Landið


Landið - 20.09.1918, Blaðsíða 3

Landið - 20.09.1918, Blaðsíða 3
LANDIÐ 153 Ljúflingar, nokkur nýsamin lög eftir Loft Guðmundsson. --Fást hjá bóksölum, ======== Sendið pantanir yðar í pósthólf 436. Reykjavík. hafa búizt við betra af hendi rit stjóra, þótt einkum geti það átt heima um dóminn á fyrsta ritinu, er nú var nefnt, Það er stórgalli á flestum ísl. rit- dómum, að þeir eru verri en ekkert; eru hvorki höfundum til leiðbeiningar, né lesendum til hjálp- ar. Annars væri óskandi, að sá nýi ritstjóri Eimreiðarinnar næði sem fyrst gamla ritstjóranum í rit- dómaralistinni, því þar er maður, sem flestum íslendingum betur kann að gagnrýna og er mjög óhlut- drægur. Málið á þessum Eimreiðar heftum er yfirleitt fremur lipurt og blátt áfram, en tilþrifalaust. Leiðar rétt- ritunarvillur eru til og frá t. d.: kvatt f. hvatt, hvísluðust f. kvísl- uðust, nýskur f. nískur, o. fl., en svo eru þar þó nokkur orðskrípi og útlenzkuslettur t. a. m.: fiskirí = fiskveiði, dumpa = falla, orgel = organ, ásamt fleiru; og svo þetta leiða ýyrirbrigði f. fyrirbceri. — Það er eflaust nóg að útlenzku- sletturnar tóri í daglegu tali, þótt eigi séu þær styrktar til langlífis með því að leiða þær til sætis f fjöllesnum bókum og tímaritum. Orðið ýyrirbrigði er að vísu ís- lenzkur nýgervingur (tæpt 40 ára) en það er um þetta réttmyndaða orð að segja, að það er af flestum, er nú lifa, haft í vitlausri merkingu og því þannig útleiknu riðið látlaust gandreið af sæg rithöfunda, er éta þetta upp hver eftir öðrum í hugs- unarleysi. Að bregða ýyrir og ýyrir- brigði táknar að réttu það eitt, er birtist snögglega og hverfur svo jafnskjótt aftur (t. d. þarna brá Ijósi fyrir), en er þó alltíðast haft um það, er á útlendum málum heitir fænomen“ er táknar það er birtist eða ber ýyrir mannlega skynjun; svo þetta er auðsælega rangt, en þar á móti er fyrirbæri og að bera fyrir, réttu þýðingarnar á þessu og sá nýgervingur er líka vel myndað- ur og um það bil jafngamall hinum. Hefði orðið fyrirburður eigi þegar fyrir löngu fengið nokkuð aðra merkingu, líka sem ýyrirboði og birting einhvers yfirnáttúrlegs, þá væri sjálfsagt að nota það um „fænomen", samt er engu meiri misbeiting á máli að viðhafa það i hérnefndri táknun, en þetta óþol- anda ýyrirbrigði. Hvorttveggja er röng merking, en ýyrirburður er þó sönnu nær og fyrirbœri það orðið, sem bezt á við. Þrátt fyrir galla þá, er mér finn- ast á þessum heftum, eru þau þó gott og eigulegt rit, er sem flestir ættu að kaupa og lesa. Af því maður var orðinn svo góðu vanur hjá fyrra ritstjóranum, má nýi rit- stjórinn búast við, að fólk verði þarna allstrangt í kröfum og geri sig eigi vel ánægt með Iétting mest- megnis, og þau bókvirki, sem eigi eru hóti betri en í meðallagi. Hann er Ifka svo mikill gáfumaður, að búast má framvegis við hinu bezta frá honum Eimreiðarvinur. Sambandsmálið. Almenningsatkvæðagreiðsla 19. oktðber. Stjórnarauglýsing kom út 10. þ. m. um almenna atkvæðagreiðslu um sambandslög þau, sem alþingi hefur nú samþykt. Er hún prent- uð á öðrum