Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 26.09.1906, Blaðsíða 2

Lögrétta - 26.09.1906, Blaðsíða 2
182 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur út á hverjum miö- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 3 kr. árg. á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júlí. Skrifstofa opin kl. 10*/a—11 árd. og kl. 3—4 síðd. á hverjum virkum degi. Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbjörn Sveinbjarnarson, Laugaveg 41. hennar og viðhald, álit og alla þró- un. Tími og veður bannar, að rök- styðja þetta ýtarlegar hjer, en þeir, sem þekkja sögu íslands vita, að þetta er satt. Bókasöfnin hafa tvenskonar ætlun- arverk. I fyrsta lagi geyma þau bókmentir og sögu þjóðarinnar og eru þannig varð-kastali og forðabúr þjóðernistilfinningarinnar, sem aftur er skilyrði fyrir samheldni, vilja og krafti til þess að efla og hetja þjóðina sem þjóð. Jeg vona, að þessi bygg- ing, sem hjer á að rísa, verði trúr °g tryggur geymslustaður fyrir alt gott í íslenskum bókmentum að fornu og nýju, örugt vígi fyrir minningu þeirra manna, sem auka og efla ment- ir og þar með mátt þessa lands. Vona jeg, að í þessu húsi verði sýni- legur staður, þar sem nöfn slíkra manna verða höggvin í stein að þeim látnum, þeim til lofs og öðrum til eftirbreytni. — En bókasöfnin hafa einnig annað ætlunarverk, og það er að vopna hinn lifandi lýð í framsóknarbarátt- unni á hverjum tíma, með því að fá inn í landið jafnóðum hinar bestu bækur og rit í öllum vísindagreinum, svo að þeir, er mentir stunda, geti fylgst með í þeim framförum þekk- ingarinnar, sem fleygja menning- unni áfram. Hvervetna og í öllu er það nútímans reynsla, að þekk- ingin er það, sem sigrinum ræður. Það er þekkingin og vísindin, sem finna upp vopnin og áhöldin til varn- ar og sóknar í lífsbaráttunni, barátt- unni fram á við og upp á við til meira ljóss, meira frelsis, meira manngildis, sem er tímans krafa. Það er gamalt spakmæli, að blindur sje bóklaus maður. En blindur maður getur ekki beitt vopnunum, hann er vopnlaus, máttlaus, ófær í barátt- unni, og er því ment máttur, sem ekki má án vera. Einnig þetta síðarnefnda ætlunar- verk vonajeg að verði leyst af hendi eftir föngum og af góðum vilja í hinu nýja húsi, sem hjer á að reisa, húsinu, sem ætlast er til að stækki eins og skelin með skelfiskinum, eftir því sem árin líða. — Jeg veit eigi aðra betri ósk, er jeg geti bundið við þessa athöfn en þá, að æskulýður Islands festi sjer í huga þann sannleik, að ment er máttnr, og að mentáleysi er máttleysi. Hver sem eykur mentun sína, eykur mátt sinn, og þar með mátt þess lands, sem á hann. Um leið og jeg bið alsvaldanda guð að blessa þessa mentabygging, sem hjer á að standa, legg jeg í nafni þings og stjórnar þessa lands hyrningarsteininn ásamt menjum þeim, er jeg áður hef frá skýrt. Blessist og varðveitist bokmentir, tunga og þjóðerni íslands." Aður ráðherrann mælti hin síðustu orð í ræðunni gekk hann niður af pallinum og bjó um blíhylkið, lagði yflr þrjá steina og límdi með þrem- ur steinlíms-spöðum. Mannfjöldinn tók undir ósk hans með níföldu