Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 06.07.1910, Blaðsíða 1

Lögrétta - 06.07.1910, Blaðsíða 1
Aígreiðslu- og innheimlum.: ARINBJ. SVEINBJARNARSON. Laugavet; 41. Talsími 74. R i ts tj ó r i ÞORSTEINN gislason Pingholtsstræti 17. Talsimi 178. M 33. Reykjavík 6. jitlí 1910. Arff. Carlskrs ska ■ ■ i Ljós 11] Dimmur. Fínasta bindindis-ðl. Undir áfengismarkinu. Forngripasafnið opið á hvern virkan dag kl. 12—2. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—x. Tannlækning ók. (( Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. í mán. 11—1. Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io'/s —12 og 4—5* . íslands banki opinn 10—21/* og 5//* 7• Landsbankinn io1/^—2V*- Bnkstj. við 12 1. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. í mán. 7—8 e. m. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8. HAFNARSTR-171819202122■ KOLAS I-2-LÆKJAKT- IZ • REYKJAVIK • Faxaflóagufubáturinn „lngólfur“ fer til Borgarness 5., 10. og 13. júlí. - Keflavíkur og Garðs 8., i5'°fl 22. júlí. Lárus Fjeldsted, YflrrJettarmálafærslumaOur. Lækjargata 2. Helma kl. 1 1 —12 og 4—5. Jfýtt ráOaneyti mynðað í Danmörku. Símfregn til Lögr. frá Khöfn í gær segir nýja ráðaneytið myndað, og er það þannig skipað: Claus Berntsen yfirráðherra og varnarmálaráðherra, Ahlfeldt-Laurvi- gen utanríkisráðherra, N. Neergaard fjármálaráðherra, Búlov hæstarjettar- málaflutningsmaður og dómsmálaráð- herra, A. Nielsen landbúnaðarráðherra, Jensen-Sönderup innanríkisráðherra, T. Larsen samgöngumálaráðherra, Appel lýðháskólastjóri frá Askov kenslu- málaráðherra og Oscar Muus versl- unarmálaráðherra. Allir eru þessir menn kunnir frá stjórnmálabaráttunni undanfarandi, nema þrír, þeir Búlov, Appel og Muus. Búlov var verjandi þeirra J. C. Christensens og S. Bergs fyrir ríkisrjettinum; hann er miðaldra mað- ur. Appel hefur mikið álit meðal lýð- háskólamanna Dana. Hann er mörg- um íslendingum kunnur frá lýðháskól- anum í Askov. 1 fyrra sumar var hann á ferð hjerálandi. O. Muus er son- ur Muus stórkaupmanns, er verslanir hefur rekið hjer á landi. Samkvæmni ráfiherra- blaðsins. I ísaf. 21. júlí 1909 setndur þessi klausa í langri grein, sem hefur að fyrirsögn „Embættisvaldið", og er þáverandi ritstj , E. H., þar að rífa niður ummæli eftir Guðm. Friðjóns- son í Eimr.: „„Embættismannavaldið, sem drotnar yfir þjóðinni, þyrfti að falla um koll. Það drotnar bæði 1 þinginu Og stjórnarvenj- unni. Lýðveldishugurinn á að koma í staðinn. Jeg kalla að embættisvaldið drotni í þinginu og stjórnarvenjunni, þar sem ný embætti eru stofnuð með hverju tungli og öll störf falin „hálærðum" mönn- um, jafnvel tollheimta; og öll þjóðfje- lagsstörf gerð rándýr þjóðarbúinu. Land- ið getur aldrei orðið sjálfstætt, að efna- hag, meðan alþjóðarfjenu er sóað á báða bóga“. — Guðm. Friðjónsson 1 „Eimr.“. „Búast má við, að þessi klausa, og aðrar henni likar, láti einstaklega vel í sumum eyrum. Og oft heyrast svipuð ummæli, sem hver virðist taka cftir öðrum, bæði á þingi og utan þings. Að minsta kosti leynir það sjer ekki á þinginu, að þegar ein- hver ætlar sjerstaklega að taka sig til og koma inn í alþingistíðindin ein- hverju, sem hann hugsar sjer að láta greiða fyrir kosningu sinni næst, þá kveður við þennan tón, fremur flest- um öðrum falstónum. Því að þetta er fals — hjá þeim mönnum, sem nokkuð hafa athugað málið. G. F. og allir þeir, sem tala líkt og hann, ættu víst mjög örðugt með að benda á nokkurt embættismanna- vald, sem þjaki þessa þjóð með nokkr- um hætti. Embættismenn eru senni- lega samgrónari þjóðinni