Lögrétta - 24.10.1906, Blaðsíða 3
L0GRJETTA.
199
Frá fjallatindum til fískimiða.
aði Stólýpín, er alt var kyrt aftur,
og stökk út utn glugga á herberginu.
Börn hans 2 höfðu verið uppi á svöl-
um fyrir rniðju húsi, dóttir 14 ára og
drengur 2 ára, og var barnfóstran
þar með hann. Svalirnar hrundu
niður og fanst barnfóstran dauð, dótt-
irin fótbrotin á báðum fótum, en
drengurinn mjaðmarbrotinn. Tekist
hefur að græða börnin, en þó eigi
svo, að þau bíði þessa nokkurntíma
bætur.
Sumarbústaður Stólýpíns er á
Lyfsalaeynni í Neva-fljóti og er þar
fjöldi skrauthýsa, sem rússneskir auð-
menn búa í á sumrin.
Daginn eftir var ráðist á Minn
hershöfðingja á járnbrautarstöðinni
við Peterhoff. Hann var þar ásamt
konu sinni og barni, og var þá varp-
að til hans sprengivjel. Minn dó
þegar, en aðra sakaði eigi. Vjelinni
kastaði ung stólka, bóndadóttir, Soffía
Lariomoff, 27 ára gömul kenslukona,
frá hjeraðinu Pensa.
Minn var mjög hataður maður. Það
var hann, sem ijet skjóta á stúdent-
ana í St. Pjetursborg daginn eftir blóð-
sunnudaginn, og í Moskva stóð hann
síðan fyrir stórmorðum. Launin fyrir
þetta voru. að hann var gerður hers-
höfðingi. Yms grimdarverk eru hermd
upp á hann af versta tægi, svo sem
það, að hann hafi með eigin hendi
drepið ung börn, er hann braust inn
í híbýli byltingamanna.
Stúlkan, sem framkvæmdi rnorðið,
var dæmd til hengingar og varð hún
mjög vel við dauða sínum. Daginn
áður en hún var hengd hafði hún
meðal annars sagt fyrir herrjettinum:
.....Saga Rússlands er blóðug kúg-
unarsaga og byltingin verður aldrei
stöðvuð með valdboðum frá kéisar-
anum. Þið dæmið mig nú annað-
hvort til hengingar, eða til að skjót-
ast. En eina ósk mín er, að landar
rnínir fyrirgefi mjer, hve litlu jeg fjekk
á orkað af öllu því, sem jeg vildi gera,
og að jeg hef ekki meira til að fórna
málefni okkar en líf mitt. Jeg dey
með þeirri öruggu trú, að frelsisins
sól renni upp áður langt um líður í
Rússlandi".
Önnur stúlka ung, sem var á há-
skóla í Sviss, Tátjana Leontiev, vildi
ráða af dögum Durnovó innanríkis-
ráðherra. Hann var á ferðalagi og
þóttist hún vita, að hann byggi undir
dularnafni á veitingahöll einni í Inter-
laken. Þangað fór hún, en svo tókst
þá ófimlega til fyrir henni, að hún
drap þar með sprengivjel annan mann
í misgripum. Það var gamall maður
auðugur, Múller að nafni, franskur,
74 ára, og hafði verið líkur Durnovó
í. sjón. Lengi vel trúði hún þvf ekki,
að sjer hefði mistekist, því hún kvaðst
vel þekkja Durnovó. En skömmu
sfðar kom hann heim til St. Pjeturs-
borgar heill á hófi og hlaut hún þá
að sannfærast.
Stúlka þessi er af götugum ættum,
dóttir Leontievs herforingja, er tók
þátt í Japana-stríðinu og nú er land-
stjóri í einu af fylkjunum heima í
Rússlandi. Hún er fædd 1884, tók
ung stúdentspróf og var sfðan send
til háskólaps Lausannes. Þar kyntist
hún rússneskum mönnum, sem í út-
legð, voru, og drakk í sig skoðanir
þeirra. Árið 1900 komst upp, að hún
var við riðin samsæri, sem hafði það
nrarkmið að ráða Dagmar keisara-
móður af dögum. Þegar foreldrar
hennar heyrðu þetta, fór móðir hennar
til Sviss og bjuggum þær mæðgur
þar saman nokkur ár Tatjana las
þá af kappi læknisfræði við háskól-
ann. En 1904 fór hún heim til St.
