reynslan kenna f öllum löndum. Það er fyrirkomu- Iagið sjálft, sem er undirrót meins- ins og þvf þarf að finna ráð til að bæta fyrirkomulagið. Það er þá heldur eigi rétt, að brigzla neinni sérstakri stétt eða mönnum um þenna ágalla, heldur er allur lands- lýður samsekur. Fégirni og valda- ffkn, er arfgeng ástrfða hjá mönn- um, sem altaf verður að gera ráð fyrir í syndugum heimi. Heiðvirðir menn í öllum stéttum sjá meinsemd- ina, en hafa enn eigi komið auga á meðal við henni, er að gagni komi, eða þá eigi fengið að koma því að, svo til hlítar sé. — Þessi stranga flokkaskifting, sem virðist vera óumflýjanleg afleiðing lýðvaldsins, í þess núlegu mynd, er höfuðorsök siðspillingarinnar á stjórnmálasvæðinu. Á þessu verða sjálfir foringjar flokkanna tíðum að kenna. Það koma stundum fyrir mál, er flokksmennirnir verða heill- aðir af, en foringinn, sem oftast er vitrastur, sér stóra andmarka við, er því f hjarta sfnu mótfallinn þvf. Geti hann nú ekki talið flokks- bræðrum sfnum hughvarf og vilji heldur eigi glata forustunni og með henni von um ráðherradóm, ef verkast vill, þá er hann neyddur á ýmsa lund meinþrungið. Stundum koma og stjórnmála-afskifti ýmis- légra félaga, einstakra manna, með í leikinn, eða þá samhagshringir einhverra atvinnurekenda. Sumir hafa haldið því fram, að úr þess um meinum megi bæta með því, að láta alt landið vera eitt kjör- dæmi og þingmenn ríkisins séu ailir kosnir með hlutfallskosningum. Það er nú óneitanlegt, að slfkar hlutfallskosningar eru mjög réttlát- ar f garð allra flokka, en reynslan staðfestir, að þær geta eigi bætt úr höfuðgöllunum. Þvert á móti fær flokksstjórnin, sem venjulega er í höfuðborginni, ennþá vfðtækara ráð- rúm til að koma þeim að, er hún vill helzt hafa, því stærra sem kjör- dæmið er, og því fleiri óþekta menn, sem kjósandinn verður að velja. Flokksmennirnir út um land geta því varla annað gert, en að fallast á þann kjörlista, sem flokks- stjórnin hefur búið til handa þeim. Ofríki og harðstjórn, í hverri mynd sem er, verður að teljast mikið böl, og meira hluta ofríkið í löggjöf og fjármálum er ekki hóti Detra en hvert annað ófrelsi. Nú kemur það þráfaldlega fyrir, að ör- lftill meiri hluti getur öllu ráðið í mjög mikilsverðum málum og verð- ur þá minni hlutinn, ef til vill hérumbil hálf þjóðin, að beygja sig fyrir ofurvaldinu. Engin bót við þeim ósköpum, né neinum þing- ræðisgöllunum, er það, að fjölga þingmönnum. Flokksgallarnir fá aukinn stýrk við fjöldann, en geta alls eigi minkað, svo sem öllum gefur að skilja.. Vfðtækur kosning- arréttur og mikið þingræði er auð- vitað í sjálfu sér ágætur hlutur, og raunar sjálfsagður í hverju lýðfrjálsu landi, en þetta stjórnarform gefst þó svona afar-misjafnlega í löndun- um. Það hefur til þessa gefizt bezt á Englandi, og þó eru nú sumir af göllum þess lfka farnir að koma þar í Ijós. En hjá Englendingum hvílir það á sögulegum grundvelli margra alda og er orðið samvaxið eðli þeirra. Framtfðin ein getur sýnt, hvernig aðrar þjóðir geta breytt því eftir hæfi sínu, og hag- nýtt svo að vel fari að öllu leyti. Og hvað England snertir, þá er víst, að eymdin mikla í Austurenda í Lundúnum, og nokkuð í fleiri stórborgum rfkisins, væri eigi slfk ódæmi sem hún er, hefði ekki æðri stéttirnar, sem öllu hafa ráðið, stjórnað landinu eiginlega feiknar- illa. Sökum