Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 30.05.1906, Blaðsíða 1

Lögrétta - 30.05.1906, Blaðsíða 1
LÖGRJETTA Ritstjóri: PORSTEINN GÍSLASON, Pingholtsstræti 17. M Reylijavík 30. maí 1906. I. árg'. Zhomsens jtiagasín hefur nú fyrirliggjandi nýjar vörur fyrir um hálfa miljón króna, og þó er að eins til lítið eitt af hverri vörutegund — þær eru svo margar orðnar — en nýjar byrgðir koma með hverri ferð til þess að fylla upp í skörðin, sem höggvin eru í vöruforða Magasínsins á hverjum degi og í öllum deildunum. Höfuðstaður vor vex og þrosk- ast, og kröfur hvers einstaks við- skiftamanns aukast að sama skapi. Tími er peningar; menn vilja ekki tefja sig á að hlaupa búð úr búð, en vilja fá alt á sama stað, ekki að eins góðar vörur fyrir lágt verð, heldur líka smekklegar vörur af nýjustu tísku, nóg að velja úr, fljóta og kurteisa afgreiðslu, laglegar sjer- búðir, þar sem ekki er hnoðað sam- an ólíkum vörutegundum o. m. fl. Thomsens Magasín reynir að upp- fylla öll þessi skilyrði og vill ekki einungis fylgjast vel með tímanum, heldur einnig ryðja nýjar brautir í viðskiftalífi og framleiðslu okkar. — Síðan um nýjár hefur það bætt við sig nýju íshúsi, niðursuðu á fiski og kjöti, svínarækt í stórum stýl, nautafóðrun, hesta- og vagna- haldi og stækkað að mun verk- smiðjur og söludeildir sínar. Hinn góðkunni kommandör í sjó- liði Dana, R. Hammer, hefur nýlega ritað bækling um fiskiveiða-eftir- litið við ísland og Færeyjar (Sta- tionsskibenes Tilsyn med Fiskerierne under Island og Færoerne) gefinn út af sjóliðsráðaneytinu danska. Mestur hluti bæklingsins er um störf varðskipsins við ísland og að ýmsu leyti fróðlegur. Hann skiftist í nokkra kafla. Fyrst er stutt lýsing á fiskiveið- unum við ísland, fiskiveiðum ís- lendinga og annara þegna Danakon- ungs og fiskiveiðum utanríkisþjóða. Um fyrra atriðið er eðlilega fátt sagt, sem oss íslendingum er ekki fullkunnugt, en mjög er rjett hermt frá flestu eða öllu. Höf. furðar eðlilega á því að þorskanet skuli ekki vera brúkuð nema í kringum Reykjanesskagann og á því, hvefim- lega norskum síldveiðendum teksl að fullnægja íslenskum lögum um nótveiðar í landhelgi, með tilstyrk greiðvikinna landa,og setur til skiln- Mcð s|s „Skálliolf til jylargarine E 48 aura pð. jlíais, sekkurinn 9,75, (i heilðsöiu 9,50). ingsauka sýnishorn af einum hinna frægu kaupsamninga milli Norð- manna og íslendinga, en telur þetta atriði þó minna vert síðan menn fóru alm. að veiða síldina úti á hafi. Hann nefnir sem dæmi þess, hvaða ábata megi hafa af skarkolaveið- um inni á fjörðum, að danskur fiskimaður (Thomsen l'rá Skagen) hafi árið sem leið veitt 53,600 skar- kola á 87 róðrardögum og fengið fyrir þá 1700 kr. Hann brúkar lag- net og hefur 1 vjelarbát til veið- anna. Höf. fer ýmsum viðurkenn- ingarorðum um þær framfarir, sem orðið hafa á fiskiveiðum vorum á siðasta áratug, einkum í þilskipa- veiðunum, en býst þó ekki í bráð- ina við neinni fjölgun í þilskipa- flotanum vegna fólksfæðarinnar, og segir oss ekki hafa vanist þeim aga, sem nauðsynlegur sje á skipum. Hinsvegar býst hann við að vjela- bátarnir verði bátveiðunum til þrifa. Um framtíð hvalveiðanna hjer er höf. nokkuð efablandinn, og þykir ilt, því að landið hafi töluverðan arð af þeim. Vill hann álíta, af því hvernig veiðunum hefur háttað 1901—1903 að meira veiðist tiltölu- lega af smáum hvölum en áður og að hvalirnir fjarlægist landið. En 3 ár eru of stuttur tími til að á- lykta af í því tillili og höf. hefur víst ekki verið kunnugt um veiðarn- ar 2 siðustu ár, einkum í fyrra, þegar óvanalega mikið veiddist af stærstu hvölunum. Þess má og geta að aldrei muna menn eftir jafnmiklu af stórhvelum á vetrarvertíð í Grind- avíkursjó og einusinni í mars í vetur. í kaflanum um veiðar utanríkis- þjóða er margt fróðlegt. Frakk- neskum seglskipum hefur fjölgað síðustu árin. Þannig voru þau als (með ílutningsskipum); 1903 148, (1904 157 samkv. Dr. Schmidt) og 1905 c. 180. Meðalafla á skip telur hann 300 tons (af söltuðum fiski). Um botnvörpungana er alllangt mál. Telst höf. svo til, að eittlivað kringum 200 botnvörpungar stundi veiðar hjer við land, en eðlilega eru þeir hjer ekki allir í einu nje jaín- margir á öllum tímum árs. Afþeim voru árið 1904 um 150 enskir (auk allmargra lóðaskipa), 35 þýskir, 8 frakkneskir og nokkrir hollenskir og