húrra-ópi. Síðan söng söngflokkurinn »Eld- gamla ísafold*. + Þórður hreppstj. Runólfsson. Hann andaðist snögglega hjer í bænum aðfaranótt 22. þ. m. áheim- ili Runólfs sonar síns. Þórður var fæddur 27. júlí 1839 í Saurbæ á Kjalarnesi og voru foreldr- ar hans Runólfur Þórðarson hreppstj. þar og Halldóra Ólafsdóttir. Yar Þórður elstur af börnum þeirra sex, en hin voru: Sigriður, gift Þórði hreppstj. á Fiskilæk, Karítas, gift Ól. Guðmundssyni í Mýrarhúsum, Helga, gift Steingrími Jónssyni prests frá Hruna, Guðrún, gift síra Matth. Joc- humssyni, Ragnheiður, ógift, og Eyj- ólfur bóndi í Saurbæ á Kjalarnesi. Þórður ólst upp hjá foreldrum sín- um í Saurbæ og var þar þangað til hann giftist, 13. júní 1871. Kona hans var Ástríður Jochumsdóttir, syst- ir síra Matthíasar og þeirra systkina. 1871 flutti Þórður að Móum á Kjal- arnesi, og bjó þar síðan 28 ár. Það- an flutti hann að Bjargi í sömu sveit og var þar sex ár, en í fyrra flutti hann hingað til Runólfs sonar síns. Þórður var 34 ár hreppstjóri á Kjalarnesi, frá 1871—1905, og fjekst mikið við öll sveitarmál og hjeraðs- mál. Hann var maður skynsamur og alla tíð vel metinn. Þegar hann flutti suður hingað í fyrra vor, hjeldu sveitungar hans honum heiðursveislu að skilnaði. Þau Þórður og Ástríður áttu 8 börn og lifa synir þeirra 4: Matthías skipstj., sem á síðustu árum hefur verið ieiðsögumaður varðskipsins, Run- ólfur, Jochum skipstj. og Björn stúd. júr. á háskólanum í Khöfn. Nýjar bœkur. Ljódtnœli eftir Grím Thomsen. Nýtt og gamalt. Rvík 1906. 134 bls. 8vo- Fimm menn hjer i Rvík eru út- gefendur þessa ijóðasafns. I það eru tekin upp öll kvæði, sem standa í „Ljóðmælum" eftir Grím Thomsen, sem gefl voru út í Reykjavík 18b0 og nú eru uppseld, en ekkert úr hinu stærra ljóðasafni Gríms, er gefið var út í Khöfn 1895. En auk kversins frá 1880 er í þessu nýja Ijóðasafni fjöldi kvæða, sem sum hafa aldrei áður verið prentuð, en önnur eru prentuð til og frá í blöðum, flest eftir að ljóðasafnið frá 1895 kom út. Og merkilegt er það, að meðal þeirra kvæða sem hjer eru í fyrsta sinn prentuð, eru slík ágætiskvæði, að telja má þau í flokki bestu kvæða Gr. Th. Nokkur sýnishorn af þessum nýju kvæðum hafa komið fram í „Óðni". En frum- samda kaflann í kverinu frá 1880 má kalla úrval úr öllum kveðskap Gríms. Það kver skóp skáidfrægð hans, enda er þar hvert kvæðið öðru betra. Þetta nýja Jjóðasafn er því mjög eiguleg bók og girnileg þeim sem góðum og kjarnmiklum kveðskap unna. Útgáfan er vel vönduð. Rímur af Búa Andridssyni og Rríði Dofradóttir. Eftir Grím Thomsen. Rvík 1906. 59 bls. 8vo- Sömu mennirnir fimm, sem „Ljóð- mæiin" gefa út, gefa einnig út þess- ar rímur. Þær eru eigi áður prent- aðar, og mun mjög fáum hafa verið kunnugt um tilveru þeirra, þótt þær sjeu fyrir löngu kveðnar. Þótt höf- undurinn kalli kvæði sitt rímur, þá er það ekki ort undir rímnalögunum, heldur eru 6 vísuorð í hverju erindi, og er alt kvæðið, sem er í IX köfl- um, með sama bragarhætti, en for- máli og eftirmáli með öðrum. En efnið er hið sama og í rímunum: gömlu ævintýri er snúið í ljóð, og þó ýmsu við aukið af skáldinu. Kvæðið