Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 08.02.1911, Blaðsíða 1

Lögrétta - 08.02.1911, Blaðsíða 1
Aígreiðslu- og innheimlum.: ARINBJ. SVEINBJARNARSON. Ijauaaveu -41. Talsimi 74. R i ts tj ó r i: ÞORSTEINN GÍSLASON Pingholtsstræti 17. Talsími 132. M 6. Reykjavík 8. lebráar 1011 VI. árg. Altaristaflan í Köping. í smábænum Köping í Svíþjóð er I kirkjunni mjög einkennileg og falleg alt- aristafla frá katólskri tíð. Norski prófessorinn Bang hefur nýlega komið fram með þá kenningu, að sænskir hermenn hafi fyr á öldum rænt töflu þessari úr Dómkirkjunni í Niðarósi og því ætti sænska stjórnin að skila Noregi henni fyrir sæmilega borgun. Þessu mótmæla Svíar, ogl hefur orðið út af þessu mikil blaðarimma. I. O. O. F. 921029. Forngripasafnið opið Sd., þrd. og fimtud. kl. 12—2. Lækning ók. f læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. í mán. 11—1. Landakotsspítali opinn f. sjókravitj. io'/a —12 og 4-5. Islands banki opinn 10—2V2 og 5V2—7. Landsbankinn io1/.—2z/i. Bnkstj. við 12—1. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. f mán. 7—8 e. m. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8. Lárus Fjeldsted. Yflrrjettarmálafœrslumaöur. Lækjargata 2. Helma kl. 11 —12 og 4—5. Faxaflóagufubáturiim „Ingólfur" fer til Borgarness io., 19. og 24. febr. - - Garðs 13., 21. og 28. febr. £anðmynðir herstjóra- jlokksins eru hinir eigulegustu hlutir fyrir þá, er þykir vænt um landið. Að þessu vil jeg leiða athygli almennings. Jeg fjekk mjer myndina af hjeraði því (sýslu), sem jeg bý f, svo fljótt sem hún var tilbúin, ljet „setja hana upp": líma saman tíglana, ljereft undir, stengur í jaðrana, ofan og neðan, og olfubera hana. Nú er hún hin ánægju- legasta veggprýði í herbergi mínu. Landinu er skift í tígla, er hver tekur yfir c. 10 fermílur. Stærðin er 1 : 50,000. Er það svo veruleg stærð, að alt hið merkasta getur komið greinilega fram. Dráttmerki og litir („signaturer") er fjölbreytt, svo að auðsýnt er, hvers háttar landið er (ár, vötn, lækir, fjöll, hraun, gras- lendi, tún, vegir, brýr, símar, bæir o. s. frv.). Til að ná allri Kjósarsýslu, varð jeg að fá 4 tígla, enda náði jeg þar með hinni fögru mynd Hvalfjarðar. Verðið þarf engan að fæla: einkróna tígullinn. Þessi (4 tigla) mynd nær yfir þetta svæði: Suðausturhornið er á Hengl- inum austanvert við Skeggja; suður- línan rjett sunnan við Elliðavatn í sjó fram vestan til við Hafnarfjarðar- bæ; austurlínan yfir Mjóavatn á Mos- fellsheiði, austan við Stýflisdal (í Þing- vallasv.), yfir Kjöl, Hrísháls, milli bæj- anna í Botnsdal, norður á miðja Botns- heiði. Norðausturhorn þar á heiðinni austanvert við Tvívörður. Norður- línan þaðan yfir Glámu, vestur með Skarðsheiði sunnanverðri, fyrir ofan bæina, og fram í sjó norðanvert við Belgsholt. Vesturlínan liggur öll á sjó, c. 3/4 mílu vestur frá Akranesi, en tæpa mílu vestan Alftaness (í Gull- br.sýslu), þ. e. Kjósarsýsla öll, suður- hl. Borgarfj.s., hluti af Árness- og Gullbringusýslu. Landi því öllu, er mynd þessi tekur yfir, er jeg talsvert kunnugur. Og er tillit er tekið til þess, að myndin er gerð af útlendingum, sem ekki skilja mál landsmanna og eiga því óhægra með að fá góðar og rjettar upplýs- ingar, er það furðu fátt, sem jeg finn að verki þeirra. Skal jeg þó