Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						RTELLI
ÝKNAÐUR
Giuseppe Martelli, kjarneðlisfræð
ingurinn ítalski sem er f ertugur að
aldri, var í dag sýknaður í öllum
ákæruatriðum.
Martelli var ákærður fyrir að
hafa njósnaútbúnað undir hönd-
um og gengizt undir þjálfun í því
skyni að stunda njósnir í þágu
Rússa.
Kviðdómurinn sat saman í níu
og hálf a klukkustunr áður en hann
kvað  upp  úrskurðinn.  Áður  en
I
Páll konungur
heimsækir Aþos
GRÍSKU     konungshjónin
hvíla sig á eynni Korfu eftir,
hina stormasömu heimsókn
til Bretlands í síðustu viku.
Skömmu áður en þau fóru
til Bretlands var Páll kon-
ungur viðstaddur hátíðahöld
á Aþos-f jaiíi í sambandi við
þúsund ára afmæli munka-
reglunnar þar. Myndin er
þaðan og er Konstantín
krónprins í fylgd með kon-
ungnum. .
Frið'rika drottning var ekki
með, enda er kvenfólki
meinað að koma þangað.
Engin kvenvera má lifa þar,
jafnvel burðardýr eru karl-
kyns.
Heirasókn konungshjón-
anna til Bretlands hefur ekki
vakið deilur svo teljandi sé
á Grikklandi, að sögn frétta-
ritara. Karamanlis forsæt-
isráðherra sagði af sér vegna
þess, að hann væri henní
andvígur. Grikkir velta því
fyrir sér, hvort það hafi ver-
ið rétt.
Martelli var handtekinn 26. apríl
starfaði hann á rannsóknarstofum
kjarnorkuyfirvalda Breta við Chul
ham, en þangað var hann fenginn
frá Euratom.
í réttarhöldunum í London hélt
Martelli því fram að hann hefði
haft samband við brezk yfirvöld
um allt sem milli hans og Rússa
hefði fariö.
Áður en kviðdómurinn kom sam
an til fundar í dag til þess að
kveða upp dóm sinn, sagði dóm-
arinn, að ekkert benti til þess, að
Martelli hefði verið félagi í komm
únistaflokknum eða staðið í sam
bandi við hann.
Martelli hefur skýrt hegðun sína
á þá lund, að sovézkir flugumenn
hafi kúgað hann.

í stuttii máíi;
Washington,' 15. júlí
(NTB—Reuter)
Fyrrverandi sendiherra Noregs í
Bandaríkjunum, Wilhelm von
Munthe af Morgenstierne, lézt í
dag á sjúkrahúsi í Washington, 75
ára gamall.
Morgenstierna lét af sendiherra-
embættinu 1958. Hann hafði þá
um árabil verið aldursforseti er-
lendra sendimanna í höfuðborg
Bandarikjanna.
London, 15. júlí.
John Strachey, > fyrrverandi 4ier-
málaráðherra  í  stjórn   brezka
Verkamannaflokksins,  er  látinn,
61 árs að aldrl.
Strachey var hermálaráðhcrra
1950—1951. Hann var matvæla-
ráðherra 1946—50.
Moskva, 15. júlí
NTB - Reuter)
VTORÆÐUR Kínverja og Rússa
héldu áfram í Moskvu í dag, eftir
að Rússar höfðu birt daginn áður
nýja og harða árás á kánverska
kommúftistaflokkinn. Kínverjar
voru meðal annars sakaðir um að
reyna að kljúfa ríkin í hinuin
kommúnistíska heimi.
Þrálátur orðrómur er á kreiki
um það í höfuðborg Sovétríkj-
anna að hugmyndaviðræðurnar
séu í þann veginn að fara út um
þúfur.       '.
Flokkarnir héldu. fund, sem
stóð í þrjár og hálfa klukkust. í
gestahúsinu á LeninhæO. Seinna
óku kínversku fulltrúarnir til
sendiráðs síns sennilega til þess
að ráðfærast við valdhafana í Pe-
king.
Haft var eftir áreiðanlegri sov-
I ézkri heimild, að viðræðunum
væri ekki lokið. Sennilega yrði
haldinn  annar  fundur á  þriðju-
,dag.
j Viðræðurnar hafa farið fram
með mikilli leynd allan tímann.
En sovézkum blöðum hefur nú
verið leyft að kynna milljónum
íbúa Sovétríkjanna víðtækan
klofning hinna tveggja stórvelda
j kommúnista.
i *   „Kínverjar vilja
klofning"
Aðalmálgagn savézka kommúnista
flokksins, „Pravda", sem birti hið
„opna bréf" til kínverzku leiðtog-
anna á sunnudaginn, birti í dig
þriggja dálka ritstjórnargrein um
deiluna.
Jafnframt vék stjórnarmálgagn-
ið „Izvestia" nánar að nokkrum
dulbúnum ásökunum í opna bréf-
inu, sem fyllti fjórar síður í
sunnudagsblaði „Pravda".
