Landið


Landið - 06.12.1918, Blaðsíða 2

Landið - 06.12.1918, Blaðsíða 2
i8 7 LANDIÐ Hann kendi meðalhófið. Hann for- dæmir líf í nautnum, vegna þess að það geri menn að þrælum fýsn- anna. En hins vegar er skylda manns að halda líkamanum heil brigðum, þar eð annars getur mað- ur eigi gætt vizkulampans og hald- ist skýr og styrkur í anda. Auð æfin eru hvorki góð né vond. Hið eina nauðsynlega er að verða and lega frjáls. Það er eilffa lífið, þótt börnum heimsins virðist það vera dauði, af því að það er svo fjar- stætt huga þeirra. Frh. rlthöfundur, íslands óhamingju veröur alt aö vopni; eldur úr iðrum pess, ár úr fjöllum pess, breiðum bygðum eyða. Svo kvað Bjarni skáld Thorar- ensen við lát Baldvins Einarssonar. Þykir mér, sem orð þessi eigi vel við nú, er þessar miklu hörmung- ar dynja yfir land vort. Oft hefur á móti blásið hínni íslenzku þjóð, svo að hún hefur varla mátt lífs- anda draga. Flestum mun nóg hafa þótt, er ófriður, eldgos og harðæri veittust að oss, en þyngri skyldu þrautirnar verða áður lyki. Pestin, sem nú hefur geisað, hefur orðið þunghögg og stórhögg og látið skamt högga á milli. Og dauðinn hlífir eigi þeim hinum grænu trjánum. Hann er alt af nákaldur og stuggur stendur flest- um af honum, og þeim, sem hann nærri heggur, eru alt af jafn-bitur sárin, hvort sem hann leggur öxina að rótum hæztu eður lægstu trjánna. En þeim er fjær standa mun þó oftast verða það fyrir, að líta hann verstum augum, er hann íellir þau trén, sem þroskalegust eru og eiga lengst Iíí fyrir höndum. Meðal þeirra manna, er horfið hafa sjónum vorum er Guðmund- ur rithöfundur Magnússon, einn þeirra manna, sem eru höfði hærri fjöldanum, tendra kyndla á braut- um hans og verða þess valdandi, að hann litast um á vegum sínum 4 og í sál sinni. Guðmundur Magnússon fæddist 12. febr. 1873 á Bifi á Melrakka- sléttu, Er Rif nyrzti bær landsins. Voru foreldrar hans húsmensku- bjón á Rifi. Ólst Guðm. þar upp og á Hrauntanga á Axafjarðarheiði, unz faðir hans lézt. Var hann þá fimm ára. Engin efni höfðu for- eldrar hans átt. Ekkjan réðist því í vinnumensku, en börnin fóru á sveitina. En er móðir hans glftist í annað sinn, fluttist Guðm. til hennar. Hún bjó í Núpskötlu við Rauðagnúp, og ólst Guðm. þar upp, unz hann var 16 ára. Eigi átti Guðm. sem bezta daga um þessar mundir. Pótti hann latur til vinnu og kvernáms, en fúsari til fornsagna- og Ijóða-lesturs. Eftir að hann fór að heiman, var hann tvö ár vinnumaðurnyrðra. Síðan var hann hálft annað ár við sjóróðra á Mjóafirði eystra. Eftir það tók hann að nema prentiðn hjá Skafta ritstjóra Jósefssyni á Seyðisfirði. Fyrri hluta sumarsins 1896 ferðaðist hann um nyrðra með Daníel