Landið


Landið - 13.12.1918, Blaðsíða 3

Landið - 13.12.1918, Blaðsíða 3
LANDIÐ 195 Er ætlast til, að fé verði safnað með frjálsum framlögum bænda um land alt, þannig að greitt sé einnar kr. jarðeldagjald af hverri tunnu af þessa árs kjötframleiðslu. Til aala á Norður-Grænlandi. Dr. Helgi Pétursson mun vera sá einasti nú lifandi íslcndingur, sem stigið hefur fæti á grænlenzka jörð. Hann starfaði sem jarðfræð- ingur í víúnda leiðangri, sem gerð- ur var út til Bjarneyjar-flóans og strandarinnar þar fyrir sunnan. Var landa okkar, sem þá hafði nýlokið prófi, ekki sýnt lítið traust með þessu. Jarðfræðisrannsóknir Helga á þessari ferð eru gefnar út í »Meddelelser om Grönland*. En það er rangt, þegar fólk álítur ferðasögu hans: >Grænland að fornu og nýju«, sem almenna Græn- landslýsingu, því það svæði, sem þeir Helgi fóru um og hann lýsir liggur alt langt fyrir norðan heim- skautsbaug, en Suður-Grænland er á líku breiddarstigi og Kristjanía. Þeir Helgi fóru mest um annes og eyðieyjar. Þar viðrar oft illa, klaki fer þar ekki úr jörð að sumrinu, sólargangur norður þar er ofur- lágur, jafnvel um sumarsólhvörf. Ferðasaga Helga gefur því ekki glæsilega hugmynd um Grænland. Lítill kafli úr ferðasögunni, sem hér skal tilfærður með litlum úr- fellingum, gefur þó hugmynd um mismun þann, sem er á gróður ríki og veðráttu milli dala og út- nesja á Grænlandi. Þeir Helgi eru komnir góðan spöl inn eftir græn- lenzkum firði norður þar: „Um kvöldíð lentum við í vík einni lítilli og tjölduðum þar á Iynggrónum hjalla. Það voru skemti- legir staðir, þessi og aðrir seinni. Berin voru svo mikil, að tjaldgólfið varð sortulitað af berjasafa og drap í gegnum buxurnar, þegar maður lagðist á hné í lyngið; skamt frá voru niðandi lækir með ísköldu krystalls-tæru vatni; og svo fjörð- urinn blikandi fyrir neðan og fjalla- sýnin í þessu andursamlega hreina lofti. Maður fer að skilja, hvað skemti- legt það er, að geta flakkað hér um í þessari náttúru, engum háður nema veðrinu; en í fjörðunum er oft sólskin og blár himinn, þó að rigni úti í eyjum eða úti við hafið [Þa hófust næturfrost, 23 ágúst]. Þegar lengra dró inn eftir firðin- um, fór að bera meira á undirlendi; á einum stað var allstór hallandi slétta og snarbrattur fjallahringur í kring. Langir bláir skuggar lágu yfir sléttunni undan fjöllunum, en Ijósið var svo sterkt, að hver dráttur í landslaginu varð nærri því óeðli- lega skýr, að því er manni virtist. Yfir öllu var einhver óumræðilega undarlegur blær, eins og við vær- um komnir út úr mannhe tnum, enda mátti svo segja að cokkru leyti. Um kvöldið tjölduðum við á hellusporði, sem liggur suður undan fjöllunum í Kekertaussak. Sást þar að nú var komið innarlega f fjörð- inn, því að jafnvel þetta helluland var vafið í lyng, sem blánaði og sortnaði af bláberjum og kræki berjum, en sumsstaðar voru skellur af rauðum berjum mjög gómþekk- um (vacinium vitis idæa. [Tytte- bær]), sem eru sjaldgæf á íslandi. Næsta dag var haldið áfram inn eftir í sama veðri; þetta fjarska skarpa ljós, skuggarnir dökkbláir, en hvergi svartir, himininn bleik- blár. Um hádegi sáum við í jökul- inn mikla Við áðum þar sem var gott berjaplass; sólarhitinn var steikjandi og flugurnar mjög nær- göngular, og var það skrítið í þessu veðri að stíga á freðinn jarðveg og heyra lækjarsitrurnar klingja undir klakanum. Við