Alþýðublaðið - 26.07.1963, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.07.1963, Blaðsíða 1
RUSSAR, BREÍAR OG BANDARÍKJAMENN GERA MOSKVA LONDON, WASHINGTON, 25. júlí, (NTB-BEUTER). — Bandaríkin, Bretland og Sovét- ríkin hafa gert með sér samkomulag um bann við til- raunum með kjarnorku- og vetnisvopn í aridrúms- loftinu, himingeimnum og í vatni. Þetta samkomulag vekur vonir um fleiri samninga um afvopnun, minnk- andi spennu og vaxandi samkomulagsvilja stórveld- anna. Gengið var endjanlega frá texta samningsins kl. 16,15 í dag í Moskvu. Þeir, sem gengu frá samn- irignum voru Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkj- anna, Averell Harriman, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna og Hailsham, lávarður, vísindamála- ráðherra í brezku stjórninni. 1>EIR. þremenningarnir sögðu I blaðamönnum, að þeir teldu sam-| komulagið mjög mikilvægt. Harri- man og Hailsham munu innan; skamms fara til Wasliington og | London og á næstnnni munu Dean 5 Rusk, utanríkisráðherra Banda-1 ríkjanna og Home lávarffur, utan- ríkisráðherra Breta fara til Mosk- vu og undirriía samkomulagið formlega fyrir hönd ríkisstjórna sinna. Sagt er, að jieir fari heim- leiðis á laugardag, en ræði áður við Krústjov, forsætisráðherra Sovétríkjanna. MYNDIN sýnir fulltrúa þrí- veldanna, er tilkynnt var um samkomulagið um bann við kjarnorkuvopnatilraunum. Lengst til vinstri er fulltrúi Breta, Heilsham lávarður, Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna snýr baki i Ijósmyndarann og Ilarri- man fulltrúi Bandaríkjanna er lengst til hægri. Myndin er frá UPI og var símsend Alþýðublaðinu frá Moskvu í gærkvöldi. Oll ríki geta gerzt aðilar að sam- komulaginu, og sérhvert ríki get- ur sagt því upp með þriggja mán- aða fyrirvara ef það telur sér ógn- að. Samningurinn öðlast gildi, þegar og búið er að skiptast á staðfestingarskilríkjum. I formála samnlngslns segir, að lielzta takmark samningsaðilanna sé, að ná samkomulagi um al- rnenna og algera afvopnun undir ströngu alþjóðlegu eftirliti og þeir muni halda áfram samkomu- lagptilraunum í því skyni að koma á algeru banni við öllum kjarnorkutilraunum. í samningn- j um eru engin ákvæði um bann : við tilraunum neðanjarðar. í opinberri tilkynningu, sem gefin var út um leið og texti samn ingsins var birtur, segir, að sam- komulagsumleitanirnar hafi farið fram í vingjarnlegum anda. For- menn sendinefndanna ræddu einn ig tillögur Sovétríkjanna um; griðasáttmála milli Atlantshafs- bandalagsins og Varsjárbanda-1 lagsins. SAMKOMULAGIÐ, sem Bandaríkja menn, Breíar og Rússar hafa gert meö sér í Mosvu um bann við til- raunum með kjarnorkusprengjur er einn mesti viðburður heimsmálanna frá því kalda stríðið hófst. í fyrsta sinn hefur náðst árangur, sem vænta má að reynist varanlegur, í við- leitninni til að tryggja heimsfriðinn og forða mannkyninu frá kjarnorku- stríði. Það er almenn skoðun sérfróðra manna, að þetta samkomulag geti orðið upphaf að öðru meira. Megi nú búast við, að Sovétríkin og Vestur- veldin nái samkomulagi um fleiri atriði. iL&BIÐ RSYKJAVIKfíifirepaid) Jl/25 MCBCCLí j Genarol vi©w rottöd tabls &ft«r s (leffc);:í'HASRIMá»|(right) and GHfMTKO (b&ck ©nter) ^HHIKUHIT£D • PRISS IHTERHú?IOfJAL RADIOPKOTO Friðrik Ólafsson í viðtali við Alþýðublaðið: ,Petrosjan ver trúlega fyrstur i Afþýðublaffið hafði tal af Frið rik Ólafssyni í gærkvöldi og var hann þá að bíða þess, að Keres lyki skák sinni við Res- hevsky, og tæki til við biðskák- ina úr 11. umferð. Friðrik sagði, að biðskák sín við Keres væri töpuð, hann væri með skiptamun undir. En hann sagði ennfremur, að Ker es væri líklega með tapað gegn Reshevsky. — Það var leiðinlegt að tapa svona undir Iokin, sagði Friðrik. — Ég hefði átt að ná jafntefli við Benkö, það var ekkert í þeirri skák, en ég þurfti endi- fega að klúðra öllu niður. Þetta hefur annars gengið vel og gott er hér að vera, hlýtt og notalegt. Petrosjan er nú með 8 vinninga og allt að því örugg ur sigurvegari mótsins. Keres kemur sennilega næstur eftii' . Framh. á 14. síðu Keres er riieð livítt og á leik. M wm Hk m . ■■ '■ i m > I 1! I átm': m m m m s# Framh. á 3. síðu Framhald á 3. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.