Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Landiğ

Smelltu hér til ağ fá meiri upplısingar um 28. tölublağ 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Landiğ

						LANDIÐ
iii
j
¦
„Hugfró"
Tóbaks- og sselg-setis-verzliin,
Langaveg  34.    Himi  739.
Reyk j a vílí.
Heildsala.             Smásala.
Allskonar tóbaksvörur ög sælgæti.
Vörur  sendar  um  alt  land  gegn  eftirkröfu.  Allar
pantanir afgreiddar tafarlaust.
Sendið  pantanir  með  sima  eða  bréfi.
»Hugfró« er ný verzlun, sem fær vörur sínar milli-
liðalaust, og er strax að verða
stærsta og- foezta tóbalisverzlti.:n
landsins.
Utanáskrift simskeyta:  »Hugfró«.  Reykjavík.
Virðingarfylst.
Páll Olafsson.
\4l
EK
*^=K
:K
Þjóðverjar hafa keypt 2 vígdreka
úr Svartahafsflota Rússa, og hafa
gefið fyrir 35 milj. rúbla.
Kerensky er nú aftur Kominn
fram á sjónarsviðið. Hann var á
verkmannaráðstefnu í Lundúnnm í
lok síðastl. mánaðar og var tekið
þar með miklum fögnuði, og það-
an fór hann síðan suður til Parísar.
— Hjálmar Branting, sænski jafn-
aðarmannaforinginn, var einnig á
þessarri verkmannaráðstefnu í Lund-
únum og flutti þar ræðu. Er eftir
honum haft, að bandamönnum sé
að aukast fylgi í Svíþjóð.
Síðari fregnir frá Rússlandi segja
svo: Ritzau og Wolffs fréttastof-
ur tilkyntu, að hinir ákafari bylt-
ingarmenn i Rússlandi viðurkendu,
að Mirbach hafi verið drepinn.
Forkólfar hægfara byltingarmanna
hafa verið hneptir í varðhald.
Gagnbyltingamenn heyja orustur á
götunum f Moskvu, á mörgum
stöðum f senn. Maximalistar full-
yrða, að þeir hafi enn yfirhöndina.
Mirbach sendiherra Þjóðverja f
Moskvu hefur verið myrtur, og
segja Þjóðverjar það illvirki unnið
fyrir undirróður bandamanna.
Orðasveimur hefur borist út um
það einhverjar krókaleiðir, að
Michael stórfursti hafi verið kosinn
keisari alls Rússaveldis.
Frá Moskva er sfmað, að 75000
uppreisnarmenn séu á leið til Kiev.
íbúar á Murmanströndinni æskja
þess að ganga f bandalag við
bandamenn.
Sendiherra Maximalista í Ame-
ríku hefur verið hneptur í varð-
hald.
í Ungverjalandi var sagt alls-
herjarverkfall í fregn frá 28 f. m.,
en síðari fregnir segja því lokið. í
Þýzkalandi hefur verið mikill mót
blástur gegn Kiihlmann utanríkis-
ráðherra frá forkólfum alþýzku
stefnunnar, og hafa þeir lengi vilj-
að koma honum frá völdum vegna
þess, að þeim þykir hann of hlynt-
ur friðarstefnunni þar f Iandi og
hinum frjálslegri þjóðskipulags-
breytingum og kveða síðustu fregn-
ir hann farinn frá.
Aðstoðarkanzlarinn þýzki hefur
skorað  á jafnaðarmenn  að  veita
stjórninni stuðning. Scheidemann
svaraði þeirri áskorun þannig:
Við viljum fá stjórn, sem bindur
enda á ófriðinn svo fljótt sem unt
er; vér neitum jafnvel að greiða
atkvæði með fjárbeiðnum stjórnar-
innar. Ledebour sagði, að það
væri skylda þýzka öreigalýðsins, að
hvetja til stjórnbyltingar. Forset-
inn vftti þessi ummæli.
Kartöfluskamturinn hefur verið
minkaður f Þýzkalandi og mótmæla
jafnaðarmenn því harðlega.
Uppvíst hefur orðið um sam-
særi gegn miðveldunum f Galizíu.
Enska stjórnin hefur nú komið
fram með tillögu um, að frestað
verði að taka ákvarðanir um heima-
stjórn íra.