drepa á nokkur atriði, aðallega til að áminna menn, þar sem mælingaverkinu eigi er lokið, um, að gæta þess, að gefa mælingamönnunum skýrar og rjettar upplýsingar, svo sem unt er. Minna má það ekki vera — úr því við verð- um að njóta liðs annarar þjóðar til að gera verk þetta fyrir okkur, — en að við aðstoðum þá í því, er við getum, til þess að myndirnar geti orðið sem best úr garði gerðar. Örnefna sakna jeg fjölda margra, sumra sögulegra. Endist ekki til að nefna nema fá: t. d. Melabakka, Geir- mundartind og Háahnjúk (Akrafjall), Saurbæjarhlíð, Þyrilshlíð, Þrándar- staðahlíð o. s. frv., Kúhallareyrar, Kattarhöfða og Víðförulsnes (við Botnsvog), Leiðvöll (við Kollafj.), Katlagil (Grímarsf.). Nöfn á vöðum yfir árnar vanta öll o. fl., o. fl. — Rangnefni eru mörg, en líklega flest þeim að kenna, er til hafa sagt, t. d.: Kúvallardalur og -á, f. Kúhall-, Tranadalur f. Trönu-, Skammadalur f. Skammi-, Bæjarfell f. Þverfell, Mos- fellsfjall f. Mosfell, Helgafellsfjall f. Helgafell ( fellsfjall=: fjallsfjall!), Gull- bringur f. Mosfellsbringur (en Gull- bringur eru fyrir sunnan Vífilsstaði í Gullbringusýslu), Bringnabær f. Bring- ur, Hamrafell f. Ulfarsfell, Grím- mannsf. f. Grímars-, Korpúlfsstaðaá f. Úlfarsá, Djúpadalur f. Djúpi-, o. fl. o. fl. — Eru slíkt lýti á svo góðum grip, sem myndir þessar eru. — Sum- staðar eru merkjalínurnar milli sveit- anna ónákvæmlega settar og jafnvel villandi (eins og milli Mosfellssveitar og Álfóssveitar). Túnastærðirnar eru talsvert af handahófi, og ekki nákvæm- ar, og túnin sumstaðar óskýrt eða ekki sett (Stýflisdal o. v.). Af mann- virkjum, sem þýðing hafa, eru það { einkum rjettirnar, sem vanta; hefur mælendum eigi verið kunnugt, að þær eru nokkurskonar þjóðhátíða- staðir hjer á landi. Kollafjarðarrjett einsjest(nafnlaus), en Reynis-, Brekku-, Fossár-, Eyja- og Hafravatnsrjett vant- ar. Lítilsháttar mylna í Kollafirði er sett svo skýrt, eins og það væri „her- virki“ (kastalaborg), en efri veiði- mannahúsin við Elliðaárnar vanta. Sumstaðar eru fjárkofarnir sýndir skýrt og nákvæmlega (Laxnesi, Graf- arholti o. v.), en víðast ekki. Eyði- býli o. þessh. eru allvíða sett á rang- an stað (Laxnestunga, Stekkjarkot o. fl.). Skift mun vera um Laxfoss og Sjóarfoss í Kjós o. s. frv. Landslagið sjest greinilega af hæða- línum og litaskiftum á myndinni, og hæðamálstölurnar, sem eru til og frá um alt, sýna hve hátt landið hjer og þar liggur yfir sjávarmál. Allir vegir og stigir eru greinilega sýndir, og þykir mjer bera fullmikið á ýmsum ómerkilegum götum. Vil jeg nú hvetja alla þá, er unna landsbletti sínum, að eignast eina eða fleiri slíkar myndir. Laglega „upp settar" eru þær prýði á vegg, og auk þess má hafa marga nytsemd af þeim. Þær eru ómissandi, ef ein- livern tíma kemst svo langt, að sett sjeu hrein landamerki; þá getur hver jarðeigandi dregið merkin, t. d. með rauðum strykum, á myndina umhverfis land sitt, Land jarðar minnar hef jeg þegar (áður en myndin var olíu- borin) afmarkað þannig. Þá er auð- velt að ákveða flatarmá! jarðaland- anna eftir mæling þeirra á myndinni. Mælikvarði er neðan við myndina á hverjum tígli. Myndir þessar fást hjá hr. skóla- stjóra Morten Hansen í Reykjavík og ef til vill víðar. Grh. 1. febr. 1911. B. B. t Jón kaupm. Póröarson. Hann