stað hér f blaðinu. Kjósendur ættu að fjölmenna við atkvæðagreiðsluna, því að illa færi á því, ef svo liti út, sem þjóðin léti sig þetta mikla mál litlu skifta, og þótt telja megi víst, að lögin verði samþykt, er ekki vert fyrir fylgismenn laganna að leggjast at* kvæðagreiðsluna undir höfuð fyrir þá sök. Nú á það að koma greinilega f Ijós, að vér fögnum þeim sigri, sem fenginn er, og séum ekki hirðulausir um sjálfstæðismál vort, þegar á á að herða. Fjölmennið til atkvœðagreiðsl- unnar og samþykkið lögin! Aldarafmæli Landsbókasafnsins. Á laugardaginn bárust landsbóka- verði Jóni Jacobson nokkur erlend heillaóskaskeyti, sem ekki hafa náð áfangastað fyr, vegna sfmslitanna. Hér birtast hin helztu þeirra: Hamingjuóskir á aldarafmælinu frá konunglega bókasafninu í Kaup- mannahöfn: I nafni háskólasafns Kaupmanna- hafnar bið eg stjórnanda safnsins taka móti innilegum hamingjuóskum með aldarafmælið. Sophus Larsen. Konunglega Háskólasafnið í Upp- sölum sendir hjartanlegar kveðjur og b?ztu hamingjuóskir um fram- tíðina. Graþe, bókavörður. Háskólabókasafnið f Kristjaníu sendir heillaóskir á aldarafmælinu. Hjalmar Pettersen. Háskólabókasafnið í Lundi sendir hjartanlegar hamingjuóskir og beztu óskir um þroska og velgengni. Ljunggren. Hamingjuóskir með aldarafmælið. Sigýús Blöndal. Innilegar hamingjuóskir með ald- arafmælið. Trolle og Rothe. „Leiðréttiiig'" frá haínarstjóra við fyrirspurn 1 stð- asta tbl. um eftirlit við höfnina, kemur í næsta blaði. Fréttir. „Sterling" fór í hringferð um landið í vikunni, sem leið. „Sálin vaknar", - skáldsaga Einars H. Kvarans, er nú að koma út í sænskri þýðingu eftir frú Nordal. Verðingsnefndin. Landl. Guðm. Björnsson hefur beðist lausnar frá formannsstarfi sínu 1 verð- lagsnefndinni, og hefur Pétur Jónsson frá Gautlöndum verið skipaður í hans stað. Dýralæknir á Austfjörðum hefur nýlega verið skipaður Jón Pálsson frá Tungu í Fá- skrúðsfirði. Fór hann austur með „Ster- ling" og ætlar að setjast að á Reyðar- firði. Hámnrksverð á kartöflum hefur verðlagsnefnd nú ákveðið af nýju og gildir það um alt land. Sunnanlands, á svæðinu milli Httár og Skeiðarár, er verðið 38 aur. á kg. í heildsölu, en 44 aur. í smásölu. Annarsstaðar á landinu er það 42 aur. í heildsölu og 48 aur. í smálölu. Björn Kristjánsson, bankastj. Landsbankans, hefur beiðzt lausnar frá þeim starfa frá 1. okt. næstk. — Vonandi er, að skipað verði í stöðuna eftir hæfileikum, en Lands- bankinn ekki áfram hafður að bitbeini flokkspólitfkur og eiginhagsmuna ein- stakra manna. En því miður er hætt við, að klíkuráðin reynist drjúg sem oftar. Sýningn ætlar Ríkardur Jónsson myndhöggv- ari að halda í Barnaskólahúsinu nú til mánaðamóta. Er þess að vænta, að bæjarbúar komi, skoði — og kaupi, því að Rtkarður er fyrir löngu orðinn þjóðkunnur listamaður, og margir hafa séð eitthvað eftir hann. Sérstaklega viljum vér vekja athygli á dráttmynd- um hans, sem margar eru sannkölluð snildarverk, en sú hlið á gáfu hans mun eigi vera svo þekt, sem hún á skilið. Sæsfminn er kominn 1 lag aftur. Gjaflr