Múhameð V. Tyrkjasoldán er
andaður og í hans stað kominn
til valda Múhameð VI
í septembermánuði á að halda
ráðstefnu í Sofía, höfuðborg Búlg-
aríu, og verður Ferdinand keisari
forseti hennar. Þangað verða send-
ir fulltrúar frá Þyzkalandi, Austur-
ríki, Ungverjalandi, Búlgarfu, Tyrk-
landi, Rúmeníu og Ukraine, og er
ætlunarverk ráðstefnunnar það, að
skapa nýtt og betra fyrirkomulag
á Balkan. Heyrzt hefur, að deila
sé risin milli Búlgara og Tyrkja
um Dobrudja.
Dansk-íslenzka félagið.
3. hefti af smáritum þess er nýkomið
hingað og hefur inni að halda Ágrip
af sögu islenzku þjóðarinnar (Overblik
over det islandske Folks Historie) eftir
Age Meyer Benedictsen, Það er vel
skrifað og glögt yfirlit á 36 bls. Fram-
an við er mynd af 1000 ára afmælis-
spjaldi Gröndals og innan í er prentað
myndspjaldið, sem Thor E. Tulinius
gaf út fyrir nokkrum árum og sýnir
framfarir landsins i verzlun og atvinnu-
vegum á síðari árum.
Hjúskapnr.
Hallgrimur Benedíktsson heildsali og
ungfrú Áslaug Zoega, dóttir Geirs
rektors.
Sören Kampmann lyfsali í Hafnar-
firði og ungfrú Lena Olsen, dóttir
Guðm. heit. Olsen.
Sigurður Jónsson frá Arnarvatni og
ungfrú Hólmfríður Pétursdóttir frá
Gautlöndum.
Hallgrímur Jóiisson vélstjóri á
„Gullfossi" og ungfrú Rannveig Sig-
urðardóttir.
Guðjón P. Jónsson vélstjóri á „Gull-
fossi,, og ungfrú Eyjólfina H. Sigurðar-
dóttir.
Hjálmar Sigurðsson kaupmaður í
Stykkishólmi og ungfrú Soffía Gunn-
arsdóttir.
Erlendur Þórðarson prestur að Odda
og ungfrú Anna Bjarnadóttir.
Þingvallaför nefndarmannanna.
Ráðherrarnir og. nefndarmennirnir
islenzku fóru með dönsku sendimenn-
ina til Þingvalla á sunnudaginn. Voru
og í förinni formenn fullveldisnefhda
alþingis, forsetar og þeir Sigfús bóka-
vörður Blöndal og Jón dócent Aðils.
Þrátt fyrir kalsaveður var ferðin hin
skemtilegasta. Var gestunum sýnt alt
sögulegt á Þingvöllum.
Undir borðum í konungshúsinu stóð
Hage ráðherra upp og þakkaði fyrir
ágætar viðtökur og hina miklu gest-
risni. En Jóh. Jóhannesson bæjarfógeti
þakkaði dönsku sendimönnunum fyrir
það, að þeir hefðu viljað koma hingað
og semja við íslendinga. Það mætu
íslendingar mikils og kvaðst vona að
árangur yrði góður af samningaumleit-
unum, til hagsmuna fyrir báðar þjóð-
irnar.
Klukkan um 7 komu férðamennirnir
aftur til bæjarins. Það voru 8 bifreiðar,
sem notaðar voru.
Fréttir.
Dr, Björn M. Ólscn
hefur verið kosinn heiðursfélagi
(corresponding fellow) við British
Academy (brezkt vísindafélag).
íslenzkum vélbáti sökt.
Vélbátnum „Gullfaxa" (skipstjóri
Sölvi Víglundarson) var sökt fyrir
skömmu af þýzkum. kafbáti, í nánd
við Færeyjar. Skipshöfnin komst i
skipsbátinn og til Færeyja eftir 18
tíma sjóvolk. — Báturinn var eign
jóns Laxdals og Debells. -—
15020 íbíia
hafði Reykjavík um síðustu áramót,
samkv. „Hagtíðindum". Þar af voru
6777 karlar og 8243 konur. Árinu áður
var ibúatalan 14677-
Ýmiíslegt.
Holdsveiki í Noregi.
Samkvæmt skyrslum frá Nor-
egi fer holdsveiki þar óðum þverr-
andi. A 5 ára tfmabilinu 1911—
1915 fækkaði tólu sjúklinganna
þannig: 301—281—279—261 og
235-
Fækkunin sést þó gleggra þegar
litið er lengra aftur f tfmann. Árið
1858 voru í Noregi skráðir 2858
sjúklingar með holdsveiki.
Bréf til herruanna.