fanst örendur í fjörunni aust- anhalt við Miðbæinn um hádegisbil 1. þ. m., hafði ekki komið á heimili sitt síðan kvöldinu áður. Líkið var krufið samdægurs og segja læknar (landlæknir og hjeraðs- læknir), sem það gerðu, að hann hafi fallið lifandi í sjóinn og dáið — druknað — eftir örstutta stund. Sá orðasveimur, að hann muni hafa drekt sjer, á við engin rök að styðj- ast. Öll atvik, sem kunn eru, benda til þess, að hjer sje um slys að ræða, hörmulegt slys. Hann fór heiman að frá sjer á 8. tímanum kveldinu áður, var á fundi úti í bæ, hitti ýmsa menn að máli á götunni, og sá eng- inn annað, en að hann væri í góðu skapi. A tíunda tímanum er mælt að hann hafi átt tal við mann á Lækjartorginu, sagðist þá ætla að ganga litla stund sjer til hressingar og síðan heim. En úrið í vasa hans benti á 10 og 9 mínútur. Er því líkast að hann hafi gengið út með sjónum og þar niður á einhverja brýggjuna — skip voru að koma þá um kveldið —. Veður var milt, en dimt og vot jörðin og skreipt mjög, ekki síst á bryggjunum. Það hefur oft borið við hjer í bæ, að menn hafa hrasað út af bryggjum að öðrum áhorfandi — og oftast orðið bjargað. En fátt segir af einum. Það er siður fjölda manna hjer, að þeim verður jafnan reikað niður á bryggjur, ef þeir koma út fyrir dyr. Þessi atburður ætti að vera þeim til aðvörunar um það, að slíkt er ekki hættulaust, ef menn eru einir síns Iiðs og ósyndir, eins og Jón heitinn var. Jón var fæddur 3. jan. i854áLeiru- bakka í Rangárvallasýslu, og bjuggu þar foreldrar hans. En eigi ólst hann þar upp, heldur hjá frændfóiki sínu, fyrst á Ægissfðu og síðan í Flag- veltu. Þaðan fór hann 24 ára gam- all á Eyrarbakka og dvaldi þar eitt ár, en síðan að Reyðarvatni á Rang- árvöllum og var þar 3 ár. Þar kvæntist hann' haustið 1881 eftirlif- andi konu sinni Þorbjörgu Gunnlaugs- dóttur frá Árnagerði í Fljótshlíð. Vorið eftir, 1882, fóru þau að búa á Ártúnum í Mosfellssveit og voru þar til 1885, en fluttust þá að Lauga- nesi og bjuggu þar sex ár. 1891 fluttust þau til Reykjavíkur og byrj- aði Jón þá verslun í Austurstræti 5. En næsta vor bygði hann hús sitt í Þingholtsstræti 1, og hefur verslað þar síðan. Verslun hans varð brátt mikil, enda var honum mjög vel sýnt um kaup- skap, og brautryðjandi varð hann hjer í verslun með innlendan varning að því leyti, að hann varð milligöngu- maður milli sveitamanna og bæjar- manna, keypti fje af sveitabændum, en seldi aftur um bæinn kjöt og slátur. Hann kom hjer fyrstur manna upp slátrunarhúsi, kjötsölubúð, pylsu- gerð og niðursuðu matvæla, en hætti þeirri versíun allri, er Sláturfjelag Suðurlands var stofnað og reisti hjer slátrunarhús og sölubúð. Jón var vel metinn maður og gegndi mörgum trúnaðarstörfum. Hann var í niðurjöfnunarnefnd bæjar- ins, einn af stjórnarnefndarmönnum „Hotel íslands«, eftir að það komst í eign Templara, Fríkirkjunnar, Faxa- flóabátsfjelagsins og m. fl. fjelaga. Þótti hann hvervetna tillögugóður, úr- ræðamaður og framlagsfús. Þau Jón og Þorbjörg áttu ekki börn, en 4 börn tóku þau til fósturs og ólu upp, og tvö þeirra, Þórð Lýðs- son og Guðrúnu Ólafsdóttur, gerðu þau að kjörbörnum sínum. Jarðarför Jóns heitins fer fram næstk. föstudag, 10. þ. m. Carnegi auðmadur. Hann hefur oft verið umtalaður maður fyrir stórgjafir, einkum