Bruun, en i ágúst fór hann til Khafnar og dvaldi þar við þröngan kost í tvö ár. Sumarið 1898 kom Guðm. Magn- ússon út til íslands. Dvaldi hann á Akureyri til hausts og kvæntist þá Guðrúnu Sigurðardóttur, systur Kristjáns verzlunarstjóra Höepfners- verzlunar á Akureyri. Er Kristján þar nú kaupmaður. Sama haustið fluttist Guðm. til Rvíkur með konu sinni, og hafa þau búið þar síðan. Hefur Guðm. stundað ýms störf, svo sem prentiðn, verzlun, kenslu og jafnvel daglaunavinnu. Um hríð var hann starfsmaður í íslands- banka og nú hin síðustu árin hef- ur hann verið skrifari í stjórnar- ráðinu. Ritverk Guðm. Magnússonar eru mikil og margvísleg. Árið 1899 kom út fyrsta bók hans »Heima og er- lendis«. Er það lítið ljóðakver. Þvi næst komu út »íslandsvisur« 1903, og »Teitur« ljóðleikur, 1904. Er það hið fyrsta frumsamda rit, sem birtist á fslenzka tungu, kveðið undir lauskvæðum ljóðahætti, og hefur eigi annað rit út komið undir þeim hætti síðan, utan »Fiðlu Björn« í »Nýju Iðunni«. Næst komu »Ferða- minhíngar« 1905. Eru þær frá ferð Guðm. um Danmörku, Pýzkaland, Sviss og England sumarið 1904. Fékk hann til farar þeirrar 1200 kr. styrk af landsfé. Nú hóf Guðm. sagnaritun sína. Birtist fyrst smásaga eftir hann í »Eimreiðinni«. Reit hann hana undir dulnefninu »Jón Trausti«, því nafni, sem íslendingar kalla hann flestir enn í dag, því að undir því reit hann allar hinar síðari skáldsögur sínar. Parf þær eigi upp að telja, því að allir þeir, sem komnir eru til vits og ára, bera kenzl á þær og hafa lesið flestar þeirra. Með Guðmundi hefst hin lengri skáldsagnaritun í bókmentum vor- um. Veldur hann þar því straum- hvörfum. Náttúru- þjóðlífs- og mann-Iýsingar hans eru svo glöggar og sannar, að eg hygg, að fáir hafi gert betur í íslenzkum bókmentum og þótt lengra væri leitað. Per- sónur hans eru örsjaldan óskýrar, en aftur á móti er það títt, að þær eru svo glöggar, að menn hingað og þangað af landinu þykj- ast þekkja þar menn úr sinni sveit, og þótt nokkur mistök væru á verkum hans, brást honum sjaldan bogalistin í því, að móta þær. — Enda var alþýða manna fljót að finna það, að hér var hold af hennar holdi og bein af hennar beinum, og keypti og las rit hans flestum bókum fremur. Sagt er að menn í Noregi hafi ávalt beðið með óþreyju eftir hverri bók frá Jónasi Lie. Komu þær venjulega fyrir jólin. Svo var og um bækur Guðm. Menn út um landið biðu þeirra með hinni uiesti óþreyju, og þóttu þær jafnan aufúsugestir í fásinninu er hausta tók. Mjög hefur verið að Guðm. vegið nú hin síðustu árin. Einkum hafa þær sögur hans, er átt hafa við söguleg rök að styðjast, orðið fyrir var hann hollur og talaði eigi illa um þá, er að honum