Pjetursborgar. Hún umgekst þar fólk
af hinum æðstu stjettum og var oft í
boðum við sjálla keisarahirðina. Hún
var í vinfengi við Trephoff og fleiri
nánustu vildarmenn keisarans. „Mjer
kom það alveg á óvart“, segir hún,
„er lögreglumenn einn dag brutust
inn í herbergi mín, en sprengiefni
fundu þeir þá í saumakörfu minni. Fá-
um dögum síðar átti að vera dansveisla
við hirðina og vár jeg boðin þangað.
En meðan jeg var að búa mig á dans-
inn var jeg tekin föst og sett í fang-
elsi. Jeg var yfirheyrð, en neitaði að
svara öllum spurningunum. Föður-
bróðir minn var þá kammerherra við
keisarahirðina og tókst honum að telja
dómurunum trú um, að jeg væri geð-
veik. Var jeg svo send á geðveikra-
hæli, en málaflutningsmaðurinn, sem
tekið hafði að sjer að verja mig, var
rekinn í útlegð til Síberíu. Frændur
mínir komu því til leiðar, að mjer
var brátt gefin lausn úr geðveikra-
húsinu, og fór jeg þá aftur til Sviss".
Þessar upplýsingar um líf hennar eru
frá einum af kennurum hennar, pró-
fessor í Lausannes. Hann spurði hana,
hvort alt þetta hefði ekki valdið föður
hennar sorgar, en hún kvaðst meta
meira 130 milljónir landa sinna, en
föður sinn einan. — Nú situr hún í
fangelsi og er eftir að vita, hvort
honum tekst enn að frelsa hana eftir
þetta síðasta tilræði. Rússneskir stú-
dentar frá háskólanum í Lausannes
hafa gert tilraun til að frelsa hana og
eru sakaðir um að hafa þá kveykt í
húsi, sem stendur fast við fangelsið.
Útlendar frjettir.
Stjórnarskrá Persa.
Það er nú auglýst af Persakeisara,
að þar skuli komast á þingbundin
stjórn. Kosningarjett eiga allir karl-
menn að hafa fra 30 til 70 ára, og
er þó bundið því skilyrði, að þeir
kunni að lesa og skrifa, þeim hafi
ekki verið refsað og þeir sjeu ekki í
þjónustu ríkisins. Landinu er skift f
12 kjördæmi og kýs hvert um sig
6—19 þingmenn. Kosningar eru
leynilegar. Þingmenn skulu friðhelg-
ir og hafa fult málfrelsi. Þingið á-
kveður sjálft þingfararkaupið. Fyrsta
þingið ætlar keisarinn að setja sjálfur.
Krítey.
Georg Grikkjaprins hefur verið
landstjóri á Krítey síðan 1899, er
uppreisnin var þar. Hann, og flokk-
ur Kríteyinga, er honum hefur fylgt
að málum, hefur viljað sameina eyna
Grikklandi, en stórveldin hafa staðið
þar í móti. Þetta hefur valdið því,
að hann hefur nú sagt af sjer og fór
hann frá eynni 25. f. m. Kríteying-
ar vildu hindra burtför hans og kom
þar til vopnaviðskifta og fjellu tveir
menn af Kríteyingum, en margir særð-
ust.
Símskeyti
til „Lögrjettu“.
Kliöfn 19. okt. ’06.
Æfilýsing Hohenlohes (áður ríkis-
kanslara Þjóðverja) eftir sjálfan hann
er út komin og er þar Ijóstað upp
ýmsu, sem leynt átti að fara, um það,
er Bismarck var látinn fara frá völdum
(1890). Keisarinn æfur.
Kannast er við, að mistekist hafi
að bæla niður óaldarástandið í Rúss-
landi.
Stungið er upp á millibilsstjórn í
Brúnsvík.
Blaðið „Yort land“ (hægnbl.) leggur
á móti sjerstökum fána handa íslandi
meðan sambandið helst (milli íslands
og Baiim'erkur).
Ríkisþingið hefur þegið heimboðið
frá alþingismönnum.
Yaldemarprins, N. Andersen, Deunt-
zer og Glúckstadt leggja á stað i dag
til Auslurasíu.