til Rndfmn-sjóðsins. Herra stórkaupmaður Garðar Gísla- son hefur gefið Radíum-sjóðnum 3 þús. krónur — og Hallberg veitingamaður 200 kr. Nú er verið að leita eftir kaupum á radíum, og eru horfur á, að það muni fást, en það er alt af að hækka í verði. Ilans Ellefson, útgerðarmaður, andaðist í Noregi 6. b. m. Andlátsfregn hans var símuð hingað. Hann rak hér lengi hvalveiðar og var mörgum landsmönnum að góðu kunnur. „Ijandið“ kemur út einu sinni í viku og kostar 4,00 kr. árgang- urinn, ef fyrirfram er greitt, en 5,00 kr. ef greitt er eftirá. í kaupstöðum má borga á hverjum ársfjórðungi. Útgef- andi: Félag í Reykjavík. Afgreiðslan er á Hverfisg. 18. Opin alla virka daga kl. 1—4. Pósthólf 353. Sími 596. Um alt sem að henni lýtur, eru menn beðn- ir að snúa sér til afgreiðslu- mannsins. Ritstjóri og ábyrgðar- maður: Jakob Jóh. Smári, mag. art., Stýrimannastfg 8 B. Venjulega heima kl. 4—5 e. h. Talsími 574. 1 1 —m a XJtlöiicl. Loftskeyti, tekin af loftskeytr stöðinni í Reykjavík: Berlín 11. sept. að kvöldi. Kyrt á vígstöðvunum í dag. Opinber tilkynning frá Banda- ríkjamönnum: Vér höfum gert sigur- sælar árásir í Lothringen og brot- ist inn í skotgrafir óvinanna, felt suma en tekið aðra til fanga. Annars hefur ekkert sögulegt við borið. París I2.sept. Gagnáhlaupi Þjóð- verja suðaustur af Roupy hefur ver- ið hrundið. Frakkar hafa bæði tekið fanga og skotfæri. í nótt sem leið og í dag reyndu Þjóðverjar að sækja á okkar nýju stöðvar í L’Affaux héraði og í Cellessur—Aisne í sex áhlaupum, sem jafnharðan var hrundið. Frakk- ar tóku 150 fanga. Berlín, 12. sept. Milli vega þeirra, sem liggja frá Arras og Peronne til Cambrai hafa endurnýjuð áhlaup Englendinga mistekist. Milli Maas og Mosel hafa Frakk- ar og Bandaríkjamenn gert árásir við St. Mihiel, Örustur standa enn. Opinber tilkynning frá Banda- ríkjaher. 13 sept: í morgun unnu hersveitir vorar allmikið á hjá St. Mihiel, með aðstoð franskra her- sveita, og sóttu þær sumstaðar fram um 5 mílna veg. Vér höfum til þessa talið 8000 facga, en orustunni er ekki lokið enn. * París, 13. sept. Vestur af Saint Quentin hefur sameinaður her Breta og Frakka framgang á svæðinu Halnon til Sovy. Bandaríkjaherinn hefur f morgun hafið sókn umhverfis St. Mihiel. Sóknin hefur þegar borið góðan árangur. Síðan að síminn komst í lag, hafa þessi skeyti borizt frá Kaup- mannahöfn til dagblaðanna hér: Khöfn 14. sept. Herlína Banda- manna er nú frá Ypres austur fyrir Estaires, um Lens að Sensee, suður fyrir Douai beint suður og austur að Queant, austur fyrir Peronne, um eystri bakka Somme og austur fyrir Nesle. Síðan heldur hún áfram austur fyrir Guiscard og Dramny, um nyrðri bakka Ailette að Crecy í suð-suðaustur að nyrðri bakka Vesle, alla leið austur fyrir Fsimes. Alls hafa Bandamenn handtekið um 50,000 Þjóðverja. Ameríkumenn réttu við herlín- una í gær og sóttu fram 15 — 20 kílómetra á 40 kílómetra svæði bjá St. Mihiel. Hrndtóku þeir þar 13,300 fanga. Rússneskur kvenmaður skaut á Lenin, sem særðist, en er nú á batavegt. — Árás var gerð á sendiherrahöll