hjer en í nokkru öðru landi Norðurálfunnar. Á einstöku undantekningar hefur að vísu mátt benda. En þær hafa vak- ið svo mikla eftirtekt, og verið svo illa þokkaðar, að þær gera ekki ann- að en staðfesta regluna. Þessi þjóð getur sannarlega farið sinna ferða fyrir embættismannavaldinu, og gerir það 14ca. Það hlýtur hver maður að geta sjeð, sem hefur vit og vilja á að athuga, hvernig ástatt er í land- inu“. Liggur ekki nærri, að leita að ástæð- unum fyrir mörgum ummælum ísaf. um þetta mál nú á síðustu og verstu tímum einmitt í þessari klausu ? En „þetta er fals“, segir E. H., „hjá þeim mönnum, sem nokkuð hafa at- hugað málið". Núv. ritstj. ísaf. hefur sjálfsagt ekki verið í tölu þeirra manna, „sem nokk- uð hafa athugað málið", fyr en þá núna nýlega, þegar honum var „boðið upp á frúkostinn rnikla". En þá „athugaði hann málið" og komst að þeirri ályktun, að ummæli ísaf. um þetta nú á síðkastið væru „eigi á neinum rökum bygð". Og nú, þegar hann er stiginn upp í tölu þeirra manna, sem „hafa athugað málið", þá ætti hann sjálfs sín vegna ekki að vera að tönnlast lengur á gömlu vitleysunni, sem „eigi er á neinum rökum bygð“. — Hann, sem nú ræð- ur yfir aðalblaði stjórnarinnar „alveg einn", hlýtur að kunna þennan al- menna málshátt, að „vandi fylgir veg- semd hverri". Arásir á nýju biblíuþýðinguna íslenslcrt. Mikil deila er nú komin upp út af biblíuþýðingunni nýju. Lögr. hefur beðið merkan mann og málinu ná- kunnugan, að skýra frá því í blað- inu, og er það frásögn hans, sem hjer fer á eftir: Biblíufjelagsfundur var haldinn hjer í bænum mánudag 27. júní. Aðal- verkefni fundarins var, að ráða fram úr vandræðum, sem fjelagið er að komast í með útgáfu biblíunnar út af rógi um þýðendurna og þýðing- uná, sem menn hjer heima hafa borið í brestka biblíufjelagið mikla, sem kostaði prentun 1. útgáfunnar (frá 1908). Þegar áður en lokið var prentun nýju þýðingarinnar, sumarið 1908, barst stjórn íslenska biblíufjelagsins brjef frá bretska fjelaginu og með því til umsagnar kæra hjeðan að heiman, sem fjelaginu hafði verið send út af biblíuþýðingunni, sem þá var verið að prenta. Þungar sakir voru þar bornar á þýðendurna (sjer- staklega þá biskup, lektor J. H. og sjera H. N.) og þeir sagðir rang- snúa orðum ritningarinnar, til þess að koma að ókirkjulegum skoðunum sínum, „afskræma guðs orð“; þeir væru yfir höfuð óhæfir til starfsins með því, að þeir væru „ótrúir hinni evangelisku kirkju og prestsvígslu- heiti sínu", menn, sem „um leið og þeir væru að þýða guðs orð væru að reyna að ræna landa sína trúnni á það orð“, og »sýndu frekjulega fyrirlitningu fyrir hinum guðinnblásnu ritum" o. s. frv. Um gamlatesta- mentisþýðinguna segir í kærunni (fjórum mánuðum áður en biblían er fullprentuð!), að „hún hafi vakið almenna óánægju í Reykjavík meðal trúaðra manna bæði innan þjóð- kirkjunnar og utan hennar", en sjálf- ur kveðst kærandinn hafa látið útvega sjer prófarkir af gamla testamentinu, og á þeim byggi hann. Stjórn ísl. biblíutjelagsins krafðist þegar í stað, að bretska tjelagið ljeti uppskátt nafn kærandans (eða kærendanna) og kvaðst að öðrum kosti ekki geta svarað þessum kærurn. En skrifari bretska tjelagsins var látinn svara.