Alþýðublaðið - 16.07.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.07.1963, Blaðsíða 7
w SlÐAN t • . GRAHAM-SKÓLINN: MARGIR íoreldrar, sem eiga [ þau, sem eru sjáandi og í þeim ] nemendum skólans blindir eða blind börn, eru ekki hrifin af því tilgangi eru þegar starfandi skói- j heyrnarlausir eða hvort tveggja. að þurfa að senda þau á sérstaka ar víða um heim, þar sem nem- \ Öllum nemendum er samt kennt blindraskóla. Slíkir skólar eru endurnir eru bæði úr hópi blindva ' það sama í aðalatriðum. Og þar oftast heimavistarskólar, og þar umgangast hinir blindú aðeins þá barna og sjáandi. í Bandaríkjunum mun vera mest meðbræður sína, sem einnig eru1 um slíka samskóla. í Alexander blindir. Það er vafalaust til góðs ! Graham Bellementary School í sem margt hinna veikluðu nem- enda býr í talsverðri fjarlægð frá skólanum er þeim ekið þangað á degi hverjum í sérstökum skóla- fyrir blind börn að umgangast og Chicago eru til dæmis 225 af 700 bíl og skilað heim að kennslu- tíma loknum. Alexander Graham skólinn hef- ur í mörg ár kennt jöfnum hönd- um blindum börnum og sjáandi. Skólastjórinn Elberts E. Pruitt segir, að það hafi gefizt mjög vel að reka slíkan samskóla, Það komi í veg fyrir að blindu börnin dragi sig í hlé óg verði einmana, — og eins komi þaS í veg fyrir, að þau verði duttlungáfull og noti blind- una að skálkaskjóli. — Við kennum þeim það, segir skólastjórinn, að þrátt fyrir blind- una, verði þau að hjálpa sér sjálf. Þau megi eklú vænta alls af öðr- um. Skólastjórinn bendir á, að of mikil meðaumkun með blindum börnum geti gert illt verra. En þó að blindu börnin verði að treysta mjög á sjálf sig í Alexander Gra- ham skólanum, fá þau þó fyrst í stað sérstaka „fóstru”, sem tekur þau að sér, hjálpar þeim í frímín- útum, liðsinnir þeim o.s.frv. Þess er þó stranglega gætt, að hjálp „fóstrunnar” fari ekki fram yfir það nauðsynlegasta. Á dögunum, þegar Lions klúbb- ur einn bauð öllum blindum börn- um í Alexander Graham skólan- um í cirkus, sagði skólastjórnin nei, þakk fyrir. Annað hvort öll börnin eða ekkert. Þetta var gert j til þess að blindu börnin fyndu < ekki að boðið stæði í sambandi við í blindu þeirra. Lions klúbburinn breytti nú boði sínu á þá lund, að öllum börn um var boðið. Öll fengu þau ein- hverja aðstoð til að heyra eða fylgj ast með, — þ. e. a. s. þau þeirra, sem hennar þurftu með. Og þetta vakti óskiptan fögnuð barnanna. Öll skemmtu þau sér jafn inni- lega vel! Mörg barnanna koma 3ja ára gömul í skólann. Þá halda þau sig fyrst í stað aðallega á barnaleik- velli. Eins fljótt og hægt er, læra þau blindraletur og að rita á blindra-ritvélar. Því næst læra þau einnig að rita á venjulega rit- vél. Alexander Graham skólinn, er eins og vera ber, mjög vel útbú- inn að kennslutækjum af öllum gerðum. Hann ræður yfir mörgum „Fóstra” leiðbeinir blindum dreng. lbókum á blindraletri, blindra-orða ■ I J wfy,-.; -i/ iríiÆul ^ ,'^,y ‘t. / Igmm : mMá ■ ■ , WsMSái} Biindu börnin fá tilsögn 'í leikfimi. bókum, upphleyptum hnattlíkön- um fyrir hina blindu, segulböndum ■ og plötuspilurum og fleiru. Á Alexander Graham skólanum kenna um 60 kennarar. Þeir hafa hlotið hæfilega menntun til að geta jöfnum höndum kennt blind- um og sjáandi börnum. Allt er gert til að auðvelda þeim og börn- unum liið sameiginlega starf. Til dæmis er við hlið hverrar skóla- stofu í skólanum lítill klefi, sem er bókasafn hinna blindu. Þar er einnig sérstök uppsláttarvél, sem slær upp í orðabókum hinna blindu og gerir það fljótt og ná- kvæmlega. Um þroskastig blindu barnanná segir skólastjórinn, Pruitt, þetta: — Eins og öll önnur börn hafa blindu börnin misjafnar námsgáf- ur. Sum þeirra eru lélegir nem- endur en önnur eru afbragðsnem- endur. Sum þeirra hafa óvenjulega háan greindarþroska. Það er skoðun forráðamanna Alexander Graham skólans, að ef blind börn fái að umgangast og leika sér við heilbrigða jafnaldra sína, þá þroskist þau fyrr og bet- ur og verði færari að hjálpa r.ér sjálfum og öðrum f lífinu. Þessa skoðun leitast Graham skólinn við að færa sönnur á. ÞRBDJUDAGUR 16. JÚLÍ 3.00 Morgunútvarp. Bæn. Tónleikar. 8.30 Fréttir. Tónl. Veðfr. 12.00 Hádegisútvarp. Tónl. 12.25 Fréttir og tilk. 13.00 Við vinnuna. — Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp. Fréttir og tilk. Tónl. 16.30 Veðurfr. Tónl. 17.00 Fréttir. — Endurt. tónlistarefni. 18.30 Þjóðlög frá ýmsum löndum. 18.50 Tilk. 19.2Ö Veðurfr. — 19.30 Fréttir. 20.00 Einsöngur: Bassasöngvarinn Nicolai Ghianrov syngur ítalskaE og rússneskar óperuaríur. 20.20 Erindi: Aldarminning Sigurðar Thoroddsen landsverkfræðinga og yfirkennara (Einar Magnússon yfirkennari). 20.40 Tónleikar: Fiðlusónata eftir Brahms. 21.05 Frá Japan. I. erindi: Kjartan Jóhannsson verkfræðingur. 21.30 Tónleikar: Hornkonsert nr. 3 í Es-dúr (K447) eftir Mozart. 21.45 íþróttir (Sigurður Sigurðsson), 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Lög unga fólksins (Guðný Aðalsteinsdóttir). 23.00 Dagskrárlok. T MIN SlÐAN ALÞÝÐUBLAÐtÐ — 16. júlí 1963 f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.