( ■
Kynbóta-hrútur frá kynbótabúi
Ingólfs Guðmundssonar á Breiðabóls-
stað í Reykholtsdal fór á uppboði
við Rauðsgilsrjett í fyrra mánuði á 60
kr., og keypti hann ráðsmaður síra
Guðm. í Reykholti. Hrúturinn var
3vetur. — Veturgamlir hrútar fóru á
25—30 krónur.
Slys. 15. þ. m. datt Kristján Þor-
steinsson trá Árnórsholti í Lunda-
reykjadal af hesti, en festist í ístað-
inu og dró hesturinn hann þar til
ístaðið slitnaði. Maðurinn meiddist
stórkostlega, en honum þó talin bata-
von.
Á lýðháskólann í Askov fóru í
haust 3 ungir menn úr Skagafirði:
Jón Sigurðsson frá Reynistað, Jóh.
Björnsson frá Hofsstöðum og Jakob
Líndal frá Hrólfsstöðum.
Minnisvarði var nýlega reistur á
Möðruvöllum í Hörgárdal yfir síra
Davíð Guðmundsson áður prest á Hofi.
Varðinn er úr granitsteini, 3V2 alin á
hæð og er kostaður af sóknarbörn-
um síra Davíðs, eyfirskum prestum
og nokkrum vinum hans.
Vínsöluleyfi neitað. Þess var
getið í síðasta blaði, að norskur mað-
ur bæði um vínsöluleyfi á Seyðisfirði.
Til „Templars" hefur verið símuð frá
Seyðisfirði sú fregn, að beiðninni hafi
verið neitað á borgarafundi með 54
atkv. gegn 48.
Af Isafirði segir „Valurjnn" frá
12. þ. m. góða tíð og afla.
Þeir voru hjer nokkra daga í haust
ritstjóri „Vestra" og Helgi Sveins-
son bankastjóri á ísafirði. Mikla þrá
sögðu þeir í ísfirðingum eftir síma-
sambandi þangað, enda mun þess
varla lengi að bíða, að Vestfirðir
komist inn í sambandið.
Kjötverð á Akureyri er 19—22
a. pd., segir „Norðri frá 5. þ. m.
Fje þar „furðu vænt".
Kvennaskólinn á Akureyri. For-
stöðukona hans er í vetur frk. Mar-
grjet Jónsdóttir, dóttir Jóns prófasts,
áður á Hofi í Vopnaftrði.
Af Akureyrarbrunanum hefur
„Lögr.“ fengið þessar fregnir auk
þeirra, sem áður eru taldar:
H.já M. Blöndal hefur brunnið fyrir
17,000, Jóni Norðmann 9,000, Dav.
Ketilssyni rúm 20,000, Jóni Guð-
mundssyni og Sig. Bjarnasyni um
30,000.
Grift eru Sigfús Sveinsson kaupm.
á Norðfirði og frk. Ólöf Guðmunds-
dóttir frá Nesi i Norðfirði.
Mjög fágætan fisk rak hjá Gamla-
hrauni nálægt Eyrarbakka seint í sept-
ember síðastl. Það var síldakongur
svonefndur (Regalecus glesne), fiskur
skyldur vogmeri, en miklu langvaxn-
ari, getur orðið um 18 feta langur;
þessi var 12 fet og 4 þuml. og 8 þuml.
hár, þar sem hæst var. Hann er þunn-
vaxina, með einn ugga eftir endilöngu
baki og fram á höfuð; þar greinist
hann í nokkra flipa, eins og kórónu.
Sporðugga vantar og í kviðugga stað
eru tveir langir broddar. Höfuðið er
mjög stutt og augun allstór. Tennur
vantar. Allur er hann silfurlitaður,
með dökkum þverrákum, nema bak-
ugginn; hann er blóðrauður. — Hann
er djúpfiskur, er á heima í norðan-
verðu Atlantshafinu og rekur endur
og sinnum við sunnanverðan Noreg
og Bretlandseyjar. Hjer hefur hann
aldrei sjest fyr, svo menn viti.
Pegar hann ra.k, var hann nokkurn-
veginn óskemdur, en maður sá, er fann
hann, skemdi hann svo í meðförunura,
að ekki er auðið að sýna hann á safn
inu og er það ilt, því óskemda fiska
rekur sjaldan. Höfuðið var rifið sundur
og fiskurinn i mörgum pörtum, þegar
hingað..kom. . Að hann kom annars
hingað, var að þakka velvild P. Niel-
handa
unglingum og fullorðnum.