því, að fjelagið gæti ekki gefið upp nöfn kærendanna, með því að þeir hefðu ekki snúið sjer beint til fjelagsins, heldur notað enskan milligöngumann til þess, að koma kærunni-á framfæri, en hann vildi ekki segja til kærend- anna. Við þetta sat svo alt árið sem leið. Fjelögin voru alt af öðru hvoru að skrifast á um þýðingar- málið, en gekk hvorki nje rak. Ágreiningsatriðið voru aðallega tveir ritningarstaðir í Jesajasarbók og einn í Matteusarguðspjalli. í öðrum Jesajasarstaðnum (1,18) [höfðu menn áður þótst finna kröftuga sönnuti fyrir friðþægingarlærdómi kirkjunnar („Þó yðar sýndir væru sem purpuri, þá skyldu þær verða hvítar sem snjór“ stóð í gömlu þýðingunni, en í hinni nýju stendur: „Ef syndir yðar eru sem skarlat, munu þær þá geta orðið hvítar sem mjöll?"), en í hinum (Jes. 7,14) spádóm um, að frelsarinn skyldi fæðast af mey (í gömlu þýðingunni stóð: „sjá mey nokkur mun barns- hafandi verða og son fæða", en í hinni nýju stendur: „Sjá, kona verður þunguð og fæðir son“). Sam- kvæmt kröfu kærendanna vildi bretska fjelagið, að gamla (ranga) þýðingin væri tekin upp aftur, til þess að trúfræðin misti hjer einskis í. Matte- usar-staðurinn er innsetning skírnar- innar (Matt. 28, 19—20. Þar út- leggur nýja þýðingin: „Farið því og gjörið allar þjóðirnar að læri- sveinum með því að skíra þá o. s. frv.“ — en í hinni eldri stendur: „Farið og kennið öllum þjóðum og skírið þær o. s. frv.“). ísl. þýðendurnir voru ófúsir á, að breyta þessum stöðum, með því að þeir álitu sig hafa þrætt frumtextana, og við þá sjeu þeir bundnir, en ekkert annað. Þó bauðst ísl. fjelagið til að breyta „kona“ í „ung kona", ef bretska fje- lagið vildi Iþað heldur. En bretska fjelagið maldaði í móinn, þó með allri hógværð. En meðan þessu fór fram ljet bretska fjelagið smátt og smátt senda sjer mikinn hluta at upplagi hinnar prentuðu nýju þýð- ingar, alt að því 4/s upplagsins. Að eitthvað af þessu væri ætlað löndum vestra, þóttust menn vita, — en eðli- lega þótti biblíufjelagsstjórninni það kynleg ráðstöfun, að draga þannig mikinn meiri hluta upplagsins út úr landinu, sem það var ætlað, og leiddi ýmsar getur að, hvað byggi undir. En frá hverjum kærurnar væru runnar var haldið leyndu af fjelaginu bretska. Um það mun hinum kærðu þýðendum þó ekki hafa blandast hugur, að þær væru runnar frá þeim mönnum hjer heima, sem mest hafa æðrast út af „nýju guðfræðinni", og sumir þeirra haft fremur illan auga- stað á sjálfum höfuðmanni íhalds- stefnunnar, Sigurb. Á. Gíslasyni trú- boða, þótt ótrúlegt mætti þykja, að maður í hans stöðu, trúboði, vildi vita sig bendlaðan við annað eins verk. Sá grunur styrktist frem- ur en hitt við það, að hr. S. Á. G. skýrði í haust frá því sjálfur í dönsku blaði, að hann ásamt fleirum væri að vinna að því við bretska fjelagið, að það gæfi út vasaútgáfu af ísl. biblíunni, „þar sem nýmælastagli kritíkurinnar" („Kritikens Kæpheste,,) væri á bug vísað. Enn fremur vitn- aðist það á næstliðnum vetri, að hr. S. Á. G. hefði á sínum tíma verið að safna undirskriftum undir einhver kæruskjöl út af biblíuþýðingunni og meðal annars fengið sjálfan dóm- kirkjuprestinn okkar til að skrifa undir eitt þeirra. Mönnum er því ekki láandi, þótt þeir grunuðu hr. S. Á. G. um græsku í þessu leiðin- lega máli, enda hefur það ekki reynst ástæðulaust. Að vísu mun nú þykja fullsannað, að hr. S. Á. G. sje ekki ada/-kærandinn, heldur trúboðinn á Akureyri, Gook baptisti, en hann hefur aftur notið stuðnings og að- stoðar hr. Sigurbjarnar hjer syðra; og eins mun nú mega telja áreiðan- legt, að maður sá, sem þeir tjelagar hafa notað til að flytja bretska biblíu- fjelaginu kærurnar, sje ritari hins svokallaða „evangeliska bandalags" í Lundúnum, maður, sem hr. S. Á. G. hefur staðið í sambandi við um allmörg undanfarin ár út af hinum svonefndu „bænavikum", sem þetta bandalag gengst fyrir og hefur látið S. Á. G. innleiða hjer. Hr. S. Á. G. var staddur á biblíu- tjelagsfundinum