tjaldstað okkar um kvöldið var fjarðarvatnið orðið alveg íeir grátt. í mosanum og lynginu sá á hreindýrshorn og var algengt að finna þau um þessar slóðir, Miðvikudaginn 25. ágúst, sem var næsti dagur, héldum við enn inn fjörðinn, en ekki höfðum við farið langt, áður en tók að grynna mjög, og grár leir rótaðist upp f hvert sinn, sem árunum var dýft í. Loks kom þar að, að báturinn kendi grunns, við komumst þó á flot aftur og reyndum fyrir okkur á nokkrum öðrum stöðum, en það fór alt á sömu leið. Jökullinn hefur borið svona mikla leðju í fjarðar- botninn og eru þar sandbleytur illar. Grænlendingar koma stundum hér inn í fjarðarbotninn, er þeir ætla á hreindýraveiðar og kvað það hafa borið við hér, að bátarn- ir hafa orðið fastir í sandbleytunni og mennirnir sokkið í leðjuna og druknað, er þeir ætluðu að vaða til lands. Við snerum þá aftur sömu leið, sem við komum, og lentum í vík einni, ekki langt fyrir innan síðasta tjaldstað okkar, og tjölduðum þar. Lautenant Petersen og eg gengum inn á fjölíin til að kanna landið, hvor í sína átt. Megn sólarhiti var og flugurnar margar og fjörugar, svo það veitti allervitt að ganga upp brekkurnar; en það var þess vert, þetta land, að skoða það. Inn á milli fjallanna skarst langur dalur og var dalbotninn alveg sléttur að því er virtist ofan að, og 5—600 feta hátt yfir fjörðinn, en fremst var þrep niðu? að firðinum, og hafði lækurinn eða áin skorið niður úr því, svo að sá í hvíta leirbakka utast. En það var líka eini staður- inni í dalnum, þar sem sá í flag. Á miðjum dalbotninum var eins og breitt band, grágrænt, gulgrænt, gulbrúnt, og sýndi það, hvar lækur inn rann. Frh. Pingvt*llip. Stúdentafélagið ætlar að beita sér fyrir því, að gera Þirtgvelli að friðhelgum reit og mun letta styrks annara félaga á landinu máli þvt til stuðnings. Mun það vaka fyrir félaginu að fá sögustaðinn hreins- aðan, skóginn verndaðan og að komið sé þar upp veglegu gistíhúsi, helzt fyrir 1000 ára afmæli alþingis áúð 1930. xjtiöna. Bretar og bandamenn þeirra eru r.ú sem óðast að setjast í þær borgir á Vestur-Þýzkalandi, sem vopnahléð heimilaði þeim liðsetu í. Ekki er getið um annað, en alt sé yfirleitt með friði og spekt í Þýzkalandi. Aðrar fréttir eru helzt þessar: Herinn sendur heim. Brezka stjórnin hetur ákveðið, að hraða upplausn hersins og flytja hermenn- ina heim eins fljótt og hægt verð- ur. En sem stendur eru allmiklir örðugleikar á því. Heimsending hermannanna mun, byrja í þessum mánuði. 2100 liðs- foringjar, 56,094 hermenn og 2052 verkamenn hafa þegur verið leyst- ar af hólmi síðan vopnahléð hófst. Keisarinn. Parísarblaðið »Le Journah birtir símfregn frá Ziirich þess efnis, að þýzka stjórnin hafi ákveðið það í gær, að leggjast ekki á móti kröfu bandamanna um, að keisarinn og ríkiserfinginn verðs framseldir þeim og mál þeirra rann- sakað og dæmt af sérstökum dóm- stóli, sem bandamenn skipa. Hollenzka blaðið »Niews van den Dag< eggjar stjórnina mjög á, að losa sig við keisarann og ríkis- erfingjann, áður en vandræði hljót- ist af þeim. AUa meðaumkvun tel- ur bíaðið ótím bæra, enda hafi úr þeirri átt ekki orðið vart neinnar meðaumkunar með holienzku sjó- mönnunum, sern kafbátarnir hafi orðið að baná hundruðum saman. »Hvers vegna*, segir blaðið, »er keisaranum og rikiserfingjanum ekki boðið að fara úr landi af frjálsum vilja, en