Eftir skyrslum sem komið hafa
fram á þingi Breta, sömdum af
Illingworth yfirpóstmeistara, þá eru
10 miljón bréf á viku send her-
mönnunum og 350 þús. póst-
bögglar.
Föngum eru send um 160 þús.
bréf á viku og 126 þús. böglar.
Sjö hnndruð stúlknr
vinna við ýmsa vinnu viðvfkjandi
skipabyggingum við verksmiðjur
Furness lávarðar í Englandi.
Alstaðar þar sem konur vinna
við þessa framleiðslu, fá þær ein-
róma lof fyrir, hvað vel þær vinna.
JSanéié  &r  agœft
auglijsingaBlaö.
Reynið, hvort ekki er satt,
Minni Þórisdals.
Ræða,  flutt í samsæti, sem nokkrir
Reykvíkingar héldu Guðm. Friðjóns-
syni skáldi, 21. júni 1918.
ísland--------íslandl
Ekkert orð í máli voru lætur
oss betur í eyrum, en þetta nafn.
Ekkert orð vekur þvflfkan sam-
klið með öllum þeim strengjum,
sem bærast f anda vorum og hjarta,
sem þetta nafn. Endurómur þess
í brjósti voru er öll vor tilfinn-
ing —: vor hæsta gleði, vor dýpsta
sorg, vor viðkvæmasta ástarkend
og vor beiskasti haturshugur.
Og ekkert orð andar um eyru
vor þvílíkri hljómfegurð, sem þetta
nafn — Brimgnýrinn er hljómur
þess. Draumdilla lognöldunnar er
hljómur þess. Fossniðurinn er
hljómur þess. Sumarblærinn, sem
þýtur um lauf og blóm, er hljóm-
ur þess. Vetrarstormar og öskur
blindhrfðanna eru hljómur þess.
Vængjaþytur leifturskjótra Ióuvængja
er hljómur þess. Og málrómur allra
þeirra, sem vér elskum, er hljómur
þess —I
í hvert sinn sem vér mælum eitt
hvert orð, kemur fram í huga vor-
um mynd þess, sem orðið er tákn
fyrir. Ekkert orð á þvílíkt mynda
safn í meðvitund vorri, sem þetta
nafn. Að baki þess er dulin ein
hin máttugasta töfraskuggsjá anda
vors; þar líða fram fyrir hugar-
augu vor hinar fegurstu myndir,
sem vér höfum séð í draumi og
vöku, eins og lönd þau, sem runnu
fram hjá báti álfkonunnar og kon-
ungssonarins, forðum daga, á vatn-
inu f Paradfsargarðinum, sem segir
frá í æfintýrinu.
ísland — íslandl
Ef vér mælum þetta orð á sorg-
arinnar stund, þá opnar oss sýu
inn í töfraskuggsjá þess. — Vér
sjáum þyrping dimmra hamrafjalla,
sem hverfa upp f grátúða þungra
og ömurlegra regnskýja. Vér sjá-
um haustföl og dapurleg héruð,
með smávöxnum og lágkúrulegum
bæjum, sem eru samlitir jörðunni.
Þar hafa numið sér óðul um hundr-
uð ára illvættirnir: fátækt, þrælkun
og vonbrigði.
Ef vér nefnum það á gleðistund,
hve bjart er þá yfir myndum töfra-
skuggsjárinnar I Fyrir augum vor-
um hefja sig blámöttluð fjöll upp í
ljósfang vorhiminsins, eins og mátt-
ugar hendur, sem lyft er í bæn til
sólarinnar, um meiri fegurð —
meira ljósl Vér sjáum yfir blóm-
leg dalahéruð með björtum vötn-
um og hoppandi elfum og lækj-
um, bændabýli standa f röð undir
vorgrænum hlíðum og brosa við
allri sveitasælunni. Upp frá hverj-
um bæ stíga Ijósbláar reykjarsúlur,
og líða yfir sveitina f stafalogninu,
sem huldur í dansi. —
En ef vér mælum þetta orð á
hrifninnar stund, þegar saga Iands
vors hefur snortið oss töfrasprota
sínum — og lyft höfði voru hátt,
þá bregður kynlegu Iffi á myndir
töfraskuggsjárinnar I Kvikar og foss-
andi, sem blóðið í vorum eigin
æðum, koma þá myndir lands vors
fram fyrir hugsýn vora í ölium sfn-
um svipbrigðum —.
Og minningum þúsund ára and-
ar á móti oss frá hverju strái —.
Lækjarniðurinn þylur vögguvfsur
mömmu með rödd hennar og tungu.