er kjarnyrt, eins og allur kveðskap- ur Gríms. í eftirmálanumsegirskáldið: „Um dverga hef jeg ort og íma, eftir því, sem herma sögur frá þeim glaða fyrri tíma, er fjöll þeir bygðu, hamra’ og gjögur, en auðugt var af ægisbríma undirdjúp og jörðin fögur ; hverju þá var bygð í bergi, en blásið upp var landið hvergí. Þá var líf og fjör í fjöllum, fögnuður í dvergabóium, þá var kvikt í klettum öllum, kátt og skemtilegt í hólum, þá var nægt af trygðatröllum og töfrafróðum hringasólum; en jötnar sátu’ á tindum tignir, trúðu menn og voru skygnir. Nú er komin önnur öldin, ófreskir ei finnast halir; dáinn út er dverga fjöldinn, Dofra standa auðir salir; enginn sjer um sumarkvöldin svífa huldufólk um dalinn. Menn sjá illa og minna trúa, í maganum flestra sálir búa“. Skálholtsjhringurinn. I 42. tölublaði »Þjóðólfs« hefur Þor- leifur H. Bjarnason ritað grein nokkra, er hann nefnir »Af sjónarhólum«, og »smápistla«, oger svo að sjá sem fram- hald eigi að koma út síðar smátt og smátt, og verða pistlasafn. En fyrsti pistill Þorleifs, sem nú er útkominn, skrifast um »Skálholt«. í þessum pistli stendur, meðal annars, svo: »í Sálholti er nú hálfhrörleg og lítilfjör- leg timburkirkja Þar er fátt um góða gripi. Þó má nefna hring allmikinn í kirkjuhurðinni, sem fullyrt er, að sje úr hofinu á Hofstöðum í Mildaholis- hreppi í Snæfelsnessýslu, og þannig æðigamall, ef svo er«. Eftir hverjum Þorleifur H. Bjarna- son hefur þessa fullyrðing sjest ekki, en úr því að enginn er fyrir henni borinn liggur næst að ætla, að hann hafi þetta eftir Skálhyltingum og Tungnamönnum þeim, er nú lifa. Þó er ekki alveg óhugsandi, að hann hafi, ekki als fyrir löngu, heyrt ein- hvern ávæning af fornri sögu um þetta efni hjer í Reykjavík, en þó með rjettu enga fullyrðing, enda gerir Þor- leifur hjer tvent í einu: hann segir bæði oflítið annars vegar og ofmikið hins vegar. Svo stóð á, að Einar Þorkelsson, sem allra manna er fróðastur og að- gætnastur á sögu hjeraðanna á Snæ- felsnesí, datt lijer í vetur, í vísitazíu- bók Brynjólfs biskups um árið 1642, ofan á frásögn um hring f kirkjuhurð- inni a Helgafelli, sem biskup keypti og flutti til Skálþolts; fylgdi hringnum sú sögn, að það væri forn stallahringur frá Hofsstöðum, og hefur biskupinn lagt trúnað á það, því að hann lauk fjórfalt virðingarverð fyrir hringinn. En orð vísitazíubókarinnar hljóðasvo: » . . . hurð á þrennum járnum vænum, og (með) gömlum járnhúng (sagt er legið hafi á pöllum goða, að Hof- stöðum, er þeir sóru sinn embættis- eið etc., og má ekki burttakast, nema til Skálholts komi). Lofaði prestur- inn, síra Þorlákur1), biskupinum að selja hann Skálholtskirkju, og biskup inn keypti fyrir tíu aura, sjer og sínum erfingjum til góða. Virtur var hann fimtán álnum, en keyptur tíu aurum að kirkjunni, og afhenti biskupinn, M. *) Síra Þorlákur Bjarnason prestur á Helgafelli 1625—1661. Brynjólfur S(veins)s(on), tíu aura hans vegna kirkjunni til góða«. Fyrir því að hringur þessi hafi til Skálholts komið og verið hafður þar í kirkjuhurðinni er fyrir sig að bera orð annars eins manns eins og síra Jóns Halldórssonar