vörpuðu hnútum, Kærasta viðfangs- og umtals-efni hans var saga og nátt- úra íslands. Átti hann fjölda gam- alla og merkilegra bóka, og er bókasafn hans hið fegursta að öll- nm frágangi. Væri synd og skömm að láta það tvístrast. Guðm. málaði Qölda landlagsmynda, sem sýna að það hefur verið ósvikið lista- mannsefni í honum á því sviði. Má af öllu þessu sjá, að hann hefur verið hinn mest afkasta- og iðju- maður. Má það heita hið mesta undur, hve mikið liggur eftir hann að vöxtum og gæðum, og alt unnið í hjáverkum. Auk þeirra starfa, sem hér eru talin, starfaði hann með áhuga í þarfir bindindis- manna hér á landi. En þrátt fyrir alt þetta, voru þau litlu laun, er hann fékk úr landssjóði, eftir hon- um talin. En nú er Guðmundur. dáinn. En trúi og tryggi förunaut- urinn hans, konan hans, lifir hann. íslendingar eru vanir að kunna að meta afbragðsmenn sína, að þeim látnum. Ef til vill sjá þeir sóma sinn i því, að láta hana eigi bresta. Skáldskapardísin drúpir hljóð og hnípin. Fjöllin, sem skáldið dáði, teygja tindana upp úr snjóþokunni og lauga þá í heiðsvala vetrarlofts- ins. — Þegar íslenzka þjóðin teygir höfuð sitt upp úr þoku og mollu dægurþras og smásálarskapar, upp í heiðsvala frjálslyndis og réttsýni, þá verður bjart um draumalandið hans, sem nú liggur kaldur nár. Guðm. G. Hagalín. Dánir í Reykjavík úr drepsóttinni. Frh. ----- 144. Betzy Ragnhilde Haldorsen, Berg. 38, f. 17. júlí 1898, d. 27. nóv. 145. Eirfkur Júlíus Brynjólfsson, Klapp. 2, f. 30. júlí 1882. d. 29. nóv. 146 Elinborg Kristjánsson ekkju- frú, Lauf. 12, f. 9. apr. 1833, d. 28. nóv. 147. Guðrúa Bjarnadóttir, Mjóstr. 8, f. 16 júní 1844, d. 29. nóv. 148. Helgi Magnússon vélstj., Vest. 24, f. 15. okt. 1876, d. 27. nóv. (3 börn). 149. Ingibjörg Guðrún Jónsdóttir, Klapp. 2, f. 28. ág. 1856, d. 12. nóv. 150. Ingibjörg Ingjaldsdóttir ráðs- kona, Hverf. 125, f. 6. jan. 1885, d. 20. nóv. 151. Jón Tómasson, Grett. 55 a, f. 12. apr. 1857, d. 25. nóv. 152. Kristín Magnúsdóttir ekkja, Skólav. 25, f. 16. ág. 1894, d. 13. nóv. 153. Kristín Sigurðardóttir húsfrú, Berg. 27, f. 4. júní. 1883, d. 18. nóv. (5 börn). 154 Kristine Marie Sörensen, Vest, 53 b, f. 18. maí 1918, d. 15 nóv. 155. Kristinn Sigurgeir Guðmunds- son múrari, Grett. 70, f. 1. des. 1893, d. 16, nóv. 156. Kristján Hall bakari, f. 7. okt. 1886, d. 13. nóv. 157. Kristján Skagfjörð steinsm., Klapp. 24, f. 28. okt. 1884, d. 17. nóv. 158. Lárá R. Loftsdóttir húsfrú, Grett. 55 b, f. 20. jan. 1893, d. 11. nóv. (1 bam). 159. Lára Magnúsdóttir húsfrú, Berg. 23, f. 28. nóv. 1894, d. 14. nóv. 160. Lárus Halldórsson f. prestur, f. 19, ág. 1875, d. 16. nóv. (6 börn). 161. L'Ija Guðmunda Friðriksdóttir Hanssonar, Hverf. 