Undirritaður veitir stundakenslu í öll-
um venjulegum námsgreinum við hærri
unglingaskóla — og auk þess í enskn,
nýnorsku og ílðluspili.
Ef nógu margir unglingar gefa sig
fratn, verður kvöldskóli settur á fót t vetur.
NB. Sjerstakar námsgreinar fyrir skóla-
pilta og iðnnemendur: — Perspektiv-,
prójektions- og konstruktions- teikning,
hærri flatarmálsfræði, mathematik o. fl.
Undirr. hefur tekið lægri og hærri kenn-
arapróf við fjölsóttan kennaraskóla 1 Nor-
egi, hefurverið kennari í mörg ár, bæði
f Noregi og hjer heima — og hefur fyrir
2 árum síðan gengið í Centralskólann í
Kristjanfu — æðsta leikfimis- og skilm-
ingaskóla Norðmanna, sem sjerstaklega
er ætlaður herforingjum.
Helgi Valtýsson.
Þingholtsstræti 23.
sens verslunarstjóra á Eyrarbakka, er
gaf safninu hann.
Nafnið síldakongur (tekið eftir norska
nafninu Sildekonge) hefur fiskur þessi
af gamalli bábilju: hann átti að fara
fyrir síldartorfum og stýra göngum
þeirra. B. Sœm.
Reykjavik.
Yerslunarskólinn. Þar eru nú
um 60 nemendur og hafa fleiri viljað
komast þar að en hægt hefur verið
að taka á móti. Skólastjórinn er hinn
sami og í fyrra, hr. Ólafur Eyjólfsson
frá Akureyri, og er hann nú alfluttur
hingað. Skólinn er haldinn í Melsteðs-
húsinu svokölluðu, sem D. Thomsen
konsúll á nú, við Lækjartorg.
Fantabragð af versta. tægi var
framið hjer 17. þ. m. á tveimur hestum
uppi á Hólavelli, stýfð af báðum hálf
eyrun og fax og tagl skelt af. Annar
hafði auk þessa verið stunginn mörgum
hnífst.ungum á aðra hliðina og voru
sumar svaðalegar. Þó er ekki von-
laust um að græða megi hestinn. Maður
kvað hafa verið tekinn fastur, sem
grunaður er um þetta svívirðilega níð-
ingsbragð.
í kaþólska skólanum í Landakoti
eru nú 60 börn.
í barnaskólanuin eru nú 450 börn
í 18 deildum og kennarar 26.
Jarðarför Jafets skipstj. Ólafssonar
fór fram frá Fríkirkjunni síðastl. fimtu-
dag og var þar fjölment. Síra Ól.
Ólafsson flutti ræðu, en kvæði var
sungið eftir Bjarna Jónsson frá Vogi.
Vaxtaliækkunin. Nú rjett fyrir
helgina fjekk íslands banki skeyti um
að Englandsbanki hefði hækkað pen-
ingavexti úr 5°/0 upp í 6°/0 og eru
svo háir vextir mjög sjaldgæfir þar.
Bæjarstjórnin. Eins og „Lögr.“
skýrði frá í fregnmiða á föstud., var
samþ. á fundi 18. þ. m. að leita til-
boða hjá innlendum eða útlendum
fjelögum um, að setja hjer á fót og
reka á sinn kostnað, með einkaleyfi
um víst árabil, gas- og rafmagns-
vinnustöð.
Samþ. að Rostgaard, vjelstjóri Völ-
undar, fái land eftir þörfum inni hjá
Kleppi undir þurrakvi handa hafskip-
um, er hann hefur hugsað sjer að
gera þar, en áskilið, að byrjað sje á
verkinu eigi siðar en 1. júlí næstk.
og því lokið eigi síðar en l.júli 1909,
og að bænum sje heimilt að taka
lóðina og öll mannvirki þar til al-
* almenningsnota hvenær sem er gegn
endurgjaldi eftir óvilhallra manna
mati.
Samþ. að hætta við kaup á lóð af
Sv. Sveinssyni úndir „Óðinstorg".
Samþ. að borga Halld. Jónssyni 2
kr. fyrir feral. af lóð undir Suðurgötu.