gallanna, sem Norður- álfumenn finna á stjórnarfari sfuu, hafa allmargir umbótavinir skimað eftir stjórnarskipun, hjá öðrum mannflokkum í heiminum, að fornu og nýju, til að vita hvort þaðan mætti eigi fá góðar bendingar ti lagfæringar. Þannig hafa sumir lög- jafnaðarmenn þótzt finna veglega framkvæmd hugsýnis sfns f menn ingu og stjórnarskipun hins gamla Inkaríkis í vestanverðri Suður-Amer íku. Örbirgðin var þar óþektur hlutur, því allar eigur voru þar þjóðfélagseign. Ríkið fékk mönnum lönd til yrkingar og skipaði fyrir um alla vinnu og ákvað jafnframt framfærslu sinnar. Allir höfðu nægi- legt, en enginn ieið nauð af fátækt og enginn Iifði í ógengd auðæfa. Það sem lýðurinn sjálfur fékk að halda, var þriðjungur alls afrakst- urs, en hinir tveir þriðjungarnir gengu annar til stjórnarkostnaðar og hinn til guðsdýrkunar, sem raunar var líka ríkismálefni. Með þessu urðu allir eiginlega em- jættis- eða verka-menn ríkisins, og Detta gekk jafnvel svo langt, að valdsmenn stjórnarinnar sögðu til, ive mörg hjón skyldi árlega gift- ast í hverju þorpi. Um eiginlegt einstaklingsfrelsi var eigi að tala, og framtakssemin af samkepni og sjálfshvatadugnaði, er svo miklum stórvirkjum til framfara hefur kom- ið til leiðar í Norðuráltu, var þar ekki til. Að sumu leyti er nú jetta gott, og eitthvað af því ef til vill nothæft, en hætt er nú við, að Norðurálfumenn felli sig aldrei við það óumbreytt, svo fjarstætt er það hugsunarhætti þeirra og virðingu fyrir sérstaklingseðlinu. Að vísu er hrópleg mótsögn í ástandinu sem nú er víða í Norður- álfu; annars vegar alfullkomið stjórn- málalegt jafnstæði allra manna, en hins vegar algert efnahagslegt mis- jafnstæði fólks í mannfélaginu sök- um feiknar-auðs og óhófs nokkurs hluta landslýðsins, en aftur voða- legs efnaskorts mikils sægs af ríkis- þegnunum. Þeim verður því frelsið og flest gæði að engum notum vegna skorts á brýnustu lffsnauð- synjum. Það er víst satt þetta gamla spakmæli, »að fyrir óhóf og iðjuleysi eins manns, svelti margir °g ofþjakist í vinnu«. Á milli þess- arra öfgaflokka mannfélagsins standa svo bjargálnamennirnir, sem eru kjarni lýðsins; en þeirra gætir iðu- lega minst, þegar deilur rísa upp. Gallinn stóri er, að mannfélagsskip- unin hvílir miklu fremur á efnahag en siðgæði og því á varasömum grundvelli. Menn eru metnir rang- lega og miklu meira eftir aurum en manngildi og því er það, að sá hlýtur oft þingsæti og aðrar trún- aðarstöður, sem miklu síður ætti að hljóta. Það reka menn sig nær því daglega á. En þótt mótsögnin sé mikil í öllu þessu, þá liggur um- bótavegurinn að iíkindum í þá átt- ina, að halda sér sem mest við stjórnarfar lýðvaldsríkjanna, sem Norðurálfubúum er svo kært, en með breytingum til að minka and- stæðurnar, heldur en að sækja lag- færingarnar til óskyldra mannflokka. Vandinn er, að finna út, hvernig bjarga megi frá eymdarböli fátækt- arinnar, en varðveita þó alment mannfrelsi í landi, að láta hverjum þegni vegnaf þolanlega vel, án þess að gera hann alháðan ríkisstjórnar- þræl. — (Krh.). Vísa. til að beygja sig fyrir vitleysu fjöldans í flokknum. Svona er þetta | hversu mikið heimilin skyldu fá til Ég hef ekki málið mist, mér ei líkar aðferð sú, að trúin góð á trúan Krist tekin er af dagskrá nú. Ein. Joch. ( I

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.