83, f. 23. sept 1917, d. 15. nóv. 162. Lilja Magnúsdóttir, Smiðj. 9, f. 20. des. 1875, d. 14 nóv. 163. Louis Har. Biering Mardahl, Laug. 6, f. 1917, d. 24. nóv. 164. Magnús Árnason, Nýlend. 11, f. 26. jan. 1893, d. 15. nóv. 165. Magnús Hróbjartsson, Hverf. 69, f. 22. marz 1872, d. 16. nóv. (4 börn). 166. Magnús Jónsson, Bræðr. 8 b, f. 22. sept. 1884, d. 19 nóv. 167. Magnús Halldór Magnússon, Skáholti, f. 19. nóv. 1886, d. 25. nóv. (1 barn). 168. Magnús Þorsteinsson Sæ- mundssonar, Vit. 8 b, f. 10. júlí 1917, d. 23. nóv. 169 Margrét Jónsdóttir ekkja, Njáls. 48, f. 28. sept. 1844 d. 15. nóv. 170. Margrét Kristmundsdóttir hús- frú, Frakk. 6 c, f. 2. ág. 1884, d. 15 nóv. (4 börn) 171. Margrét Magnúsdóttir ritstj. Björnssonar, Njáls. 15, f. í júlí 1917, d. 22. nóv. 172. Margrét Sigurðardóttir húsfrú, Hverf, f. 20 ág. 1878, d. 12. nóv. (7 börn). 173. Margrét Svala Sigurðardóttir Jónssonar, Berg. 34 b, f. 25. júlí 19x3, d 15. nóv. 174. María Guðríður Jónsdóttir húsfrú, G'ett. 59 a, f. 28. júlí 1873, d. 12. nóv. (4 börn) 175. María Lára Ólalsdóttir, Finn bogahúsi, f. 1890, d. I7nóv. 176. Marta Gíslason húsfrú, Laug. 31, f. 29. apríl 1879, d. 12. nóv. (3 börn). 177. Mekkín Árnadóttir, Kirkj. 8 b, f. 7. maí 1894, d. í nóv. 178. Nörregaard skipstj. frá Svend- borg, d. 17. nóv. 179. Oddný Sigriður Jónasdóttir húsfrú, Hverf. 60, f. 31. okt. 1869, d. 22. nóv. (4 börn). 180. ólafur Helgi Guðmundsson, Brunn. 8, f. 8. ág. 1877, d 20. nóv. 181. ólafur Kristófersson, Bræð. 8, f. 8. júní 1885, d. 17. nóv. (4 börn). 182. Olga Strand, Grund., f. 8. aprít 1912, d. 11. nóv. 183. Ólfna Lúðvfksdóttir bókb. Jakobssonar, Hverf. 83, f. 19. marz 1018, d. 15. nóv. 184. Ólöf Ásta Guðmundsdóttir, Vestg. 16 b, f. 15. júlí 1894, d. 4 nóv. 185. ólöf S'gurðardóttir ekkja, Hverf. 60, f. 4. okt. 1845, d. 19 nóv. 186. Óskírt barn Guðm, Jónssonar Hverf. 187. Óskírt barn Péturs Hanssonar Hverf, 188. Oskírt barn, Sauðagerði, f. 14. nóv. 1918, d. 18. nóv. 189. Óskírt barn, Suðurpólnum, f. I nóv. 1918, d. 10. nóv. 190. Páll Jónsson, Bræðr. 39, f. 15. sept. 1868, d. 23. nóv. (4 börn). 191. Páll Mattíasson skipstjóri, Vest., f. 10. júlí 1877, d. 15. nóv. (2 börn). 192. Ragnheiður Baldursd. skóla- stjóra Sveinssonar, f. 5 júlf 1915i d- 17. nóv. 193. Ragnheiður Gróa Gfsladóttir húsfrú, Vit. 8, f. 11. sept. 1873, d 22. nóv. (2 börn). 194. Ragnheiður Friðrika Svein- bjarnardóttir prentara, Mjóstr,, f. 7. júní 1911, d. 20 nóv. 195. Rannveig Eiríksdóttir, Laug. 46 a, 1 árs, d. 14. nóv. 196. Rosenkilde Poul lyfsveinn, f. 1895, d. 14. nóv. 197. Rögnvaldur Jónsson sjóm., Nýlg. 15 B, f. 17. ág. 1878, d. 20. nóv. (4, börn). 