í Hítardal. Segir hann svo í æfisögu Brynjólfs biskups, er rituð mun vera nálægt 1720—1730: »Þann gamla, stóra Járnhring í Skál- holtskirkjuhurðu keypti hann frá Helga- felskirkju anno 1642, virtan fyrir fimtán álnir, en betalaði hann kirkjunni með sextíu álnum; er sagt sje goða eður stallahringur, sem í forneskjunni var á Hofsstöðum, og hofgoðinn bar á hendi, og sór við hann sinn embættis- og dómaraeið; en með kristninni var hann hafður til Helgafels; mátti ei þaðan takast, nema færi í Skálholt«. Hjá Þorleifi er það ekki tekið fram. úr hvaða málmi sá hurðarhringur sje, sem nú er í Skálholti; er því af trá- sögn hans ómögulegt að ráða neitt um það, hvort það geti verið sami. hringurinn, sem hafðut var í Skálholt frá Helgatelli 1642, og var úr járni. Jeg hef að vísu heyrt, að Skálholts- hringur sá, sem nú er, muni vera úr messing, og er þá ekki víst, að hann sje svo »æðigamall«. En um þetta þyrfti að fást fullkomin vissa, þar sem um svo afarmerkan hlut getur verið að ræða. Þeir gömlu meistarar, Brynjólfur biskup og síra Jón í Hítardal, geta þess ekki, hvaða Hofstaðir það hafi verið, sem hringurinn átti að vera frá, En Þorleifur hefur, lesandanum til skýr- ingar og skilningsauka, og til þess að taka af öll tvímæli, bætt því við, að það væri Hofstaðir í Miklaholtshreppi og hefur, ef til vill, þá »fullyrðing« eftir Biskupstungnamönnum. Flestum mun þó, sem til þekkja, þykja í því seilst fulllangt um hurð til lokunnar,. frá Helgafelli og suður yfir Kerlingar- skarð, af því að Hofstaðir í Helgafels- sveit, þar sem hinn forni blótstaður Þórsnesinga var, er ekki nema spöl- korn frá Helgafelli. Og þaðan og að Helgafelli fluttist einmitt alt helgihald, og á Helgafelli bjuggu síðan goðar þeir, er höfðu Þórsnesingagoðorð, fram eftir öllum öldum. Af því að frásögn Þorleifs um þetta efni er ekki nógu skilrík og, eins og nærri má geta, ekki eins merk og orð þeirra Brynjólfs biskups og síra Jóns Halldórssonar, hefur mjer þótt rjett að gera hjer um nokkuru ljós- ara, svo að mönnum mætti verða at- hugi að því, að hjer er ekki að ræðá um lausasögu frá vorum dögurn, heldur forna sögu, sem er þess verð að þetta efni sje ransakað, og sem fyrst samið við eiganda Skálholtskirkju um að fa hring þennan á Forngripasafnið, ef nokkur likindi reynast til þess, að það sje sami hringurinn, sem nú er í kirkju- hurðinni í Skalholti, og sá, er hafður var frá Helgafelli í Skálholt 1642. Jón Þorkelsson, F'ániiiii. „Reykjavíkin" segir, að ekki verði sjeð á greininni í síðasta tbl. „Lög- rjettu" um „fálkann og fanann", hvort þar sje átt við fána með þverkrossi eða skákrossi. Þetta er ekki rjett. Greinin ber ljóslega með sjer, að ætl- ast er til, að íslenski fáninn sje með- þverkrossi, í líkingu við fána annara Norðurlandaþjóða, — blár með hvít- um krossi. Þá segir blaðið, að konungsfáni Grikkja sje blár með hvítum krossi. Það er satt. En sá er þó munurinn, að í þessum konungsfána miðjum er stórt ríkismerki og ætti það að vera nægileg aðgreining. íslenski fáninni ætti að líkjast sem mest öðrumi

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.