að undirlagi biskups og hjelt þar langa tölu, þar sem hann gerði grein fyrir afskiftum sín- um af þessu verki. Hann vildi auð- vitað gera sem minst úr afskiftum sínum af málinu, en alt af skein þó í gegnum vefinn, að þau voru meira en lítil. Mergurinn málsins hjá hon- um var sá, að það, sem bann hefði gert í þessu máli, væri eiginlega gert af velvildarhug(l) til ísl. biblíufjelags- ins og nýju þýðingarinnar; hann hefði viljað koma í veg fyrir, að eitthvert bretskt fjelag, annað en biblíufjelagið mikla, færi að stelast til að endur- prenta Oxfordar-útgáfuna og skaða með þvf sölu hinnar nýju þýðingar! Furða má það heita, ef hr. S. Á. G. ímyndar sjer, að nokkur viðstaddra manna hafi lagt trúnað á þann spuna. Vafalaust er, að hr. S. Á. G. hefði ekki viljað vera við þetta leiða mál riðinn, —jafn ósamboðið og það er trúboðastöðu hans, — ef hann hefði haft hugboð um, hvað af því kynni að leiða. En nú sjer hann afleiðingarnar. Fyrsta afleiðingin af þessu kæru- máli er sú, að hjer er nú enga biblíu að fá, nema eitthvað af Reykjavík- urútgáfunni gömlu. Bretska fjelagið hefur tjáð biskupi, að af því sem komið er út yfir pollinn (800 eint. af 1000) verði ekkert endursent til íslands. Alt virðist benda á, að út- flutningur bibltunnar hafi verið f þeim tilgangi gjörður, að sporna við því, að meira af henni útbreiddist hjer á landi, og því sje útgáfan gerð upp- tækl En ávextirnir af starfi kærendanna virðast ætla að verða fleiri. Þegar biskup nú í vetur, er fyrirsjáanlegt var, að landið yrði biblíulaust, aður en árið væri halfnað, tók að hreyfa endurprentun biblíunnar við bretska fjelagið, kom allhart svar frá þeim manni í stjórn bretska fjelagsins, sem mestu ræður utn biblíuútgáfur þess, þar sem ótvírætt er gefið í skyn, að svo geti farið, að bretska fjelagið neiti alveg að kosta endurprentun ísl. biblíunnar nýju, svo framarlega sem fsl. biblíufjelagið fáist ekki til að gera þær breytingar á þýðingu sinni, sem krafist er. Eru því meiri líkur til, að sú hótun komist í fram- kvæmd, sem ísl. biblíufjelagið hefur svarað fyrir sitt leyti, að það vilji enga breytingu gera í þá átt, sem breska fjelagið — innblásið af kær- endunum hjer heima, — fer fram á, þ. e. sje ófáanleg til að bægja burtu rjettum þýðingum, en taka upp f staðinn rangar. En hvað svo? Líklega hefur hr. S. Á. G. og þeir, sem hann hefur verið að aðstoða hjer, ímyndað sjer, að fslenska biblíufjelagið mundi láta undan síga, er bretska fjelagið sýndi því í tvo heimana. En mundi þeim verða að þeim óskum sínum og von- um? Vonandi er, að það verði ekki, vonandi, að hið fátæka og fámenna ísl. biblfufjelag láti aldrei Bretann, þótt auðugur sje, kúga sig. En fari svo, sem allar horfur efu á, að ísl. biblíufjelagið verði á eigin býti að kosta prentun biblíu sinnar, þá er hætt við mögrum málarekstri fyrir kærendurna, — einasta ánægjan, sein þeir uppskera af iðju sinni, verður þá meðvitundin um, að hafa knúð fátækt fjelag til að gefa út sinn síð- asta pening. Af þeirri ánægju mun enginn öf- unda þá. Vjelarbát vantar hjeðan frá Reykjavík, sem út fór hjeðan til fiskiveiða síðastl, föstudag. Flóabáturinn „Ingólfur" leitaði hans á sunnudaginn og er sagt, að hann hafi fundið lóðina vestur í svonefnd- um „Rennum", en annað ekki. Hald- ið er, að báturinn hafi farist, lfklega af þvf að vjelin hafi sprungið. Á bátnum var eigandi hans, Matthías Sigurðsson frá Soyðisfirði, Sveinbjörn Þorsteinsson skipstjóri og Brynjólfur Ögmundsson frá Nikulasarkoti, alt fjölskyldumenn.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.