belgiskir. Þau skipin sem fara með fiskinn isvarinn á markaðinn (bresk og þýsk) þurfa að hafa góða ferð og er því 11 —12 mílna ferð ekki óalgeng nú. Svæðin sem þeir einkum liska á eru: Faxaflói sunnanverður (frá apríllokum til ársloka), Eldeyjar- grunn, Hafna- og Miðnessjór (oft í landhelgi). Grindavíkur-sjór (í land- helgi), í jan. og febr., Selvogsgrunnið (stundum i landhelgi), Veslmanna- eyja-sjórinn, einkum grunnið SV af eyjunum, og (í landhelgi) fyrir innan eyjarnar; svæðið frá Dyrhólaey til Hjörleifshöfða (að jafnaði í land- helgi), grunnið út af Ingólfshöfða, Lónsvík og á síðustu árum meir og meir svæðið frá Látrabjargi að Aðalvík, 2—4 mílur undan landi, en, eins og kunnugt er, oft inni á fjörðunum vestari. Svo eru ýms minni svæði, einkum norðan lands og norðaustan, sem kunnugri skip- stjórar leita á öðru hvoru og oft inni á fjörðum í landhelgi. Höf. getur þess um síldveiðarnar úti á hafi, að þær hafi á siðasta sumri stundað 111 norsk skip (23 gufuskip, 3 skip með olíuvjel og 85 seglskip), 3 bresk og 4 þýsk gufuskip. Samkvæmt skýrslu frá Falck í Stavanger til Th. Tulinius- ar, er höf. birtir, var afli Norðmanna í minsta lagi 120000 tunnur. Falck gerir ráð fyrir, að hver tunna hafi, þegar fram í sótti, selst á 20 kr. eða allur aflinn að frádregnu flutnings- gjaldi hafi selst á 2 milljónir kr. Útflutningsgjaldið af þessari síld hefur numið c. 20800 kr. 2 snyrpi- nótarskip öfluðu vfir 4500 tunnur og mannshluturinn komst upp í 600 kr. fyrir hjerumbil 3 mánuði. Til samanburðar má geta þess, að hjeð- an gengu als um 38 skip á sild- veiðar þetta sama sumar og öfluðu eitthvað um 18000 tunnur. Mikið megum x)er keppa enn! í síðara hluta bæklingsins og víðar þar sem það á við, getur höf. um öll hin helstu fiskiveiðalög vor er snerta útlendinga og gerir við sum af þeim ýmsar athugasemdir, sem rúmið leyfir eigi að fara hjer frekara út í, en þær eru þess verðar að löggjaf'ar vorir kynni sjer þær og taki til íliugunar. Hann skýrir einnig frá störfum varðskipsins og hvernig eftirlitinu með hinum út- lendu fiskiskipum er liagað, sýnir fram á erfiðleikana, sem eitt skip á við að stríða, þar sem strandlengjan er svo feiknalöng, og þegar nóttina fer að lengja, verður alt eftirlit enn erfiðara, því »nóttin hylur fjölda synda« botnvörpunganna ekki síður en annara. Hann telur þó mikla bót að hinum ströngu botnvörpu- lögum og segir, sem satt er, að það sje ekki spaug fyrir menn að vera teknir fastir, fluttir til næsta yfir- valds, dæmdir i háar sektir og til að missa afla og veiðarfæri. Ferðin hingað til lands ónýt og ágóðinn horfinn. Sje varðskipið því oft á þeim stöðum, sem fiskiskipin eru tíðast á og sökudólgunum ekki hlíft, þá haldi óttinn fyrir hegningunni llestum frá landhelginni; en undir eins og það vitnist, að varðskipið sje farið frá landinu, sje hún ofur- seld ófyrirleitnum botnvörpu-skip- stjórum. Með þessu vill hann sýna fram á hve ónógt eftirlitið hefur verið, eins og liann líka tekur það rjettilega fram að sjerstaklega væri þörf á auknu eftirliti með síldveiða- skipunum norðanlands á sumrin. »Til þess að nokkurt verulegt lið verði í eftirlitinu, verður skipið að vera á sífeldri ferð, en við það eyð- ist alt of mikið af kolum«, segir höf.; hann telur það því lieppilega ákvörðun, að kolaeyðslan hafi ver- ið takmörkuð, en litið á það frá islensku sjónarmiði.munu fáirverða hinum háttvirta höf. samdóma. Hann minnist einnig á samvinn- una milli varðskipsins og íslenskra valdsmanna og fiskimanna og legg- ur mikla áherslu á, að hún verði sem mest; segir einnig, að hún fari í vöxt og sje orðin góð milli þess og sumra sýslumanna, einkum í Gullbringusýslu og Vestmanneyj- um. Aftur á móti j)ykir honum fiskimenn bera sig of lítið upp við varðskipið sjálft, þegar þeir eigi kost á að ná til þess; á því er einnig túlkur, fiskimönnum til hjálp- ar. Eins telur hann það mikils um vert og mikla hjálp (eins og það líka er), að fiskimeun sjálfir kæra stundum skip fyrir landhelgisbrot og tilgreina um leið nafn, númer og stað skipsins svo nákvæmlega, að dóm má byggia á síðar, ef skipið næst í tíma. Höf. segir það mikla töf fyrir varðskipið, hve langt er oft til dóm- ara, þegar brotlegt skip hefur ver- ið tekið, einkum þegar um segl- skip er að ræða. Teiur hann það

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.