að öðrum kosti áskilinn réttur til þess að flytja þá yfir landamærin án samþykkis þeirra, ef nauðsyn krefurf Eina lausnin er, að þeir hverfi báðir heim aftur til þýzkalands. Ef einhver þjóð á að hljóta vandræði af þeim, þá verður það að vera þýzka þjóðin, en ekki HoDendingar. »We'er-Zeitung« skýrir frá þvi, að forseti hermanna- og verk- mannaráðsins í Hamborg hafi kom- ist að þvf með fullri vissu, að 20 pokar, fullir af myntuðu gulli, hafi verið sendir Bentinco greifa frá Þýzkalandi handa keisaranum. Frá Essen. Á fundi verkamanna Ktuppsverksmiðjanna í Essen var skýrt frá því, að fimtán þúsund verkamönnum verksmiðjanna hefði þegar verið sagt upp vinnunni. Rínarl'óndin. Á fjölmennum fundi í Köln, var samþykt tillaga um, sð skora á foiustumenn flokkanna, að gera ráðstafanir til þess, að því verði lýst yfir, að Rt'narlöndin, ásamt Westfalin, verði sjálfstætt lýðveldi í sambandi við þýzka lýð- veldið. §igliitgar og' fáni. Bráðabirgðalög hafa verið gefin út um breytingu á Iögum um skrá- setning skipa, er meðal annars skylda öll íslenzk skip til að nota fslenzka fánann í innan- og utan- íands siglingum. Þó má veita und- anþágu frá þessu, ef svo stendur á, að það gæti valdið töfum og óþægindum í útlendum höfnum, meðan eigi er hvarvetna orðið kunnugt um hinn nýja fslenzka ríkisfána, og hefur stjórnin því með auglýsingu heimilað íslenzkum skip- um að nota danska fánann í sigl- ingum utun landhelgi til 31. marz næstk., en innan þess tíma eiga öll skip að hafa fengið ný þjóð- ernis- og skrásetningar-skírteini. JF’rétti.r. Ásgeir Ásgeirsson cand. theol. var kosinn formaður Stúdentafélagsins á aðalfundi þess, sem haldinn var i fyrri viku, Stjórn í. S. í. hefur í hyggju að bjóða hingað danska knattspyrnufélaginu »Aca- demisk Boldklubc á næsta sumri, ef knattspyrnufélögin hérna vilja styðja það að sfnum hluta. Hannesar Árnasonar fyrirlestrar. Prófessor Sigurður Nordal byrjaði aftur á fyrirlestrum sinum um ein- lyndi og marglyndi á mánudaginn var. Páli Jónsson lögfræðingur er settur sýslumaður í Árnessýslu. Peír tamentir þessa blaðs, sem ekki haja greitt attðvirði þess, eru vnsamlega beðnir að greiða það við jyrstu hentugleika. öllum atvikum lífsins hvað þér hafið hér gert í áheyrn guðsengla og frammi fyrir þessum kristna söfn- uði, þar sem vinir yðrir og vanda- menn horfa á yður með heitri bæn til guðs og innilegri ósk um, að hann greiði sem allra bezt veg yðvarn í lífinu. Eg vil því enn á ný minna yður á textaorðin: »Hvað helzt sem þér aðhafizt f orði eða verki, þá gerið það allt í nafni drottins Jesú, þakkandi guði föður fyrir hann«. Með því að gera þetta, munuð þér verða guði til velþókn- unar og lifa sjálfum yður til sælu, en verða vandamönnum til ánægju og náunganum til heilla. Þótt tími sá, er vér lifum á, hafi ýmsa kosti þá eru nú samt að ýmsu leyti hættulegir tímar, fyrir ungar og óreyndar sálir. Það hefir nú undan- farið gengið margskonar lausung yfir menn f trúarefnum, svo að all- margir hafa glatað barnatrú sinni, en þá kemur auðn og tóm í sálina, sem eigi er unt við að una, með þvf líka, að þá vantar zamvizku- friðinn, er einn má láta menn lifa sæla. Nú eru jafnframt uppi í heim- inum ýmsar fáránlegar trúmálakenn- ingar, undir ýmislegum nöfnum, og við þeim gleypa þá inar innan- tómu og glorhungruðu sálir, sem nokkurskonar uppbót fyrir kristnu trúna, er