Breta í Petrograd 3. sept. Uppreistarmenn í Rússlandi taka menn í þúsundatali fasta og myrða fjölda manns. Allir, sem eru á móti stjórninni, eru vægðarlaust skotnir. Sfðustu fregnir herma, að bænd- ur hafi gert uppreist, ráðist inn í Petrograd og brent þar fjölda bygg- inga. Brazilfa hefur sagt Austurriki stríð á hendur. Grikkir hafa sótt fram 5 kíló- metra á 30 kílómetra svæði í Strumadalnum. Kanzlaraskifti í vændum í Þýzka- landi. Hcyrzt hefur, að Hertling greifi haldi mjög fast fram frum- varpinu um aukinn kosningarrétt. Friðrik Karl prins af Hessen inun verða kjörinn konungur Finna. Fregn hefur borist af því, að Sir Douglas Haig æski þess, að Iáta af yfirherstjórninni. Lausafregn hermir, að rússneska keisaraekkjan og dætar hennar hafi verið myrtar. Khöfn I5.sept. Meiri hluti þýzka þingsins krefst þess, að stjórnin láti uppi ákveðnar kröfur (viðvíkj- andi friðarsamniugum) Frá Parfs er símað, að Banda- menn sæki fram við Ailette, Aisne, Ves:e og þrengi að borgunum Laon og Metz og fleiri borgum. Fundur var halFinn í Studenter- foreningen í gær til að ræða um frumvarpið, — Christensen, Arup, Borgbjerg og Berlin og fleiri tóku til máls. Meiri hlutinn hlyntur frum- varpinu. Khöfn, 16. sept. A laugardag- inn var birti austuríska stjórnin opinberlega áskorun til allra ófrið- arþjóða um það, að koma á ráð- stefnu í hlutlausu ríki og ræða í einlægni friðarskilmála, án þess að binda sig fyrirfram um, hverjir þeir skyldu vera. Í áskoruninni er það sagt, að Mtðveldin séu sammála um friðar- skilyrðin, en blöðin í Berlín og Wien eru vantrúuð á það, að þetta muni hafa nokkurn veru- legan árangur. Frönsku blöðin álíta, að hér sé um að ræða sömu aðferðina eins og Miðveldin hafa . áður beitt í „friðarsóknum* sínum. Khöfn 17. sept. Balfour hefur lýst því yfir, að hann sé ótrúaður á, að tilboð Austurríkismanna muni geta orðið til þess að friður kom- ist á. — Stjómin í Washington og meiri hluti brezku blaðanna er frá- hverf þessum austurrísku tilboðum. Bandarfkjamenn sækja fram til Metz gegn ákafri skothríð Þjóð- verja. Frakkar hafa tekið Vailly og handtekið 3500 Þjóðverja. Frá London er símað, að Þjóð- verjar hafi heittð Belgíu stjórnar- fars- og fjárhagslegu sjálfstæði, en þó með ýmsum skilyrðum. Arngrímnr Yalagils, ungur íslenzkur söngmaður, efndi til söngskemtunar í Bárubúð á miðvikud. var. Söng hann ýms útlend lög (eftir Schumann, Schubert, Tschaikovski o. fl.) og 2 íslenzk (Árni Thorsteinsson: Áfram og Sigfús Einarsson: Gígjan.). Húsfyllir var og launuðu áheyrendur söngmanni með miklu lófaklappi, Valagils hefur, að því er virðist, ekki mikil hljóð, en lagleg, og beitir þeim með tilfinningu. Bezt tókst honum með- ferðin á Schumann, enda er það aó vonum, eftir þvf, hvernig gáfu hans er háttað. Á Olufs Ballade (eftir Gade) og Die beiden Grenadiere (Schumann) voru nokkrar misfellur, en verið getur, að það hafi valdið nokkru um, að söngmaðurinn var kvefaður. LÁNDIÐ er ágætt auglýsingablað. Reynið, hvort ekki er satt I

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.