„Izvestia" segir, að sjónarmið
Kínverja séu á mörkum beinnar
áskorunar um skiptingu heims-
hreyfingar kommúnista og um
stofnun nýrrar alþjóðamiðstöðv-
ar kommúnista.
Kínverjar reyna ¦— vitandi eða
óvitandi — að koma þv£ inn hjá
Afríkumönnum og Asíumönnum,
að þeir séu sérstaklega útvaldir,
að þeir séu hvíta kynþættinum
fremri, segir „Izvestia".
Enn fremur eru Kínverjar sak-
aðir um að reyna að einangra ein-
ingar hreyfingu Afríku og Asíu.
¦A-   Hörðustu árásirnar
Þessar árásir sovézku blaðanna
I eru taldar hinar hörðustu, sem
í gerðar haf a verið til þessa á Kín-
l verja. í árásunum á sunnudaginn
vax sagt, að Kínverjar væru fúsir
KOSNINGAR
I ZANZIBAR
Zanzibar 15. júli
(NTB Reuter)
Flokkasainstcpan, sem fer með
stjórn mála um þessar mundir í
Zanzibar í Austur-Afriku, Þjóð-
ernissinnaflokkur Zanzibars og
Zanzibar-Pemba alþýðubandalagið,
hafa samanfagt fengið meirhlut-
aun á hinu nýja þjóðþingi í kosn-
ingunom um hcgina.
til að fórna hundruðum milljóna
mannslífa til þess að innleiða
heimskommúnisma.
„Pravda" birti auk þess í dag
ummæli ýmissa sovézkra rithöf-
unda. Þeir saka Kínverja" um að
skýla sig á bak við ýmsar tilvitn-
anir, einkum í Lenín. En Kínverj-
ar gæti þess ekki, að ástandið í al-
þjóðamálum sé ekki lengur eins og
það var fyrir hálfri öld.
T*r  „Engar viðræður".
•k Haft var.eftir sovézkri
heimild í dag, að engar raunveru-
legar samningaviðræður hefðu átt
sér stað síðan Kínverjarnir komu
til Moskvu fyrir 11 dögum. Haft
var eftir þessari heimild, að aðil-
arnir hefðu aðeins gefið út yfir-
lýsingar um afstöðu sína.
•k Forsætisráðherra Ung-
verjalands, Janos Kadar, sem um
þessar mundir dvelst í Sovétríkj-
unum, lýsti yfir stuðningi í dag
við afstöðu Rússa í deilunni.
•k í Peking gerði aðalmál-
gagn kínverska kommúnistaflokks
ins kröftuga árás á „títóíska lið-
hlaupa". Þeir væru sakaðir um að
reyna að grafa undan viðræðun-
um í Moskvu og eitra samskipti
Sovétríkjanna og kínverska al-
þýðulýðveldisins.
•  Krústjov fari frá.
•k Áreiðanlegair heímild-i
ir í Moskvu hermdu í dag, að vest-
rænar fréttir þess efnis, að Kín-
verjar hefðu hvatt til þess í við-
ræðunum, að Krústjov forsætis-
ráðherra og fylgismenn hans yrðu
fjarlægðir úr sovézku forystunni,
væru harla ósennilegar.
Heimildarmennirnir  sögðu,  að
slík krafa mundi hafa leitt til þess,
að viðræðunum hefði verið wn-*
svifalaust slitið.
S.-AFRÍKA SEG
PRETORIA 15. júlí (NTB-Reut-
er)í Hendrik Verwoerd, forsætis
ráðherra Suður-Afríku tilkynnti í
dag að Suður-Afríka mundi segja
sig úr efnahagsmálanefnd Sþ fyrir
Afríku. Ástæðan er sögð fjand-
sam^ig afstaBa, sem Afríkuríki
sýni.
Dr. Verwoerd hélt því fram, að
Suður-Afríka hefði lítinn hag af
aðild að nefndinni. Suður-Afr-
íka hefði aðallega gengið í nefnd
ina til þess að veita Afríkuríkjum
tæknilega og efnahagslega aðstoð.
Þar sem þessi ríki sýna nú
fjandsamlega afstöðu þrátt fyrir
óeigingjarna ósk Suður-Afríku nm
að hjálpa, hefur stjórnin ákveðið
að taka ekki þátt í frekari starfi
nefndarinnar fyrr en Afríkuríkin
breyta afstöðu sinni segir í til-
kynningu forsætisráðherrans.
Forsætisráðherrann lýsti því yfir
að hvað snertir önnur sérsamtök
eða stafnanif Sþ og Sþ sjálfar
mundi stjórn Suður-Afríku taka
afstöðu í hverju einstöku tilfelli
eftir að hafa íhugað ástandið vand
lega.
ALÞÝÐUBLAÐIO — 16. júlí 1963 ~3
'5
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16