til há- skóla og mentastofnana. Nú hefur hann nýlega gefið 10 milj. dollara til triðarmálastarfseminnar. Hann er Skoti að uppruna, fæddur 1837, en kom 11 ára til Ameríku og hefur safnað þar auðmagni sínu á steinolíusölu og stáliðnaði. Stórt nániaslys varð í Englandi 21. des. síðastl., í Prætorianámunum við Bolton. Hálft 4. hundrað manna beið þar bana. Fólksflutnlngaskip ferst. Stórt fólksflutningaskip rússneskt, „Russia", fórst 9. jan. skamt frá Libau, á leið þangað frá Ameríku, fult af farmi og farþegum. Mönnum varð bjargað, en skipinu ekki. Mannskæð pest kom upp í síð- astl. mánuði meðal Kínverja í bæn- um Charbins í Austur-Síberíu. Úr henni dóu á 3 dögum milli 500 og 600 manns. Norðurlandabanki í París. »Banque des Pays du Nord«. Ýmsir bankar á Norðurlöndum hafa gengist fyrir stofnun nýs banka í París, með samþykki franskra vald- hafa, og á hann að heita „Banque des Pays du Nord". Stofnfjeð er 25 miljónir franka og er þegar alt fengið. Bankinn tekur bráðlega til starfa. Yfirstjórn bankans verður frönsk. En tilgangurinn með stofnun hans er, að vinna að sölu skandínaviskra verðbrjefa í París og yfir höfuð, að hlynna að hagsmunum Norðurlanda. Sagt er, að Landmandsbankinn hafi einkum haft forgöngu í þessu máli í Danmörku. Jardskjúlftarnir í Miðasíu. Ein af sögunum, sem þaðan eru sagðar, er þessi: Lest var á leið til bæjarins Pershevalsh, yfir fjallveg. Alt í einu opnaðist rifa hjer um bil 1V2 alin á breidd, rjett fyrir framan hana, og hröpuðu þar niður í bæði menn og skepnur og fórust. Jarðskjálftarnir byrjuðu 4. jan. Um upptökin hafa ekki komið nán- ar fregnir. En þeir eru í Turkest- am, sem er stórt og strjálbygt flat- Iendi, vesturhlutinn undir yfirráðum Rússa, en austurhlutinn tilheyrir Kína. Jarðskjálfta-mælirinn hjer í Reykja- vík hafði sýnt þessar hreyfingar. Peary. Nýlega hafa skjöl hans frá síðustu norðurförinni verið rann- sökuð af vísindamönnum, og er það talið fullsannað af þeim, að hann hafi að minsta kosti eigi verið meira en 3—4 danskar mílur frá norðurheim- skautinu, þegar hann reisti upp stöng- ina með Bandaríkjaflagginu á ísbreið- unni og sneri við aftur heimleiðis. Peary hefur út af þessu verið sýnd- ur mikill sómi. Cook, sem nú er vestra og skrif- ar og talar mikið um ferðalag sitt, lætur vel yfir þessu, segist geta unt Peary alls sóma og hann eigi alla viðurkenningu skilið, — en framtíð- in muni heiðra sig og gefa sjer dýrðina. Cook kveðst ætla að heimsækja Danmörk í apríl í vor. Flug-slys. Hoxseg flugmaður, sá er hæst allra hefur komist í loft upp, 11474 fet, nú rjett fyrir síð- ustu áramót, fórst á flugi 2. jan. í Los Angelos í Kaliforníu, hrapaði til jarðar úr 500 leta hæð að fjölda manns áhorfandi og marðist til dauðs undir vjelinni, er niður kom. Moisant flugmaður, sá er frægur varð síðastl. sumar fyrir flugið með annau mann milli Frakklands og Englands, fórst um áramótin vestur í Ameríku. Hann hafði látið eftir sig */a millj. kr. Ópíuiu í Kína. Þar er nú vökn- uð alvarleg hreyfing gegn ópíums- reykingunum og á kvenþjóðin mik- inn þátt í henni. í vetur var hald- inn um þetta mál stór almennings- fundur í Peking og talaði þar meðal annara einn af prinsunum, og ýmsar konur af aðalsstjettinni.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.