Hólarnir og klettarnir, sem ymja
við af fossafallinu og árniðinum
framan úr dalnum, eru æfintýri
ömmu, sögð á oiðvana en lifandi
máli —, sem við heyrum, sjáum
og finnum eins og vinhlýja hönd
vorrar eigin æsku, sem hún er að
rétta að oss — langt út í lífið —I
Lækurinn kveður um Gunnlaug
og Helgu — Fjallaþeyrinn bland-
ast ómi af ástarsöngvum Auðar —
þar sem hún situr frammi f öræf-
unum, nöktum, auðum og köld-
um, og hefur höfuð Gfsla á kjám
sér — og kveður honum ró f huga
— guðslanga haustnóttina — með-
an allir aðrir sofa. —
Öidurnar við sandinn segja frá
víkingum —. En gusturinn, sem fer
um sæbarða hamra, þylur hend-
ingar,  sem slitna af óhægum ekka
— þar er andi Egils enn á sveimi
og kveður sonartorrek sitt niður
yfir þrútinn sæinn —.
Skýin, sem bólstra sig í dag-
setursátt, kveldrjóð, verða að eldi
brennandi; leggur þaðan heitan
gust og gneistaflug f fang vort. —
Vér heyrum síðustu andvörp Njáls
vestan  frá fjatlægu sjávarhljóðinu.
— Vér sjáum blika á bjartar og
blóðþyrstar eggjar Rimmugygjar í
eldinum. En á milli logatungn-
anna grisjar fyrir andliti Skarphéð-
ins, sem glottir í kaldri hetjuró til
feigra fjenda sinna, sem slá hring
um bálið — —.
Alt þetta sjáum vér þá og miklu,
miklu fleira, því Saga sjálf hefur
stigið út úr huldarbjörgum sfnum
og borið töfrasmyrsl sín á augu
vor, svo að þau verða skygn og
sjá inn á Iðavelli hennar. —
Þá finnum vér, hve öll náttúran
umhverfis oss kvikar af eigin hjarta-
slögum vorum.
Þá finnum vér, hversu blóð vort
streymir inn í æðar vorar frá Iand-
inu, sem vér stöndum á, og gefur
oss endurnýjað Iff með hverju and-
artaki-------------.
Og þannig hefur ísland verið
tengt hug og hjarta sona sinna og
dætra alt frá elztu tíð. — Landið
og þjóðin hafa verið tengd hvort
öðru, sem strengirnir tónborði
hörpunnar. Úthafið hefir vígt þau
saman trygðaböndum einverunnar.
ösjálfrátt hefur þjóðin, meðan aldir
fæddust og dóu, skemt sér við að
greypa líf sitt og sál inn í land
sitt, náttúru þess og sögu —.
Þetta land, sem vér höfum verið
tengd traustari blóðböndum, en
nokkur önnur þjóð ættjörð sinni —
alt frá þvf er vér snertum hana
litlum og máttvana barnsfótum vor-
um í fyrstu sporunum, sem vér
reyndum að stíga, og þar tii er
vér fengum oss sfðasta og trygg-
asta blundinn á moldarsvæfli
hennar —.
Og Iand vort fékk vorn svip f
öllum sínum myndum. Hver af-
kimi sálar vorrar átti sér samstæðu
í skauti þess, fyrir vitund vorri —.
Oss mönnum er þannig farið, að
f miðju gráviðri og auðn hversdags-
hugsana vorra eigum vér afmörk-
uð gróðursvæði í sál vorri. Þangað
leitum vér, oss til dægrastyttingar,
í tómstundum vorum. Hugsanir
þær, sem þar eiga sér óðul, eru
æfintýri og ljóð. — Þær hugsanir
vorar eru fegurri og margbreytt-
ari og máttugri í eðli, en aðrar
hugsanir vorar. —
Landi voru var líkt farið í þessu,
f augum feðra vorra. í miðjum jökl-
unum og grjótnöktum öræfum lágu
hlý og fögur dalahéruð full suð-
ræns yndis og prýði. Þar bygðu
menn, sem voru meiri fyrir sér á
flestan hátt, en aðrir landsbúar.
„Ríðum, rfðum til logalanda, þar
sem eldurinn aldrei deyr" — aðeins
örskamma stund, og þar skulum
vér svipast um í paradísargörðun-

					
Fela smámyndir
Blağsíğa 109
Blağsíğa 109
Blağsíğa 110
Blağsíğa 110
Blağsíğa 111
Blağsíğa 111
Blağsíğa 112
Blağsíğa 112