198. Salome Halldórsdóttir vinnuk, f. 6. júlí 1885, d. 19. nóv. 199. Sesselja Ellen Kristjánsdóttir Helgasonar, Grett. 45, f. 9. júní 1917, d. 21. nóv. 200. Sighvatur Árnason, Vest. 53a, f. 4. des. 1916, d. 17. nóv. 201. Sigmundur Viktor Skarphéð- insson beykir, Klapp. 7, f. 5 maf, 1898, d. 11. nóv. 202. Signý Guðmundsdóttir húsfrú, Laug. 76, f. i. des. 1877, d. 13. nóv. (3 börn). 203. Sigríður Guðmundsdóttir hús- frú, Skólav. 20, f. 3 júlí 1876, d. 18. nóv. (3 börn). 204. Sigríður Jónsdóttir frá Akra- nesi, f. 1904, d. 19. nóv. 205. Sigríður Jónsdóttir, Grund., 4 ára, d. 18. nóv. 206. Sigrfður Þórdís Jónsdóttir, Bræðr. 29, f. 12. okt. 1917, d. 15. nóv. 207. Sigríður Magnúsdóttir, Klapp. 15, f. 17. sept. 1831, d. 14. nóv. 208. Sigríður Ólafsd. vk., Skólv. 25, f. 11. nóv. 1884, d- 13- nóv. 209. Sigríður Pétursdóttir ekkja, Grett. 35, f. 30. júní 1838, d. 18. nóv. 210. Sigríður Þorsteinsdóttir hús- frú, Kár. 10, f. 5. sept. 189Q, d. 20. nóv. 211. Sigurður Guðmundsson trésm. Halldórssonar f. 22. okt. 1914, d. 14 nóv. 212. Sigurður Ólafsson, Laug. 24 b, f. 2. okt. 1917,- d. 18. nóv. 213. Sigurður Pétursson beykis, Skólav. 11, f. 17. sept. 1901, d. 18 nóv. 214. Sigurður Kr. Sigurðsson frá Vatnsdal f Fljótshlfð, f. 1867, d. 23. nóv. 215. Sigurbjörg Hinriksdóttir Hall- grfmssonar. Skothúsv. 7, f. 29. maí 1892, d. 13. nóv. 216. Sigurjón Kristján Jónsson Austmanns, Hverf. 83, f. 11. nóv. 1917, d. 21. nóv. 217. Sigurjón Zophónías Soheving, Skólv. 17, t. iq. jan. 1900, d. 21. nóv. 218. Sfmonfna Guðleifsdóttr húsfrú, Grun'd. 5. f. 22. júní 1887, d. 14 nóv. (börn). 219. Skarphéðinn Eilert Gunnlaugs- son Magnússonar, Skólv. 17, f. 21. sept. 1917, d. 19. nóv. 220. Solveig Vigfúsdóttir frá Skóg- um, f. 24. apríl 1895, d. 1. nóv. 221. Stefanfa A. V. Guðmunds- dóttir húsfrú, Kaupangi, f. 28. marz 1873, d- 6- nóv. (4 börn). 222. Stefanfa Guðnadóttir húsfrú, Eskihlfð, f. 30. nóv. 1882, d. 19. nóv. (4 börn). 223. Steinn Einarsson, Bank. 14 b., f. 20. maí 1875, d. 22. nóv. (1 barn). 224. Steinunn Bjarnadóttir frá Minnibæ, f. 15. maf 1894, d. 20. nóv. 225. Sylvfa Þórunn Sveinsdóttir Vatnsenda Jónssonar, f. 5. febr. 1899, d. 17. nóv. 226. Sveinn Palsson, Hlfðarenda, f. I. des. 1882, d. 19. nóv. 227. Sveinn Sveinsson trésmiður, Bank. 14, f. 2. jan. 1846, d. 22. nóv. 228. Sveinn Þórðarson sjóm., Skólv. 17 b, f. 4. sept. 1890, d. 14. nóv. 229. Sveinþór Ásmundsson, Laug. 68, f. 20. sept. 1886, d. 19. nóv. 230. Torfhildur Holm skáldkona, f. 2. febr. 1845, d. 14. nóv. 231. Torfi Guðlaugsson trésmiðs Torfasonar, Vestg. 42, f. 18. maf 1902, d. 21. nóv. 232. Trausti Guðmundsson, Grett,

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.