þær hafa að fullu eða hálfu leyti hafnað. Þar verður þá sálarfæðan ýmiskonar andlegur óþverri í staðinn fyrir heilnæma kenningu. Það fer jafnan líkt sem postulinn segir: „að þegar menn fást ekki til að trúa inniTieilsusam- legu kristindóms kenningu, sem frá guði er komin og engan hefir nokkru sinni svikið, þá ofurselur drottinn þá allskonsr villufjarstæð- um«. Varizt því, að láta léttúð og lausung tíðarandans, eða dulrænu og hjátrúarfullu kenningarnar hans og kreddur leiða yður burtu frá barnatrú yðvarri. Forðist að láta ginna yður út í nokkra viilu, hversu mikil speki og vísindi, sem hún segist vera, heldur skuluð þér fast halda við sáluhjálplegu kenninguna, sem yður hefir nú innrætt verið. Það er heimska, að hlaupá eftir sérhverjum nýjum kenningarþyt og vizkuvindi. Hagnýtið yður þar á móti allt það gott, sem þessi alvar- legi tími ber í skauti sfnu. Látið orðin yðar jafnan bera vott um gott hjárta og verkin um kærleiks- ríkt hugarfar. Sannkristinn maður er fús til hluttekningar með þeim, er þrautir líða í einhverri mynd, og vill ávalt hjálpa, lfkt lausnar- anum, er gladdist með glöðum og hryggðist með hrygguro. Viðkvæmt hjarta er sönn blessun f þessarri köldu veröld, og engin hjálp er sorgbitnum manni betri, en að vita að eitthvert gott hjarta finnur til með Sér og biður guð með sér. Gætið þess, að láta alt, sem yður mætir, hvort sem það er blítt eða strítt, hafa betrandi áhrif á yður, því guð sendir yður það alt í góð- um tilgangi; því er óhætt að treysta. En til þess að geta haldið slfkri trú í mótgangi Kfsins, þarf maður að biðja guð stöðugt. Gerizt hon um þvf handgengin f bænaákalli, bæði í gleði og sorg æfidaganna; þá mun hans heilaga orð færá yður frið og sælu, en beint þau æðstu lífsgæði vantar marga nú á þess- um sjúka rugltíma. Sækið iðulega guðshús og lesið oft orð hans, en dýrkið hann líka með trúmennsku við vinnu yðra úti og inni. Syndin liggur ávallt við dyrnar hjá oss breyzkum mönnum. Velgengni, auð- legð og heilsa getur leitt mann til syndar, en anrjstreymi, örbirgð og vanheilsa getur lfka gert það. Það er hægt að syndga í sollinum og fjölmenninu, en það er líka auð- velt að syndga í fásinninu og ein verunni. Allstaðar þarf þvf á verði að vera. Hugsið þvf til guðs bæði í glaðværð og fjölmenni og iíka í sorgarmæðu og einveru. Látið eng- an illan félagsskap né vondan vana annarra spilla sakleysi yðru, heldur hugsið til guðs jafnan bæði f starfi og hvfld. Og þér fullkorðnu menn og konur, er nú hafið verið vottar að þessarri helgu athöfn, látið þau orð, er eg tala í dag, líka ná til yðar, þvf eg tala eigi eingöngu við ungmennin, heldur til yðar allra. Minnist nú fermingar yðar sjálfra og endurnýizt í anda yðvars hug- skots; nýið upp þau loforðin, sem þér hafið áður guði gefið, en sem því miður hafa að Iíkindum stund- um brotin verið. Iðrist af hjarta afbrota yðar og biðjið fyrir sjálf- um yður um leið og þér biðjið fyrir þessum ungu sálum. Vér er- um allir sorglega trúarveikir og kærleiksnauðir og þurfum því með að vakna til alvöru f sáluhjálpar- efnum. Þótt orð mín séu ófullkom- in, þá takið þau til fhugunar, því þau eru byggð á kenningu drottins, er hefir falið mér óverðugum að tala í sfnu nafni nokkur vekjandi orð til yðar allra. Gangið þá á undan inum ungu með góðu eftir-

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.